Morgunblaðið - 01.09.1943, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.09.1943, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 1, sept. 1943 MORGUNBLAÐIÐ 5 MINNINGARORB MARKÚS ÍVARSSON VJELSMIÐJUEIGANDI MARKTJS ÍVARSSON v.jel- smiðjueigandi verður borinn. ;til grafar í dag. Allir sem þektu hann.minnast hans með virðingu og þakklæti. Góðvilj- aðri, hjálpsamari og ósjerhlífn ari mann er vart hægt að hugsa s.jer en hann. Markús heitinn var fæddur í Vörsabæjarhjáleigu þann 8. sept. 1884. Jiann andaðist þ. 28. ágúst. Banamein hans var hjartaslag. Hann hafði verið vanheill undanfarna daga, lá í í'úmi sínu að morgni dags og las í J)ók, er dauðann bar skyndilega að. Foreldrar Markúsar voru Ivar Guðmundsson og Kristín Markúsdóttir. Er Markús var kornungur misti hann föður sinn. Ólst- hann upp hjá móður sinni og fóstra, Stefáni .Guðmundssyni í Vörsabæjar- hjáleigu. Um fermingaraldur veiktist hann af skariatssótt •og fjekk upp úr henni brjóst- .himnubólgu, er hann átti í Jengi. Taldi hann að aldrei hefði hann órðið fullhraustur eftir það sjúkdómsáfall. ★ Þau voru fermingarsystkini konan hans Kristín, Sigurður E. Jllíðar og Markús. Jlafði Sigurður þá ákveðið að fara í Latínuskólann. Markúsi ljek mjög hugur á því, að legg.ia út á sömu braut. En efni voru ekki til ]>ess. Heitasta ósk hans var að verða læknir. Á þessum árum, og jafnvel -fyr, kom það mjög í ljós, hve hjálpsamur Markús var við alla. Ollum vildi hann liðsinna er hann gat. Og frábærilega ötull og skarpur var hann við vinnu. Á unglingsárunum stundaði hann algenga sveita- vinnu. Snemma hneygðist hug- ur hans til smíða. Er hann náði fullorðins aldri stundaði hann trjesmíðar, vann við húsabyggingar í sveitum, og r.jeri nokkrar vertíðir á opn- um bát. Mest vann hann að trjesmíði á þann hátt, að hann bauð vinnu sína bændum þeim, sem voru að byggja s.jer bæi eða hlöður -—- og hirti ekki um að taka fyrir það kaup. En er hann vissi af öðrum sem stóð -í byggingum í nágrenni við vinnustaðinn hljóp hann þang að að kveldi og vann þar um nætur við lagfæringar og leið- beiningar . Ilann varð fljótt ákaflega verklaginn og hag- sýnn við öll smíðastörf. ★ Þannig Jiðu árin til 26 ára aldurs. Þá tekur hann sig upp úr sveitinni, fer í járnsmiðju á Eyrarbakka, vinnur þar sem þárnsmíðaneniii, gerir prófsmíði síija þar, efjir mjög stuttan tíma. Heldur hann síðan til Reyk.javíkur, fet- í Vjelstjóra- skólann, veturinn 1912—’13, sem þá var í l)yrjun, og lýkur þar prófi eftir eitt ár. Námið var honum óvenjulega auðsótt eins og vinnan. Að loknu vjeíprófi rjeðst hattn á togara, sem vjelstjóri. Var hann í siglingum styrj- aldarárin fyrri. Á 'Sjónum nægði honum ekki, frekar en í landi, að gera eins manns verk. Sem vjelstjóri varð hann líka að hjálpa kyndurun- um. Þegar skipið kom í höfn, taldi hann sjer skylt að ann- ast um, að allur útbúnaður væri í lagi til afgreiðslu skip- ins. Og hefði hann ekld annað til að taka sjer fyrir hendur, þegat' fjelagar hans fengu sjer frí í landi, greip hann í að þvo og bæta plögg þeirra. Árið 1920 gekk hann í þjón ustu vjelsmiðjunnar Hamars. Þar vann hann setn hamhleypa. Þó hann ynni um nætur, fram undir morgun, þá kom hann ó rjettum tíma er alrnenn vinna byrjaði. Þurfti ekki annað en fá sjer blund stundarkorn. Vinnan var honum nautn, gleði gjafi. Hann rjeði sjer ekki fyr- ir ánægju yfir því að sjá verk- unum miða áfram. ★ I Hamri mættust þeir Bjarni Þorsteinsson og hann. Tókst með þeim órjúfanleg vinátta. Þeir ákváðu að leggja. leiöir sínar saman. Þeir höfðu lítil efni. En þeir klufu það, að koma upp sjálfstæðri vjel- smiðju árið 1922. Þeir keyptu járnsmiðju Bjarnhjeðins