Morgunblaðið - 01.09.1943, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.09.1943, Blaðsíða 12
12 M ' Aðalfundur Prestaíjelags Suðurlands AÐALFUNDUR Presta- fjelags Suðurlands var haldinn í veitingahúsinu við Geysi dagana 29. og 30. ágúst. Á sunnudaginn messuðu prestar í nýju kirkjum í nágrenninu. Fundinn sóttu 18 prestar og biskupar. tveir. Þegar komið var frá messunum gengu prestar til Haukadalskirkju, hjeldu þar kvöldbænir og voru til altaris. Aðalfundarstörf hófust kl. 9.30 á mánu- dagsmorgni. Stjórn fjelags ins var endurkosin. í henni sitja sr. Hálfdán Helgason, prófastur Mosfelli, sr. Sig- urður Pálsson, Hraungerði, og sr. Garðar Svavarsson, Reykjavík. Að afloknum fundar- fitörfum varð aðalumræðu- efni fundarins innleitt af síra Hálfdáni Helgasyni prófasti og vígslubiskupi Skálholtsstiftis, en það var lestur Biblíunnai'. Urðu um þetta efni miklar um- ræður og voru fundar- menn einhuga um að hið þýðingarmesta atriði fyrir vigang kristninnar í land- inu og varðveislu andlegr- ar menningar þjóðarinnar, væri að íslendingar mættu verða biblíulesandi þjóð. Fundinum stjórnaði for- maður fjelagsins, síra Hálf- clán prófastur Helgason. Veður var hið ákjósan- legasta og fundurinn til gleði og uppörfunar þátt- takendum. — Rússland Framh. af 1. síðu. símar í dag, að Rússar, sem sækja fram frá Tag- anrog sjeu nú komnir meira en hálfa leið til Mariupol, en milli þessara tveggja borga á strönd As- ovshafs eru um 100 kíló- metrar. Hætta er á ,að hersveitir Þjóðverja verði innikróað- ar á þessu svæði. Rússar halda uppi stöðugum loft- árásum á hersveitir Þjóð- verja fyrir vestan Tagan- rog og hafa Þjóðverjar beðið þar “hið mesta af- hroð. Rússar hafa einnig hald- ið uppi miklum áhlaupum hjá Dombas, suður af Bri- ansk og suðvestur af Khar- kov. Á 700 km. breiðu svæði á suðurvígstöðvunum eiga Þjóðverjar nú það vanda- mál fyrir.höndum, að verj- ast fjórum stórsóknum Rússa á hinum þýðingar- mestu vígstöðvum. Yegakerfið færist stöðust út VEGAMÁLASTJÓR i kali- aði l)laðamenn á fund sinn í ga?r og skýrði frá helstu fram- kvæmdum í vegamálum á síð- astliðnu sumri. Til vegamála voru veittar á síðustu fjárlög- um um 10 mil.j. króna, en þær hafa ekki nægt til þeirra fram kvaunda, sem gerðar hafa ver- ið. NÝBYGGINGAR, Fjárveiting til nýbygginga á vegum var 4.2 milj. krónur. Meginið af fje þessn hefir ver ið notað, en þó ekki alt, liæði vegna þess, að nægur vinnu- kraftur hefir elcki fengist og einnig liggja til ])ess ýmsar aðrar orsakir. Yið Krýsuvíkurveginn hefir ekkert verið hægt að vinna. hvoi-ki í ár n.je í fyrra vegna skorts á verkamönnum. Ekki hefir .verið hægt að halda á- fram að leggja veginn yfir Siglufjarðarskarð af sömu á- stæðiun og einnig vegna snjó- þyngsla á háskarðinu, en þangað er vegurinn nú kom- inn. Ætlunin var, að Fljóta- vegurinn yrði í sumar lagður alla leið heim að Hraunum, ysta bænum í Fljótum, en ekki er víst, hvort það getur orðið. ilikið fje hefir verið veitt til Vestfjarðavegarins, sem legg.ja á frá Arngerðareyri um Langadal og Þorskafjarð- arheiði. svo að hann nái að sameinast vegakerfiuu í Aust- ur-Barðastrandarsýslu. 