Tíminn - 22.11.1961, Side 14

Tíminn - 22.11.1961, Side 14
14 / TÍMINN, miðvikudagitin 22. uóvember 7961. hann víst ekkl framar, Tóm- asi kaupmanni, sem biS hitt uS hérna, að hann er einn af þessum njósnurum. Ilonum var saga ykkur sögð af öðr- um njósnara. heima í Eng- landi og hann sagði svo mér. — Eruð þér þá í raun og veru njósnari eins og essrek- inn kallaði ykkur? spurði Vulf blátt áfram. — Eg er það, sem ég er, svaraði hún stutt. — Máske hef ég svarið eið að þjóna ein hverjum á svipaðan hátt og þið. Hver húsbóndi minn er, eða hvers vegna ég geri það, má ykkur á sama standa. Mér geðjast vel að ykkur og við höfum riðið saman hættu lega reið. Þess vegna vara ég ykkur við, þótt ég ætti máski ekki að segja svo mlkið, að Al-je-bal fursti er einn þeirra, er tekur fulla borgun fyrir það, sem hann lætur af hendi rakna, og að þetta til- tæki getur kostað ykkur lífið. — Þér hafið líka varað okk ur við Saladín, og hvað get- um við þá eiginlega gert ef við getum hvorugan þeirra heimsótt? Hún yppti öxlum. — Ganga í þjónustu hinna voldugu Vesturlandhöfðingja og bíða eftir tækifæri, sem aldrei kemur. Eða þá, sem er enn þá betra, saumið nokkr- ar skeljar í hatta ykkar, og komið heim, sem guðhræddir menn, er farið hafa pílagríms för, gangið svo að eiga rlk- ustu konuna, sem þið finnið, og gleymið Al-je-bal og Sala- he-din og konu þeírri, sem ykkur hefur dreymt um. En munið þá, bætti hún við með breyttum róm, — að þá verð- ið þið að skilja við Eld og Reyk. — Við viljum ríða þessum hestum, sagði Vulf, eins og út I bláinn, og Godvin sneri sér að henni með reiðisvip. — Þér virðist þekkja sögu vora og það erindi er við höf- um svarið að leysa af hendi, sagði hann. — Hvers konar riddarar haldið þér þá að við séum, að þér dirfist að leggja oss þau ráð, sem bezt hæfðu njósnurum þeim er hafa frætt yður? Þér talið um líf okkar. Já oss er annt um það og höldum því í heiðri, og þeg ar þess verður krafizt af oss, fórnum við því, þegar við höf um gert það, sem vlð frekast getum. — Vel mælt, sagði Mas- onda. — Lítið hefði mér þótt til yðar koma, hefðuð þér svarað á annan veg. En hvers vegna viljið þér sækja Al- je-bal heim? — Af því að föðurbróöir okkar bað okkur um það á banastundu sinni. og þar sem við höfum ekkert betra ráð til þess að fylgja, viljum við þegar fylgj a því, hvað svo s'em á eftir kemur. — Sömuleiðis vel mælt! Til Al-je-bals skuluð þið fara, og það koma, sem koma vill — fyrir okkur öll þrjú! — Fyrir okkur öll þrjú? spurði Vulf. /— Hver er þá yðar hluttaka í þessu mál- efni? — Eg veit það ekki, en máske verður hún meiri en þið haldið. Eg verð að minnsta kosti að vísa ykkur leið. — Ætlið þér máske að svikja okkur? spurði Vulf hugsunarlaust. Hún rétti úr sér og horfði í augu hans þar til hann roðn aði og sagði síðan: — Spyrj- ið bróður yðar, hvort hann haldi að ég muni svíkja ykk ur. Nei, ég vil hjálpa ykkur, og mig grunar, áð áður en lýkur munið þér, sem talið svo ósvífið til þess, sem vill rétta ykkur vinarhönd, þurfa hjálpar minnar. Nei, svarið ekki; það er ekki furða, þó að þér séuð tortryggnir, pílagrím ar. Ef þið viljið, skulum við leggja af stað, þegar náttar. Berið engar áhyggjur