Morgunblaðið - 01.09.1943, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.09.1943, Blaðsíða 7
Miðvikudagur I. sept. 1943 MORGUNBLAÐIÐ 7 HVAÐ GERIR FRANCO? HINUM stóru fallbyssum í Gibraltar er aðeins beint í eina átt — út í silfurmóðu sundsins. Virkið er örugt og nær því óvinnandi frá sjó. En bakdyrnar, La Linea með óþrifalegu hreysunum sínum, tötrum klædda hungraða íbúana og hroka- fullu spönsku falangistana, eru varðar með ómerkilegri gaddavírsgirðingu. Eins og Singapore er Gibraltar svo að segja ósigrandi frá sjó. En eins og Singapore myndi óvininum veitast auðvelt að vinna það á nokkrum dög- um, er leiðin lægi opin að bakdyrum. Að Bretar hafi yfirráð yf- ir virkinu í framtíðinni, er því aðeins örugt að Spán- verjar verði áfram hiaut- lausir og sjóleiðin til vígvall anna við Miðjarðarhafið, til Suez og Indlands er því að eins örugg að bakdyr Gi- braltar verði ekki opnaðar óvinunum. Spurningin er því: Getum við treysta fasistaleiðtogum Spáanar til þess að standa Spánar til þess að standa og hafa þeir vilja og hern- aðarstyrk, sem til þess þarf ? Ef litið er á staðreynd- irnar fáum við ef til viil svar við spurningunni. Fyrsti kaflinn í fasista- sögu Spánar var skrifaður í Berlín vorið 1936. Á leynifundi komst Hitl- er þá meðal annars svo að orði: „Það er nauðsynlegt að útrýma lýðræðinu á Spáni. Ef vjer höfum Iber- íuskagann á okkar valdi, getum vjer ógnað bæði Frökkum og Bretum. Fas- istiskur Spánn mun stvrkja fasismann alls staðar ann- arsstaðar í heiminum. — Spánn hefir mikið hlutverk að vinna í framtíðarskipu- lagi veraldarinnar.Jeg mun verðlauna hann fyrir sam- vinnuna. Eitt sinn Var þetta ríki mikið heimsveldi. — Spánn á aftur að verða heimsveldi. Hann á að fá aftur hinar fyrri nýlendur sínar í Ameríku, frönsku Marokko, Cubu og Filips- eyjar“. Tveir menn hlustuðu með eftirtekt á þessi orð. Annar þeirra var ungur maður í dökkblárri silki- skyrtu, José Antonio de Ri- vera. Hinn var þreytuleg- ur gamall maður í spönsk- um hermannabningi, José Sanjurjo hershöfðingi. De Rivera var fulltrúi hinnar spönsku eftirlíking- ar af þýsku stórmsveitun- um, falangistanna. Sanjur- jo var málpípa afturhalds- samrar hershöfðingjaklíku, stórlandeiganda og iðju- hölda, sem fanst hagsmun- um sínum ógnað af hinni lýðræðislegu stjórn. Hinn ungi de Rivera varð hrifinn af orðum Hitlers. — Hann vildi þegar í stað láta EFTIR HENRY JORDAN til skarar skríða. Sanjurjo talaði með varúð hins gamla efagjarna manns. Hann reiknaði í mönnum og byss- um og íhugaði styrkaleika hlutfallið milli aðilanna. Auðvitað mvndu upp- reisnarmennirnar hefja styrjöldina með leifur- höggi. Hinni löglegu stjórn myndi verða komið fvrir kattarnef áður en hún vissi hvaðan á sig veðrið stæði Stjórnin myndi ekki hafa nokkra möguleika. En .... Þjóðin, alþýða Spánar, kynni að rísa upp og berj- ast g'egn uppreisnarj nöni- unum. José og Pedro voru góðir bardagamenn. — Þeir höfðu nýlega rekið hinn ó- verðuga konung sinn í smán arlega útlegð. Og skömmu áður höfðu þeir losað sig við fasistaræningjann, föður hins unga José de Rivera, Miguel de Rivera hefshöfð- ingja. Spánska þjóðin hafði komist að því, síðustu árin, hvað það þýddi að vera undir frjálsri stjórn, eins og þjóðir Frakklands, Bret- lands og Bandaríkjanna. -- Lýðveldið var að kenna José og