Tíminn - 22.11.1961, Side 6

Tíminn - 22.11.1961, Side 6
6 TÍMINK, miSvikudaginn 22. nóvember 1961, VETTVAN6UR ÆSKUNNAR Ritstjóri: Hörður Gunnarsson ÚTGEFANDI ■ SAMBAND UNGRA FRAMSOKNARMANNA Kommúnistar vilja gjarna stimpla Nato sem árásarbandalag — og er það kannski ekki nema von — því að þeir vita, að Nato er sá múr, sem þeim mun reynast óklejfur og stöðvar framrás komm únismans til heimsyfirráða. Það skyldi engin.n efast um það, að kommúnisminn stefnir eindregið og ákveðið að heimsyfirráðum. Yfir'lýsingar leiðtoga Sovétríkj- anna eru orðnar margar um það, að kommúnisminn muni sigra heiminn. Um nokkra hríð virð- ast valdamenn kommúnismans hafa deilt um það, hvort heims- yfirráðum skuli náð með allsherj- arstyrjöld eða með eitthvað frið- samlegri aðgerðum og í áföngum og ágreiningurinn nú milli Kína og Albaníu annars vegar og Sovét- ríkjanna með Krustjoff í broddi fylkingar hins vegar, er um þetta atriði,- en enginn getur sagt um það á þessu stigi málsins, hvað verður að síðustu ofan á. Sovét- ríkin geta hafið árás, hvenær sem skyldi. Menn skulu heldur ekki gleyma, að höfuðinntak kommún- ismans er það, að sósíalisma verði ekki komið á með fr’iðsamlegri þróun, heldur með vopnuðu of- beldi og þvingunum og þar skildi á sínum tíma milli sósíaldemó krata og kommúnista. Þetta ofbeld iseðli kommúnismans, þessi nátt- úra hans mun leita út þótt Krust- joff þykist hafa verið að lemja hana með lurk. Krustjoff hefur af- hjúpað yfirdrepsskap sinn með öllu síðustu vikur með sprengju- brjálæði sínu,- ógnunum í Berlínar- málinu og með orðsendingunni til Finna, sem getur' orðið upphafið að beinni eða óbeinni innlimun t'innlands í Sovétríkin. Það mun sýna sig, að hlutleysisyfirlýsingar Finna munu reynast haldlitlar ef Rússar ákveða að láta kné fylgja kviði. En hvaða ráðum, sem komm únistar munu beita í baráttunni að heimsyfirráðum, er ljóst, að frá , þeim verður ætíð yfirgangs að vænta. — Að Vesturveldin hafi nokkurn tíma verið í árásarhug og að Nato sé stofnað til að gera árás á Sovétríkin, er fjarstæða. Að svo hafi verið eða sé, má kveða niður með einni spurningu til kommúnista, sem þeim mun reyn- ast örðugt að svara. Hvers vegna í ósköpunum létu Bandaríkin ekki til skarar skríða gegn Sovétríkj- unum, þegar þau á árunum eftir styrjöldina réðu ein yfir kjarn- orkusprengjum og hefði verið í Iófa lagið að leggja Sovétríkin í rúst á einum degi? Hvers vegna létu þau tækifærið ganga ,sér úr greipum, ef þau voru í árásarhug og markmið þeirra var — eins og kommúnistar halda fram — að ná heimsyfirráðum? Ef Bandaríkin voru í árásanhug — voru Rússar búnir að gefa næg tilefni með kúg- un smáþjóðanna í Austur-Evrópu til að Bandaríkin hæfu mótað- gerðir. Tilefni var þá til afsök- unar, ef Bandaríkin hefðu haft minnstu tilhneigingu éða hugrenn- ingar um árás á Sovétríkin. Sé þessari spurningu því svarað hlut- lægt og af fullri drenglund, hljóta menn að sjá hve fráleitt það' er að halda því fram að Nato hafi verið stofnað tjl að gera árás á Sovétríkin. Er Atlantshafsbandalagið var stofnað, ákváðu íslendingar að gerast aðilar að bandalaginu, enda er hernaðarmikilvægi íslands slíkt, að eftir því var gengið. Það má telja víst, að komi til átaka, verði