Tíminn - 14.07.1961, Side 5

Tíminn - 14.07.1961, Side 5
T I MI N N, föstudaginn 14. júlí 1961. 5 Utget?ndl: FRAMSOKNARFuOKKURiNN FramKvæmdastinri Tnmas iVrnason Ku stiorar Pnrarinn Þorarinsson ao ‘tndtp- Knstiansson Inn Heieason Kulltru >-11 stjornar Tomas Karissnn Aueiv^ir.ea st.io.ri tail' Biarnasor, SKritsiniU' 1 Kddunusinu - Simar .HHIIII in:<ur Augiysineasimi IH52S AtgreiOsiusimi 12323 — Prentsmiðian fcdda n 1 Stjórnin og síldie Mokafli hefur verið undanfarna daga á síldarmiðun- um og nú er svartur sjór af síld við \ustfirði alveg upp að 3 mílum frá landi. En það, sem skyggir á þessar góðu fréttir, er fyrirhyggjuleysi núverandi valdamanna um þessi mál, sem önnur. Tunnulaust er að verða i landinu. Skipin, sem leigð voru til að flytja síldina í síldarbræðsl- urnar fjarri miðunum, hafa verið send í ofboði utan til að sækja tiltölulega fáar tunnur. Ailar þrær síldarverk- smiðjanna á Austurlandi eru fullar Verksmiðjurnar eru fáar og litlar og hafa hvergi nærri undan og er þegar allt að því 4—5 sólarhringa löndunarbið á höfnum austan- lands. Þegar vinstri stjórnin var við völd var gert verulegt átak til að efla síldarbræðslurnar á Austurlandi, því að allt benti til þess, að síldin, væri að færa sig í vaxandi mæli austur með landinu. Þa lá Eysteinn Jónsson undir ámæli Sjálfstæðisflokksins fyrir að vera að „dæla fjár- magninu í fáar hræður úti á landi“ og þetta kölluð „póli- tísk fjárfesting Framsóknarflokksins11 Austfirðingar hafa s.l. 3'ár reynt allt, sem þeir máttu, til að fá stjórnarvöldin til að styðja eflingu síldarbræðslanna en stjórnin hefur ekkert viljað sinna þeim málum. Þrátt fyrir erfiða aðstöðu vegna kreppustefnu ríkis- stjórnarinnar hafa Austfirðingar samt gert ráðstafanir til að fjölga söltunarstöðvum og eru all miklu fleiri sölt- unarstöðvar á Austurlandi í sumar en í fyrra og bætir það ofurítið úr skák, meðan eitthvað er til af tunnum. Þeir menn, sem fara nú með stjórn mála virðast al- gjörlega blindir af krepputrúnni. Þeir hafa reynzt ófáan- legir til að efla síldarbræðslurnar fyrir Austurlandi, þótt allt benti til þess að síldin myndi fyrst og fremst halda sig þar. Þeir hafa ekki einu sinni rænu á að útvega síldar- saltendum nægilegt magn af tunnum. Þeir senda skipin, sem áttu að flytja síldina af miðunum utan. Vegna þessa er allt útlit fyrir, að þjóðin missi af verð- mætum sem hundruðum milljóna nemur. Á sama tíma talar vandræðastjórnin um að leggja nýjar álögur á þjóð- ina. Þessi vandræðastjórn lét verkföll standa vikum sam- an og reyndi eins og hún gat að koma í veg fyrir að sam- komulag yrði. Hún jós svívirðingum að þeim, sem komu hófsamlega á móts við sanngirniskröfur verkalýðsfélag- anna, eftir að verkföll. sem stjórmn ein bar ábvrsð á vegna óbilgirní sinnar voru skollin á Með því að ganga þegar til samninga firrtu samvinnufélögin þjóðina tióni sem tugmilliónum króna nemur — Það er óvíst að síldar- vertíð væri enn hafin. ef samvinnufélögin hefðu ekki bjargað málum. Ríkisstjórn, sem kemur í veg fyrir að þjóðin geti nvtt þau verðmæti, sem innan seilingar eru. með forsjárlevsi. svartsýni og kreDpusíeínu og meira að segja rýrir þióðar- tekjurnar um hundruð milljóna af óbilgirni einni saman er vandræðastjórn. sem þegar á að fara'frá. áður en h>'m vinnur meira tjón Ríkissjóður? Hvers vegna fæst fjármálaráðherra ekki til að segja frá því, hver afkoma ríkissjóðs er, þrátt fyrir stöðugar áskoranir og óskir? Væri honum ekki hóti nær að segja til um „statusinn í kassanum“ og veita fólki upplýsmgar um ástandið í fjármálum ríkisins i stað þess að skrifa æsingargreinar um nýjar álögur og gengislækkun viku eftir viku? C Suðvestur-Afríka að komast í brennipunkt í Afríku? Óttast er að styrjöldin í Angóla muni breiðast út og setja allt í bál og brand í Suðvestur-Afríku, sem er gæzluverndarsvæði S.