Tíminn - 14.07.1961, Page 3

Tíminn - 14.07.1961, Page 3
TÍM I N N, föstudaginn 14. júlí 1961. 3 i i Gullleit Bergs vekur eftirtekt í Hollandi Ludvig Storr, aðalræðismaður, leggur blómsveiginn að viðstöddum nánustu ættingjum Valdemars heitins. Grænlenzkir bændur heiora minningu Valde- mars Sigurðssonar Samkvæmt beiSni græn- lenzkra sauSfjárbænda lagði aSalræðismaSur Danmerkur í Reykjavík, Ludvig Storr, blóm sveig á leiði Valdemars Sig- urðssonar ræktunarstjóra í gær í Fossvogskirkjugarði. Ranghermi nm Það var rangt frá sagt í frétt hér í blaðinu fyrir skemmstu, að hljómsveit Svavars Gests hefði verið í bíl, er valt vestur á Vest- fjörðum. Það var hins vegar rétt frá sagt, að bíllinn, sem valt, var sá, sem hljómsveitin hafði til að flytja sig milli staða, cn bílstjór- inn var sjálfráður ferða sinna meðan hljómsveitin var að leika, en svo var einmitt þétta kvöld. Valdemar Sigurðsson var í 22 ár i'æktunars'tjóri á tilraunabúi fé- i lags grænlenzkra sauðfjárbænda í Julianehaab á Grænlandi. Hann 'fluttist þangað 1937 að tilhlutan I Sigurðar Sigurðssonar, þáverandi .búnaðarmálastjóra, en Grænlend- jingar höfðu þá einmitt flutt þang- að íslenzkan sauðfjárstofn og vildu fá valinn mann frá fslandi til þess að sjá um hann og kenna ræktun í því sambandi. Valdemar hafði þá löngum starfað á vegum ræktu^arsam- banda hér heima og var snillingur í meðferð hinna fyrstu dráttar- véla og annarra ræktunaivéla. Þótti grænlenzkum bændum, sem vonlegt er, mikill fengur í Valde- mari, og fór svo, að hann ílentist þar sem ræktunarstjóri tilrauna- búsins í Julianehaab. Koma Valdemars átti sinn þátt k því, að raunverulegum landbún- aði var komið á fót í Grænlandi. íslenzka sauðféð þreifst mjög vel á Grænlandi og varð að sumra áliti betri stofn en var hér heima. Á mæðiveikisárunum kom jafnvel til tals hér heima að fá aftur fé frá Grænlandi, en það þótti af mörgum harðgerðara. Valdemar Sigurðsson Stundum ber það við, að ýmislegt, sem hór gerist, vek- ur athygli utan landsteinanna, jafnvel þótt það sé ekki stór- vægilegt í sjálfu sér. Þannig hefur komið í ljós, að Hollend- inga fýsir að hafa glöggar spurnir af leit Bergs Lárus- sonar frá Klaustri og félaga hans að flaki hollenzka Indía- farsins, Het Waapen, sem fórst á Sketiðarársandi á seytjándu öld. Starfandi er hollenzkt verzlun- arráð, sem einkum fjallar um verzlunaiviðskipti við Norðurlönd, en sinnir jafnframt ýmsum menn- ingarlegum og sögulegum _ efnum ,og gefur út mánaðarrit. í þessu (mánaðarriti, sem hefur fréttarit- ara hér á landi, Inga Jóhannesson, i hafa meðal annars birzt þýddir kaflar úr íslenzkum fomritum. Þegar Bergur hóf leit sína á sand- inum, lét Ingi þessa hollenzku stofnun vita af ferðum hans, og nú hefur hún óskað eftir því að fá sem gleggstar frásagnir af henni. SAS er á heljarþröm NTB—Osló, 13. júlí. Stjórnarbyltingin svonefnda innan skandinavíska flugfélags ins SAS er nú í algleymingi, Forstjóra félagsins hefur fyr- irvaralaust vcri'ð vikið frá störf- um og nýr maður ráðinn í hans stað. i' Verkefni hans og hinnar nýju stjórnar mun verða að uppræta ýmsa fjárhagsspillingu, sem þekkzt hefur innan félagsins á seinni árum og reyna að koma fótunum undir félagið á nýjan leik fjárhagslega. Undanfarin ár liefur SAS átt við mikla fjár- hagsörðugleika að etja og ver- ið rekið með stórtapi. Er talið, að óviturleg stjórn, samfara ótímabærum fjárfestingum, bruðli fjármuna og ýmiss kon- ar óþarfa lúxus, hafi nú nærri riðið félaginu að fuilu, cn það hefur sætt vaxandi gagnrýni með ári hverju. „ÞAR VAR EI LENGUR HAF” Hollenzkar fræSsIukvikmyndir gefnar hingatf Skemmdarverk enn framin í S-T yroi ítalska stjórnin segir austurrísku stjórnina bera ábyrgft á mótmælaatSgeríum hinna þýzkumælandi öfgamanna í