Jóns- sonai’ af ekkju hans og' skíi’ðu fyrirtæki sitt IJjeðinn, eftir hinum látna eiganda. I 16 ár unnu þeir saman að vexti og viðgangi vjelsmiðj- unnar Iljeðins. Ákjósanlegra starfsbræðralag en var milli þeirra er vart hægt að ltugsa sjer. Bjarni tók að sjer stjórn fyrirtækisins út á við, útveg- aði verkefni, eða bjó þau til sjálfur, með því t. d. að finna umbætur á lýsisframleiðslu landsmanna. En Markús vann ýmist í smiðjunni hjer í Reykja vík, eða hann fór með vinnu- flokka út á land, til þess að koma í framkvæmd, á sem stystum tíma, þeirn verkiun, er þeir fjelagar höfðu tekiö að sjer. Um verkmanninn og stjórn- andann Markús ívarsson, seg- ir mjer einn samstarfsmanna hans: Þegar hann gekk að verki, var áhuginn svo mikill, að hann breiddist út til allra er með honum voru, miðlungs- menn urðu afkastamenn og liðljettingar miðlungsmenn og vel það. En það var ekki ein- asta að hann hefði áhrif með ákafa sínum og' ljettleik. — ITagsýni við hvert verk var frábær. Hann sá alltaf hvern- ig hvert verk skyldi vinna sem haganlegast. Það var eins og hann kynni það allt utan- bókgr., SvO; , glöggskygn var hann.j á frfimkyænnl allra verka. Okkur fanst eftir ofeka.i’ skilningi eða útsjón, að honum myndi missýnast, það mytidi ekki lánast sem hann ætlaði sjer. En það kom aldrei fyrir að honum skeikaði. Samstárfs- mennirnir lærðu það, .nema þeir, sem að eðlisfari voru úr- tölusamir. Markús var ekki gefin fyrir að kvarta undan einn nje neinn. En þar var und antekning’. llonum fjell ekki að vinna með þeim, sem voru deigir við verk. Hann trúði því alltaf statt og stöðugt, að það setn hann tæki sjer fyrir hendur, smátt eða stórt, það myndi heppnast og hann kaus, að þeir sem tneð honum unnu væru á sömu skoðun. Vjelstniðjan Iljeðinn varð stórt fyrirtæki í höndum Bjarna Þorsteiiissonar og Markúsar. Einn þáttur í gæfu fyrirtækisins er af þeim rót- utn runnin, að stofnendurnir voru ekki aðeins húsbændur og stjórnendur starfsmanna sinna, heklur líka vinir þeirra, f'jelag ar og stuðningsmenn. ★ Árið 1915 giftist Markús Kristínu Andrjesdóttur frá Vestur Hellum í Gaulverja- bæjarhreppi. Iljónaband þeirra var alla tíð hið ástúðlegasta, enda voru þau samhent um atla góðvild og greiðasetni við hvern sem var. Ilefir heimili þeirra hjóna staðið fjölda manna opið alla tíð, líkt og stór sveitaheimili í þjóðbraut fyrr á tímum. Þangað hafa leiðir margra legið, er notið hafa gestrisni t ríkum mæli. Þau eignuðust þrjár mynd- arlegar dætur. Þær eru: Guð- rún, gift Magnúsi Björnssyni stýrimanni, Kristín ITelga. g'ift Sveini Guðmundssyni for- stjóra í Hjeðni h.f. og Sigrún ógift í heimahúsum. Þegar þau giftu sig fyrir -28 árum síðan eignaðist Markús lít.ið málvérk af bernskustöðv- um sínutn. Er hann hætti sigl- ingum og settist utn kyrt hjer í bænum fór hann að kynna sjer verk íslensku málaranna, skoðaði grandgæfilega allar sýningar, er haldnar voru, og gerði sjer grein fyrir, hvaða ntyndir það væru, er fjellit honuin best í geð. Síðar. varð hann fyrsti ' saínári íslenskra listaverka. ★ Fullkomin skrá yfir lisjtaverk hans. mjtut . efeki. fv(era . þ'y tjit* hendi. Kuhnugir menn teí.ia. að hann hafi átt Utn 20.0 iista- verk. Méðal þeirra eru nokkr- ar stærstii mýndir er íslenskir málarar hafa gert. En hann gat aldrei haí't safn sitt á einum stað, hat'ði ekki húsrúm til þess. Myndirnar lónaði hann vinum og kunningjum, svo þær eru víösvegar út um bæ. Kærasta hugsjón hans var að koma upp húsi fyrir listaverk- in, sjerstöku listasafni, sem yrði opið fyrir almenning. Einn af helstu málurum landsins, er hafði mikil og ná- in kynni af Markúsi í ntörg ár, seg'ir svo um þenna merka