Morgunblaðið - 01.09.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.09.1943, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. sept. 1943 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj. Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Auglýsingar: Ámi Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Þ i n g i ð ALÞINGI, sem í dag kemur saman til framhaldsfunda, fær mörg stór og^vandasöm verkefni við að glíma. Þingið á að afgreiða fjárlög. Eins og menn muna, lagði stjórnin fram fjárlagafrumvarp áður en þinginu var frest- að í vor, en stjórnin tók það fram þá strax, að hún myndi bera fram víðtækar breytingar við frumvarpið, þegar þingið kæmi saman aftur, enda myndi þá fengið meira yfirsýn um afkomuna hjá þjóðarbúinu alment og því auð- veldara að ganga frá fjárlögunum. Má því sennilega vænta þess, að breytingartillögur stjórnarinnar við fjár- lagafrumvarpið komi fram fyrstu dagana, sem þingið situr. ★ Fjögur nú skattafrumvörp lágu fyrir þinginu, þegar því var frestað í vor. Þingið fól milliþinganefnd að athuga þessi skattafrumvörp, og hefir hún setið á rökstólum í sumar. Ekkert hefir heyrst um árangurinn af starfi milli- þinganefndarinnar. En fari svo, að ekkert samkomulag náist innan nefndarinnar, fer ekki hjá því, að skattamál- in taki enn drjúgan tíma af störfum þingsins. Frumvörp- in, sem liggja fyrir þinginu, stefna öll að hækkun skatta. Það voru „vinstri" flokkarnir, sem fóru í kapphlaup um flutning þessara frumvarpa, en óreynt er ennþá hvort þeim tekst að bræða sig saman um afgreiðslu þeirra. Ekki er ósennilegt, að sumir þeirra sem ákafastir voru í nýjar skattaálögur í vor, hafi fengið vitneskju um það síðan, að þjóðin telur skattabyrðarnar nægar eins og þær eru nú og ekki sje þar á bætandi. , ★ Þá fær þingið dýrtíðarmálin við að glíma enn á ný. Þar hefir nú skapast nýtt viðhorf, eftir samkomulagið í sex-manna nefndinni og verður því hægara við þessi mál að fást hjer eftir. Aðalviðfangsefni þingsins verður að ákveða, hvort eða að hve miklu leyti halda skuli áfram að greiða dýrtíðina niður með beinu framlagi úr ríkis- sjóði, eins og nú er gert. Sú braut er ákaflega varhuga- verð, og vitanlega verður aldrei sigrast á dýrtíðinni með þeim hætti. Einhverntíma rekur að því, að þingið sjer að þessi leið er ófær. Er því áreiðanlega hyggilegast, að hverfa af þessari braut strax, svo að þjóðin sjálf finni og sjái, hvað hún þarf við að glíma. Ef til vill hefir ríkis- stjórnin einhverjar nýjar tillögur í þessum málum og ættu þær þá að koma fram fljótlega. ★ Að sjálfsögðu undirbýr þingið nú lokaþáttinn í sjálf- stæðismálinu, þannig að trygt verði, að stigið verði það spor, sem milliþinganefndin í stjórnarskrármálinu hefir markað, Vegna óeiningar þeirrar, sem fram hefir komið í þessu máli upp á síðkastið, mun stjórnarskrárnefnd án efa taka það til meðferðar á ný og reyna að bræða flokk- ana saman. Væri óskandi, að þetta tækist, svo að þjóðin gæti staðið sem einn maður á úrslitastundinni í þessu höfuðmáli. , ★ Hjer hefir lítillega verið drepið á nokkur stærstu verk- efnin, sem bíða Alþingis að þessu sinni. En hvað verður um stjórnarmyndun? kynni einhver að spyrja. Því er til að svara, að ekkert hefir kqmið fram sem bendir til þess, að þingið sje nokkuð nær því að mynda stjórn en það var, er það fór heim í vor. Svo sem kunnugt er, unnu „vinstri“ flokkarnir að því allan s. 1. vetur, að reyna að bræða sig saman um stjórnarmyndun. Það fór út um þúfur. Sennilega verður gerð ný tilraun, þegar þingið kemur nú saman á ný. Hvort betur tekst þá, veit enginn um á þessu stigi. , Eins og horfir við í augnablikinu, eru ekki líkur til, að þingið eyði miklum tíma í tilraunir til myndunar