Tíminn - 14.07.1961, Síða 14

Tíminn - 14.07.1961, Síða 14
14 T f M IN N, föstudaginn 14. júlí 1961. ursmunur er almennt talinn' óhagstæður kynsystrum mln- um. Til þess að halda eðlilegu jafnvægi er skynsöm tilláts- semi nauð'synleg. Eg, sem bæði andrömm, aö því er fólk sþgir og hrýt mikið, myndi fljótt tapa miklu. Kannski öllu, ef Óskar væri rekkjunautur minn að staðaldri. Hann er ungur og laus við þessa kvilla og mundi kunna þeim illa. Han sýnir mér að vísu lítil blíðuhót, en hann afrækir mig þó ekki. Svar mitt við þörf um hans dregur að sér. Falleg asta mann sveitarinnar á ég. Hann verður faðir barna minna, fæddra og óborinna; við það nýt'ég mikils. Eg má ekki heimta allt í einu. Það smákemur. Aldursmunur okk ar er þyngstur á metunum fyrstu árin. Vertú nú sann- gjarn, fóstri minn. Eg uni þessu vel, og meðan svo er, eru utanaðkomandi afskipti til lítils eins. Nú fer ég að hita kaffið. Vertu bléssaður á með an. _ Ásmundur hugsaði málið. Líklega átti hann að láta mál ið afskiptalaust. Andremma og hrotur voru varnarorö Ás- | rúnar. Óskar ungur, laus við þessa kvilla. Sjálfsagt bezt að sjá, hverju fram yndi. Hjónabandið óefað betra en hann hafði búizt við eftir fréttum að dæma. Ásdis hafði beðið hann að fara hægt í sak irnar. Hún var oft sýnni en fjöldinn. Ásrún hafði lyft tjaldi frá. Hann sá inn á nýtt svið áður óþekkt. Ásmundur brosti og gerðist hugglaðari. Ásrún kom með veitingarn ar, ræddu þau um fréttir og hugðarefni sveitalífsins. Ás-. rún vildi ná í Óskar, en hrepp stjórinn aftók það. En þegar hann fór, reið' hann til torfristumannanna og ræddi við þá um stund, var | hinn skrafhreyfasti með gam! anyrði á vörum. Lauk þannig þessari heimsókn að Sjávar- bakka. V. Ferð Ásmundar hreppstjóra að Sjávarbakka mun hafa gerzt vorið 1860. Hvort hann hefur fengið fullnægjandi i svar við eftirgrennslan sinpi, skal ósagt látið. En mér leik ur grunur á, að Ásrún hafi beðið tjón við heimsóknina. Hugblær sá, sem kemur fram 1 vörn hennar bendir til sig- urgöngu. Hefði hún óhindrað fengið að þjóna eðlisávísun konunnar. sem leifc á allar að-1 stæður og reyndi fai*s- lar leið ir, hefði hún ef til rill unnizt hið ótrúlegasta. En rödd Ás- mundar og krafa leið henni ekki úr minni. Ásmundur var hinn sterki og vammlausi höfðingi, sem þoldi enga á- troðslu. Hafði rétt að mæla hverju sinni. Og nú, er á milli bar í hjónabandinu, fór hún að hugleiða afstöðu Ásmund streng. Fn hinir voru þó í raeiri h.'v a sem lögðu annan skilning i rnálið og útgáfurn ar urðu i senn sundurleitar og flestar lítt til þrifa, en samt eftirsóttar, eins og oft vill vera. Síðari hiuta næsta vetrar fæddist meybarn að Sjávar- bakka. Var því líkt sem sum- um þætti það miður. En barn ið fæddist engu að síður og BJARNI ÚR FIRÐI: ÁST I MEINUM 6 ar til þess. Og imynduð af- staða hans varð fyrr en varði trúarorð Ásrúnar. Þetta er vert að hafa i huga, því að hér eftir birtist Ásrún öðru- vísi er i odda skerst, en ætla mátti á framkomu hennar við heimkomu Ásmundar. Þegar orðrómur tekur ein- hvern upp á arma sína eins og Ósknr Qunnarsson sleppir han o^’í’an feng sínum. Ellefu ára drengur réðst að Sjávarbakka sem smali á frá færum, Ásrún bjó um hann i rúmi gegnt gömlu hlóhun- um í fremra herberginu. Þeg ar drengurinn skyldi hátta þar, fyrsta kvöldið, kom