Morgunblaðið - 01.09.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1943, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 1. sept. 1943 — Færeyjafrjettir — Úrslit og áhrif kosninganna TVEIR FÆREYINGAR eru staddir hjer í bænum, Pál Patursson frá Kirkju- bæ og Knut Wang ritstjóri í Þórshöfn. Þeir fóru áð heiman daginn eftir Lög- þingskosningarnar. Morgunblaðið hefir leit að frjetta hjá - þeim um Færeyingamál, bæði um at vinnulíf og stjórnmálin. Þeir skýrðu m. a. svo frá. Aflabrögð hafa verið sæmilega góð við.Eyjarnar og efnahagur batnað á síð- ustu árum. Innieignir Fær- eyinga erlendis nema nú um, 40 miljónum króna. — Skipatjónið? — — Hefir verið gífurlegt. Við áttum um 130 fiski- skip er styrjöldin braust út, en höfum misst 40 þeirra. Manntjónið er v:t- anlega líka mikið, en þó hðfði það getað verið mik- ið meira af svo mörgum skipum. Við höfum misst um 80 manns. — Vöruskortur? — — Er tilfinnanlegur á ýmsum sviðum. flestar inn- fluttar matvörur skamtað- ar. Kol fáum við ekki til heimilisnotkunar nema hin færeysku kol. En erfiðlega gengur með vinnslu þeirra, m. ia. vegna fólkseklu og vegna þess. að lítið er um timbur í stoðir námu- ganganna. Frá Englandi fáum við kol í skipin og í sjúkrahús og aðrar opin- berar byggingar, og ögn af koksi. sem er skamtað. — Hvað getið þið í stuttu máli sagt mjer um stjórnmálin og síðustu kosningaúrslitin? -— — Skýra þarf aðdrag- anda þeirra með fáum orð- um. Þegar Danmörk var hernumin mynduðu 17 Lög þingismenn samtök sín á milli og gerðu samning við Hilbert amtmann um það, að þeir skyldu sjá um að ekkert yrði samþykkt í Lögþinginu, er amtmaður gæti ekki fallist á. Fólkaflokkurinn hjelt því fram, að amtmaður hefði ekki leyfi til þess að taka völdin í sínar hendur á þenna hátt, og heimtaði að fram færu kosningar. Sömu ósk ítrekaði flokk- urinn. er Hilbert amtmaður í fyrra sagði sig í flokk „Frjálsra Dana“. En ekk- ert varð úr þvd að kosn- íngar færu fram. Amtmað- ur stjórnaði Eyjunum með 5 manna nefnd sjer við hlið milli þinga. í nefnd- inni voru 2 fulltrúar úr flokki sambandsmanna, einn úr hverjum hinna flokkanna, Fólkaflokki, Sjálfstæðisflokki og Sósíal- ista. Svo komu kosningarnar til Folkþingsins í vor, er frambjóðandi Fólkaflokks- ins var kosinn. Þrír flokk- ar höfðu frambjóðendur í kjöri, Fólkaflokkurinn, Sambandsmenn og Sósíal- istar. Við þær kosningar fekk Fólkaflokkurinn að- eins 250 atkvæðum færra en hinir tveir flokkarnir til saman. Að þessum kosn- ingum loknum kallaði amtmaður formenn flokk- anna á sinn fund og til- kynti þeim, að hann teldi að hann gæti ekki skoðað ,,landsnefndina“ eða þing- ið sem í'jetta mynd af þjóðarviljanum. Og því skyldu fram fara kosning- ar. En eftir úrslítunum við kosningarnar í vor var ekki nema eðlilegt að við Fólkaflokksmenn gerðum okkur vonir um að fá hreinan meirihluta í Lög- þjnginu við kosningarnar í ágúst. En svo varð ekki. Og það enda þótt Sjálf- stæðisflokkurinn, er fekk jTfir 1000 atkvæði, kæmi engum að, svo atkvæði hans fjellu ógild. —- Hvernig verður sam- starf flokkanna í Lögþing- inu, þegar Fólkaflokkurinn hefir 12 þingmenn, Sam- bandsmenn 8 og Sósíalist- ar 5? — — Við getum engu um það spáð. En þó Sam- bandsmenn og Sósíalistar vildu vinna saman, þá er sá hængur á