Tíminn - 09.09.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.09.1956, Blaðsíða 6
s T í MI N N, sunnudaginn 9. september 1956. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason | Þórarinn Þórarinsson (áb.). t Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. (! Eímar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), i> auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. }> Prentsmiðjan Edda h.f. Mórí hefur jarmað SÍÐAN ríkisstjórnin gaf it bráðabirgðalögin um stöðv itn verðlags og kaupgjalds, hafa rithöfundar íhaldsblað anna helzt minnt á menn, sem vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Einn daginn hafa þeir deilt á lögin á þeim grund- velli, að þau væru ósann- gjörn í garð bænda, en næsta- dag hafa þeir snúið við blaðinu og sagt, að bændum væri tryggð betri kjör en verkamönnum á kostná'ð þeirra síðarnefndu- Oft er því haldið fram, að lögin séu bæði ranglát og gagnlaus, en næsta dag er kenningin svo orðin sú, að verið sé áð framkvæma tillög ur Sjálfstæðisflokksins! Þannig er engin heil brú til í þessum málflutningi íhalds- blaðanna, heldur rekur sig eitt á annars horn. Eina ályktun er ótví- :rætt hægt að draga af þess um grautarlega málflutningi. Hann lýsir mikilli gremju yf- ir setningu bráðabirgðalag- anna. Mikill vilji er þvi fyrir hendi til þess að ófrægja þau og torvelda framkvæmd þeirra. En getuna vantar. Af því stafar öll þessi grautar- gerð. krónunnar byrjaði fyrst fyrir alvöru eftir að núv. foringj- ar Sjálfstæðisflokksins hlutu þátttöku í stjórn lanösins og hefur aldrei verið stórfeldari en þá sjö mánuði, sem þeir fóru einir saman með stjórn árið 1942. Á þeim stutta tíma tvöfaldaðist dýrtíðin. Síðan hefur ekki tekist að ráða nið- urlögum hennar. Ástæðan er ekki sízt sú, að verðbólgu- braskarar Sjálfstæðisflokks- ins hafa notað stjórnarað- stöðu sína til að hindra sér- hverja stöðvunartilraun, sem hefur verið reynd. Verðbólgubraskarar Sjálf- stæðisflokksins sjá í hinum nýju bráðabirgðalögum ein- dregna viðleitni til að stöðva verðbólguna. Þeir óttast, að hún muni heppnast. Af því stafar illskan, sem brýst út í hinum ruglingslegu skrifum Mbl. og Vísis. Þar gerist sama sagan og þegar Móri jarm- aði í þjófnum forðum daga. Verðbólgubraskarar Sjálf- Vtæðlsflokksins hafa reynt að láta lita þannig út, að þeir séu andvígir verðbólgu. En Móri þeirra hefur sagt til sín í hvert skipti, sem alvar- legar tilraunir hafa verið gerðar til að stöðva hana. HIKLAUST má fullyrða, að umrædd bráðabirgðalög hafa hlotið skilning og undir tektir alls þorra almennings. Mönnum er ljóst, að kapp- hlaupið milli verðlags og kaupgjalds verður að stöðva. Annars bíður hrun og frelsis fcap framundan, eins og orð ið hefur hjá þeim þjóðum, sem hafa ekki náð taumhaldi á fjármálum sínum. Erlendis hafa bráðabirgðalögin líka vakið athygli og þótt bera vott um heilbrigða stefnu- breytingu í augum þeirra, er eitthvað hafa fylgst með fjár málum íslendinga. Hvers vegna geta þá að- standendur Mbl. ekki unnt ríkisstjórninni sannmælis fyrir þessa ráðstöfun? Hvers vegna reyna þeir þá að ó- frægja hana og eyðileggja? Er ofstæki þessara stjórnar- andstæðinga alveg blint og tillitslaust? Svarið við þessum spurn- ingum er ofúr einfalt og aug- ljóst. Sjálfstæðisflokknum er fyrst og fremst stjórnað af fámennri kliku