hlutleysi íslands ekki vjrt. Styrjaldaraðilar myndu hins vegar hefja kapphlaup þegar í upphafi TOMAS KARLSSON: Hugleiöingar um UTANRtKISMÁL - og hvernig undirlægjuháttur manna í áhrif astöðum og misskilningur fulltrúa Bandaríkjastjórnar getur orðið vatn á myllu kommúnismans áfaka og hending gæti ráðið hver yrði á unflan að hernema landið, þótt sterkari séu þau rök, er mæla með því, að sá aðilinn, sem árás- ina hæfi, munj verða á undan. — Varðandi það atriði, gátu íslend- ingar og geta ekki verið hlutlausir. — Það, sem höfuðmáli skiptir þó í þessu sambandj er, að Nato er stofnað til að koma í veg fyrir styrjöld. Þátttaka okkar í Nato er pund á vogarskál friðarins í heim- inum. Meðan fullkomið valdajafn- vægi á hernaðarsviðinu helzt milli stórveldanna í austri og vestri, munu kommúnistar ekki áræða að hefja árás. — Með tilkomu kjarn- orkuvopna, hefur ástand að vísu breytzt svo, að kjarnorkustyrjöld myndi þýða sama og tortíming meginhluta mannkyns. Ýmsir' gætu því haldið, að kommúnistum kæmi ekki til hugar að hefja styrj- öld. Svo furðulegt sem það er, deila þó Sovétríkin og Kína um þetta atriði, eins og fyrT segir: Hvort koma eigi kommúnisma á með allsherjarstyrjöld eða ekki. í kjarnorkustyrjöld eru allar þjóðir ofurseldar, hvort sem þær eru hlut lausar eða ekki. Norðurhluti Atl- antshafsins yrði höfuðátakasvæðið og ísland og íslendingar því ofur- seldir, hvort sem hér eru herstöðv- ar eða ekki. Við samninga fslands um aðild að Atlantshafsbandalaginu, sem allir lýðræðisflokkarnir, Sjálfstæð- isflokkurinn, Framsóknarflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn stóðu að og full eining ríkti um, var lögð megináherzla á sérstöðu íslands. ísland hafði engan her og ætlaði sér ekki að hafa neinn her. Hér yrði ekki erlendur her á friðar- tímum ,en ef styrjöld brytist út, mvndi bandalagið fá hér á landi svipaða aðstöðu og bandamenn höfðu hér á styrjaldarárunum. Enn fremur, _ að það yr'ði alger- lega á valdi íslendinga sjálfra að meta það, hvenær mætti telja frið- artíma og hvenær ekki. .Á þessum mikilvægu atriðum fékkst full við- urkenning, og með þessum skil- yrðum gengum við í Nato. —* Er Kóreustyrjöldin brauzt út, var svo gerður varnarsamningur- inn við Bandaríkin 1951. Samningi þeim er unnt að segja upp með stuttum fyrirvara, og er hann í raun því óháður aðildarsamningi okkar við Atlantshafsbandalagið. Öllum ætti því að vera Ijóst skv. Natosamningnum, að þótt ísland taki af fullum heilindum þátt í Nato, er ekki þar með sagt, að hér eigi að vera her eða þurfi að vera her me'óan Nato stendur. Við ættum öll að geta verið sammála um það, að erlend her- seta í landinu er óæskileg, nema brýna nauðslyn beri til. Það hlýtur ætíð að vera andstaða gegn er- lendri hersetu hér á landi, og hef- ur verið. Það er í alla staði eðli- legt. Hér er þjóðernisstefna rík og þarf að vera og verður- að vera. Þetta er viðkvæmt mál í raun, og ég vil síður en svo fordæma slíka andstöðu, heldur miklu fremur biðja menn að gleyma aldrei, að það ástand er óeðlilegt og láta það verða til að minna okkur á þá hættu, sem er þess valdandi, að við tökum á okkur þessa byrði. Ástæðurnar fyrir því, að smáþjóð- um er erlend herseta ógeðfelld í landi