stjórn- ar, a. m. k. ekki fyrst um sinn. En vitanlega geta altaf skapast ný viðhorf, sem geri það nauðsynlegt, að þingið fái einnig þetta verkefni í hendur. Stofneð sam- band íslenskra rafveitna STOFNAÐUR hefir vevið fjelagsskapur rafveitna hjer á landi, er nefnist „Samband ís- lenskra rafveitna“. Aðalnieð- liniir þess geta orðið allar raf- veitur, er seija raforkii til al- menningsþarfa og hafa reglu- gerðir og gjaldskrár staðfestar af stjórnarráði. Aúkameðlimir geta rafmagnsverkfræðingar og raffræðingar orðið. - Tilgangur sambandsins* er að ræða sameiginleg áhuga- og hagsmunaefni, bæði tækni og fjárhagsleg, og gæta hags- muna rafveitnanna og koma fram fyrir þeirra hönd í mál- um, sem æskilegt er, að þær standi að sem einn aðili. Stofnendur eru 15 rafveitur í neðantöldum bæjum og kaup túnum: Reykjavík, Akranesi, Borgar nesi, Stykkishólmi, Blönduósi, Sauðárkrók, Siglufrrði, Húsa- vík, Búðarkauptúni, Seyðis- firði, Vík í Mýrdal, Vest- mannaeyjum, Keflavík og Hafnarfii'ði. Auk þessara rafveitna era 3 rafmagnsverkfræðingar með- stofnendur. Stofnfundur sambandsins var haldinn í Reykjavík dag- ana 24. til 26. þessa mánaðar. Þar voru flutt erindi um: Almenningsrafveitur, Stein- steypustaura og Raforkuvirkj- anir í Bandaríkjunum. Ennfremur voru fluttar skýrslur um hjerlenda reynslu með rafhitun hiisa, með raf- suðu og um ístruflanir við vatnsaflstöðvar. Aðrar skýrslur voru um am erískt raflagningaefni, rjett- ing mælitækja, AÚðhald á bræðivörum og útvarpstruflan ir. Ýmsar ályktanir viðvíkjandi málum, er varða rafveitur voru samþykktar. Meðal þeirra var ályktun um sameiginleg inn- kaup, þar sem stjórninni var falið að taka við pöntunum frá þeim meðlimum samþands ins er þess kynnu að óska, á efni til reksturs og viðhalds á mannvirkjum þeirra. Stjórn sambandsins skipa nú: Steingrímur Jónsson, raf- magnsstjóri í Reykjavík, for- maður. Jakob Guðjohnsen, ra fma gnsverkf ræðingur. V al- garð Thoroddsen, rafveitustj. í Hafnarfirði. Knut Otterstedt rafveitustjóri á Akureyri og Karl Guðjónsson, rafstöðvar- stjóri í Keflavík. NÝSJÁLENDINGAR YIÐURKENNA ALGIER-STJÓRNINA WELLINGTON í gær: — Peter Fraser, forsætisráð- herra, tilkynti í dag, að stjórn Nýja-Sjálands hafi viðurkent frönsku þjóðfrels isnefndin í Algier. Reuter. Sjerleyfis- ferðir til Suð- urnesja. GAMALL KEFLVÍKINGUR, sem auðkennir sig með stafnum H, skrifar mjer um sjerleyfis- ferðirnar á Suðurnes. — Hann segir: „Þó jeg sje nú ekki sá, sem sem valdið hefir og bílana, lang ar mig samt til að leggja orð í belg um sjerleyfisferðirnar. Jeg mun þó ekki gera að umræðu- efni ferðir Steindórs til Þing- valla, heldur minnast með ör- fárum orðum á sjerleyfisleiðina til Suðurnesja, eða nánar tiltek- ið, Keflavíkur. Mig langar til að beina orðum mínum til þeirra, sem valdið hafa til að úthluta þessum sjer- leyfisleiðum. Undanfarin ár hefir Skúli Hallsson haft þessi sjerleyfi að nokkru leyti á móti Steindóri Emarssyni. Hefir hann ekki síð- ur leyst það verk af hendi held- ur en Steindór og mun mál margra, að Skúli hafi vinning- inn, ef farið er í samjöfnuð í þeim efnum. En þrátt fyrir það hefir Skúli ekki fengið að hafa sjerleyfisferðir á þessari leið til jafns við Steindór. Skúli hefir fengið að fara eina ferð á dag til Reykjavíkur, en Steindór tvær. Þarna hefir hinu opinbera þóknast að gera upp á milli þeirra Skúla og Steindórs, hin- um síðarnefnda í vil. Mjer er sagt, að nú hafi Kefla- víkurhreppur keypt bílana af Skúla Hallssyni og reki nú sjer- leyfisferðir þær er hann hafði. Þvl má nú ekkki láta hrepps- fjelagið njóta jafnrjettis við Steindór, því það er þó víst, að Keflvíkingar sjálfir nota ferðir þessar mest, enda stærsta kaup- túnið á Suðurnesjum. Þá