Tíminn - 22.11.1961, Page 3

Tíminn - 22.11.1961, Page 3
TÍMINN, migvikudagmn 23. nóvember 1961. 3 Rússar fallast á afvopnun með skilyrðum Norömenn ógna Rússum — sagði Gromyko í gær Söngsveitin Filharmonia og Sin- fóníuhl jómsveit fslands á æf- ingu. — Róbert A. Ottósson stj. Þátttaka , Norðmanna í NATO og samvinna þeirra við Vestur-Þjóðverja á sviði her- mála voru meðal þeirra mála, sem rædd voru á fundi Hal- vard Lange, utanríkisráðherra Norðmanna, og kollega hans, Andrei Gromyko, í Moskvu í dag. NTB—Moska, 21. nóv. Sovétríkin féllust í dag á til- lögu Vesturveldanna um, að Genfarviðræðurnar um stöðv- un kjarnavopnatilrauna yrðu teknar upp á ný 28. nóvember n. k., en þó með þeim fyrir- vara, að ef nokkurt Vestur- veldanna gerir tilraunir, með- an á viðræðunum stendur, telja Sovétríkin sig laus allra mála. Þannig hafa Rússar ákveði'g' að hafna ekki þessari tillögu Vestur veldanna, heldur fallast á hana með þeim skilyrðum, sem frá var sagt. Endanleg afvopnun í svarorðsendingunni segja Rússar, að þeir hafi komizt að raun um, að bæði Bandaríkja- menn og Bretar hafi lýst yfir því meg fullum vilja, að nið endan- lega takmark hljóti að vera al- gjör og endanleg afvopnun. í fyrri yfirlýsimgum Sovétríkjanna var því eindregið haldið fram, að bann við kjarnorkuvopnum væri einungis hægt að ræða í sam- bandi við samningaviðræður um algjöra afvopnun. — f London, Hljomsveit og kór í Háskólabíói Næstkomandi fimmtudagskvöld mun Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit íslands flytja verkið Ein Deutsches Requiem, eft ir Brahms í Háskólabíóinu undir stjóm Róbeyts A. Ottóssonar. Þetta verk er ætlað fyrir hljóm- sveit, kór og einsöngvara og syngja þau Hanna Bjamadóttir og Guð- mundur Jónsson einsöngshlutverk- in, sópran og barytón, en Hanna er auk þess með í kórnum. Verkið er þýzk sálumessa, og er að því leyti frábrugðin öðrum sálumess- um, að það er flutt á þýzku, en ekki latinu eins og venja er til. Sálumessa þessi er lútersk, en ekki fomkirkjuleg, og er ekki ætluð til að biðja fyrir þeim látnu, held- ur til þess að hugga þá, sem eftir lifa, enda var Brahms að hugsa um að láta messuna heita Ein Menschliches Requiem. Verkið "er í sjö þáttum og var í fyrsta sinn flutt í heild 18. febrúar 1869, er Brahms var 35 ára gamall. Áður höfðu þó verið fluttir sex þættir af verkinu 1868, en eftir það bætti Brahms inn fimmta þættinum, sem er sólóþáttur fyrir sópran, og er álitið, að Brahms hafi haft móð- ur sína látna í huga, er' hann samdi þann þátt. Söngsveitin Fílharmónía var stofnuð fyrir um það bil tveimur árum til þess að flýtja stærri verk með hljómsveit og er nú skipuð rúmlega 70 manns. Kórinn hefur áður komið fram, er hann flutti Carmina Burana ásamt Þjóð- leikhússkórnum. f fyrravetur var svo farið að æfa þýzku sálumess- una, og stóð ti'l að flytja hana síð- astliðið vor, en fórst fyrir vegna verkfalls Sinfóníuhljómsveitarinn- (Framhald á 2. síðu.) Gromyko sagði, að samstarf Norðmanna og Vestur-Þjóðverja hefði í för með sér hættu fyrir Noreg og væri ógnun við Sovét- ríkin og Öryggi þeirra. Sérstakar ráðstafanir Hann kvað nauðsynlegt, að Sov- étríkin gerðu sérstakar ráðstaf- anir í þessu sambandi, en þegar hann var spurður af hálfu Norð- imanna, hvort hann vildi ekki skýra nánar í hverju þær yrðu fólgnar, svaraði hann með því að vísa til orðsendingar Rússa til finnsku stjórnarinnar 30. okt. sl. í kvöld var ekki unnt