því, að þeir hafa ekki við hendina nema 7 Sambandsmenn, því sá 8. er Poul Niclasen ritstjóri, er hefir setið úti í HÓfn síðan fyrir hernám. Hann hefir hvað eftir ann- að verið efsti maður á lista Sambandsmanna í Þói's- höfn. Hann var enn settur á lista þeirra. En varamað- ur hans getur ekki tekið sæti á Lögþinginu nema Lögþingið samþykki hann. Við vitum ekki hvað Fólka flokkurinn gerir í því máli. — Hvernig stóð á því, að hlutfallið milli flokk- anna varð nokkuð annað í ágúst en í maí? — — Ástæðan fyrir því mun hafa verið sú, að í kjördæmakosningunum var persónufylgi og atvinnu- málum blandað mjög inn í kosningabaráttuna. En þetta kom síður til greina við kosningarnar til Fólks- þingsins í vor. Þá var kos- ið aðallega um stefnumál- in viðvíkjandi afstöðunni út á við, en fjármál, at- vinnumál og persónufylgi komu síður til greina. En hvernig sem fer í Lögþinginu, er það kemur saman eftir nokkra daga, þá er eitt vitað, að allir flokkar þingsins eru sam- mála um, að sambandið við Danmörku helst ekki óbreytt frá því sem áður var, að styrjöldinni lokinni. Sambandsmenn, sem aðrir, eru sammála um það. Þeir vilja að við fáum meiri umráð okkar mála, en við höfum haft. Sósíalistar eru með okkur í því að heimta færeyska fánann viður- kendan heima fyr'ir. Og kosningarjett þurfum við að hafa 21 árs. Nú hafa menn ekki kosningarjett fyr en þeir eru 25 ára. Með því móti tapar sá flokkur- inn fjölda atkvæða, er hef- ir unga fólkið með sjer. — Hvað er Joannes faðir þinn orðinn gamall, segi jeg við Pál. Hann er 77 ára. — Og hefir alltaf unga fólkið með sjer, — og von- ast eftir að unga fólkið í Færeyjum fylgi stefnu hans í framtíðinni, löngu eftir að hann sjálfur er kominn undir græna torfu, segir hinn hressilegi bóndi frá Kirkjubæ. Marsvínatorfan enn á Búlands- höfðafjöru í gær átti blaðið tal við frjettaritara sinn í Grund- arfirði. Sagði hann, að mar- svínin lægju flest enn í hrönn inni í Búlandshöfða- fjöru. Búlandshöfði er landsjóðs jörð. Hafði ríkisstjórnin beðið hreppstjórann í -Eyr- arsveit að athuga málið og gera álitsgerð um það, hvernig hægt væri að hag- nýta marsvínin. Ætlaði hann á fjöruna í gær. Helst er það bægsli og sporður, sem hægt er að hagnýta til manneldis. Hafa bændur í nágrenninu flutt af fjörunni 50—60 hestburði af. slíkum matföngum. En það er hverfandi lítið sam- anborið við það sem eftir er. Talið er að hvalirnir hafi ekki skemst mikið ennþá, enn sje hægt að hagnýta þá þannig, vinna úr þeim lýsi og hvalmjöl í verksmiðj um. Ekki hafa fundist til þess útvegir enn. Hjónaefni. Nýlega hafa op- inberað trúlofun sína ungfrú Kristín Guðlaugsdóttir, Njáls- götu 72 og Pjetiu’ Pálsson, Miðtúni 24. — Ræda Churchi s Framh. af 1. síðu. Ráðherrann sagði, að á ráð- stefnunni hafi aðallega ver- ið rætt um baráttuna gegn Japan. Það hefði ekki verið talið heppilegt, nje heldur hægt við því að búast, að Rússar hafi kært sig að sitja þá ráðstefnu, því þess beri að gæta, að Rússar hafi gert 5 ára griðasáttmála við Japana. Samvinna samveldis- landanna. Churchill hóf mál sitt með því að ræða um til- gang Quebec-ráðstefnunn- ar. Hann þakkaði Kanada fyrir þann skerf, sem það hefði lagt til ófriðarins frá því fyrsta, og mintist einn- ig á hin samveldislönd Breta. Hann kvaðst