Tíminn - 29.12.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.12.1960, Blaðsíða 14
14 TÍMINN, fimmtudaglnn 29. desember 1960. Dr. Mordaunt linaði ofur- lííið takið á mér og lagði við hlustir. — Jæja, sagði hann. — En ég skal kála þér fyrst, Ijúfan. Án þín geta þeir ekkert sannað á mig. Þeir hafa aldrei getað sannað neitt og munu aldrei geta. Hann vildi stinga mig á rétt um stað,!, svo að hann reif stykki úr blússunni minni um öxlina. Ég heyrði að mennirnir lömdu á hurðina með einhverj um þungum hlut .... — Þeir geta ekkert sannað, hvæsti dr. Mordaunt. Hann hafði lagt sprautuna frá sér á stól, en náði í hana án þess að sleppa taki sínu á mér. Ég hélt dauðahaldi í þessar fáu hárlufsur á kollinum á lækninum og togaði í af öllu afli, en hann virtist ekki finna fyrir því hið minnsta. Ég varð þess vör að hann beindi sprautunni að öxlinni á mér og beitti mínum síðustu kröftum og vatt mér til hliðar. Sprautan stakkst á kaf í púð- ann á sófanum og læknirinn argaði vitfirringslega. Það var í fyrsta sinn, sem ég sá hann skipta skapi og ástæðan var vissulega ærin. Og skyndilega var herbergið uppljómað. Ég sá dr. Mor- daunt þjóta á fætur og húsið virtist fyllast af fólki á skammri stundu. Ég fann, hvað augnalokin á mér þyngdust og ég fékk und- arlega tilfinningu yfir höfuð- ið, allt varð óljóst og óskýrt. Ég hafði aldrei fallið í yfir- lið áður á ævi minni og það hefur ekki komið fyrir mig síð- an. Ég rankaði mjög fljótlega við mér aftur. Ég sá það, vegna þess hve fátt hafði breytzt. Tveir menn voru að leiða dr. Mordaunt út úr her- berginu. Hausinn á honum dinglaði ískyggilega, eins og hann væri laus á, en hann gekk þó á eigin fótum. Ég sá glampa á handjárn um úln- liði hans. Ég greip höndum fyrir aug- un, birtan skar mig í augun, og drjúg stund leið áður en ég áttaði mig á hvar ég var stödd. Það var eins og ég vakn aði í húsi, sem ég hefði aldrei komið í fyrr. í herberginu voru nú fjórir menn, en ég greindi ekki með aumkun í svip þeirra þegar þeir horfðu til min. Allir voru þeir grimmdarlegir og ógn- andi. Einn þeirra stóð rétt við sófann og þegar hann sá, að ég var röknuð úr rotinu, þreif hann í mig: — Rísið á fæt- ur. Eg ýtti mér upp meö hnykk og reyndi að laga á mér föt in og breiða yfir rifuna, sem dr. Mordaunt hafði rifið á blússuna. — Nafn yðar er Alberta Prench, sagði hann stuttar- lega og horfði niður í minnis bók, sem hann hélt á. arinnar í stað þess að vera! flutt aftur í klefann eins og undanfarna daga. Mér var | vísað inn í skrifstofu og þar sá ég Flood, gamla kunningja minn úr lögreglunni, og þá skildi ég að hann myndi eiga nokkum þátt í þessari breyt ingu frá venjunum síðustu daga. Þeir skildu okkur eftir tvö. Hann var mjög óvingjam legur þegar hann sá mig: — HVER VAR Eftir Cornell Woolrich 16 — Já, hvíslaði ég. — Og þér eigið heima í Vesturgötu 69? Eg játti því einnig. — Standið á fætur. Eg reis nú alveg upp og stóð riðandi á gólfinu. Maður inn greip um handlegginn á mér. Ekki beint mjúklega að mér þótti. — Nú gangið þér út um þessar dyr þarna. Eg hreyfði fætuma í átt til dyranna og reyndi að fylgja hröðum gangi mannsins. Svo