Tíminn - 22.11.1961, Síða 5

Tíminn - 22.11.1961, Síða 5
T í MIN N, miSvikudagimi 22. nóvember 1961. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjdri: Tómas Árnason. Rit. stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson. Auglýsinga- stjóri: Egill Bjarnason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Aug lýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f. — Áskriftargjald kr. 55.00 á mán innanlands. f lausasölu kr. 3.00 eintakið Ekki af miklu að státa Af hálfu stjórnarblaðanna er þvi nijög haldið fram, að tollalækkun sú, sem Alþingi hefur nýlega samþykkt, sé mjög mikil kjarabót. Það sést bezt, að hér er þó ekki verið að státa af miklu, ef bornar eru saman annars vegar þær tolla- og smásölu- skattahækkanir, sem orðið hafa í tíð núverandi stjórnar, og hins vegar þær tollalækkanir, sem nú hafa verið ákveðnar. Þetta er gert mjög greinilega i áliti, sem Skúli Guð- mundsson skilaði um tollalækkunafmálið sem minnihuti fjárhagsnefndar n.d. Þar segir svo: „Ríkisreikningurinn fyrir 1959 sýnir, að þá voru tekj- ur ríkissjóðs af vörumagnstolli, verðtolli, söluskatti, inn- flutningsgjaldi af benzíni og gjaldi af innlendum tollvör- um samtals 520 milljónir króna. Svo kemur núverandi stjórn með sínar ráðstafanir, og á fyrsta ári hennar hækka þessar álögur upp í 967 milljónir, eða um hvorki meira né minna en 447 milljónir kjóna, samkvæmt ríkisreikningi fyrir 1960. í þessu sambandi skal þess getið, að 1960 var framlag úr ríkissjóði til niðurgreiðslu á vöruverði 107 millj. kr. hærra en 1959. Tollahækkunarsaga stjórnarinnar er ekki hér með bú- in. Gizkað er á, að gengislækkunin s. 1. sumar muni valda um 90 millj. kr. hækkun á aðflutningsgjöldum, miðað við heilt ár. Þar við bætist svo hækkun á söluskatti í smásöiu, sem gengisbreytingin veldur, og er þar auðvitað um veru- lega fjárhæð að ræða. Ríkisstjórnin telur, að sú lækkun á aðflutningsgjöld- um, sem frv. þetta felur í sér, muni nema um 46 millj. kr. að óbreyttu innflutningsmagni. Það er aðeins brot af þeirri hækkun á þessum gjöldum, sem stjórnin skellti á s. 1. sumar, þegar hún framkvæmdi seinni gengislækkun sína. Að öðru leyti á sú hækkun að gilda áfram í ofanálag á allar tollahækkanir stjórnarinnar i febrúar 1960. Af þessu sést, hvað tollalækkunin samkvæmt frv. er ákaflega lítilfjörleg í samanburði við þær stórkostlegu að- fiutningsgjaldahækkanir, sem orðið hafa í tíð núverandi stjórnar“. Þegar þetta er athugað, sést bezt, að stjórnarflokkarnir hafa ekki af miklu að státa, þar sem umræddar tollalækk- anir eru. Og ekki verður þá hlutur þeirra betri, þegar þess er gætt, að þeir gera þetta ekki af fúsum vilja, held- ur telja sig neydda til þess af smyglurunum! i Kvensokkarnir Stjórnarblöðin halda ekki sízt fram tollalækkuninni á kvensokkum. Að því var nokkuð vikið í áliti Skúla: „Það er talað um, að sumir kvensokkar inuni ólöglega innfluttir. Vel getur verið, að svo sé. Og það getur líka verið rétt, að þetta stafi að miklu ieyti af því, að núver- andi ríkisstjórn hefur í sokkamálunum og fleiru búið , fremur kuldalega að kvenþjóðinni. Vegna ráðstafana stjórnarinnar er t. d. kostnaðarverð nælonsokka nú, að óbreyttu innkaupsverði í útlandinu, 66% hærra en það var 1958. Og ekki tekur betra við, þegar konurnar þurfa að fá sér efni í kjól. Að óbreyttu mnkaupsverði ytra er kostnaðarverð á kjólaefni vegna efnahagsaðgerða núver- andi stjórnar 739& hærra en 1958“ Þrátt fyrir tollalækkun þá, sem nú er framkvæmd, verða umræddir sokkar samt áfram miklu dýrari en 1958. Hér er því ekki mikið til að hæla ser