Tíminn - 09.09.1956, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.09.1956, Blaðsíða 1
Fylgizt með tímanum og lesið TÍMANN. Áskriftarsímar 2323 og 81300. Tíminn flytur mest og fjöl- breyttast almennt Iesefni. 40. árgangur 12 síður ' \ Angmagssalik, þorpið á klöpp- um við sjóinn. Bls. 7. Lífio í kringum okkur, bls. 5. Þáttur kirkjunnar, bls. 5. fslenzkuþáttur Halldórs Hall- dórssonar, bls. 5. Grein um hjónabönd í Holly- wood, bls. 4. 203. blað. í siðsnmarsó! á Arnarhóli Eftir nokkra þungbúna daga með einstaka regnskúr, biríi upp í gaer meS glaSa sólskini, og þaS varS aftur þétt- setiS á Arnarhóínum, þar sem Reykvíkingar hafa notið góða veðursins í ríkuni maeli í sumar. Þar hefir ailtaf veri‘3 þétt setið í hverjum hádegistíma og margir viröast leggja ríkari áherzlu á það að sól asig oq verða kaffi- brúnir á hcrund, en a3 fá sér eitthvað í svanginn. Myndin er tekin fyrir nokkrum dögum á Arnarhclstúni Sv. S. Verðlagsmá! og afurðasölumáB verða að venju aðalmálin á Stéttarsambandsfuudinum Fundir stjómar Stéttársambaíids hænda og Bjöoi Guðmundsson Frámleið’sliiráðsms verða á Bfönduósi s dag.' forsti. Áburðarsöimmar Stettarsambandsnindiirmn hefst kl. 10 f. h. Ellefti aðalfundur Stéttarsambands bænda hefst á Blöndu- i ósi kl. 10 í fyrrámálið, og er gert ráð fyrir, að hann standi tvö daga. Fulltrúarétt á fundinum eiga 47 fulltrúar úr héruð- um landsins, en auk þess sitja fundinn stjórnarmeðlimir, sem ekki eru fulltrúar, svo og ýmsir starfsmenn samtakanna og framleiðsluráðsins. Aðalefni fundarins verða að sjálfsögðu eins og undanfarið verð lagsmál landbúnaðarins og afurða- sölumálin, en auk þess cru jafnan mörg önnur hagsmunamál rædd. Stjórnarfundir í (lag. Stjórnarfundur Stéttarsambands i bænda verður haldinn á Blönduósi í dag og einnig aðalfundur Fram- leiðsluráðsins. Fóru stjórnarmenn norður í gær héðan frá Iteykjavík, og stjórnarmenn annars staðar af landinu munu koma þangað til móts við þá. Fulltrúar munu liins vegar koma til Blönduóss í dag að sunnan, vestan og austan. stöðuen á landinu í Strax flutt út til Bretlands eitthvacS af nýju dilkakjöti þar sem verSií er hagstæ^ast þar um þetta ieyts árs Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk í gær hjá Sveini Tryggvasyni, framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnað-, arins, mun venjuleg haustslátrun hefjast á nokkrum síöðum á landinu í þessari viku, og er Haustslátrunin hefst svona snemma núna, aðallega af tveim ástæðum. Önnur er sú, að á þess- um stöðum er sláturfjárfjöldi svo mikill í haust, að nauðsynlegt þyk- ir að lengja sláturtíðina, og þá betra að færa hana fram. Kjöt fluíí út strax. Hin astæðan er sú, að þar sem flytja verður út allmikið magn af dilkakjöti, þykir bezt að reyna að byrja á því strax, þar sem bezt verð fyrir dilkakjöt er einmitt á það fyrr en venja er. þessum tíma árs í sumum markaðs löndum. — Verður því þegar flutt út nokkuð af nýju dilkakj öti til Bretlands. Staðir þeir, sem haustslátrunin mun hefjast á í þessari viku, eru Hvammstangi, Blönduós, Sartðár- krókur og Akureyri og kannske víðar við Eyjafjörð. Sumarsíá&un hefir staðið yfir undanfarið, og er búið að slátra allmörgu af fjárskiptasvæðinu í Dalahólfinu. Kjötið liefir verið selt á sumarverði og nokkuð af Forsætisráðherra hefir frá og með 1. september skipað Björn Guðmundsson forstjóra Áburðar- Björn Guömundsson. sölu ríkisins. Björn hefir undan- íarin tólf ár verið skrifstofustjóri Grænmetisverzlunarinnar, sem nú nýlega var lögð niður, samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi. Áður en Björn tók við starfi sinu við Græn metisverzlunina var hann á Horna firði og starfaði við Kaupfélag Austur-Skaftfellinga. Björn er maður traustur, og gagnkunnugur þeim málum, er hann tekur nú við stjórn á. því hefir selzt; þótt slík sala nú sé ekki sambærileg við þaö, sem áður hcfir verið, þa.r sem enn er til dilkakjöt á markaði frá síðasta hausti. Hið nýja kjöt kemur hins vegar á markað á haustverði í vik unni eða um miðjan mánuðinn eins og venja er. Kaíró-viðræðurnar árangurslausar Bretar veröa nú að ákveða, bvort þeir vilja beita valdi Kairó, 8. sept. — Fregnir