Tíminn - 22.11.1961, Síða 16

Tíminn - 22.11.1961, Síða 16
297. bla». Miðvikudaginn 21. nóvember 1961. Filmía hefur vetrarstarfið Vetrarstarf Filmíu hefst um næstu helgi og þar með níunda starfsár félagsins. Fé- lagið hefur til þessa haft starf- semi sína í Tjarnarbíói en mun nú sýna kvikmyndir 1 Stjörnubíói, að minnsta kosti til áramóta, éða þangað til af- not Tjarnarbíós verða endan- lega ráðin. Undanfarin átta ár hefur Filmía fengið mær allar myndir sínar frá Det Danske Filmmuseum. Félagið hefur sýnt á annað hundrað mynda úr þessu safni og því ekki um j'afn auðugan garð að gresja og áður var, nema hefja endursýn- ingar. Filmía hefur nú fengið lof- or‘ð um niyndir frá The British Film Institute í London og mun sýna þær fyrstu eftir áramót. Jafn- framt verður haldið áfram að sýna myndir frá Det Danske Filmmuse- um. Meðal þeirra mynda sem vænt- anlegar eru frá London eru stutt- arjistrænar fræðslumyndir og til- raunamyndir eftir unga menn sem aðhyllast svonefnda „Free Cinema- stefnu“. Fyrsta myndin, sem sýnd verð- ur í ór, er brezka myndin Mandy, frá 1952 eftir Alexander Macken- drick, en s>á leikstjóri er Filmíu- Framhald á 15. síðu. Úr myndinni „Mamma segir ekki má", sem fjallar um Lundúnaæskuna. Filmía mun sýna hana eftir áramót Borgarstjóra- bíllinn stór- skemmdist Um fjógurleytið á sunnudag rakst bifreið borgarstjórans í Reykjavík, R-612, á brúarstöpul miðja vega milli Gunnars'hólma og Elliðakotsafleggjara á Suður- landsvegi. Var þetta harður árekst úr og skemmdist R-612 mikið, en lítil meiðsli urðu á mönnum. Þetta var rétt í ljósaskiptunum, en ekki orðið fulldimmt. Rétt norðan við brúna 'mætti R-612, er' var á suðurleið, sendiferðabíl, sem var á austuríeið, og er þeir höfðu mætzt, skipti' það engum togum, að R-612 rakst með vinstra fram- horn í brúarstöpulinn og kastað- ist síðan inn á brúna og áfram í aksturstefnu yfir hana og nam loks staðar nokkurn veginn þvert yfir brautina við hinn brúarend- ann. í bílnumivar Geir Hallgrímsson borgarstjóri' og bílstjóri hans, Ól- afur Ingimuudarson. Borgarstjóra sakaði ekki, en Ólafur fékk högg á munninn og annan fótinn. Hann hlaut þó ekki slæm meiðsli. Bfll- inn er hins vegar mjög ilja far- inn, en viðgerð hófst á honum þegar á mánudagsmorgun. Birotizt tvisvar inn Þess‘t,raí?9i er e M,elU9U7Þar sem birgðageymsla Landssímans er. Hann er fyrst og fremst frægur fyrlr það, að í tvígang hefur verlð brotizt Inn f hann með stuttu millibili og fyrst stolið úr honi um hálfu tonni af símavír á laugardagsnóttina og siðan 300 kiló- um á mánudagsnóttina siðustu. Efst til vínstri á myndinni er nær- mynd af læsingunni á skúrnum. Fyrir framan skúrinn eru rúllur af sams konar vír og stolið var. Starfsmenn Landssímans eru nefni- lega einmitt að tæma skúrinn og flytja vírinn á öruggari stað, áður en bragganum verður stolið í heilu lagi. (Ljósmynd: TÍMINN GE) [laraldur stórriddari f fyrrakvöld var ihaldið fjöl- mennt hóf í Þjóðleikhúskjallaran- um til heiðurs Haraldi Björnssyni leikara, sem varð sjötugur nýlega. Stóðu Þjóðleikhúsrið, Félag ís- lenzkra leikara, Ríkisútvarpið og Leikfélag Reykjavíkur að hófinu. Formenn félaganna og forstjór- ar stofnananna fluttu ræður fyrir heiðursgestinum og auk þeirra Jakob Benediktsson, sem hoifði á, þegar Haraldur dehuteraði í Kon- unglega leikhúsinu í Höfn. Heið- ursgesturinn hélt einnig ræðu. Haraldi voru færðar ýmsar góð- ar gjafir, en það sem kom honum mest á óvárt, var að forsetaritari heimsótti hófið og afhenti Haraldi fyrir hönd foi;geta æðsta heiðurs- merki Fálkaorðunnar, stórriddara- krossinn, fyrir fráþæra frammi- stöðu hans á íeiksvíðinu. 1 drætti Finnbogastöðum, 19. nóvembex. Uppgripa rækjuveiði er nú á Ingólfsfifði og Ófeigsfirði. Um daginn fékk vélbáturinn Guðrún frá Eyri átta hundruð kíló í ein- um drætti. Rækjan er stór og feit. Níu bátar stunda nú þessar yeið- ar, átta þeirra eru frá ísafirði en einn þeirra er heimabátur. Guðmundur. Haraldur Björnsson flytur ræðu í hófinu og þakkar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.