Tíminn - 22.11.1961, Qupperneq 7

Tíminn - 22.11.1961, Qupperneq 7
0 T í MIN N, miðvikudaginn 22. nóvember 1961. Kvikmyndun íslenzkra starfshátt Þeir Gísli GuSmundsson, Einar Oigeirsson, Jónas G. Rafnar og Hjörtur Hjálmars- son flytja tillögu til þings- ályktunar um kvikmyndun ís- lenzkra starfshátta. Tillagan er svohljóðandi: „Alþimgi ályktar að fela ríkis- stjóminni ag hlutast til um það í samráði við þjóðminjavörð, að Fræðslumyndasafn ríkisins og Menntam’álaráð íslands skipu- Ieggi og beiti sér fyrir kvikmynd un íslenzkra starfsb)átta, sem hætta er á að falli í gleymsku að öðrum kosti.“ f greinargerð með tiliögunni segir: Hinn 16. nóvember 1960 barst menntaTniálanefndum Alþingis er- indi frá nokkrum kunnum mönn- um um, að hafizt yrði handa uzn kvikmyndun íslenzkra starfshátta, sem tíðkazt hafa í landinu, en nú hafa verig lagðir niður eða eru í þann veginn að hverfa úr sögunni eða gerbreytast. Efni þessa erind is var þó ekki gert að neinu sér- stöku þingmáli á síðasta þingi. Á þvi þingi voru hins vegar sam- þykkt lög^ um Fræðslumyndasafn ríikisins. í framsöguræðu í sam- bandi við nefndarálit um það, skýrði framsögumaður mennta- málánefndar efri deildar frá fyrr- nefndu erindi og lét í ljós þá skoðun af hálfu nefndarinnar, að æsikilegt væri, að væntanleg stjórn fræðslumyndasafnsins tæki það til meðferðar, sbr. 2. gr. laganna. Nú hefur það dregizt, ag stjórn safns- ins yrði fullskipuð, og cnun því lítið hafa gerzt í málinu sem þó verður að telja aðkallandi með tilliti til þess, hve breytingar eru nú örar í atvinnulífi landsmanna. Meg flutnLngi þessarar tillögu, vilja flutningsmenn freista þess að efla áhuga og framfcvæmdir í þessu menningarmáli. Sem fyligiskjal með tillögunni fylgir enn fremur erindi til menntamálanefnda beggja deilda Alþingis, dagsett 16. nóv 1961, frá þeim Þórarni Haraldssyni, Lauf- ási, Þóroddi Guðmundssyni, rit- höfundi, Árna Óla, blaðamanni og Steingrími Steinþórssyni, búnaðar- málastjóra. Erindið er svohljóð- andi: í hvert sinn, sem gengið er fram hjá eyðibýli eða staðið er við bæjarrúst, gripur mann sú löngun að geta séð fólkið, sem þarna bjó, horft á kjör þess og venjur. En oftast eru fáar sagnir til af þessu fólki og því erfitt að gera sér ljósa hugmynd um ævi' þess og athafnir. Á þeim tíma, sem af er þessari öld, hefur orðið bylting í lifnaðar háttum þjóðarinnar. Plest það gamla er horfið, en nýtt er komið í staðinn. mmmmmmmmmmammm VETTVANGUR ÆSKUNNAR Byggingaframkvæmdir minni vegna „viðreisnarinnar” Rætt við Magnús Sigurjónsson deildar- stjóra á Sauðárkróki um byggingamál í Skagafirði Einn þeirra ungu Framsókn armanna, sem sóttu kjördæm- isþing Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra á Sauðárkróki um fyrstu helgi þessa mánaðar, var Magnús Sigurjónsson, deildar- stjóri byggingarvörudeildar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Magnús Sigurjónsson er bor inn og barnfæddur Skagfirð- ingur, fæddur að Árnesi í Lýt- ingsstaðahreppi 24. júli 1929, en býr nú á Sauðárkróki. Hann er kvæntur Kristbjörgu Guðbrandsdóttur frá Ólafsvík og eiga þau tvo syni. Magnús hefur átt sæti í stjórn F.U.F. í Skagafirði undanfarin ár og var fulltrúi félags síns á kjör- dæmisþinginu. Ég ræddi stutta stund við Magnús meðan á þinginu stóð: til þess að fá fregnir af bygg-| ingarframkvæmdum í hérað-! inu að undanförnu. i — Magnús, hvað getur þu sagt, mér af byggingarframkvæmdum; hér? — Já, það má segja að talsvert hafi dregið úr byggingarfram- kvæmdum í héraðinu eftir að „við- reisnin" hófst veturinn 1960. Þó hefur aðeins vottað fyrir bygging- um að nýju nú í haust, hér á Sauð- árkróki. Hér er þó um að