um niðurstöður af viðfæðum Súe'z-nefndarinnar og Nassers forseta eru nokkuð ósamhljóða. Talsmaður nefndarinnar sagði í morgun, að nefndin mundi hverfa til London um helgina. Röksemdir nefndarmanna fyrir ályktun Súez-ráðstefnunnar um alþjóðlega stjórn skurðsins virtust engin áhrif hafa haft á Nasser og því enginn árangur orðið af viðræðunum. Nefndin myndi ekki fara fram á íleiri vioræðufundi við forsetann, en hins vegar myndi Menzies forsætisráðherra ganga fyrir hann og kveðja hann. Siíkt væri sjálfsögð kurteisi. Egypzku blöðin halda upptekn- um hætti og segja óhugsandi fyr- ir Egypta að ganga að tillögum Lundúnarráðstefnunnar um alþjóð lega stjórn. í það skína, að valdi muni beitt, ef ekki fæst lausn að þeirra skapi. Spenningurinn kringum þetta mál fer því fremur vaxandi en minnk (Framhald á 2. síðu). Hvað bauð Nasser? Rússneskir fréttaritarar símuðu út þær fregnir I gær, að tilhæfu- laust væri, að Nasser hefði engar miðlunarleiðir boðið. Hann hefði stungið upp á, að samningurinn frá 1888 yrði endurnýjaður, annað hvort þannig að sömu ríki og að honum stóðu þá undirrituðu nýjan samning, þar sem Egyptar skuld bindá sig til að sjá um frjálsar siglingar, eða allar þjóðir, sem nú eiga skip í förum um skurðinn stæðu að nýjum samningi. Staðfest ing á þessu hefir ekki fengizt frá nefndarmönnum, enda myndu Bretar ekki telja ser fært að ganga að þessu, þar sem Egyptar hefðu eftir sem áður alger yfir- ráð skurðarins. Enn streyma hermenn austur. Stórt herflutningaskip lagði úr höfn í Southampton á Englandi í morgun og með því mikill fjöldi hermanna, sem fara eiga til Mið jarðarhafs. Ennfremur streyma varaliðsmenn til hafna á Suður- 1 Englandi, sem fara eiga til her- stöðva við Miðjarðarhaf. i Taugastríðið magnast. | Talsmenn brezku og frönzku ríkisstjórnanna láta líka stöðugt Þjófnaðurinn í D A S tögregian hélt vöró um Austurstræti 1 Ekkert virðist enn upplýsast um þjófnaðinn í skrifstofu happ- drættis DAS. í sambandi við það, sem sagt var hér í blaðinu í gær um þetta mál, hefir blaðið fengið fregnir af því, að lögreglan hafi staðið vörð um húsið nr. 1 við Austurstræti, þar sem aðalurn- boð happdrættisins er, en ekki um húsið Tjarnargötu 4, þar sem skrifstofan er og þjófnaðurinn var framinn. Mun þetta stafa af því, að þegar hringt var iil vakt- stjórans á lögreglustöðinni og til- kynnt lyklahvarfið, var tekið fram, að beðið væri um varðstöðu við húsið nr. 1 við Austurstræti. Fóru lögreglumenn þá þangað og var haldinn þar vörður um skeið, en þá komu skilaboð frá þeirn, sem lyklunum hafði týnt, til lögreglumannsins, að ekki væri lengur þörf á varðstöðunni, því að enginn útidyralykill hefði verið í kippunni. Hér virðist þvt hafa verið um misskilning að ræða. OrSsendíng frá happdrætti húsbygg- ingarsjóðs Framsóknarflokhsins Vegna kesninganna í sumar reyndist óhjákvæmilegt að fresta drætti í happdrætti Húsbyggingarsjóðs Fram- sóknarflokksins, eins og kunnugt er. Var ákveðið að fresta drætti til 1. nóvember í haust, þar sem sumarmán- uðirnir þóttu óheppilegur tími til sölu happdrættismiða, sökum anna í sveif og við sjó, og sumarleyfa í bæjum og kaupstöðum. Nú verður hafin lokasókn í sölu happdrættismiðanna. Eru allir umboðsmenn happdrættisins og aðrir, er fengið hafa senda miða, beðnir að hefjast nú þegar handa og vinna af dugnaði að sölu miðanna. Fram tH þessa hefir salan gengið bezt í kaupstöðunum, en meginátakið er effir í sveitum landsins. Aðalumboðsmenn eru beðnir að fylgjast með sölunni, hver í sínu umdæmi og hafa samband við skrifstofu happdrætfisins í Edduhúsinu við Lindargötu, láta hana vita um hvernig salan gengur og fá frá henni miða og auglýsingaspjöld, ef vantar. Eins og áður er tekið fram, verður dregið í happdrætt- inu 1. nóvember n. k. Vinningurinn er vönduð 3ja her- bergja íbúð, fuligerð og tilbúin til að flytja inn í hana. íbúðin mun verða fil sýnis síðustu vikuna áður en dreg- ið er. Framsóknarmenn og konur. Vinnið ötullega að sölu happdrætfismiða Húsbyggingarsjóðsins. Sýnið enn einu sinni samstillt átök til sigurs fyrir málefni flokks ykkar. Happdrættisnefndin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.