Þ. undir ógnar- stjórn stjórnar Suður-Afríku FLESTIR LEIÐTOGAR blökku manna í Suður-Afríku álíta, að leiðin til valda í Pretoríu, höf uðborg landsins og stjórnarset urs Verwords, liggi í geg'num Windhoek, höfuðborg Suðvest ur-Afríku, sem er verndar gæzlusvæði Sameinuðu þjóð- anna. Stjórn Suður-Afríku fer með' umboð S.Þ. um verndar- gæzluna, en Suðvestur-Afríka hefur orðið að annexíu Suður- Afríku undir þeirri stjórn og Suður-Afríka hefur í mörg ár reynt að innlima landið og neita reyndar að S.Þ hafi nokk uð íhlutunarvald í málefnum landsins. Negraleiðtogarnir á líta, að andstaðan innan Sam einuðu þjóðanna gegn ógnun- arstjórn og aðskilnaðarstefnu S- Afríkustjó’,nar í Suðvestur-Afr íku — ekki síður en í Suður- AfHku sjálfri — muni leiða til harðsnúinnar alþjóðlegrar and stöðu og þvingunar gegn Suð- ur-Afríkustjórn. Það er álit marara sérfræðinga um mál- efni Afríku. að Suðvestur-Afr- íka muni áður en langt um liður komast í brennipunkt al- bínðastjórnmála SUÐVESTUR • AFRÍKA var þýzk nýlenda og beittu Þjpð- verjar hina innfæddu fádæma grimmd. Eftir fyrri heimsstyri öldina 'varð Suðvestur-Afríka vernargæzlusvæð'i Þjóðabanda lagsins og að síðari heimsstyri öldinni lokinni tóku Sameinuðu bjóðirnar við af Þióðabanda laginu. en það er stiórn Suðu” Afríku. sem allan tímann hef- ur annazt gæzluverndina Þettn land vakti framan af öldinni litla athygli, en þegar menn komust að raun um að stein- arnir í Kalahari-eyðimörkinn' voru í reyndinni demantar VERWORD — hve lengi tekst honum að halda hinum innfæddu í Suður-Afríku í skefjum? fóru menn að veita þessu ó- þekkta landi meiri athygli, en það er ekki fyrr en að síðari heimsstyrjöldinni lokinni, að þessi uppgötvun er gerð — og þá komust menn einnig að raun um að landið er mjög auðugt af mátmum. LANDIÐ HEFUR verið mjög einangrað og Suður-Afríku- stjórn hefur haldið því einangr uðu og barið niður með harðri hendi alla pólitíska starfsemi hinna innfæddu. Það er hins vegar álit manna, að styrjöld in, sem geisað hefur í Angóla undanfarið, muni breiðast út og setja allt í bál og brand i -Suðvestur-Afríku, en Angóla er næsti nágranni landsins að norðan. Enda þótt Ovamboun- Hjálparbeiöni Hér norður á Sauðárkróki búa aldraðir foreldrar, sem eiga tvær dætur, Elínborgu og Önnu, — báð ar lamaðar Hin eldri þeirra sem nú er 34 ára, fékk lömunarveiki 4 ára gömuJ og lamaðist á höfði hægri handlegg og fæti Hún hef ur því aldrei getað numið neinn lærdóm, hægri höndin er henni óvirk, og hún á erfitt um gang. Hin yngri. sem nú er 26 ára. fékk lömunarveiki á fyrsta ári, og hef- ur því aldrei getað í fæturna stig ið. Hins veear hefur hún verið mjög dugleg við nám og handa- vinnu. þótt ekki geti hún skril'að eða saumað nema með vmstn hendi. Nú er starfsþrek aldraðra for- eldra mjög tekið að þverra Síð- astliðið ár hafa þau bæði verið tímum saman frá verki