sínu eru margar og tel ég þær svo kunnar, að óþarfi sé upp að telja. Allar þjóðir Vestur-Evrópu taka á sig þungar byrðar vegna herbún- aðar, varnarsamningurinn er okk- ar fórn. — Þar fórnum við minni hagsmunum fyrir miklu meiri hagsmuni, sem eru frelsi, mann- réttindi og lýðræði, og hver vill ekki taka á sig nokkur óþægindi til að verja þau verðmæti, sem ómetanleg eru. — Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er á móti hlutleysisstefnu og er fylgjandi aðlld að Nato. — Kommúnistar leggja sig í framkróka við að setja dvöl hersins hér á landi og aðild að Nato undir einn og sama hatt. Þannig munu þeir reyna að fá til fylgis við sig marga þá, sem eru andvígir dvöl hersins hér — af rökum, sem ég virði — en eru þó í raun andvígir hlutleysisstefnu og kommúnisma. Kommúnistar setja dvöl hersins og aðild að Nato undir eitt merki, þannig að andstaða gegn dvöl varnarliðsins hér á landi þýði sama og vilja til að taka upp hlut- leysisstefnu — en við skulum láta kommúnista eina um þann skiln- ing. — Við þurfum að gera okkur rækilega grein fyrir því, að hið eina, sem raunverulega gæti sett aðild íslands að Nato í hættu er, að kommúnistum takist að rugla þessum atriðum svo saman, að ekki vertd nægnega glögglega skil- ið þarna á milli í hugum almenn- ings. — Það er einkenni lýðræðisríkja,, þar á meðal íslands, að þar eí oft! barizt hart í stjórnmálum. Flokk- ar marka stefnur sínar í innan- ríkismálum, hver í sínu lagi, og oft ber mjkið á milli. Oft er deilt af mikilli hörku og stundum sjást menn ef til vill lítt fyrir. í utanríkismálum kemur þjóðin fram seip ein heild. Afstaða manna til utanríkismála getur ver- ið hin sama, þótt menn greinj mik- ið á í innanlandsmálum og séu TÓMAS KARLSSON þess vegna í ólíkum stjórnmála- flokkum. Einn íslenzkur stjórn- málaflokkur, hefur þó sérstöðu í þessu efni, flokkur, sá er komm- únistar ráða. Þar í flokki er lögð hin mesta áherzla á utanríkismál og farið í blindni eftir fyrirmæl- um hjns alþjóðlega kommúnisma — eða „línunni frá Moskvu“. Þegar velja skal milli hagsmuna íslands annars vegar og Moskvu hins vegar, þá taka kommúnistar ifotöðu meg Moskvu gegn ísland/ Hinir stjórnmálaflokkarnir hafa hins vegar allir svipaða megin- stefnu í utanríkismálum. Allir eru þessjr flokkar fylgjandi vestrænni samvinnu og standa einhuga að baki aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu. Stefnan í höfuðdrátt- um er því sú sama, þótt flokkarnir leggi misjafnlega mikla áherzlu á einstök fyrirkomulagsatriði í sam- starfinu við Nato og framkvæmd vamarsamningsins við Bandaríkin. Hins vegar ber þeim skylda til að leggja sig meira fram um að sam- ræma afstöðu sína til einstakra stórmála í þeim tilgangi að skapa trausta stefnu í utanríklsmálum á breiðum grundvelli. Ég trúi því, að félagið Varðberg geti orðið spor í þessa átt. Ungir menn í lýðræðisflokkunum e^a vissulega mikil verkefni fyrir höndum á þessu sviði. Atburðir síðustu daga og vikur færa heim sanninn um það. Þar virðist mis- vitur og ístöðulítill utanríkisráð- herra beinlínis stefna að því, að gera utanríkismál þjóðarinnar að bitbeini í flokkabaráttunni vinnur þannig þeirri stefnu, er hann þykist vinna fyrir, óbætan- legt tjón. Þær fordæmanlegu að- ■.V.V.VV.V.V.V.VAV.V.V.