er það tilhögun ferðanna, sem jeg veit að margir eru óá- nægðir með. Mjer þykir vænt um Keflavík síðan jeg dvaldi þar og á þar marga kunningja og vini. Þessvegna langar mig oft til að skreppa suðureftir á sunnudögum. En vegna þess hvernig ferðunum er hagað, það er ekki farið suður eftir fyr en kl. 1 e. h. þá þykir manni dag- urinn stuttur þar syðra og neit- ar sjer um að fara. Það væri hægt að bæta úr þessu með dá- lítilli lipurð, t. d. með því að láta bílana fara úr Reykjavík kl. lð að morgni. Þessum fáu orðum vildi jeg beina til póst- og símamálast.iórnarinnar frá okkur smælingjunum, sem hvorki höfum valdið nje bíl- ana“. „Lofið þreyttum að sofa“. FYRIR alllöngu skrifaði mjer sjúklingur á einu sjúkrahúsi bæjarins. Hann kvartaði undan því, að að farartæki, sem færu framhjá sjúkrahúsinu, trufluðu næturró sjúklinga. Það lenti í undandrætti, að brjef þetta yrði birt. En nú hefir annar sjúkl- ingur skrifað mjer um sama efni og vil jeg ekki láta undir höfuð leggjast að skýra frá áhyggjum og ónæði, sem sjúklingar hafa af bílaumferð og alt of oft af skarkala og háreysti frá vegfar- endum. Það vill svo til, að flest sjúkra hús hjer í bænum eru við fjöl- farnar umferðargötur og ef bif- reiðastjórar þeyta horn sín, eða vegfarendur fara með háreisti, er það mjög algengt, að slíkt trufli sjúklinga, veki kannske sárþjáða menn, sem loks hafa fengið að gleyma þjáningum sin- um um stund. Það má gera ráð fyrir að eng- um vegfarenda nje ökumanni detti í hug að gera sjer leik að því að vekja sjúklinga úr svefni og þegar það kemur fyrir, muni vera um athugunarleysi eitt að ræða. En hvernig sem á hávað- anum stendur, er truflunin jafn slæm fyrir sjúklingana. Bifreiðastjórar ættu að gera sjer að reglu að fara sem hljóð- legast framhjá sjúkrahúsum, og vegfarendum ætti að vera það vorkunnarlaust að fara ekki með hávaða framhjá spítölum bæjarins. Á kaffihúsunum. ÞAÐ hefir orðið munur á kaffihúsunum hjer í bænum frá því sem var fyrir nokkrum ár- um. Fyrir nokkrum • morgnum kom jeg inn á eitt stærsta og veglegasta kaffihús borgarinn- ar. Klukkan var langt gengin 10 og aðeins nokkrar hræður „voru í morgunkaffi“. Eftir að hafa beðið spölkorn við borð án þess að verða var við nokkurn þjón, fór jeg að leita einhvers, sem gæti afgreitt mig. Hitti eng- an nema vingjarnlega konu, sem var að þvo salina. Jeg spurði konuna, hvernig maður færi að því að fá sig afgreiddan í þessu kaffihúsi og svaraði konan því til, að hún gæti sjeð til þess, að jeg fengi kaffisopa, en jeg yrði sjálfur að bera hann að borði mínu. Þetta fanst mjer góð lausn og fjekk jeg bestu veitingar án þess að jeg saknaði þjónsins. Þetta er lítilfjörlegt atvik, sem varla er í frásögur færandi. En svona er það nú samt. Stærstu veitingahúsin fá ekki fólk til að vinna. Annað kaffi- hús hjer í bænum, sem lengi var vel sótt, kvölds, morgna og miðj- an dag, hefir lokað, nema rjett um matmálstíma. Annars er það ekki leiðast við kaffihúsin, að þau skuli vera lokuð, eða að lítið sje um fóik til að ganga um beina. Það, sem mönnum finst verst er, að kaffi- húsunum er að fara aftur í öll- um veitingum. Það er orðin leit- un á stað í bænum, þar sem hægt er að fá góðan kaffisopa, að ekki sje nú talað um að menn geti fengið verulega góðan mat lengur. Veitingar kaffihúsanna bera þess yfirleitt merki, að mest sje hugsað um að spara á alla lund. Þetta er slæmt fyrir þau veitingahús, sem höfðu á sjer orð fyrir að vera staðir, sem fólk hafði ánægju af að koma. Það er hætt við, að það loði við, þó tímarnir batni, að ekki sje ómaksins vert að fara á veit- ingahús. til að fá sjer góðan mat skarkala og hárqisti frá vegfar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.