Morgunblaðið - 01.09.1943, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.1943, Blaðsíða 1
Vikublað: ísafold. 30. árg., 196. tbl. — Miðvikudagur 1. September 1943 Isafoldarprentsmiðja h.f. DANSKIR VERKLÝÐSLEIÐTOGAR HANDTEKNIR Vcrshinarsamn- r ingur Islands ogU. S. A. ræddur í Washington ÝVashingtön —: Um leið og tilkynt var í Reykjavík síð- astiiðinn föstudag, var það einnig tilkynt í Washington, að þeir Leland B. Morris sendiherra Bandaríkjanna á Islandi og Vilhjálmur Þór ut- ánríkismálaráðherra Islands hefðu undirskrifað 3ja ára ga gnkvæman verslunarsamn- ing milli Bandaríkjanna og lslands. í tilkynningunni var skýrt frá því, að þessi samningur væri ekki aðeins gerður til þess að auðvelda verslunina milli Bandaríkjanna og ís- lands á þessum örðugleikatím- um, heldur einnig til þess að gera öruggan grundvöll fyrir verslunina eftir stríðið. Ennfremur segir svo í til- kynningunni: „Samningurinn er algerlega í anda þeirrar samvinnustefnu milli stjórna Bandaríkjanna og Islands, sem kom fram í skilaboðum þeim, sem forsætisráðherra Islands bárust 1. júlí 1941“. íssir sæip Smolensk London í gær. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. RÚSSAR hafa byrjað nýja sókn á miðvígstöðv- unum og sækja til Smol- ensk. Hefir þeim orðið vel ágengt og tekið þýðingar- mikla varnarstöð Þjóðverja í ytri varnarvirkjum Smol- enskborgar, Yelyna. Rúss- ar sækja fram á 50 km. breiðu svæði. Hefir sókn á þessum slóðum staðið yf- ir í 4 daga. Á þeim tíma hafa Rússar náð rúmlega 100 bygðum bólum á sitt vald. Stalin gaf út sjerstaka dagskipan í gær vegna sig- ursins við Yelnya. Komnir hálfa leið til Mariupol. Dunkan Hooper, frjetta ritari Reuters í Moskva Framhald á bls. 12 Kai Munk rithöf- undur handtekinn • ^■•rsgrypr^ \ ‘ Fleiri Danir sleppa til Svíþjóðar Konungshjónin hylt Stokkhólmi í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins ins frá Bernard Valery, frjettaritara Reuters. ÞJÓÐVERJAR halda áfram að handtaka forystumenn Dana og í dag berast fregnir um, að þeir hafi látið varpa mörgum kunnum verklýðsforingjum í fangelsi. Ennfrem- ur hafa Þjóðverjar látið handtaka ýmsa mentamenn, þar á meðal Kai Munk rithöfund. Frjettir frá Danmörku eru enn af skornum skamti, því þó símasamband sje aftur komið á milli Svíþjóðar og Danmerkur, þá fá ekki nema fáeinir útvaldir að nota símann til útlanda. Kai Munk. MEÐAL þeirra Dana, sem Þjóðverjar hafa handtekið, er rithöfunaurinn síra Kai Munk. Munk er einn af kunn- ustu leikritahöfundum Dana. Hjer voru á s. 1. vetri leikin eftir hann tvö leikrit, ,,Orðið“, sem Leik- fjelag Reykjavíkur ljek og Niels Ebbesen, sem leikið var í útvarpið. „BRESK '' * * RAS I Amerískur bækl- ingur um Island og Grænland ‘Washington -—: Smithsoni- an safnið, eitt kunnusta safn Bandaríkjanna, hefir nýlega gefið lit rit, 100 síður að stærð, er nefnist: „Island og Grænland", og er hjer á ferð eitt rita þeirra, er fjalla um lönd,. sem hernaðarlega þýð- ingu hafa. í bókinni eru tuttugu og ein rnynd, teikningar og kort. Sjergreinar eru um loftslag, jarðfræði, dýra- og blómalíf, sögu landanna, mál og bók- méntir. Ilöfundurinn, Austin JT. Clark, sern starfar hjá þjóðminjasafni Bandaríkj- anna, ljet svo um mælt, að þeir Thor Thors sendiherra ís- lands í Washington og Hinrik