fyrir nesti eða þess háttar, það skal ég annast, en við ferð- umst ein og leynilega. Takið aðeins með ykkur vopn ykk- ar og þau föt, er þér þarfn- ist; hitt skal ég geyma fyrir ykkur þar til síðar. Eg fer nú að undirbúa allt til ferðarinn ar. En ég bið ykkur að hafa Eld og Reyk söðlaða um sól- setur. Við sólsetur stóðu bræðurn ir ferðbúnir í herbergi sínu. Þeir vorú alvopnaðir undir pílagrímsbúningi sínum já, jafnvel með skildina, er geymdir höfðu verið í far- angri þeirra. Hnakktöskum- ar, er Masonda hafði fengið þeim, voru fylltar þeim nauð synlegustu hlutum er þeir máttu hafa meðferðis; hi.tt fólu þeir hennar umsjá. Dyrnar opnuðust skyndi- lega, og inn kom ungur mað- ur, klæddur kápu- af úlfalda- hári, að Austurlanda-sið. — Hvað vilt þú? spurði Godvin. — Finna bræðurna Pétur og Jón, var svarað, og sáu þeir þá að þessi grannvaxni, ungi maður, var enginn annar en Masonda. — Hvað? Þið ensku sakleys ingjar, þekkið þið ekki konu í úlfaldahárskápu, bætti hún við er hún fylgdi þeim út að hesthúsinu. — Því betra! Það sýnir, að dulargervi mitt er gott. Héðan af verðið þið að vera svo góðir að gleyma Masondu, og þangað til við komumst inn yfir landamæri Al-je-bals, verðið þið að muna að ég er þjónn ykkar, Davíð að nafni, ættaður frá Jaffa; eh trúarskoðanir hef ég eng ar ákveðnar, né neitt þess háttar. Þar stóðu hestarnir söðlað- ir, og þar á meðal einn nýr — fallegur hestur af arabisku kyni, og tvö múldýr með klvfjum. Þau teymdu hestana út og stigu á bak. Masonda teymdi múldýrin, er voru bundin sam an. Eftir svo sem fimm mín- útur voru þau komin út úr Beirut, og riðu þau í dimm- unni eftir vegi þeim, er þeír höfðu reynt hestana á, að á einni er rann í svo sem þriggja mílna fjarlægð, og gerði Masonda ráð fyrir, að þau mundu ná þangað, er tunglið kæmi upp. Það var mjög dimmt og Masonda reið við hlið þeirra til þess að vísa þeim leið, en þau mæltu varla orð. Vulf spurði hana hver ann aðist gistihúsið meðan hún væri fjarverandi. og svaraði hún stutt í spuna, að það sæi víst um sig sjálft. Vegurinn, sem þau héldu í myrkrinu, lá yfir tvo árfar- vegi, er mi voru að mestu þurrir. Loks heyrðu þau vatns nið framundan og bylgju- gnauð hafsins til vinstri hand ar, og bað Masonda þá að stanza þar. Þau biðu svo þar t.il tunglið kom upp, og sáu þeir þá stórt fljót framund- an, og hafið 1 svo sem hundr- að skrefa fjarlægð til vinstri, en bratt og hátt fjall til hægri handar, og lá vegurinn með- fram því. Það var svo bjart, að Godvin sá einkennilegar rispur á klettunum fyrir of- an þau, og þar neðan undir var eitthvað skrifað, sem hann gat ekki lesið. — Hvað er þetta? spurði hann Masondu. — Það eru minnisspjöld eftir konunga þá, svaraði hún, — hverra nöfn standa skrifuð í ykkar helgu bók, og sem ríktu á Sýrlandí og Egyptalandi fyrir þúsundum ára. Þeir voru voldugri en Salah-he-din, og nú eru þessi innsigli, er þeir settu á þess- ar klappir, þær einu menjar, sem eftir þá eru. Godvin og Vulf störðu á bergrispurnar, og þeir sáu í anda hinar voldugu herfylk- ingar ,er hér höfðu stanzað og horft út á fljótið og á stein úlfinn, er gætti þess, sem eftir munnmælaspgunum gó, þegar óvinir nálguðust'. En nú