*. Einn tilgangur með Vett- vangi æskunnar er, að þar geti ungir Framsóknarmenn fengið inni með greinar um hin ýmsu mál. Væntir rit- stjérn síðunnar þess, að ungir Framsóknarmenn notfæri sér gerðir eru ekkert annað en olía á eld kommúnismans á íslandi. Það er eins eðlilegt og frekast má vera, að 170 þúsund manna þjóð, sem hefur hafizt af þjóð- ernisstefnu til sjálfstæðis, eftir1 alda langa nýlendukúgun, vilji stilla samskiptum við erlent her- lið í landinu sem mest í hóf án þess að um nokkurn fjandskap þurfi að vera að ræða. Slík þjóð getur naumast sætt sig við að er- lendum her sé veittur réttur til að reka einu sjónvarpsstöðina í landinu, stöð, sem nær til mikils meiri hluta þjóðarinnar. Ef fs- lendingar hefðu sitt eigið sjón- varp, væri þetta ef til vill ekki til- tökumál, en meðan svo er ekki, verður þetta að teljast óviðunandi og hlýtur að vekja andúð þorra þjóðarinnar. Þétt hundflatir menn finnist í áhrifastöðum í mörgum löndum, þá var ég þó farinn að vona, að Bandaríkjamenn hefðu haft af þeim svo bitra reynslu, að með hinni nýju stjórn Bandarlkjanna yrði á breyting í þessum efnum. Ráð og áhrif slíkra manna, undir- lægja, er vilja nota utanríkismál til að skara eld að sinni köku, hafa reynzt utanríkisstefnu Banda- ríkjanna ill. Mig furðar því á, að fulltrúar Bandaríkjastjórnar hér á landi skuli ekki vera betur heima í Stjómmálaástandi á fslandi og svo fjarri að skilja „íslendingseðl- ið“, að þeir skuli fallast á — eða jafnvel stuðla að því, sem nú er að gerast í þessum málum. Það má vera að þeir séu í góðri trú og treysti sínum „viðmælendum“ hér á landi í þessum efnum, en vænt- anlega opnast augu þeirra áður en tjónið, sem vestrænu samstarfi og sambúð Bandaríkjanna og fslands er búið af þessu háttalagi, verður óbætanlegt. Það verður að gera þá kröfu til fulltrúa Bandaríkjastjórnar hér á landi og yfirmanna varnarliðsins, að þeir reyni eftir fremsta megni að haga samstarfi þannig, að aðild fslands að Nato styrkist en sé ekki sett í hættu með fávíslegri og hættulegri framkvæmd varnar- samningsins, er beinlínis styrkir kommúnismann á íslandi. Ef þeir halda að þeir séu að styrkja og efla vestrænt samstarf með því, að sækja unglingsstúlkur í hópum í skemmtisamkvæmi á Keflavíkur- flugvöll, þar sem vín er haft um hönd, þá vaða þeir í mikilli villu og svíma og virðast hafa gleymt þeim erfiðleikum, sem íbúar í ná- grenni herstöðva i heimalandi þeirra sjálfra eiga við að búa. Það er engin afsökun, þótt þessar stúlkur hafi verið sóttar með ráð- herrabréfi frá Guðmundi í. Guð- mundssyni. Enn fremur vil ég harðlega neita þvi, að þeir menn, sem þykj- ast fylgjandi þeim grundvallar- reglum, er félagið Varðberg hefur sett sér, um samstarf á sviði utan- ríkismála, en tala um „gaddavírs- hugsjónir Framsóknarmanna“ > þessu sambandi, séu einlægir a :íU2T 'e«! slnum. Ofstæki slíkra manna hlýtur að verða til tjóns. Getur engum gagnað nema komm- únistum. tk. .V.V '.V.V.V.V.V.*. þetta enn frekar en hingaS til. Verða greinarnar birtar eftir því sem ástæða þykir til og rými gefst, þótt þær túlki ekki ávallt skoðanir ritstjórnar á viðkomandi máli. Ritstj.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.