gróðamanna, sem byggja gróðamöguleika sína framar öðru á verð- bólgu og verðrýrnun gjald- rniðilsins. Áframhald verð- oólgunnar er mesta hags- munamál þeirra. Það er eng n tilviljun, að verðrýrnun FYRIR þá, sem eitthvað þekkja til sögu Sjálfstæðis- flokksins er þetta næsta aug ljóst. Sú var að vísu tíðin, að honum var aðallega stjórn að af íhaldssömum atvinnu- rekendum. En meö valdatöku Ólafs Thors og Bjarna Bene- diktssonar gerbreyttist þetta. Skuldakóngar, verðbólgu- braskarar og ævintýramenn náðu forustunni. Flokkurinn breyttist úr evrópískum í- haldsflokki í suður-amerísk- an íhaldsflokk. Spákaup- mennska og valdabrask urðu leiðarljós hans. Sívaxandi verðbólga varð þaö takmark, sem stefnt var að framar öllu öðru. Það var mesti gróðavegurinn fyrir skulda- kónga, fasteignabraskara og glingursala. Þessvegna jarmar Móri nú í dálkum Vísis og Mbl. í hvert skipti, sem minnst er á nýju bráðabirgðalögin. í hinum tætingslegu reiðiskrifum þess ara blaða birtist sektarjátn ing þeirra, sem mestu ábyrgð bera á verðbólgu undanfar- inna ára og telja það sitt mesta óhapp ,ef hún verður stöðvuð. Vissulega ætti þetta að hjálpa almenningi til að gera sér ljóst, að hann á enga samleið með verðbólgubrösk urum Sjálfstæðisflokksins. Dreífing atvinnntækjanna í STEFNUSKRÁ banda- „ags umbótaflokkanna, er birt var fyrir kosningarnar, því meðal annars lofað, að „aflað skyldi nýrra atvinnu- tækja, einkum til þeirra staða, þar sem þau nú skort- ir.“ Þá var því ennfremur lof að í stefnuskránni, að „haft skuli eftirlit með fjárfest- ingu til að stuðla að jafn- vægi milli landshluta." í stefnuskrá Alþýðubanda- bandalagsins voru gefin svip- uð fyrirheit. RÍKISSTJÓRNIN hefur nú hafist handa um fram- Jóhannes ÓSafsson: Úr stuttrí VEÐRIÐ var kyrrt og blítt þegar vélin settist á flugvöllinn fyrir ut- an Stavanger, skammt frá bænum Sóla, sem Erlingur Skjálgsson gerði frægan á sínum tíma. Skömmu seinna var ekið til Stav- angurs, sem er mikill útvegs- og verksmiðjubær. Víxlast þar á breið ar "götur og nýtízku verzlunarhús og þröngar götur með gömlum timburhúsum. Ferð minni var heií ið til niðursuðuverksmiðju Bjell- ands, eða réttara sagt: niðursuðu- verksmiðjanna, því hann hefir ekki minna en tíu að tölu. Rekur hann þær allar með myndar- og snyrti- brag. Niðursuðuvörur hans liafa farið um alian heim, og hann hefir átt sinn stóra hlut í því að gera Stavanger að mestum niðursuðu- bæ í Noregi. Átti ég þess víða kost, að kynna mér sérstaklega verksmiðjur, sem framleiða umbúðir fyrir niðursuðu og hafði Bjelland einnig verk- smiðjur af því tagi. Varð ég þess fljótt var, að það er margt, sem við íslendingar getum lært af Norð mönnum á því sviði, enda virðast þeir eyða miklu fé í það, að ná sem mestri tækni í öllu sem lýtur að niðursuðunni. Þó fannst mér fleira merkilegt en niðursuðan, og þá ekki hvað sízt, hvernig fyrir- komulagið var á fiskidreifingunni innan bæjarins. Var fiskurinn geymdur lifandi í kössum, sem voru fullir af sjó, og átti húsmóð- irin kost á því að fara með hann spriklandi í pottinn. STAVANGUR ber þó ekki aðeins svip af að vera verksmiðjubær. Eru þar einnig minningar liðinna tíma og stórra andlegra afreka í hávegum hafðar. Til dæmis er í Sóla steindrangur mikill til minn- ingar um Erling Skjálgsson, og mitt á torginu í Stavangri gnæfir j