Björnsson einkaritari hans hefðu „mjög góðfúslega" ljeð honum aðstoð sína við samn- ing ritsins. AMERISK INN- FRAKKLAND44 — segir Churchill Quebec-fundurinn ræddi mest um bar- áttuna við Japana WINSTON CHURCHILL forsætisráðherra Breta sagði í útvarpsræðu, sem hann hjelt í Quebec í gær, að Bretar og Bandaríkjamenn myndu gera innrás í Frakkland. „En jeg veit, að þið ætlist ekki til þess af mjer, að jeg segi ykkur hvenær sú innrás verður gerð, hvort sem það verð- ur fyr eða seinna“, sagði forsætisráðherrann. .,Hinsvegar“, bætti Chur- chill við, „get jeg sagt, að þegar við reiðum til þess mikla höggs, gerum við það vegna þess að við verðum ánægðir með undirbúning- inn og að þá verða mikil líkindi til að innrásin muni hepnast. Við munum ekki fórna lífi hermanna vorra fyrir einhverja pólitíska skoðun, eða vegna þess að við tökum tillit til einhverr ar stefnu“. Hvers vegna Rússar voru ekki með. Churchill vjek að því í ræðu sinni, hvernig á því stæði, að Rússar hafi ekki setið ráðstefnuna í Quebec. Framli. á 2. síðu. S^í^ustu jrjellir: Alvarlegar irðir oei Khöfn. Samkvæmt frjettum, sem bárust frá Svíþjóð seint í gærkveldi, kom til alvar- legra óeirða í Kaupmanna- höfn í gærdag. Þjóðverjar urðu að bjóða út stórskota- liði á götur Kaupmanna- hafnar. Þjóðverjar hafa tekið í sínar hendur allar lögreglu stöðvar í Kaupmannahöfn. Danskir lögregluþjónar neituðu að sverja þýskum hemaðaryfirvöldum holl ustueið. Sænskir sjómenn neita að sigla Stokkhólmi í gær. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. SÆNSKIR sjómenn á fiski- skipum, sem sigla frá vestur- strönd Svíþjóðar, hafa neitað að fara til fiskveiða, nema að þeir fái tryggingu fyrir full- kominni vernd gegn yfirgangi Þjóðverja á miðiun sænskra fiskiskipa. Sjómennirnir krefj ast þess, að sænsk herskip og flugvjelar verði látin fylgja sænsku fiskiskipunum. Mikil gremja kemur enn fram í sænskum blöðum vegna árásar þýsku herskipanna á sænsku fiskibátana. Danskir flóttamenn halda áfram að koma til Svíþjóð- ar. Koma flóttamennirnir á margskonar bátum og setja sig í stórhættu, því Þjóðverj ar hafa strangan vörð á Eyr arsundi. Þess eru jafnvel dæmi, að danskir flóttamenn hafi sloppið yfir til Svíþjóð ar á „kajak“-bátum. Sænska stjórnin hefir til- kynt, að hún muni skoða danska flóttamenn sem póli- tíska fanga og verði farið með þá samkvæmt því. — KONUNGUR ÁVARP- AR ÞEGNA SÍNA. Kristján konungur kom í fyrsta skifti á almannafæri í dag, eftir að Þjóðv. tóku völd- in. IJann var á leið frá Sorg- enfrihöll í bifreið ásamt drotn ingu sinni. Var þýskur her- vörður í fylgd með konungi. Þegar konungur ók gegnum út hverfi Lyngby, hafði safnast þar saman múgur manns, .þrátt fyrir umferðarbannið, því frjest hafði til ferða kon- ungshjónanna. Hylti mann- fjöldinn konungshjónin. Konungur skipaði svo fyr- ir, að bifreið hans skyldi stöðvuð og var það gert. Hann ávarpaði mannfjöldann með þeSsum orðum: *' „Það gleður mig, að dönsk tunga skuli enn vera töluð í mínu gamla föðurlandi“. BLÖÐIN KOMA EKKI ÚT. Dönsk blöð hafa ekki kom- ið út síðan um helgi. Danskir blaðamenn lögðu allir niður störf sín, sem einn maður, þeg ar herlög voru sett í landinu, og neituðu að vinna að útgáfu blaða undir þýskri ritskoðun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.