Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir sýningu á verk- um Inga Hrafns Stefánssonar í forkirkju Hall- grímskirkju, sem verður opnuð á sunnudag kl. 12. Sýningin stendur í fjórar vikur og er opin kl. 9-17 alla daga. Á sýningunni eru verk Inga Hrafns frá undanförnum árum, unnin á pappír með ýmiskonar tækni, akrýl, vatnslit og margskon- ar teikniáhöldum. Yfirskrift sýn- ingarinnar er Kirkjan og fjallið og myndefnið ýmist fjöll og kirkjur. Ingi Hrafn hefur notið leiðsagnar í ýmsum skólum, svo sem í starfs- deild Fjölbrautaskólans í Breið- holti, í Fjölmennt undir handleiðslu Erlu Friðleifsdóttur og í Lista- smiðju Lóu Guðjónsdóttur. Síðustu ár hefur hann unnið sjálfstætt í vinnustofu í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hann hefur haldið tvær einkasýningar, á Vesturgötu 7 og í safnaðarsal Hallgrímskirkju og tekið þátt í ýmsum samsýningum, þar á meðal nokkrum sýningum Listar án landamæra. Kirkjan og fjallið í Hall- grímskirkju Ingi Hrafn Stefánsson Um helgina lýk- ur sýningu Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar, Í af- byggingu eða Under Deconst- ruction, í Lista- safni Íslands, en hún var skipu- lögð af Kynning- armiðstöð ís- lenskrar myndlistar fyrir 54. Feneyjatvíæringinn 2011 og sýn- ingarstjóri var Ellen Blumenstein. Kl. 14 á sunnudag leiðir Dagný Heiðdal listfræðingur gesti um sýn- inguna og spjallar um verkin á henni og einnig um sýninguna Þá og nú þar sem áhersla er lögð á vendipunkta í framvindu íslenskrar listar frá ofanverðri 19. öld til okk- ar daga. Leiðsögn í Listasafni Íslands Dagný Heiðdal Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Kammermúsíkklúbburinn fagnar 55 ára afmæli á þessu ári en klúbburinn var stofnaður árið 1957 í því skyni að efla og styrkja kammertónlist á Íslandi. Fram að stofnun klúbbsins var fátítt að slík tónlist væri flutt hér. Í tilefni af afmælinu verða fimmtu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á þessu starfsári haldnir í Hörpu á sunnu- dag kl. 19.30. Margir meðlima Kammermúsíkklúbbsins voru í framvarðarsveit talsmanna bygg- ingar tónlistarhúss í Reykjavík og því vel við hæfi að halda afmæl- istónleikana í nýju tónlistarhöll- inni. Gott og öflugt starf Tómas Á. Jónasson læknir hefur verið viðloðandi Kammermús- íkklúbbinn frá fyrsta starfsári hans og hlakkar auðheyrilega til að mæta á þessa fyrstu tónleika klúbbsins í Hörpu. „Lengst af höf- um við spilað í Bústaðakirkju en hljómurinn í Hörpu á ekki að vera verri en þar svo ég hlakka til að hlusta á tónlistina í Hörpu,“ segir Tómas, sem lætur sig sjaldan vanta á tónleika Kammermús- íkklúbbsins. Á þeim 55 árum sem klúbburinn hefur verið starf- ræktur hefur íslenskt tónlistarlíf tekið miklum breytingum og gróskan og fjölbreytileikinn sjald- an verið meiri en í dag. „Ég kom heim frá Bandaríkjunum sumarið 1957 og þá hafði félagið verið starfrækt í nokkra mánuði. Frá þeim tíma til dagsins í dag finnst mér hafa verið gott og öflugt starf í Kammermúsíkklúbbnum,“ segir hann. Camerarctica, tónlistarhópur Sigurðar Halldórssonar tónlistar- manns, hefur spilað í Kamm- ermúsíkklúbbnum frá árinu 1998. Harpa heimili tónlistarinnar „Kammermúsíkklúbburinn held- ur fimm tónleika á hverjum vetri og fær til þess ýmsa kammerhópa. Minn hópur, sem nefnist Camer- arctica, hefur verið með tónleika einu sinni á vetri síðan 1998 og það er alltaf jafnskemmtilegt að spila fyrir tónleikaröð sem er jafn- rótgróin í bænum,“ segir Sigurður. Það er mikill heiður, að sögn Sig- urðar, að vera fyrsti hópurinn til að spila fyrir Kammermúsíkklúbb- inn í Hörpu, sem Sigurður segir vera heimili tónlistarmannsins. „Það hefur verið notalegt og gott að spila í Bústaðakirkju en þú finnur alltaf fyrir því að tónlistin er gestur í kirkjunni, góður gestur og velkominn, en Harpa er heimili tónlistarmannsins.“ Sigurður von- ar að Harpa verði heimili Kamm- ermúsíkklúbbsins til frambúðar. „Ég vona að Harpa taki klúbbnum opnum örmum. Sinfónían hefur markað sinn sess í Eldborg en við verðum í Norðurljósum sem tekur 300-400 gesti. Það er kominn tími til að fá tónleikaröð sem festir sig í sessi þar líka.“ Camerarctica mun fyrir hlé leika Sónötu eftir Jan Dismas Ze- lenka og þrjár aríur úr Níu þýsk- um aríum eftir Georg Friedrich Händel og syngur Marta Guðrún Halldórsdóttir með hópnum í síð- arnefnda verkinu. Eftir hlé er Strengjakvartett nr. 4 eftir Bela Bartók á dagskrá. Tónleikar Kammermúsík- klúbbsins í fyrsta sinn í Hörpu Morgunblaðið/Ómar Afmælistónleikar Camerarctica leikur á afmælistónleikum kammermúsíkklúbbsins í Hörpu á sunnudagskvöld.  