líkneski Kjellaiíds yfir mannfjöld- anum. Þá getur enginn til Stavang! urs komið, svo að holium verði! ekki litið til dómkirkjunnar, eiftni af elztu kirkjum landsins. Ekki veit ég hvenær hún var byggð fyrst, en að líkindum hefir hún verið byggð í áföngum, og sagt var mér að Magnús konungur lagabæt- ir hefði látið byggja kórinn. FRÁ STAVANGRI var ferðinni heitið til Oslóar, og tók það ellefu tíma í járnbrautarlest. Var sumar- hitinn þar mikill, og kunni maður því vel, þegar lestin öðru hvoru fór í gegn um göng, sem grafin eru gegnum fjöllin. Tók það firftm tán mínútur að aka gegnum stærstá fjallið. í Osló bjuggum við á Hótel Bondeheinen, en það hótel eiga bændafélög æskulýðshreyfing- arinnar norsku. Hótelið er afar snyrtilegt og ódýrt, liggur þó í hjarta bæjarins. Þaðan fórum við að skoða helztu staði borgarinnar, og vakti þar margt eftirtekt, eink- kvæmd þessara fyrirheita. Eins og skýrt var frá í blað- inu í gær, hefur stjórnin skipað þriggja manna nefnd til að gera tillögur um öflun nýrra atvinnufyrirtækja og dreifingu þeirra um leið. Nefndin skal miða tillögur sínar við „alhliða atvinnu- uppbyggingu í landinu, eink- um þó í þeim landsf jórðung- um, sem nú eru verst á vegi staddir í atvinnulegum efn- um.“ HÉR er um byrjun að ræða, sem væntanlega leiðir til góðs árangurs. Það er mál, sem óþarft er að rökstyðja, að megináherzlu verður nú að leggja á eflingu atvinnu- veganna út um land, ef hæfi- legt jafnvægi á áð haldast í byggð þess. í því sambandi hlýtur það m. a. að koma til athugunar, að engar fjárfest ingarhöpilur séu hafðar á slíkum framkvæmdum í þeim þremur landsfjórðungum, sem nú eru verst settir í þessum efnum. um ráðhúsið og Vigelands-garður- iniL Dvaldi ég í Vigelandsgarðin- um nokkra hríð og þótti krafta- verki næst, að einn maður hefði getað skapað állt það, sem þar er höggvið í granítbiörg eða úr gran- ítsteini. Þegar Norðmenn skýrðu mér frá því, að um 50 manns hefðu unnið undir stjórn Vigelands aö því að framkvæma hugmyftdir hans, skyldi ég þetta þó betur. Ráðhúsið er mikil bygging með ililillilililillllillliiltiilillllllllllltlllllllliiiilllilliiiiiiiitll - Fyni grein - llllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll! tveimur fírköntuðúm turtium, sem gnæfa yfir borgina. Aðalsalur ráð- hússins er yfir 20 metra hár, og hafa ýmsír holztu • listamenn Nor- egs skreytt húsið meS höggmynd- um og málverkum. Einkenniiegt fannst méx- að í einum af sölunum, sem almenningur mátti gaiiga um og skoða, biðu nokkur brúðhjón í fullum skrúða eftir að verða gef- in sarnan í borgaralegt hjónaband. Virtust þau ekkert feimin, og þó gláptu gesth'nir öllu meira á þau en hina skreyttu veggi hússins. ÞEGAR TALI-D barst að fslandi, varð maður þess fljótt var, að Keflavíkurflugvoilurinn er einhver frægasti flugvöllur heimsins. Og virtust mér Norðmenn vfirleitt skilja aðstöðu íslendinga vel og ekkert hafa út á það að setja. þótt þeir vildu búa einir í sínu landi. Kom það víða fram, að við íslénd- ingar eigum góða frændur, þar sem Norðmenn eru. Til dæmis í'æddu þeir mikíð um handritamál- ið, og virtist einn íslendingur hafa sérstaklega vakið áhuga þeirra fyr ir málstað okkar, en það er Bjarni M. Gíslason rithöfundur. Hafði hann ferðast þar um lancbð og haldið fyrirlestra, og var talsvert skrifað um handritin og bók hans