og undir læknishendi. Sú spurning hlýtur því að leita æði fast á þá. sem til þekkja, hvað framundan sé hiá þessu fólki og sérstaklega systr- unum tveimur, sem öllum er þeim hafa kynnzt. þykir mjög vænt um Samféla^ið hefur mikla ábyrgð gagnvart'þeirn, og þær njóta vissu lega þess stuðnings, sem lög mæla fyrir um í f.ormi trygginga og þ.h. en það hlýtur að hrökkva skammt, begar starfsfúsar hendur foreldr- anna geta ekki lengur lagt sitt lið. Það er því hugmynd ókkar. sem u.ndir þetta ritum, að leita til landsmanna allra með beiðni um fiárhagslegan stuðning handa stúlkunum báðum. Það er ekki nauðsynlegt að lýsa þeirri þörf. sem þarna knýr á. Hún er öllum hugsandi mönnum svo augljós. Við minnumst konu einnar, sem gaf dálitla fjárhæð til málefnis, sem þessu er m.iög skylt, og mælti þe?si orð: „Þessir peningar eru frá mér og manninuin minum. Þetta er að vísu ekki bá fjárhæð, en okk- ur langar til að gefa þetta sem ö'lítinn þakklætisvott fyrir það, aa yið eiguni h"aust og á allan ' áft beilhrigð hövn“. Við þykiumst þess fullvissir, að - á íslandi, sem eins er ástatt vilji taka undir með þess- . konu' og láta eitthvað af hendi rakna til lömuðu systranna á t'auðA~k"óki. — og ekki aðeins foreidrarnir, heldur við öll, sem eigum svo margt að þakka þeim, sem gaf okkur lífið og allar gjafir þess. Dagblöðin munu veita gjöfum móttöku. Sömuleiðis treystum við sóknarprestum landsins til þess að gera það og koma þeim til ein- hvers okkar, en við munum að sjálfsögðu einnig taka við slíku milliliðalaust. Þörfin er margvísleg, og minn- umst þess, að kornið fyllir mæl- inn. Ingvar Gýgjar Jónsson, Gýgj- arhóli, Skagafirði; Kristmund ur Bjarnason, Sjávarborg, Skagafirði; Þórir Stephensen, Sauðárkróki. um, Hereroounum og Hottin- tottunum, sem byggja landið hafi verið haldið í algerri fá- fræði um mannréttindi og „menningu*1, þá telja leiðtog- ar blökkumanna í Suður-Afr- íku, að ekki muni líða langur tími, þar til þeir skilja, hvað hefur verið að gerast í löndun- u;m í kringum þá. DEILUR HAFA staðið stöðugt m.illi S.Þ. og Suður-Afríku um þetta land. Suður-Afríka segir, að gæzluverndarumboð Þjóða bandalagsins hafi orðið úr sög- unni, þegar Þjóðabandalagið leið undir lok, og S.Þ. hafi ekk ert umboð til að skipta sér af landinu. Stjórn Suður-Afríku hefur meinað nefnd þeirri, er S.Þ. skipuðu til að fylgjast með málefnum Suðvestur-Afríku, að koma til landsins. Alþjóðadóm- stóllinn hefur nú til meðferðar kæru á hendur Suður-Afríku- stjórn vegna brota á gæzlu- verndarsamningnum við Þjóða- bandalagið. EN FRAMTÍÐ Suðvestur-Afr- íku verður sennilega hvorki ráðin í Haag eða New York. Auðvitað mu.nu Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðadómstóll- inn leggja margt til málanna, en framtíð þessa lands og hinna hrjáðu, innfæddu íbúa þess, mun þó fyrst og fremst verða ráðin í Afríku sjálfri, þar sem þjóðernis- og sjálfstæðisbylgj- an hrífut hvert óþekkta svæðið af öðru með sér. og Hottintott ar, Ovanboar og Hereroar, sem heita reyndar flestir Fritz, Hans, Paul og Berthold, munu innan sikamms verða virkir þátttakendur í baráttunni nm yfirráðin í Afríku. Handtökur háttsettra manna í Súdan NTB—London, 11. júlí. Tóif pólitískir leiðtogar og Uokksforingjar voru í dag settir í gæzluvarðhald í Súd (Framhald á 13. siðuj.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.