Morgunblaðið - 01.09.1943, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.09.1943, Blaðsíða 11
Miðvikudagtir "i. sept. 1943 MORGUNBLAÐIÐ 11 ífíí£ VÍCKIMWP Það var píanó í setustof- unni. Það var læst. Kurt lagði í vana sinn að ganga tímum saman eftir ytri aðalgötum horgarinnar. — Hann var að byrja að þrá kvenfólk, en hann þekkti engar .stúlkur, og átti enga peninga. Dag nokkurn kotu sírnskeyti frá Madame Menolescu og innan klukkustundar komu þær: Madame, hin fagra dótt- ir hennár Blaine, frönsk þjón- stúlka, kjölturakki og nafn í Fo, ferðatöskur, hlátur og ilm vatnslykt; glaðvært áhyggju- laust fólk. Madame kysti lækn- inn, og þegar hann kynnti Kurt fyrir henni, sem fóstur- son sinn, þá kysti hún hann líka. „En hvað þú ert góður að |koma hingað til að skemta vesalings lækninum okkur“, hrópaði hún. „Hann hefir sagt mjer svo ma.rgt um þig. Jeg veit það allt. Þú ert hljómlistar maður. En hvað það er skrít- ið, hann roðnar. Sjáðu bira Elaine, þú þarft ekki að vera feiminn ])ótt gömul kona kyssi þig svona“. Madame var enn unglegri en málverkið, sem var málað fyrir tuttugu árum. Hún hafði smágert hár, litað ljósgult, þjettvaxinn án þess að vera -íeitlagin, eins og margar mið- aldra konur, sem svelta sig og nudda til að halda sjer í horf inu, stóreygð og með vel birta húð. „Jeg er sólbrend eins og Tartari“, sagði htm, þegar hún leit í spegilinn. Ilún festi blómvönd í hálsmálið sitt til að hylja undirhökuna, fyrstu merki aldursins. Nú var íbúðin full af fjöri og hávaða, og tómleikinn horf inn. Gluggarnir voru galopn- aðir, ábreiðurnar voru teknar af stólunum, blómavasarnir voru fyiltir, og lagt var á borð. Þjónustustúlkan var send nið- ur í kjallarann eftir kampa- víni. Síminn hringdi, hundur- inn gelti og Elaine ljek vals á píanóið, Madame fór fram í eldhús til að baka pönnukök- ur. Dr. Ilain fór að taka sam- an ])jönkur sínar. „Við erum að fara, frú“, sagði hann og fór fram í eld- hús til hennar.. „Fara? Ilvert ætlið þið?“ spurði Madarne. „Á gistihús“, svaraði lækn- irinn. Madame horfði hugsandi á hann um stund, með gaffal í hendinni. „Bull, læknir“, sagði hún. „Jeg sleppi yður ekki. Þjer björguðuð lífi mínu — haldið þjer svo að jeg fari að láta yður fara á gistihús? — Auk þess finnst okkur gaman að hafa karlmenn í húsinu. Er það kanski ekki Elaine“, hróp aði hún inn í setustofuna. „Er ekki gaman að hafa þá hafa bá hjerna?“ „Skelfing gaman“, svaraði Elaine háðslega, án ]>ess að hætta að spila. Þau átu og drukku skál l)etri tíma, dr. ITain hafði silfuröskju fulla af vindlingum fyrir framan sig og reykti án afláts. Madarne mundi skyndilega eftir litlu herbergi upp á loíti, það var að vísu ljelegt, en það mátti dubba upp á það. Innan skamms var það orðið hið A'ist legasta, og' þar fengu þeir samastað Ivurt og dr. Hain. Madame var fjörug og ,kvikleg og enda þótt Kurt skyldi^ ekki nema helminginn af því sem hún sagði, skemmti hann sjer vel og starði án af- láts á va-rir hennar. Kampa- vínið steig honum til höfuðs og hann stóð á fætur og hjelt ræðu. Madame hló sig mátt- lauga að orðavali hans, og meira að segja vottaði fyrir brosi á vörum Elaine. Hún var eins köld og móðir hennar var heit, en fögur sýnum, fölleit Og, dökkeyg. „Eins og mánagyðja“, sagði Kurt undir áhrifum kampa- vínsins. „Drengurinn er orðinn skáld legur“, sagði Madame og hló. „Hlauptu nú að píanóinu dengsi minn, og snilaðu eitt- hvað fallegt fyrir okkur“. „Ilvað á jeg að spila?