ræða framkvæmdir gerðar af algjörum vanefnum,'í flestum tilfellum. Það, sem rekur menn út í byggingar- MAGNÚS SIGURJÓNSSON framkvæmdir nú, er aðallega það, að þótt ástandið sé slæmt núna og dýrtíð mikil, er ekki útlit fyxir að það batni neitt meðan „viðreisn- inni“ léttir ekki. Hræðslan við, að það verði enn verra síðar að koma sér þaki yfir höfuðið, rekur því fólk áfram. — En hvernig er þessu háttað í sveitunum? — í sveitunum hafa ibúðarhúsa- byggingar alveg lagzt niður eða svo til nema þar sem ekki var unnt að komast hjá endurnýjun. Sérstaklega eru skarpar línur i sveitunum í byggingarmálunum, þar sem bændur fá ekki lán til þessara framkvæmda og skulda- bréf duga skammt, ef ekki er unnt að selja þau. — En framkvæmdir á v(egum annarra aðila? — Kaupfélagið lauk byggingu stórhýsis fyrir': kjörbúð, fiskbúð, mjólkurbúð og kjötvinnslu. Þessi starfsemi félagsins var í algjör- lega ófullnægjandi húsnæði áður, auk þess sem kjötvinnsla var haf- in nú í haust eftir tilkomu þessa húss. — Og opinberar framkvæmdir? — Rafmagnsveiturnar byggðu hér á síðastliðnu ári dísilrafstöð, sem er um 800 kw. að stærð. Áður hefur Sauðárkrókur og sveitirnar fengið rafmagn frá Gönguskarðsár- virkjun, sem er eina vatnsaflsstöð- in í sýslunni, auk Skeiðsfossvirkj- unarinnar, sem Siglfirðingar fá raf orku frá. Eftir byggingu þessarar dísilrafstöðvar má jafnvel búast við, að enn þá verði dráttur á byggingu vatnsaflsstöðvar, sem fullnægi þörfum héraðsins fyrir "aforku. — Hvernig er þá atvinnumálum ykkar komið hér, úr því að fram- ’rvæmdir hafa dregizt svo saman? — Sem betur fer hefur verið næg atvinna, en aðalatvinna bæj- arbúa er við útgerð og fiskvinnslu, verzlun og iðnað. Útgerð smærri báta hefur gengið sæmilega, en lakar með þá stærri. Afla smærri bátarnir sæmilega og hafa gert eftir útfærslu landhelginnar og leggja aflann upp hjá frystihúsun- um tveim, sem hér eru, Fiskiveri og Fiskiðjunni, en kaupfélagið rekur hið síðar nefnda. Töluverð atvinna hefur verið við vinnslu fiskjarins í haust. ekki sízt fyrir húsmæður, sem mai'gar hafa unn- ið í frystihúsunum og bætir það að sjálfsögðu hag heimilanna mikið. Ég þakka Magnúsi fyrir spjallið og þær upplýsingar. sem hann gaf mér um byggingamál á Sauðár- króki og í Skagafirði. Ég vil ekki tefja hann len.gur, því að nú er Ólafur Jóhannesson, alþm., farinn að ræða úrlausn ýmissa vandamála héraðsins inni í þingsalnum, og við hröðum okkur þangað að pýju. H.G. Okkur, sem höfum séð gömul vinnubrögð og venjur þoka fyrir nýjungunum, ber skylda til að kvikmynda allt, sem hægt er, af starfssögu þjóðarinnar, svo langt aftur í tímann, sem tök eru á, og gefa framtíðinni þannig kost á a5 kynnast lífi og störfum fólks- ins, áður en byltingin hófst. Með því yrði framtíðinni tryggður lif- andi fróðleikur um þann tíma, sem eldri kynslóðinni er enn ferskur í minni. Byggðasöfnin, sem komig hefur verið á fót víðs vegar um landið, eru ómetanlegar heimildir, arfur til framtíðarinnar. En þegar fram líða stundir, skilur fólk ekki, hvernig unnið var með áhöldun- um, sem þar eru. Þess vegna verð' ur að fá kunnáttumenn til að vinna xneð þeim og kvikmynda verkið. Án lifandi mynda getur t.d. enginn gert sér glögga grein fyrir gömlum heyskapar- og sjó- sóknaraðferðum, taðvinnu, ullar- þvotti, eða matargerð, eins og hún var fyrrum, þjónustubrögðum, tó- skap eða kvöldvökum á sveitabæ. Myndataka þessi er cnenningar- leg nauðsyn, sem þolir enga bið, því að með hverjum degi, sem líð ur, er eitthvað að glatast, sem framtíðin má ekki missa. Nokkuð hefur þegar verig unn- ið að því að kvikmynda lifnaðar- háttu og vinnubrögð fyrri aldar, og hafa staðið