af. ERLENT YFIRLIT Forsetakjörið á Filippseyjum Macapagal þykir líklegur til atS veríSa gegn forseti ÞAÐ hefur undanfarið veikt veritlega aðstöð'u Bandaríkj- anna í Asíu, að fylgislönd þeirra í Suðaustur-Asíu, hafa búið við spillt og einræðissinn að stjórnarfar, eins og Suður- Kórea, Formósa, Suður-Viet- nam og Laos. f þessum lönd- um hefur ríkt lýðræði að nafni til, en ekki f reynd. Vald hafarnir hafa misnotag völd sín herfilega og kosningar, sem þeir hafa látið fara fram, hafa verið sjónarspil eitt. Þetta hef- ur veitt kommúnistum stórum betri aðstöðu en ella og orðið þess valdandi, að fjárhagsleg aðstog Bandaríkjanna hefur komið að tiltölulega litlum not um, t.d. í Laos og Suður-Viet- nam. Það er aðeins í einu landi Suðaustur-'Asíu, sem fylgir Bandarfkjunum, er tekist hefur að festa í sessi fiokkurn veg- inn lýðræðissinnað stjórnarfar. Þetta Iand er Filippseyjar. Þar hefur það gerzt tvívegis eftir styrjöldina, að stjórnarflokkur hefur tapað forsetakosningum - og beygt sig fyrir úrsli.tunum. Þetta gerðist í fyrra skiptið, þegar Magsaysay var kosinn þar forseti fyrir nokkrum árum vegna þess, að hann hafði unn ið sér tiltrú sem heiðarlegur og umbótasinnaður. stjórnmála- leiðtogi. Hann fórst í flugslysi eftir að hafa nýbyrjað umbóta- starf sitt, og tók þá varafórset- inn, Garcia við völdum, og náði hann endurkosningu nokkru síðar. f seinna skiptið gerðist þetta svo í síðastl. viku, þegar Garcia féll, er hann sótti um endurkjör í annað sinn. Hann féH þá fyrir keppinaut sínum, Macapagal, þótt spádómar um kosningaúrslitin hefðu hljóðað á annan veg. Það var ekki sízt athyglisvert við kosningabarátt una, að þótt Garcia væri fram- bjóðandi sama flokks og stutt hafði Magsaysay til valda, var yfirleitt litið á Macapagal sem líklegri til þess að fylgja fram umbóta- og uppbygigngarstefnu Magsaysays, enda þótt hann væri frambjóðandi flokks þess, sem hafði verið andstæður Magsaysay. Skýringin liggur í því, að sáralítill munur er á stefnu tveggja aðalflokkanna á Filippseyjum, Þjóðernisflokks- ins, sem studdi Garcia, og Frjálslynda flokksins, er studdi Macapagal. Kosningar þar snú- ast því raunverulega meira um menn og flokka. MEÐ SIGRI Macapagals kem ur fram á sjónarsviðið nýr mað ur í Suðaustur-Asíu, er Banda- MACAPAGAL ríkjamenn hafa bundið við einna mestar vonir siðan Magsaysay féll frá. Hann þykir líklegur til ag vinna að því að gera stjórnarfar landsins þeið- arlegra en það er nú, en löng- um hefur þótt við brenna á Filippseyjum aðvStjórnmálaleið togar misnotuðu völdin til fram dráttar fyrir sig og vildarvini sína. Magsaysay var undantekn- ing í þessum efnum. Garcia var hins vegar ekki talinn barn- anna beztur á þessu sviði, enda segja amerisk blöð, að þag hafi ráðið mestu um hin óvæntu úrslit í forsetakosning- unum nú, að menn hafi viljað breyta um vegna þess, bve aug- ijós spilling var orðin uodir stjórn Garcia. Diosdado Macapagal er fædd ur 28. september 1910, sonur fátæks skálds og leikara. Hann bjó við mikla fátækt í uppvext- inum og er það frægt á Filipps eyjum ,að hann varð ag fá lán uð föt hjá félaga sínum, er hann átti að halda ræðu við skólauppsögn í gagnfræðaskóla í tilefni af því, ag bann hafði hlotið hæstu einkunina. Á há- skólaárum sínum bjó hann við svo þröngan kost, að hanrt varð eitt sinn að leggjast á spítala vegna sjúkdóms, er hafði orsak ast af næringarskorti. Þetta, stóð þó ekki i vegi þess, að hann tók doktorspróf bæði í lögfræði og hagfræði með glæsilegasta vitnisburði. Að námi loknu hóf Macapa- gal strax afskipti af stjórnmál- um. Hann náði