“ spurði Kurt Elaine, sem settist við hlið hans á píanóstólinn. „Bolero, Ravel“, sagði hún. Ilann hafði heyrt lagið, en aldrei suilað það. Fingur hans voru einnig stirðir, en þar eð harin var kendur spilaði hann. Eftir dálitla st.und stóð Elaine upp og dansaði eftir spili hans. Hann sá hana ekki en skynjaði hana með hverri taug líkama síns. Madame datt snjallræði í hug. „Yið megum til með að dansa“, hrópaði hún hrifin. Hún þaut í símann og smalaði saman kunningjum og kvöld- inu lauk með tangóum og ""ls um, sem gestunum var gætt á um miðnætt-i. „Jeg hefi aldrei á ævi minni verið svona kátur“, sagði Kurt í trúnaði viö lækninn, þegar þeir voru komnir upp í her- bergið sitt. Ilann dreymdi Menolescu mæðgurnar, sem runnu saman í eina kvenveru í draumum hans. Elaine sem var fögur og Madame sem dansaði tango eins vel og af eins miklu' fjöri og hún gerði allt annað. Kurt þráði Elaine, og nokkr um sinnum reyndi hann að kyssa hana. Hún tók þeim til- raunum hans með kæruleysi og kulda. Ef orðið ást hefði verið í orðasafni hans, hefði hann vitað að hann elskaði Elaine. Engu að síður var hann orðinn elskhugi móðir hennar innan viku. „Þeir sem elska mig kalla mig Guciu“, sagði hún fyrsta daginn , svo að þau kölluðu hvort annað nú Guciu og denesa. Hún tók blíðuatlotum hans óhikað og með góðlát- legri gamansemi, og hann sætti sig vel við það. Ilún var að sumu leyti móðurleg og það hafði góð áhrif á drenginn. —• I lún sýndi honum París, þau óku um borgina tímunum sam- an. Þau átu á veitingahúsum, dönsuðu -í næturklúbbum og gistu nótt og nótt á litlum gisti stöðum skamt fyrir utan borg- ina, sem voru ætlaðir elskenj- Um. Ilann átti aðeins ein föt, og þau gatslitin, en Madame fór með hann til skraddara, pantaði föt á hann, valdi snið- ið og sat og horfði á þegar ver- ið var að máta á hann, og dró athygli annara að því, sem henni geðjaðist að í fari hans. „Monsieur er herðabreiður og þarf ekki að hafa stopnað- ar axlir“, tilkynnti hún klæð- skeranum. „Monsieur er grann ur um mjaðmirnar, fötin værða því að fara vel“. 1 staðinn varð hann að fara með henni að velja kjóla. Afgreiðslu- stúlkurnar í kjólaverslununum sýndu honum kurteisi, en gutu forvitnislega á hann hornauga, hinn unga elskhuga roskinnar konu, kevntan unnusta. Þegar þau fóru út að skemmta sjer laumaði Madame buddunni sinni í vasa hans. „Gerðu það fyrir mig að taka þetta, Dengsi minn“ — og hann borp'aði nið- urlútur háa reikninga. Seinna Ijet hún hann fá ávísanir. — „Gerðu það fyrir mig Dengsi að ná í peninga handa okkur í bankanum — eins mikið og þjer sýnist. Það er viðkunnan leera“, sagði Madame. Þar eð Kurt hafði aldrei haft neina peninea milli handa vissi hann ekkert hvað hann átti að gera AÚð bá. Hann kevpti handa henni blóm og gjafir fyrir hennar eigin fje og gaf allt of mikla drykkju- peninga. — Atvinnuelskhuai hugsuðu þiónarnir bak við hann. Á andliti þeirra sá hann sama fyrirlitningasvipinn og á þjónustustúlkunum og dyra- verðinum. Meira að segja Fo kjölturakkinn leit niður á hann. Elaine ein virtist ekki taka eftir neinu, og dr. Hain var of niðursokkinn í undir- búning undir próf í frönsku sem hann yrði að taka ■— ef hann fengi leyfi til að starfa í Rouen, til að hafa hugmynd uin það sem var að gerast kringum hann. Kvöld eitt voru þau að dansa í næturklúbb, sem var þakinn speglum að innan. — Ivurt var ánægður með sjálfan sig. Ilann var í nýjum sam- Sonur ekkjunnar Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen 2. Eftir nokkurn tíma lagði maðurinn af stað í ferðalag í fjórða skiftið, og ætlaði nú ekki að koma aftur fyr en að mánuði liðnum. En áður en hann fór, sagði hann stráknum, að ef hann færi inn í fjórða herbergið, þá skyldi hann ekki ímynda sjer, að hann hjeldi lífi. — En eftir tvær eða þrjár vikur gat piltur ekki lengur