ag því bæði átt- hagafélög og einstakir menn. Má segja, að það starf ré unnið í al- þjóðariþágú, en þess ekki að (Framh. á 15. síðu.) Öryrkjamá! Þeir Björn Jónsson og Eysteinn Jónsson hafa borið fram fyrir- spurn til ríkisstjómarinnar um ör- yrkjamál. Fyrirspurnin er svo- hljóðandi: Hvað líður framkvæmd um á tillögum milliþinganefndar um öryr'kjamál? Verkamanna- bústaðimir Þórarinn Þórarinsson hafði í gær framsögu í neðri deild fyrir frumvarpi um aukinn stuðning við byggingasjóð verkamannabústaða. Frumvarpið kveður á um að lág- markslán til verkamannabústaða verði 65% af kostnaðarverði og lágmarkslánstími verði lengdur úr 42 árum í 50 ár. Þá er kveðið á um nýtt framlag ríkisins til bygg- ingasjóðsins, er nemi 5 milljónum króna árlega. Þórarinn sagði, að tilgangur lag- anna um verkamannabústaði væri að hjálpa þeim, sem efnaminnstir eni og lægst launaðir til að eign- ast eigin íbúðir. Því voru þau á- kvæði sett, að lánin mættu vera a-l-lt að 90% af kostnaðarverði við- komandi eignar og lánstftni 42 til 75 ár. Þriggja herbergja íbúðir í verka mannabústöðum kosta nú yfir 400 þúsund krónur, en ef lán sjóðsins haldast óbreytt eða 160 þúsund, verður útborgun kaupanda 240 þús. Þriggja herbergja íbúð í sambýlis- húsi, sem byggingasjóðurinn stóð að, og fullgert var 1959 kostaði 320 þúsund. Sjóðurinn lánaði þá 150 þúsund, svo að útborgun kaup- anda var 150 þúsund. — Bygginga kostnaðurinn hefur aukizt gífur- lega á þessu tímabili og gerir sú hækkun á lánunum, sem hér er lögð til, ekki meira en að vega upp á móti hækkununum. 240 þúsund króna útborgun er meira en efna- litlir fjölskyldumenn geta innt af höndum eins og nú er komið mál- um. Endurskoða þarf girðmgalögk Þingsályktunartillaga þeirra Halldórs E. Sigurfts- sonar, Björns Pálssonar, Ágústs Þorvaldssonar og Ásgeirs Bjarnasonar. Þeir Halldór E. Sigurðsson, Páll Þorsteinsson, Björn Pálsson, Ágúst Þorvaldsson og Ásgeir Bjarnason flytja tillögu til þingsályktunar um endurskoðun girðingalaga. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að skora á ríkis stjórnina að láta endurskoða girð- ingalög, nr. 24 1. febr. 1952. End- urskoðun þessari skal lokið fyrir næsta reglulegt Alþingi" í greinargerð með tillögunni seg ir: Á Alþingi 1956—57 flutti fyrsti flutningsmaður þessarar þingsálykt unartillögu ásamt Sveinbirni llögnasyni frv. til 1. um breytingu á girðingalögum frá 1952. Mál þetta varð þá ekki útrætt. Það var endurflutt af sömu mönnum 1957 —58, en þá einnig án árangurs. Síð an hefur málið legið niðri. Við flutningsmenn þessarar þingsályktunartillögu teljum aðj at- huguðu máli rétt að taka þetta mál alit til gagngerðar endurskoðun- ar. Við þá athugun viljum við benda á eftirfarandi atriði, er ber að athuga meðal annarra. Tímabært er orðið að telja vél- grafna skurði sem hluta af -girð- ingu, þ. e. fullkominni vörzlu, og ber að meta þá samkvæmt því. Þá ber að endurskoða skyldur þær, sem á vegagerðina eru lagðar gagn vart landeiganda, þegar vegur er lagður í gegnum afgirt lönd, hvort sem þau eru ræktuð eða eigi. Á- kvæði núgildandi girðingalaga um skyldur vegagerðar, þegar um ó- ræktuð lönd er að ræða, sem veg- ur er lagður unr, eru með öllu úr- elt og ósanngjörn gagnvart landeig anda. Nú fer fram endurskoðun á lögum unr opinbera vegi. Ber því brýna nauðsyn til að láta endur- skoðun á girðingalögum fara fram jafnhljða, nr. a. vegna þess. er á hefur verið bent. Ýmis fleiri at- riði girðingalaga má benda á, sem nauðsjm ber t'il að endurskoða og færa til þeirrar reynslu, sem nú er fengin, og' til þess viðhorfs, sem nú er í þessu máli.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.