1 sum- ar hefir flokkur unnið aö lagn ingu vegarins að norðan, en lítið hefir verið unnið að sunnanverðu. Ætlunin var að byr.ja í sumar að leggja Oddsskarðs- veginn, sem á að lig'g.ja milli Eskifjarðar og Ness í Norð- firði, en vegna fólkseklu og annara ástæðna hefir jiað ekki orðið. Nii síðustu dagana var liyrj að að vinna með vjel að Hafn- arfjallsveginum milli Akra- ness og Borgarness. Verðnr unnið þar eitthvað fram á haust. G00 þús, krónur voru á f.jár- lögum veittar til vinnu við vegina yfir Vatnsskarð og Öxnadalsheiði. í sumar verður að líkindum lokið við 5 km. nýjan vegarspotta á Vatns- skarði norðan Vatnshlíðar- vatns. Á Oxnadalsheiði A-erð- nr nýr vegur lagður frá Grjótá og niður fyrir Bakka- sel. Kemur þessi spotti í góðar þarfir, því að á þessum kafla teppist norðurvegurinn fyrst á haustin. í Breiðdal verður vegurinn gerður akfær alla leið að Beru- firði. Unnið var að því í sum- ar að leggja veg milli Fá- skrúðsfjarðar og Reyðarfjarð af. Er hann nú kominn niður að sjó við Kolmúla. Er þaðan hægt að fara á bátum til Eski- fjarðar og Reyðarfjarðar. Norðfjarðarvegurinn um Viðfjörð hefir verið endur- bættur, pg hafav erið um- hann bættur, og hafa verið um hann 1 Skagafirði hefir veríð fullgðrður vegur um Viðvík> ursveit, svo að nú er bílfært Nýjar vegavinnuvjelar komnar tii landsins á vetrum frá Sauðárkróki og alla leið að Iljaltadalsá. BYGÐAR BRÝR. Fjárveiting til brúa var á síðustu fjárlögum um 700 þús. krónur, en vegna erfiðleika á útvegun efnis hefir ekki ver- ið hægt að frainkvæma eins mikið og ráð var fyrir gert. f Vopnafirði voru þessar ár hrúaðar: Vesturdalsá, Böðv- arsdalsá, Austurdalsá og Skjaldþingsstaðaá. f Vestur- Skaftafellssýslu Eldvötn og Eldvatnsskorur í Meðallandi. Á Ljósavatnsskarði: Kamhsá og Tjarnará. Á Mýrum: Urr- l iðaá. Dalir: Laxá í Hvamms- sveit. Vestfirðir: Bjarnardals- á í Onundárfirði, Langadalsá á Vestfjarðavegi við Isafjarð- ardjúp. Yæntanlega verða bygðar nú í haust 1—2 nýjar brýr á Kjalarnesveginum og einnig að líkindum ný brú yfir Yarjjiadalslæk í Rangárvalla- sýslu. Þá hafa brýrnar yfir llólmsá o<>' Leirvogsá báðar verið gerðar tvíbreiðar. VIÐHALD VEGA. Til viðhalds vega voru á síðustu fjárlögum veittar 3.3 milj. króna, en vegna aukinn- ar umferðar og aukins kostn- að.ar verður viðhaldskostnað- urinn ekki undir 9 milj. krón- um. Árið 1939 var viðhalds- kostnaðurinn tæ]) 800 þús., 1940 ea. 1.3 milj., 1941 ca. 3.75 milj. og 1942 ca, 7.6 milj. ITerstjórnin hjei1 hefir á jiess- um árum greitt um jiað bil helming kostnaðarins. Umferðin á vegum landsins, eihkum norðurveginum, hefir aukist stórum. f júlímánuði var umferðin á norðurveginum helmingi meiri en í sama mánuði í fyrra. Tíðarfar sunnanlands hefir verið þaimig; að erfitt hefir verið að halda vegunum við. Þurkar hafa verið svo miklir, að jiótt einhver spotti hafi verið heflaður, þá hefir hann orðið jafnslæmur og áður eft- ir nokkra daga vegna þess, hve mikið rýkur upp við um- ferðiná. Ilinsvegar er gagns- lítið að hera ofan í vegina án jæss að ]>eir sjeu heflaðir. Yegamálastjórnin hefir mi að nafninu til 19 veghefla til umráða, • en 7 þeirra eru úr sjer gengnir, og hefir ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, tekist að fá í jiá nýjar vjelar. Vonandi verður hægt að fá til landsins fleiri hefia. NÝJAR VJELAR. 