á sjer setið, hann varð að sjá, hvað væri inni í herberginu, og svo skaust hann þangað inn. Þar stóð svartur hestur með glóðarker við höfuðið, en heymeis við taglið. Þetta fanst pilti skakt og skifti þessvegna um. Þá sagði hesturinn: „Úr því þú ert svona brjóstgóður, að þú vilt lofa mjer að fá mat, þá skal jeg bjarga þjer í staðinn. Þú salt fara upp í herbergið, sem hjer er beint fyrir ofan og taka þjer herklæði, sem hanga þar. En ekki máttu taka þau sem best eru fægð, heldur verður þú að fá þjer ryðguð og gömul. Sverð og hnakk af sömu gerð, skaltu einnig fá þjer“. Þetta gerði piltur, en þungt varð að bera það alt saman. Þegar hann kom aftur til hestsins, sagði hesturinn, að nú skyldi hann afklæða sig og lauga sig í katlinum, sem var í hinu herberginu.Ljótur verð jeg eftir það bað, hugs- aði pilturinn, en hann gerði þetta nú samt. Og þegar hann hafði laugast, varð hann svo fagur og hraustlegur, hvítur og rjóður eins og mjöll og blóð, og miklu sterkari en áður. „Finnurðu nokkurn mun?“ spurði hesturinn. ,,Já“, sagði piltur. „Reyndu að taka mig upp“, sagði hesturinn. „Já, það gat hann auðveldlega og sverðinu sveiflaði hann eins og ekkert væri. „Legðu þá hnakkinn á mig“, sagði hesturinn, ',,og farðu í herklæðin. Taktu svo með þjer vöndinn og steininn og vatnskrúsina og svo förum við af stað“. Þegar piltur var kominn á bak, fór hesturinn af stað, og það svo hart, að stráksa fanst hann fljúga. Þegar nokkur stund var liðin, sagði hesturinn: „Mjer heyrist einhver dynur fyrir^aftan okkur. Líttu við. — Sjerðu nokkuð?“ „Það koma margir menn á eftir okkur, víst einir tutt- ugu!“ „Það er galdrakarlinn“, sagði hesturinn, „nú kemur hann með sveina sína!“ Enn hjeldu þeir áfram um stund, og þeir, sem eltú, nálguðust óðum. ,‘,Kastaðu nú vendinum aftur fvrir þig“, sagði hestur- inn. „En gættu þess vel að kasta honum langt aftur fyrir okkur“. Þetta gerði piltur, og jafnskjótt óx þar upp mikill og þykkur þyrniskógur. Ivona ein kom inn í skóbúð og bað um skó, „en“, bætti hún við, „mjer sengui' afar illa að fá skó við mitt hæfi. Þeir mega ekki vera of stórir og ekki heldur of litlir“. „Jeg skil það vel“, sagði af- greiðslumaðurinn. „Skórnir eiga að Arera stórir að innan, en litlir að utan“. ★ „Jeg sá í dag mann sem vóg 500 pund“. „Hvaða vitleysa“. „Jú, 500 pund af rúg- mjöJi“. ★ „Þú ert svo daufur. Ilvað er að ]>jer?“ „Sigga hryggbraut mig í gær‘ ‘. „Ilvað um það. Það eru fleiri stúlkur til en hún“. „Mikið rjett, en jeg' get ekki hugsað um annað en það, hve mikið það er sem hrin fer á mis‘ ‘. ★ Svartsýn er sii stúlka, sem notar altaf tvenn pör af sokka böndum, en hefir samt alltaf á sjer teygjuband til vonar og vara. ★ „Ætlið þjer að fá að tala við hann Pjetur?“ „Já“. „Hann er dáinn“. „Nú, þá kem jeg aftur á morgun“. iz Ilann elskaði konuna sína mjög heitt, en var afar hugs- imarlaus um það að láta hana hafa nægilega peninga. Eitt sinn fór liann í verslunarferð og skildi konuna eftir heima með allt of litla peninga, en lofaði að senda henni ávísun. En sú ávísun kom aldrei svo hann fjekk eftirfarandi sím- skeyti frá konunni: „Hefi enga peninga. Húseig andinn heimtar leiguna. Sendu ávísun' ‘. Eiginmaðurinn svaraði: „Er blankur í augnablikinu. Sendi ávísun seinna. Þúsund kossar“. Eftir nokkra daga fjekk ■ hann aftur skeyti frá konu sinni. Það var svohljóðandi: „Hugsaðu ekkert um pen- inga. Hefi látið hiiseigandann fá alla kossana. Sendu fleiri“. ★ „Ilvernig líkaði þjer hófið í gær?“ „llræðilega. Þú sagðíl* að jeg gæti borðað eins mikið og mig langaði til, en jeg gat það alls ekki“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.