hús- bóndinn, fór höndum um rúm ið, og taldi það óboðlegt hverj um manni og allra sízt bami. Ásrún andmælti Hún kvað hann fara nærri um fatnað beirra og hér yrði ekki bót, á ráðin, nema hann nei af sín um rúmfatnaði. — Þá skal það gert, mælti Óskar, kallaði drenginn í innra herbergið og lét hann hátta hjá sér, og þar svaf hann allt sumarið. Lét dreng urinn vel yfir vistinni. en feildi sig þó langbezt við hús bóndann. Þetta tiltæki Óskars var lagt út á ýmsa vegu. Aðstand endum drengsins þótti vænt um, og fleiri tóku í sama var hið mesta efnisbarn. Var telpan látin heita Ásdís í höf uðið á húsfreyjunni á Sjón- arhóli, fóstru Ásrúnar. Ung- barnið erfði vögguna, en Ósk ar litli flutti í rúm föður síns og smalinn svaf þar líka næsta sumar. Nú er ekki að orðlengja bað- Flest gekk öðru vísi að Siávarbakka en búizt var við. Þa.r fæddist barn á hverju ári og skepnum fjöigaði. Engin hjú voru ráðin þangað nema smalinn, sem nú svaf í fremra hérberginu, og gömu hjónin, sem unnu heimilinu af trú og dyggð. þó að frem- ur væru þau verkasmá, eink- um þó Jósafat. Óskar sótti sjóinn af miklu kappi. Fyrstur manna lagði hann fyrir hrognkelsi ár hvert og fisk dró hann þótt aðrir teldu dauðan sjó. meira að segja hákarl upp um ís á veturna, og var það frétt, sem spurðist víða, Snyrtiraennsk- an yfirgaf hann aldrei. Hvergi sáust hey betur leyst á vetr- um og kvikfé hans gekk allt- af vel fram. Þá veitti hann sér þann munað. sem flestum hótti ofviða kotbónda. aö hafa reiðhest á járnum hvern vet.ur og fékk hann sér oft sprett á grundunum inn með sjónum. Og það gerðist á Sjávarbakka, sem hvergi sást annars staðar. Húsbóndi.nn smalaði riðandi Aldrei heyrð ust hjónin mælast við af neinni ástúð og aldrei sást Óskar kvssa konu sína, Börn in hændust meira að honum en henni, enda hafði hún mörgu að sinna. og kvaðst ekki vilia koma þeim upn á neitt dekur. En dugnaður hennar við heimilisstörfin og þrifnaður héldust í hendur. Sjálf var hún hraust og börn unum varð sjaldan misdæg- ^ urt. Aldrei var barnslík flutt frá Sjávarbakka, eins og oft kom fyrir á barnmörgum | heimilum, þótt efnaðri væru.1 Bærinn lá heldur ekki við al-' faraleið og slapp þvi við ýmsa vesöld, sem herjaði á sveitina. VI Þegar böniin voru orðin sex, hlaut Óskar að stækka baðstofuna, lengdi hann hana til suðurs um tvö stafngólf. Þá varð þeim hjónum sund-1 urorða svo að orð var á gert.' Óskar vildi hafa stafn- glugga á suðurstafni viðbygg ingarinnar, en Ásrún lagðist gegn þvi. Taldi hpn, að þá yrði of bjart i baðstofunni á sumrin og að háski stafaði af hádegissól i ungbarnaher- bereinu. Aftur á móti hleypti stafnglugginn kuldanum inn, þegar illa vlðraði og fennti i kaf við hverja hriðarstroku. Og Ásrún hafði sitt fram og t.aldi þó Óskar að rök hennar væru öll út i loftið, byggð á j írámunalegu skllningsleysi. j Þetta miskltðarefni kippti upp ( nilsunum og arkaði um sveit ina. Hafði Jósafat gamli leitt' bað úr hlaði. Það var hans sfðasti tréttaburður frá Sjáv-| a.vbakká. Hann fékk mjög s'æma gigt við torfflutning. itJa.rgan daginn gat hann varla hreyft sig. Þannig leið snmarið. En um haustið hljóp ai^tin firrir brióstið á honum. Og þá var ekki að sökum að spyrla Hann gaf upp andann já fimmta sólarhring eftir kvalafulla legu. Nú bættust ptörf hans á