SutJur-TýróI NTB—Róm, 13. júlí. Á fundi öldungadeildar þings Ítalíu í dag, var tekið til umræöu hið alvarlega ástand, sem skapazt hefur, vegna skemmdarverka og annarra mótmælaaðgerða þýzkumælandi öfgamanna í Suður-Tyrol. Prófessor Anton- íó Segni, utanríkisráðherra Ítalíu sagði í ræðu á þing- fundinum í dag, að austur- ríska stjórnin bæri ábyrgð á skemmdarverkum þeim, sem gerð hafa verið á járnbrautar- línum og fleiri mannvirkjum í Suður-Tyrol síðustu dagana. Sagði utanríkisráðherrann, ag þessum skemmdarverkum væri stjórnað frá aðilum handan landa mæranna, það er að segja austur- rískum mönnum, og, væru skemmd arverkamennirnir, sem sýnilega væru þýzkumælandi öfgamenn, óspart hvattir af austurrískum aðilum. Meðan Segni flutti ræðu sína í utanríkismáladeild öldungadeild- ar þingsins bárust fréttir þess efn is, að tveir miklir háspennulínu- staurar hefðu verið sprengdir í loft upp nótti-na áður og tveir aðr ir staurar hefðu orðig fyrir mikl- um S'kemmdum. Eins og kunnugt er af fréttum, þá voru mótmæla- aðgerðirnar aðallega fólgnar i slík (Framhald á 2. síðu) Ríkisstjórn Hollands hefur gefið Fræðslumyndasafni rík- isins 2 fræðslukvikmyndir um Holland. Fulltrúi hollenzka sendiráðsins í London, baron van der Feltz, afhenti Fræðslu myndasafninu myndir þessar ásamt fleirum. Voru þær frumsýndar í 1. kennslustofu Háskólans -í gær. Var frétta- mönnum boðið að sjá sýning- una ásamt öðrum gestum. Sýndar voru 3 myndir, Þar var ei lengur haf, Hljómlist í Amster dam og Gler. Fjallar sú fyrsta um baráttu Hollendinga viðs sjóinn, hvernig þeir vinna af honum ný lönd, breyta þeim í frjósama akra og byggja þar glæstar borgir. Jafn | framt sýnir myndin daglegt líf j þjóðarinnar, siði og búninga, gaml: ar byggingar, seglskútur o. fl. Þessi mynd er önnur þeirra, er gefnar voru Fræðs.lumyndasafninu og er ekki að efa, að hún mun gæða þann kafla landafræðinnar, sem um Holland fjallar, nýju lífi í hugum margra nemenda. Hljó-mlist í Amsterdam sýnir ferðamenn, seni koma til Amster- dam og borgina eins og hún kem- ur þeim fyrir sjónir. Hún er blóm um skrevtt og falleg, ævintýra- legt sambland af gömlu og nýju. Þar eru hestvagnar og nýtízku bílar hlið við hlið, fornleg íbúðar hús, glæsilegir næturklúbbar og harmonikuspilari á götuhorninu. j Þriðja myndin, Gler, sýnir gler- vinnslu. Sú mynd hefur fengið mörg verðlaun, enda afbragðs vel tekin. Glóandi og bráðnir gler- klumpar breytast þar í hina feg-, urstu gripi í höndum glerblásar- j anna og stórvirkar vélar framleiða : flöskur í þúsundatali með ævin- j týralegum hraða. Hollenzkar fræðslukvikmyndir! eru taldar mjög góðar og fá ár- lega fjölda verðlauna á ýmsum kvikmyndaráðstefnum. Myndir þær, sem ríkisstjórn Hollands hef ur nú gefið Fræðslumyndasafn- inu, verða óefað mjög vinsælar meðal íslenzkra, nemenda, og Hol- landi góð landkynning. Einnig mun vera í bígerð, að Fræðslumyndasafnið útvegi sér fleiri hollenzkar myndir, en allt er það óráðið enn. Áidlátsfregn Kristján Ilannes Magnússon frá Króki á ísafirði andaðist í Reykja- vík í gær, 71 árs að aldri. Kristján var fæddur á ísafirði og ól þar all- an sinn aldur, en var sjúklingur á elliheimilinu Grund síðustu mán- uðina. ForstöSranaður Ivs I 1 nmm Forstöðumaður safnaðar þess á íslandi, er nefnist Vitni Jehóva, Friðrik Gíslason, dvelst nú um fimm vikna skeið i Lundúnum á námskeiði, sem sérstaklega er ætl- að slíkum forstöðumönnum eða prestum. Friðrik Gíslason var vígður til starfs síns í Reykjavík í maímán- uði 1956. Dvöl hans í Lundúnum mun ljúka með þátttöku í alþjóð- legu móti, sem stendur í eina viku, og mun kona hans, ásamt þremur dætrum þeirra hjóna,, Bryndísi, Auði og Ernu, koma til móst við hann á þetta mót.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.