Pedro að lesa og skrifa, tók þá út úr hreys- unum, sem ekki voru manna bústaðir og ljet þá hafa nóg að borða, en slíkt hafði ekki hent þá um margar aldir. Sanjurjo benti á að þjóð- in gæti hafnað því að gang- ast undir uppreisnarmanna stjórn. Hvað átti að gera, ef hluti af hernum gerði upp- reisn? Skegghárin risu á Adolf. „Þá munum vjer berjast“, hrópaði hann ofsafenginn. „Jeg og Mussolini munum senda sveitir úr herjum vorum inn í Spán. — Vjer munum kalla það krossferð gegn bolsjevismanum og fyrir hinni kristnu trú. Hin heimsku lýðræðislönd rnunu gleypa við því“. Það var gengið frá áætl- uninni og dagur uppreisnar innar ákveðinn. Brynvarin bifreið ók de Rivera og San jurjo til Tempelhofflugvall- arins. Þar skildu leiðir þess- ara tveggja tilvonandi sig- urvegara. Sanjurjo fór í Lufhansa- flugvjelina, sem átti að fara til Lissabon, þar sem hann bjó í útlegð. De Rivera tók sjer með Lufthansaflugvjel- inni, sem átti að fara til Par ísar og Madrid, þar sem hon um var leyft að hafast við fyrir framan nefið á lýð- ræðisstjórninni er í raun- inni leit hann fremur sem skipbrotsmann en reglulega hættu. En þegar daginn eftir kom það upp úr kafinu að allt var ekki með feldu. — Berlín-Lissabon flugvjelin hafði hrapað til jarðar um 20 km. frá höfuðborg Portú- gals. Sanjurjo hershöfð- ingi var fyrsti samsærismað urinn, sem ljet lífið. Fregn- in um dauða hans barst nógu snemma til Lissabon til þess að geta komist ú Morgunblöðin. Feitletraðar fvrirsagnir birtust í blöðun- um: Sanjurjo bíður bana á leið sinni frá Berlín. Alls- konar spurningar og getgát ur komust á kreik. — Hvað var gamli maðurinn að gera til Berlínar? Hví fór hann þangað í kyrþey og hvað hafði verið ákveðið? Var einhverskonar samsæri á ferðinni ? Francisco Franco, Emilio Mola hershöfðingjar og aðr ir samsærismenn komust í hinn mesta hugaræsing. Ef stjórnin í Madrid gæti sjer til um ferðalag Sanjurjos, myndu öll uppreisnaráform fara út um þúfur. Uppreisn- in myndi kæfð í fæðingunni og forsprakkarnir gerðir höfði styttri. Franco komst að þeirri niðurstöðu, að að- eins eitt ráð gat bjargað málinu úr því, sem komið var og það var að láta þeg- ar til skarar skríða. Hann nefndi sjálfan sig vfir- hershöfðingja í borgara- Hersveitir ganga fyrir Franca í Madrid. styrjöldinni, stöðu. sem upp haflega hafði verið ætluð José Sanjurjo. Þannig hófst borgara- styrjöldin. Franco fór frá spænsku Marokkó með hin- ar heiðnu Márahjarðir, er Þegar uppreisnin braust áttu að bjarga kristindómn um og útrýma bolsjevisman um, sem Franco sagði að stæðu bak við stjórnina. út, var stjórnin sofandi, en spánska þjóðin var á verði. Það var mjög tvísýnt ’um, hvort samsærið tækist. — Hershöfðingjar uppreisnar- mannanna færðu sjer í nyt öngþveiti það, sem leiddi af fyrstu átökunum. Yfirhers- höfðinginn neyddist til þess að kalla á þá hjálp, sem Hitler hafði lofað Sanjurjo og de Rivera. Hin stórkostlega lvgavjel Göbbels tók til starfa af full um krafti. Nasistarnir mál- uðu á heiðan Evrópuhiminn skugga bolsjevismans í öm- urlegum litum. En ein- hvern veginn bar ekki þessi áróðursherferð tilætlaðan í árangur. Spánn hafði aldrei ógnað neinum. Enginn stjórnarmeðlimanna, sem börðust nú fyrir lífi sínu, ■var í rauninni kommúnisti.1 Það var aðeins lítill hluti spönsku þjóðarinnar, sem hvlti