meðan ég var staddur í Norogi. Var ekki laust við, að sumum Norð mannanna, sem ég átti tai við, ; þætti gaman að, hve vasklega hann hefði stöðvað þann danska áróiíur, sem vildi gera okkur íslendingá að hálfgerðum sinnulausum ræfl- um í sambandi við fornhelga fjár- sjóði okkar, en Dani að bjárgvætt- unurn og áhugamönnunum. f FRÁ OSLÓ var ekið til Gautahorg- ar, og ferðuðumst við hjónin í stór um áætlunarvagni, sem var útbú- inn öllum nýtízku þægindum. Vagn inum fylgdi sérstök bílfreyja, sem skýrði farþegunum frá því heizta, sem við sáum á leiðinni. Fannst mér landslagið í Svíþjóð líkara (Framhald á 8. síðu). Gangsfétfárlausu göfurnar. j ÉG SÉ ÞAÐ á blaðafregninn, að • á síðasta bæjarstjórnarfundi í I Reykjavík hefir verið hreyft móli, sem í fljótu bragði virðist ekki stórvægilegt, en mun þó vera meiri slysavaldux- en menn gera sér ljósí. Það eru gangstéttalausu göturnar í bænum, en þær eru ærið margar, og mörg nýleg, þétt byggð hverfi með mikilli umferð, eins og Hlíðai'hverfið, hafa að- eifts slíkar götur. Á þessum göt- um leggja menn bifreiðum sínum jafnan alveg upp við húsagarðana þar sem gangstéttir eiga að vera. Gangandi fólk kemst ekki á milli garðgrindanna og bílanna og verð ur því að krækja fram á akbraut ina. Verða menn þá að ganga ak- brautina, eða vera sífellt að lcrælcja fram fyrir bílana, en þeir eru oftast mjög margir. Afleiðing ilx verður sú að fólk gengur fítiðja götuna, og börnin, sem ann ars staðar ha’da sig á gangstétt- um, eru þar á gangi eða að leik. Mikll slysahæffa. AF ÞESS.U ER að sjálfsögðu mjög mikil slysahætta umfram það, sern ev á fullgerðum gotum með | gangstétturn. Nú er þnð svo, að í gatnagerðin í Reykjavík er mjög j hægfara og mun alls el:ki haldlð í við stækkun bæjarins, stór hverfi eru með ófullgerðum götum ára- tugum saman. Hér þarf úrræða við, og tillaga sú, sem Aiferð Gíslason flutti á bæjarstjórnar- fundi uni daginp, er spof í í-étta átt, sé henni framfylgt. Hún var á þá leið, að á ófuligerðum götum í þéttbyggðum hverfum með mik- illi umferð væru gangstéttir af- markaður með raálúðum steinuni og þannig frá þeim gengið, að bifreiðum væri ekki hægt að alcá inn fyrir þá. Þá yrði að leggjá þeim utar, við hugsaða gangstétt arbrún, en fólk hefði einnig í- myndaöa gangstétt að ganga fyrir innan og þyrfti ekki að ganga eft ir akbrautinni, og þar gæfu börrí einnig gengið og leikiö Sér. Þetta er sem sé ekki svo lítið slysa- varnamál, og þess munu dæmi fleiri en eitt, að dauðaslys megi rekja til ástandsins á þessum gangstéttarlausu götum. Hér ætti því að bregða skjótt við tll úr- bóta. i : Veíui‘f”'s* *>!l0»n e'nsfSk. VeDURBLÍSAN er alveg emstök þessa dagam, sumarið æth? ekki aS gera það éndasleppt við Sunn- lendinga og gefur Norðlend'ngum einnig góðan sumar&uka ti! upp- bótsr ó hráslsgalegu miðs’imri. Það er erfitt aS hugsa sér, að lið- ið sé fast að h-usti, göriguv og réttir á næstu eiktum og slátur- tlð í bann veg’.nn að hefjast: Nú er fóik alls staðar að bjástra í görðum sínum, uppslceran er sæmiieg hér sunnan lands að minnsta kosti, þrátt fyrir frost- nætur í ágúst. Um þessa helgi verða vafalaust margir. í görðun- um sínum hér umhverfis Reykja- vik. Það er líka gott að fá sól- skin og blíðan vind til aö þurrka kartöflurnar. —Hárbarður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.