þátt í æfistaríi hans. Það mun hafa verið kringum 1930, að Markvts byrjaöi á því fyrir alvöru að safna málverk- um, og ýtnsum öðrum listmun- um. Mun í fyrstu hafa mestu ráðið um þessi kaup hans, hjálpsemi við fjeþurfa lista- menn. En eftir þ\d, sem hann fjekkst meira við söfnunar- starfið, eftir því fjekk hann meiri ást á listum og listrænni feg'urð í hvaða mynd sem er, lærði betur að nieta það sem gott er og verðmætt. Fullyrða má, að hann hafi vertð orðinn einn at' bestu listknnnáttu- mönnum Jijer á landi, af leik- mönnum að vera. Hann hafði hið mesta yndi af að tala um list við málara og aðra, er bera gott skyn á þá hluti, virða fyrir sjer mynd ir, taka það fram, sem honum fjell best og gagnrýna það, setn honum þótti miður fara og heyra álit annara. Uann hafði sjerstaka ánægju af að fylgjast með starfi Jjvers einstaks tnálara, er hann á annað borð gaf gaum. Mun hann hafa haft persónuleg kynni af þeim flestum. í Jangri viðkynning við listamenn landsins varð Mark- ús fjelagi þeirra, einn Jtr þeirra hóp, jafnframt því, sem hann varö styrktarmaður þeirra. Ekki tná skilja það svo, að hann hafi haft, af auð- æfum að taka til listaverka- kaupanna. Síður ett svo. Þeg- ar erfitt var í ári, eða þegar hann varð að greiöa víxla sem •á hann fjellu fyrir annara til- verknað, varð hann að kaupa málverk upp á tiltölulega litl- ar mánaðarlegar afborganir. Ilann sem sje lagði að sjer eftir því setn hann fiamast gat, til þess að vinna að þessu liugðarefni sínu. söfnun lista- verka og st.yrktarstarfsemi fyrir listamennina. I framgöngu og dagfari var hann maður ákaflega hispurs- laus, kotn til dyra eins og hann var klæddur, hrekklaus og hreinskilinn í hverju sem var. ÁkafJega lieilsteyptur maður. Efniviður hans var þó marg- brotnari ett venjulegra manna. Hann var einn merkasti full trúi hinnar upprunalegu list- gleði, sent á djúpar rætur í íslensku þjóðareðli. En jaftt- framt var hann afburöamaður á sviði hagnýtra starfa. Bræðralagshugsjón hans var svo rík, að hann gat einskis manns bón neitað, sæi hann nokkurn veg til Jiðsinnis. Eu um endurgjald fyrir sjálfan sig hugsaði hann sem allra minst, var það ógeðfelt. Þegar einhvern vanda bar að höndum, var hann boðinn og búinn til þess að leggja fratn krafta sína, til að leysa vandann, ltvort setn úrlausn- arefnið var stórt eða smátt. Þessi björgunarhneigð hans kom frarn á fjarskyldunt svið- um, en var af sama toga spunn in í sál ltans, hvort heldur var fátækur listamaður er leítaði á náðir hans, eða erlendir menn áttU straudað skip aust- ttr á Söndum. Björgun skipa varð sjergrein hans á síðustu árum. Leysti hann á því sviði verk at’ hendi, sem lærðustu verkfræðingum þótti furðuleg. Þar kom til greina áræði hans’ í starfi, trú hans á því, að hann het'ði gæí'- una sjer hliðholla, gerhygli hans og tækni hans, sem var honum í blóð borin. Lengst vildi jeg að minning Jians lifði sem þess manns, er á hinn t'egursta hátt. samein- aði starf athafnamannsins. er nýtur vinnugleði í atvinnulífi þjóðarinnar og listsafnarans, er leggur fram sitm síðasta eyri til þess að bjarga verð- mætum íslenskrar nútímameun ingar á sviði listanna. 81íkir tnenn geta orðið einna stórvirkastir í því, að bjarga þjóð vorri úr núverandi sjávarháska. V. St. TIL LEICU er ágætur kjallari í nýju húsi í Norðurmýri fyrir geymslu eða ljettan iðnað — tvö her- bergi stór, tvö lítil. Rúmgóður innri gangur. Leigt til lengri tíma. Tilboð merkt „A.B.C.“ sendist blaðinu. j Skrifstofnherbergi óskast ; Tvö meðalstór herbergi í miðbænum óskast ; nú þegar. Upplýsingar í síma 4202. AUGLÝSING ER GULLfí ÍGILDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.