spurði ég: — Af hverj u farið þér svona með mig? Hvert ætlið þér með mig? Hann .... Sáuð þér ekki að hann reyndi að drepa mig? Rödd hans var hranalegri en rödd Mordaunts hafði nokkru sinni verið. Hann sagði: — Þér eruð teknar fastar af rannsóknarlögreglunni fyr ir flutning og sölu á eitur- lyfjum. Eg gekk út um dyrnar eins og dr. Mordaunt — með höf uðið dinglandi eins og ég hefði háls'brotið mig. Skömmu eftir síðustu yfir | heyrzluna af mörgum, var mér ekið til lögreglustöðv- Þér verðið látnar lausar, urr aði hann. — Var búið að segja yður það? í fyrstu var ég svo sljó að ég horfði á hann og áttaði mig ekki á merkingu orð- anna. Eg hafði nú setið inni í fjóra daga. — Nei, ég vfe'si það ekki. En ég hef tekiö eftir því við síðustu yfirheyrzlurnar, að á- hugi þ-eirra hefur beinzt meir og meir að Kirk og hans vanda og að því sem ég hef reynt að gera fyrir hann — heldur en þessu með Mor- daunt. -— Tja, það er af þeirri ástæðu, sem þér eruð sendar til mín. Eg gekk í málið fyr ir yður. En það var fjandi erf itt að sannfæra þá. Eg er ekki svo háttsettur, skiljið þér, að ég hafi nein teljandi áhrif. Það var bara vegna þess að mér var kunnugt um allar aðstæður — og hina raunverulegu ástæðu þess að þér álpuðust út í þetta. Laga lega séð hafið þér ekki verið látnar lausar, heldur mér fal in umsjón með yður, en þér verðið ekki ákærðar eða látn ar svara til saka. Hins vegar verðið þér að bera vitni gegn dr. Mordaunt og mönnunum þremur og svertingjakonu, en þær yfirheyrzlur hefjast ekki fyrr en eftir nokkra mánuði. Hann var þungur á brún þegar hann bætti við: — Og engar skælur. Þér get ið sjálfri yður um kennt. Eg lyfti höfðinu upp frá þerripappírnum, sem ég hafði gegnvætt með tárum mínum. — Má ég þá fara núna? stamaði ég hjálparvana. — Já, þér megið fara, sagði hann hryssnigslega. — Fylgið ráði minu, farið heim, hvílist vel og skiptið yður ekki af því sem yöur kemur ekki við í framtíðinni. Þér hafið hegð að yður eins og flón, frú mín góð. Eg vildi gjarnan trúa á sakleýsi yðar, en .... Eg var komin að dyrunum, en sneri mér snarlegar við en ég hélt ég væri.fær um: — Eigið þér við að þér hald ið þá að ég hafi af fúsum vilja tekið þátt í þessu eiturlyfja máli? — Það vill svo til, að ég trúi yður, sagði hann. — En eins og þér vitið, þá hef ég ekkert í höndunum sem sann ar sakleysi yðar. Þér gœtuð. hafa gert það .... Hann dró út skúffu og tók upp möppu. Hann vætti fing urinn og fletti nokkrum blöð um æfðum höndum. — Áður en þér farið, sagði hann, gæti verið að þér hefðuð gaman af að frétta um það, að öll yðar vitleysa hefur verið hrein og skær tímaeyðsla. Hann heitir Mordaunt, ekki satt? Og hve nær var þessi Mercersstelpa myrt? Bíðum við, hérna hef ég það. Hinn 12. ágúst. Eg hafði svo mikið fyrir, að ég grandskoðaði allt um þenn- an dr. Mordaunt. Hann hef ur setið inni hvað eftir ann- að síðn han var um fermingu, fyrir alls konar óleyfilega starfsemi og margt fleira. — já, og hér er dálítið skemmti legt. Hann var handtekinn 15. júní, grunaður um mjög alvarlegan glæp. Með klók- indum tókst honum að snúa við blaðinu með því að játa annan minni glæp. Hann