ekki eiga heitari ósk en að sjer gæfist tækifæri til að heim- sækja sjálfur Nýja-Sjáland og Ástralíu, til að geta r-ætt við forystumenn þessara landa og sagt þeim sjálfur hvernig alt gengi. Ráðstefna með Rússum. Churchill hældi Rússum mjög fyrir hreysti þeirra á vígvellinum og fyrir þær miklu fórnir, sem þjóðin hefði fært til að kasta af höndum sjer innrásarher Þjóðverja. Hann sagði að það væri ekki vegna þess, að hann og Bandaríkjaforseti hefðu ekki gert það sem í þeirra valdi hafi staðið til að koma á fundi milli þeirra og Stal- íns, að ekki hafi neitt orðið úr slíku ennþá. Stalín mar- skálkur hefði í nógu að snú- ast einmitt nú á vígvellin- um, er Rússar væru að vinna aftur svo mikið af landi sínu. Churchill sagðist vona, að brátt yrði hægt að koma því svo fyrir, að þeir hittust. En það, sem virtist mest aðkallandi í bili, væri, að utanríkisráðherrar Breta, Bandaríkjanna og Rússa hittust, eða fulltrúar þeirra, til að ræða saman. Sigrarn- ir í Miðjarðarhafi og sigrar Rússa hafi breytt öllum horf um og þess vegna sje nauð- synlegt, að utanríkismála- ráðherrarnir komi saman til skrafs og ráðagerða, þar til yfirmenn ríkisstjórnanna sjálfir geti hitst. Það þurfi ekki aðeins að ræða um nú- verandi ástand, heldur og framtíðina, og ráðstafanir, sem gera þurfi að ófriðnum loknum. Nýjar vígstöðvar. „Við höfum heyrt mikið rætt um nýjar vígstöðvar —„aðrar vígstöðvar“, sagði Churchill ,,AlIir geta sjeð, hve æskilegt það er að koma upp vígstöðvum í Norður-Frakklandi. Það er ekki nema eðlilegt, að Rússar hafi haldið því fram, að koma verði upp nýjurn vígstöðvum. Við höfðum einu sinni vígstöðvar í Frakklandi, og það er auðveldara að brjóta niður vígstöðvar en að koma sjer upp nýjum vígstöðvum. En jeg hefi ávalt hugsað um , þriðju vígstöðvar, sagði Church- ill. Balkanskagi í báli. Churchill vjek nú að baráttu Júgoslafa og Grikkja og kvaðst vona, að sá dagur rynni skjótt, er þessar hugrökku þjóðir fengju frelsi sitt aftur. Nú væri svo komið, eftir sigra bandamanna í Miðjarðar- hafi og sigra Rússa, að Balkanskagi væri kominn í bál. Þjóðverjar ættu í hin um mestu vandræðum með að halda hinum undirok- uðu þjóðum; þar í skefjum. Italía. Churchill mintist lítið eitt á Ítalíu. Sagði aðeins, að þessi veslings þjóð mætti nú líða fyrir hinai æfintýralegu og glæsam- legu stjórn. Það væri hæg- ara sagt en gjört að losná við Þjóðverja. Þeir hefðu nýlega sent fjölda her- fylkja frá Frakklandi til Italíu til að bæla. niður mótþróa ítölsku þjóðarinn- ar. Þjóðverjar hefðu einnig orðið að senda mikið flug- lið frá Rússlandi til Italíu og þar væri nú verið að murka herlið þetta niður. Hatrlð á Þjóðverjum vex. 4 Ráðherran mintist á at- burðina í Danmörku. Þeir væru afleiðingin af stjórn Þjóðverja í hernumdu löndum Evrópu og nýskip- an þeirra. Hatrið væri nú m,eira á Þjóðverjum meðal undirokuðu þjóðanna í Evrópu, en nokkur dæmi væru til í veraldarsögunni* að þjóð hafi verið hötuð. SNIÐMEISTARI karl eða kona, getur fengið framtíðarat- vinnu við að standa fyrir kápusaumaverk- stæði. Lysthafendur sendi nöfn sín í lokuðu umslagi til afgreiðslu blaðsins fyrir 7. þ. m. merkt „SniðmeistariÁ s y y y y y y y •> f •> y y •:♦ t •:♦ I ♦*» t t t t •I*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.