húsbóndann. En [ u^ð var ekki að sjá. að Óskari. ’-'rigði við bað, og töldu bó all ir að Jósafat hefði úðrað mik ið með hæeðinni. Óskar gerði útför hans svo, að orð var á gert. Og þegar þeim hjónum síðla vetrar fæddist sveinbarn, hlaut það nafnið Jósafat. Nú þegar færra var um fréttaburð frá S.iávarbakka, þá varð að byggja fréttirnar upp af eigin ramleik. Og ekki stóð á því. Nú fóru menn að velta vöngum yfir því og það í fullri alvöru, hvað heimill Óskars væri orðið barnraargt. Það lent.i á sveitinni fyrr eða siðar. Ekki þurfti annað en annað hvo*-* hiónanna missti heilsuna óipim kom saman um, að dugnaður Ásrúnar væri með afbriaðum. En öll- um mæt.ti ofbjóða. Hún hlyti að örmagnast og hvað þá? Ef hún dæi, fengi Óskar nýja konu. og ómegðin héldi áfram að aukast. En bað var engan veginn vist að Ásrún dæi. Hún gat misst heilsuna og þá var skammt til örbirgðar eða háskalegrar afkomu. Lágu menn hreppstjóranum það á hálsi, að athuga ekki vinnu- þol húsráðendanna á Sjávar- bakka, er þau væru andvara laus sjálf. Þau gætu vel hald ið hjú, það gerði margur fá- tækari en Óskar, og hvað sem honum sjálfum leið, þurfti Ásrún þess með. En Ásmundur hreppstjóri á Sjón&rhóli lét þetta nöldur sveitunga sinna eins og vind um eyrun þjóta. Honum var það nóg að sjá það, að Óskar ^ttóð í skilum, greiddi alla út- tekt og þær skuldir, sem á hann féllu í byrjun, jók búið, byggði smám saman öll pen ingshús og stækkaði bæinn eftir þörfum. Föstudagur 14. júlí: 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp 13 15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15,00 Miðdegisútvarp. 18.30 Tónleikar: Harmonikulög. 18,50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20 00 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson). 20.30 Svipmyndir frá París, — tal og tónar (Irma Weile Jónsson) 21.00 Upplcstur; Lárus Pálsson leik ari les ljóð eftir Kristján Jó- hannsson. 21.10 íslenzkir píanóleikara'r kynna sónötur Mozarts; XVI. Árni Kristjánsson leikur sónötu í C dúr K545 (Sonata facile). 2J,30 Útvarpssagan: „Vítahringur" eftir Sigurd Hoel, XIX. (Arn- heiður Sigurðardóttir). 22,00 Fréttlr og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Ósýnilegi mað- urinn“ eftir H. G. Wells; III. (Indriði G. Þorsteinsson). 22.30 í léttum tón: Jo Ann Castle leikur á harmoniku. 23,00 Dagskrárlok. VÍÐFFÖRLl Hvíti h r a f n i n n 137 Og síðan hélt Eirlkur bardagan- um áfram með þessum fáu mönn- um, sem hann hafði. Allir sem einn ruddust þetr gegnum dyrn- ar og lokuðu þeim á eftir sér. Ragnar hallaði sér upp að hurð- inni og blés mæðinni. — Þetta er allt mér að kenna, herra, stundi hann. — Ef ég aðeins — Haltu þér saman, greip Eiríkur fram í. — Hverju máli skiptir það nú, hverjum þetta er að kenna? Nú voru Saxarnir kyrrir úfi fyrir, og það gerði Eirík órólegan. — Ef ég gefst upp fyrir Morkari, get ég bjargað ykkur, sagði Bryan. — Og haltu þér saman, hrópaði Ei- ríkur og áhyggjurnar gerðu það að verkum, að hann var kaldrana- legur í tali. En það kom brátt i ljós, hvað Saxarnir höfðu í hyggju, því að allt í einu barst svo mikill. reykur inn til þeirra, að þeir fóru allir sem einn að hósta. — Nú, það var þá þess vegna, sagði Ei- rrkur, — þeir ætla að svæla okk- ur út!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.