lcosningu á þing 1951 og var eini þingmaður Frjálslynda flokksins ,er náði endurkosningu í kosningunum 1953, en þag var þá, sem Magsaysay vann mesta sigur sinn. Á þingi var Macapagal harður baráttumaður fyrir ýms um félagslegum umbótum, eins og jarðaskiptingu o.s.frv. Við forsetakjörið fyrir fjór- um árum, var Macapagal vara- forsetaefni Frjálslynda flokks- ins og náði kosningu, en forseti og varaforseti eru kosnir sér- staklega. Venja er að varafor- setinn fái einhvert meiriháttar embætti í ríkisstjórninni, en Garcia sniðgekk Macapagal al- veg og reyndi að gera hlut hans sem verstan. Þetta mun miklu fremur hafa styrkt Macapagal en veikt meðal almennings, Macapagal er sagður góður starfsmaður. Hann er reglumað ur mikill, reykir ekki og neyt- ir áfengis örsjaldan og í hófi. Hann er tvíkvæntur og á fjög- ur börn. ÞAÐ hefur vafalaust styrkt Macapagal, að hann er maður myndarlegur og fríður sínum, og því verið sagt um hann, að hann myndi hafa farið vel á leiksviði. Álit sitt sem stjórn- málamaður á hann því þó fyrst og fremst ag þakka, að hann er talinn vel heiðarlegur og hefur aldrei verið riðinn við neitt sem andstæðingarnir gætu notað gegn honum, hvað það snertir. f kosningabaráttunni lofaði hann meiri félagslegum umbótum en keppinautur hans. í utanríkismálum var stefna þeirra hin sama. Báðir lýstu sig andvíga viðurkenningu á stjórn inni í Peking og fylgjandi ná- inni samvinnú við Bandarikin. Macapagal lagði enn! ríkari á- lierzlu á, að hann vildi fá auk ið erlent fjármagn til landsins, en þó að sjálfsögðu innan eðli legra marka. Þótt Bandaríkjamenn gættu hlutleysis í kosningunum, kem- ur þag glöggt fram í blöðum þeirra eftir kosningarnar, að þeir fagna sigri Macapagals. Stjórn Garcia hafi verið meira og minna spillt og Magapagal sé miklu líklegri til að stjórna heiðarlega og koma fram fé- lagslegum umbótum. Þess vegna megi fremur vænta þess, að undir forustu Macapagals fái Filippseyjar stjóm, sem geti orðið vitnisburður um yfir burðl lýðræðislegs stjórnarfars í Suðaustur-Asíu. Þ.Þ. Aðalfundur Framsóknarfélags V. Skaftfellinga var haldinn að Hrifu nesi sl. sunnudag. Formaður félags ins, Jón Helgason, Seglbúðum, gerði grein fyrir störfum félags- ins á liðnu starfsári. Margir nýir félagar hafa komið í félagið á ár- inu.\Eru félagsmenn nú hátt á ann að hundrað. Stjórnin var öll endurkjörin, en hana skipa þessir menn: Jón Helgason, Seglbúðum, form., Ragn ar Þorsteinsson, Höfðabrekku, rit ari, Ólafur Jónsson, Teygingalæk Júlíus Jónsson, Norðurhjáleigu og Einar Þorsteinsson, Sólheimahjá- leigu. í fulltrúaráð voru kjörnir þess- ir menn: Óskar Jóhannesson, Ási, AÐALFUNDUR FRAMSOKNARFÉ- LAGS VESTUR-SKAFTFELLINGA Jón Hallgrímsson, Vík, Brynjólf- ur Oddsson, Þykkvabæjarklaustri, Árni Jónsson, Hrifunesi, Runólf- ur Bjarnason, Bakkakoti, Vilhjálm ur Valdimarsson, Kirkjubæjar- klaustri, Sigmundur Helgason, Núpum. Þessir menn eru jafn- framt fulltrúar á kjördæmisþing. Óskar Jónsson færði stjórninni þakkir fyrir vel unnin s'törf. Að aðalfundinum loknum flutti Ilelgi Bergs afburða snjallt erindi um stjórnmálaviðhorfið og Efna- hagsbandalagið. Síðan voru frjáls- ar umræður og tóku þessir menn til máls: Jón Gíslason, Einar Þor- steinsson, Matthías Ingibergsson, Óskar Jónsson, Stefán Jasonarson, Ragnar Þorsteinsson og Hjalti Gestsson. Þá svaraði frummælandi Helgi Bergs, fyrirspurnum um fram höfðu komið. Að fundi loknum þáðu rnenn rausnarlegar veitingar hjá Árna Jónssyni, Hrífunesi. — Þótti þessi fundur hafa tekizt mjög vel.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.