1 ágústmánuði síðastliðnnm komu til landsins 3 vjelar, svo nefhdar „jarðýtur“, og eru þær eign vegapiálastjórnarinn ar. Eru jietta stórar vjelar, um 10 smálestir að þyngd, og mjög' stórvirkar. Hverri vjel fylgja tvær stórar skóílur, sem taka um 3 rúmmetra hvor. Eru þær hentugar til að flytja vegarefni stutta leið. Á vetrum má nota vjelarnar til snjómoksturs. Vjelarnar eru hentugar til vegarlagningar á þurriendi, melutn, holtum og skriðum. Vegamálastjórnin hefir uni tíma í sumar haft yfir 6 slík- um vjelum að ráða. 2 hafa ver- ið notaðar á Öxnadalsheiði, 1 á Vatnsskarði, 1 í Eyjafirði, 1 á Hafnarfjallsvegi og 1 um tíma við Sandskeið. Vjelar þessar kosta um 60 þúsund kr. hver. Borga j>ær sig upp á skömmum tíma, því að þær spara svo mikinn vinnukraft. En þær koma ekki að notum nema við vegagerð, sem stendur yfir samfleytt í alllangan tíma. Ætlunin er einnig að fá hingað til landsins grafvjelar til þess að nota við að moka á bíla. HÁAR TÖLUR. Af eftirfarandi tölum má sjá það, að þau eru mörg dags verkin, sem unnin eru í vega- vinnunni hjer á landi. Árið 1939 voru unnin við vega- og brúargerð 93 þúsund dags- verk, 1940 122 þús. dagsverk, 1941 174 þús. dagsverk og 1942 201 þús.. dagsverk. Miðvikudagur 1. sept. 1943j 7 menn sækja um liaínarstjóra” stöðmia UMSOKNIR urrt hafnar- stjórastöðuna í Reykjavík hafa borist frá þessum mönnum: Ásgeiri Sigurðssyni skip- stjóra, Bolla Ttoroddsen verkfræðing, Finnboga R. Þorvaldssyni verkfræðing, Sigurði Thoroddsen verk- fræðing, Sigurði Þorsteins- syni settum hafnarstjóra, Valgeiri Bjömssyni, bæjar- verkfræðing, Þorvarði Björnssyni yfirhafnsögu- manni. r Atta sækja um bæjarfógetaem- bættið á ísafirði Flugið í ágúst: Landflugvjelin flutti 375 far- þega LANDFLUGVJEL Flug- fjelags íslands flutti í ágúst mánuði 375 farþega, og var á flugi alls 85 klukkustund- ir. Hún fór 21 ferð til Akur- eyrar, 7 til Egilsstaða og 2 til Hornafjarðar. Sjóflugvjelin var í síld- arleit alla’n mánuðinn, og hafði hún aðsetur á Akur- eyri. Fór hún í 2 sjúkra- flutningaferðir. LOFTSÓKNIN GEGN ÞÝSKALANDI ÁTTA menn sóttu um bæjarfógetaembættið á Isa- firði og eru þeir þessir: Torfi Jóhannsson full- trúi í viðskiftamálaráðu- neytinu, Jóhann Gunnar Ólafsson fulltrúi í Hafnar- firði, Egill Sigurgeirsson hrm. Rvík, Björn Ólafs lög- fr. í Landsbankanum, Þor- steinn Símonarson lögreglu stjóri í Ólafsfirði, Erlendur Björnsson bæjarstjóri á Seyðisfirði, Friðjón Skarp- hjeðinsson bæjarstjóri í Hafnarfirði, Ingólfur Jóns- son lögfræðingur, Rvík. Umsóknarfrestur var út- runninn 30. f. m., en embætt ið verður veitt frá 1. þ. m. BRESKAR FLUGVJEL- AR fóru til árása á borgir í Ruhr-hjeraði í fyrrinótt og var meðal annars gerð hörð árás á Duisburg. Bret- ar mistu 28 flugvjelar í þessum árásum. í gær hjeldu breskar or- ustuflugvjelar uppi sjnum venjulegu dagárásum á her- stöðvar í Frakklandi og her teknu löndunum í Evrópu. Tveim vöru- bílahjólum stolið TVEIMUR hjólum af vörubifreiðum var stolið í fyrrinótt. Stóðu bílar þess- ir fyrir utan bílaverkstæði við Langholt við Langholts veg. Hjólunum hefir sennilega verið stolið eftir klukkan 6 í gærmorgun. Ef einhverjir hafa orðið varir við þjóf- ana með hjólin, eða vita til, að þeir hafi boðið þau til kaups, eru þeir beðnir að gera lögreglunni aðvart. 20. þus. smálesta ítölsku skipi sökt Það var tilkynt í Was- hington í gær, að tvær am- erískar flugvjelar hafi í fyrradag sökt 20,000 smá- lesta ítölsku hafskipi af Conti di Savoy gerðinni. Flugvjelar bandamanna hjeldu áfram í gær loftsókn sinni á ítalskar borgir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.