Klúbburinn heldur upp á fimmtíu og fimm ára afmæli Ekki þá bara hinn vestræni poppheimur, með sínum bresku og banda- rísku áherslum 42 » Útvarpsleikhúsið flytur þríleikinn Sómafólk eftir Andrés Indr- iðason í leik- stjórn Ásdísar Thoroddsen á næstu vikum. Fyrsta leikritið, Sól og blíða í paradís, verður flutt á sunnudag, en verkin eru sjálfstæð. Leikarar eru Margrét Guðmundsdóttir og Pétur Einarsson, en hljóðvinnslu annaðist Ragnar Gunnarsson. Annað leikritið verður flutt 26. febrúar og það þriðja 5. mars. Í leikverkunum eru sagðar sögur af sómafólki eins og Íslendingar eru til hópa, en reyndar mis-sómakær- ir. Sómafólk í Útvarpinu Andrés Indriðason Kammermúsíkklúbburinn hélt fyrstu tónleika sína í Melaskóla 7. febrúar 1957. Á þeim tíma var kamm- ertónlist sjaldan flutt á Íslandi, en með stofnun klúbbsins hófst markviss flutningur kamm- ertónlistar og hefur klúbburinn staðið fyrir ríflega tvö hundruð tónleikum. Tónleikar hafa farið fram á ellefu stöðum, síðustu tvo ára- tugi í Bústaðakirkju. Hugsjónastarf í́ hálfa öld KAMMERMÚSÍK Í 50 ÁR Í dag kl. 15 verður opnuð sýning í Listasafni Árnesinga þar sem sjálfs- skoðun er grunnstefið. Á sýning- unni, sem hefur yfirskriftina Ásjóna, eru ný og eldri verk úr eigu lista- safnsins til sýnis og áhersla lögð á teikningu og portrett. Verkin eru öll frá 20. öld, það elsta frá því um alda- mótin 1900, Sjálfsmynd Ásgríms Jónssonar þar sem hann horfir rannsakandi fram í rýmið sem ungur listnemi í Kaupmannahöfn en yngsta verkið á sýningunni er Höfuðfætlur eftir Magnús Kjartansson frá ní- unda áratugnum. Fleiri portrett frá ýmsum tímum eru þar líka eftir Kjarval, Höskuld Björnsson og Ástu Guðrúnu Eyvindardóttur og þrívíð portrett eftir bæði Halldór Ein- arsson og Sigurjón Ólafsson. Meðal verka má nefna Ásjónur 42 bænda úr Grímsneshreppi sem Balt- asar festi á blað á árunum 1965-66 og verk Hildar Hákonardóttur Sunnlenskar konur mótmæla á Al- þingi sem minnist ferðar 25 sunn- lenskra kvenna á Alþingi til þess m.a. að krefjast viðurkenningar á eigin vinnuframlagi. Einnig verða á sýningunni verk eftir C.F. Ahl, Höskuld Björnsson og Magnús Kjartansson sem safninu hefur áskotnast á síðustu árum og ekki hafa verið sýnd þar áður. Gest- um er svo boðið að þjálfa sig í teikn- ingu. Ásjóna í Listasafninu Ljósmynd/Listasafn Árnesinga Ásjóna Sunnlenskar konur mótmæla á Alþingi eftir Hildi Hákonardóttur.  Ný og eldri verk úr eigu safnsins sýnd í Listasafni Árnesinga Í dag kl. 13.30 verður opnuð sýn- ing á listaverkum úr eigu Arion banka í höfuðstöðvum bankans, Borgartúni 19. Við opnunina mun Guðni Tómasson listsagnfræðingur flytja erindi um sýninguna og um- brotin í íslenskri myndlist um miðja 20. öld. Verkin á sýningunni, sem ber yfirskriftina Óróleikinn nær til Íslands, eru valin með þau umbrot í huga þar sem tókust á þeir sem nýta vildu listina til að efla þjóðernisvitund Íslendinga, með alþingismanninn Jónas Jóns- son frá Hriflu fremstan í flokki, og framsæknir myndlistarmenn sem stunda vildu form- og litatilraunir og færa íslenska myndlist inn í nú- tímann. Á sýningunni eru verk sem falla að hugmyndum Jónasar frá Hriflu um íslenska myndlist, en einkum þó verk sem stangast á við þá sýn. Verkin eru eftir Jón Engilberts, Snorra Arinbjarnar, Svavar Guðnason, Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúlason, Nínu Tryggva- dóttur, Jón Stefánsson og Jóhann- es Kjarval. Guðni Tómasson segir að hann og Klara Stephensen, sem sér um safnið fyrir Arion banka, hafi ákveðið að skoða þessa deilu Jón- asar út frá safneign Arion banka, „enda var þetta spennandi deila um listir og hlutverk lista, um þjóðernið og landið og eðl- isumræðuna, umræðuna um það hvort við Íslendingar séum öðru- vísi en aðrar þjóðir. Jónas vildi að listin myndi styðja við þjóðernið og sýna fram á hver við erum, en ekki að listamenn væru að taka upp nýja tísku utan úr heimi, hann vildi að menn hefðu frumherjana til fyrirmyndar Ásgrím Jónsson, Einar Jónsson, Þórarin B. Þor- láksson og Jóhannes Kjarval.“ Óróleikinn nær til Íslands Óróleiki Guðni Tómasson ræðir um sögulegar deilur um myndlist.  Sýnd verk úr safneign Arion banka Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.