að fá á iþví staðfestingu norskra yfirvalda, hvort hernaðarsamvinna Norð- NTB—Moskva, 21. nóv. manna og Þjóðverja hefði verið i mál málanna í viðræðunum í dag, sem stóðu í tvær klukkustundir og 15 mínútur. Fundur utanríkis! ráðherranna einkenndist af hrein- skilni á báða bóga, en báðir aðilar skiptust á skoðunum og skýrðu sjónarmið sín, að sögn Lange. Hittir Krústjoff í d§sember- byrjun Það var staðfest í dag, að Lange mundi hitta Krústjoff að máli 2. desember n.k., aðeins viku eftir fund þeirra Kekkonens í Novo- silbrisk. Þess vegna mun Lange fara aftur til Moskvu eftir dvöl- ina í Leningrad og ekki koma til Helsinki í leiðinni, eins og búizt. var við á tímabili. Þegar þeir Krústjoff hittast, mun Gromyko verða búinn að skýra stjórn sinni frá viðræðum ráðherránna og und irbúa jarðveginn. • Gromyko til Noregs Á fundjnum í dag bauð Lange Gromyko formlega að heimsækja Noreg. Hann tók boðinu með þökk um og kvaðst mundu leggja það fyrir stjórn sína, Síðar verður boðinu svarag og túninn ákveð- inn, ef úr verður. Eftir fundinn í dag var Gromyko viðstaddur móttöku fyrir alla sendiráðherra í Moskvu í norska sendiráðinu. Það vakti mifcla athygli í þessu boði, að þar kom Hans Kroll í fyrsta skipti fram opinberlega eft ir Þýzkalandsreisuna, og hópuðust kollegar hans þrír frá Vesturveld unum um hann og spurðu hann spjörunum úr. Lange og Gromyko munu hittast aftur í miðdegis- verðarboði í norska sendiráðinu á morgun. — Norsk yfirvöld í Moskvu hafa annars verið sagna fá urn fund ráðherranna í dag. GROMYKO Heimsóknir í Skógaskóla Nokkrir góðir gestir hafa heim- sótt Skógaskóla síðustu vikurnar til gagns og gleði fyrir nemendur. Hinn vinsæli hárskeri skólans, Gísli Sigurðsson á Selfossi, kom meg klippur og skæri og sneið af mönnum hárið eftir nýjustu tízku. Þá kom Ijósmyndarinn, Vigfús L. Friðriksson frá Hafnarfirði og tók myndir af ölium fyrir væntanlegt skólaspjald. Síðastur kom svo Fá'll Jónsáon, tannlæknir á Selfossi, og lagfærði tennur allra, sem leituðu til 'hans. Ýmsir hafa nokkurn beýg af tannlækninum og tækjum hans, en eru þakklátir eftir á, því að tannverkur er leiður kvilli og á ag vera óþarfur. Heilsufar í skóianum er gott, nema hvað hettusótt, sem nú er allvíða í Rangárv'allasýslu, hefur stungið sér niður. Þau tilfelli eru þó ekki mörg og mjög væg. Washington og París hefur þess- um skilyrðisbundnu viðræðum ver ið tekig með hæfilegum fyrir- vara. Minnt er á, að Krústjoff hef ur látið þau orð falla, að þetta mál verði að ræða í sambandi við afvopnun og undirritun friðar- samnings við Þýzkaland. Von um samkomulag Bent hefur verið á tvennt, sem er mjög jákvætt í svari Rússa. í fyrsta lagi hafa þeir fallizt á að hefja viðræður að nýju, þótt skil- yrðisbundnar séu, og þar með glæðast vonirnar um, að samkomu lag kunni að nást. í öðru lagi hafa RúsSar ekki aðeins lýst yfir því, ag tilraununum, sem hófust 1. september, sé lokið, heldur muni þeir ekki gera fleiri tilraunir, nema önnur rfki geri slíkt hið sama. Adlai Stevenson sagði í Wasing- ton í dag, að hann væri mjög á- nægður með, ag Rússar hafa nú fallizt á að hefja Genfarviðræð- urnar aftur. Talið er, að Sovétstjómin telji Sérstaklega hentugt að taka við- ræðumar aftur upp nú, þar eð Kxústjoff geti lýst því yfir, að Vesturveldin meini ekkert með þeim, ef þau fallast ekki á tillög- ur hans um afvopnun. LANGE I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.