Stalin. Og það, sem verra var, nýliðar gengu daglega úr íhaldsflokknum og í lið með Madridstjórji- inni. Háskólakennarar, vísinda menn og frægir rithöfund- ar — næstum því 90% af mentamönnum landsins — fylgdu stjórninni að málum. Álitlegum hópi kaþólskra presta tókst ekki að sjá hinn sanna anda kristin- dómsins í styrjöld, sem blóðþyrstar leiguhersveitir Mára háðu, og gekk í lið með hinni löglegu stjórn landsins. Hitler varð að hlúa að kommúnistagrýlunni. Hann gerði það á kaldhæðnisleg- an hátt. ,Hann ákvað að styrkja spönsku kommún- istana. Leynilegir sendiboð- ar frá Berlín Ijetu komm- nistaleiðtogunum í tje nóga peninga til þess að kaupa vopn, sem voru framleidd samkvæmt skipun Hitler í þýskum verksmiðjum. Milligöngumennirnir höfðu aðalbækistöð sína í George V hótelinu í París, en at- höfnum þeirra og hrevfing- um voru gefnar nánar gæt- ur af frönsku leynilögregl- unni. Vopnunum var annað ■ hvort smyglað inn í Spán yfir Pyreneafjöll, gegnum Portúgal eða þau voru flutt á smábátum til austur- strandar Spánar. Með þessu móti urðu kommúnistarnir sú ógnun, sem Hitler vildi þá vera láta. En mikið urðu þýsku og ítölsku herrnenn- irnir hissa, þegar þeir fundu vopn, sem þeir höfðu tekið herfangi og voru merkt: „Framleitt í Þýskalandi“. Styrjöldin, sem uppreisn armennirnir höfðu vonað að myndi standa aðeins skamma stund, dróst á lang inn fyrir aðgerðir Adolfs Hitlers. En yfirhershÖfðinginn var óbugandi. „Jeg skal vinna styrjöld- ina“, lýsti hann yfir, „þótt jeg þurfi að láta drepa milj- ón Spánverja“. Rússar tóku aðeins stutta stund þátt í stríðinu. Annað hvort hafa þeir látið ginn- ast af blekkingum Hitlers um það, að styrjöldinni væri beint gegn kommúnisman- um, eða að þeim hefir fund- ist þeir þui’fa að hjálpa hin- um spönsku fjelögum sín- um. Um það bil, er styrjöld- inni linti, höfðu miljón manna beðið bana, auk alls þess fjölda, sem særðist eða fórst úr hungri, sjúkdóm- um og volæði. Jafnvel áður en foringi Spánar hjelt hátíðlega inn- reið sírta í Madrid voru af- töku sveitirnar þegar önn- um kafnar. Og þar hafa allt af haft nóg að gera síðan og hafa líklega komið um það bil tveim miljónum óláns- samra Spánverja fyrir katt arnef. Þannig er Spánn fasist- anna. Þannig er Franco, maðurinn, sem mun sitja og standa eftir því, hvernig bandamonnum gengur í stvrjöldinni. Lítið á landabrjefið af Miðjarðarhafinu. Handan Gibraltarsundsins liggur spánska Marokkó. — Þegar hersveitir okkar stigu á land í Casablanca og Algier, sendi Franco þegar í stað úrvalshersveitir sínar þang að (til spönsku Marokkó). Áreiðanlegar heimildir eru fyrir því, að með þessum hersveitum sje álitlegur hópur þýskra „verkfræð- inga“. Franco gæti stöðvað sam- göngleiðirnar milli frönsku Marokko og Algiers, um leið og Hitler bryti upp bakdyr Gibraltarvirkisins og lokað þannig sjóleiðinni gegnum sundið. Slikt yrði þungt áfall fyr ir okkur. Á Miðjarðarhafs- vígstöðvunum myndum við verða að berjast örvænting arfullri baráttu með fækk- andi mönnum og minkandi birgðum. Því fleiri hermenn sem berjast í fremstu víg- línunni, því meiri þörf höf- um við fyrir óhindraðan straum birgða, og því ægi- legri myndu afleiðjngar, er hlytust af þýsk-spánskri á- rás og hertöku Gibraltar- virkisins verða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.