fékk 60 daga fangelsi fyrir ölvun á almannafæri og bílstuld og hér stendur svart á hvítu dag urinn, sem hann var látinn laus á ný: 15. ágúS't, eða þrem dögum eftir að Jconœn var myrt. Mér fataðist aðeins augna blik. — Til þess' eru vítin að var ast og læra af vitleysunum, sagði ég þverlega. — Vitleys urnar kenna manni að gefast ekki upp þótt móti blási um sinn. Hann horfði forvitnislega á mig. — Eg dáist að kjarki yðar, sagði hann. — En þessar rök semdir eru klára della. — Ætlið þér að hindra mig í að halda athugunum mín um áfram, fyrst þér berið á- byrgð á mér? spurði ég. — Þa-rf ég að gera það? — Þér getið því aöeins hindrað mig, herra Flood, með því að láta setja mig bak við lás og slá, sagði ég rólega. — Já, en skiljið þér ekki frú Murray, að þetta er gagns laust. Hættið að reyna. — Nei, ég hætti ekki. Eg gæti það ekki, þótt ég væri öll af vilja gerð. Eg trúi á það og þaö er það eina sem ég hef til að trúa á. Það megið þér ekki taka frá mér; ég vil ekki leyfa yður að gera það. Eg opnaði dyrnar og sagði: — Og hvers vegna skyldi ég gefast upp? Af því að mér skjátlaöist í þetta sinn? Kannski gengur mér betur næst. Eg held áfram, hr. Flood, ég skal halda rann- sóknum mínum áfram. Með yðar samþykki eða ekki. Kannski er ég bara klukku- stundar gang frá honum, sem gerði það, kannski býr hann í næstu götu. Og kannski verð ur það han-n, sem næstur tek- ur upp simann. Fimmtudagur 29. desember 1960. 8,00 Mcxrgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 13,00 „Á frívaktinni", sjómannaþátt ur, sem Kristin Anna Þórar- insdóttir sér um. — KI. 13,30 verður felldur inn þátturlnn „Um fiskinn". Stefán Jónsson gefur sig meira að gamní en alvöru. 14,40 „Við, sem heima sitjum", Svava Jakobsdóttir B.A. hefur umsjón á hendi. 15,00 Miðdegisútvarp. 18,00 „Yngstu hlustendurnir", barna tími, sem Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir sjá um. 18,25 Veðurfregnir. 18.30 Lög leikin á ýmis hljóðfæri. 19,00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20,00 Bach-tónleikar. Haukur Guð- laugsson leikur á orgel verk eftir Bach. 20.30 Kvöldvaka gamla fólksins. — Frásöguþættir og lög eftir Bjarna Þorsteinsson og Sigfús Einarsson. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Gömul danslög erlend og inn lend. 23,00 Ðagskrárlok. EÍRÍKUR VÍÐFÖRLI Merki Jómsvíkinga — Þetta er glæpamaðurinn! hrópar Vúlfstan, takið boga hans. Eiríkur hlustar ekki á hann en snýr sér að föður Sverri sem hneig ir sig af kurteisi. — Talaðu, ókunni maður, þú ert undir minni vernd. — Ég kallaði son minn frá keppninni því Danirnir sýndu hon um fullmikinn áhuga. En þeir eltu hann og réðust á hann. Ég varð að drepa einn þeirra til að bjarga lífi Axels. — Og hinn? segir konungurinn. — Þinn maður, Tjali, réðist á hann, þess vegna varð ég að skjóta hann. Ég batt um sár Tjala og færði hann á öruggan stað. — Hann lýgur! æpir Vúlfstan. Hann launmyiti báða félaga mína og reyndi að drepa mig. Fullyrð- ing gegn fullyrðingu. Sverrir rétt ir sig upp: — Jæja þá, ég verð víst að útskýra allt fyrir þér', Eirík ur konungur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.