gó hann ekki framar, því að hann lá höfuðlaus á fljóts botninum og liggur þar enn í dag. Nú voru allir þessir menn löngu dauðir, og verk þeirra gleymd. Við þessa hugs un fundu hinir tveir ungu ferðamenn, sem nú voru á- leiðis með að koma í verk ugg vænu fyrirtæki, í ókunnu og hættulegu landi, til vanmátt- ar síns. Masonda las af svip þeirra, hvað fram fór í hjörtum þeirra, og þegar þau komu á fljótsbakkann, benti hún á bárurnar litlu er eltu hver aðra til sjávar. — Þannig erum við, menn- imir, sagði hún stuttlega. — En úthafið er alltaf þarna og fljótið alltaf hérna, og af nýjum bárum er alltaf nóg. Dansið því á þylgjum lífsins, meðan þið gstið, jafnt í sól- skini, tunglsljósi, í stormum og stjörnubiarma, því úthaf- ið kailar og bárurnar hjaðna. Komið nú og fvigið mér; bví ég þekki vaðið °g ó þessum tíma árs er straum.urinn ekki mjög. stríður. Rfðið við hlið mína, Pét’m. ef mér skyldi skoia úr söðlinum; en Jón ríður á eftir, og .ef múldýrin vilia ekki halda áfram, þá k'nýið þau áfram með sverðs- oddinum. Þannig riðu þau út í fljótið, sem margur mundi hafa ótt- azt að gera á næturtíma. En, Miðvikudagur 22. nóvember: 8.00 Morgunútva.rp. 8.30 F.réttir. 9.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir — Tónleikar. 17.00 Fréttir — Tónieikar. 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Á leið til Agra“ eftir Aimée Sommerfelt; X. (Sigurlaug Björnsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Kenny Drew leik ur píanólög eftir Harold Ar- len. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Græn- lendinga saga; fyrri hluti (Dr. Kristján Eldjárn þjóð- minjavörður). b) Norðlenzkir kórar syngja íslenzk lög. c) Séra Jón Kr. fsfeld flyt- ur þátt úr ævisögu Ebenez- ers hringjara á Bíldudal. d) Jóhannes skáld úr Köti- um les úr þjóðsögum Jóns Arnasonar. 21.45 íslenzkt mál (Dr. Jakob Benediktsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: „Svart og hvítt í lífsins Ieik“,' smásaga eftir Dorothy Parker, í þýðingu Margrétar Jónsdóttur skáld- konu (Anna Guðmundsdótt- ir leikkona). 22.30 Næturhljómleikar: a) „Söngur næturgalans". sinfónískt ijóð eftir Stra- vinsky (La Suisse Romande hljómsveitin leikur; Ernest Ansermet stjórnar). b) Sinfónía nr. 6 í es-moll op. 111 eftir- Prokofieff (Fílharmoníska hljómsveit- in í Leningrad leikur; Év- genij.Mravinskij stjórnar). 23.40 Dagskrárlok. H. RIDER HAGGARD! BRÆÐURNIR! SAGA FRA KROSSFERÐATIMUNUM 34 EIRÍKUR VÍÐFÖRLI Úlfurinn og Fálkinn 104 Úlfarnir reyndu að ná flótta- mönnunum saman, en Hallfreður sá, að það var ekki til neins, og hann kallaði á úlfana. — Þetta þýðir ekki, sagði hann við Eirík, þeir eru þjálfaðir til að veiða dýr, en ekki menn. — Hvar er Óttar? spurði Eiríkur. — Hann klifraði upp í tré, því að hann hræddist úlfana, svaraði Hallfreður hlæj- andi. Við og við sást bjarminn frá kyndlunum, sem flóttamennirnir höfðu kveikt á. — Ljósið hrekur andana hurt, sagði Eiríkur og hló við. Svo varð hann allt í einu alvarlegur. — Ég hef fengið hugmynd, Hallfreður, sem ef til vill getur komið að gagni móti Bryndísi. Keltárnir eru einn hjátrúarfyllsti þjóðflohkur í

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.