Morgunblaðið - 20.03.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.03.1945, Blaðsíða 10
1C MORGUNBLAÐItí Þriðjudagur 20. mars 1945 Á SAMA SÓLARHRING Eftir Louis Bromfield En hann var aldrei á því hreina með, hvort hann hafði fyrirgefið Patrick Dantry eða ekki. Tilfinningar hans í garð írans voru furðulegt sambland af ást, hatri og afbrýði. í ein- stæðingsskap sínum í ellinni, fannst honum, sem Patrick Dantry hefði verið eini maður- inn, sem hann hefði nokkru sinni þekkt — eini vinurinn, sem hann hefði nokkru sinni átt. — Hann mundi aðeins óljóst eftir Maríu systur sinni, en Nancy — sem nú bjó einhvers staðar í Englandi, stóð honum ljóslifandi fyrir hugskotssjon- um. Hún hafði altaf verið miklu glæsilegri og fallegri en María, og þegar gamli maður- inn nú skyggndist aftur í for- tíðina, datt honum í hug, að Patrick hefði sennilega altaf elskað Nancy — og aðeins kvænst Maríu vegna þess, að Nancy var þegar gift, er þau kynntust. Undanfarnar vikur hafði eitt hvert mildandi afl verið að verki hið innra með þessu bitra gamalmenni, og þegar hann sat þarna í kvöld, og þótt ist vera að hlusta á Melbourn, harmaði hann það með sjálf- um sjer, að hann skyldi ekki hafa fyrirgefið Nancy fyrir löngu síðan. Það hefði verið honum huggun, ef hann hefði nú átt vísa samúð hennar. — Fhilip skildi hann hvorki nje hafði samúð með honum. Og það var heldur ekki hægt að ætlast til þess, að ungt fólk, í fullu fjöri, er átti allt lífið framundan, gæti haft samúð með gömlum, örvasa vesaling- um, eins og hann var orðinn. Það var ekki nokkur von til þess, að Fhilip gæti skilið, hvað það var, að vera gamall, sjúkur og einmana, — að hafa lifað sitt fegursta, en eiga þó ekkert, í djúpi minninganna, til þess að hugga sig við. 3. Kapítuli. Hektor gamli var mjög for- vitinn. Upp á síðkastið hafði sá eðlisþáttur komið í ljós í óeðli legum áhuga hans á andlitum manna. Það hafði komið fyrir, oftar en einu sinni, að hann hafði staðið eins og dáleiddur úti á götu, í leikhúsinu eða á kaffihúsi, og starað án afláts á andlit, sem hann hafði aldrei sjeð áður, og reynt að skygnast á bak við hinn ytra hjúp, kom ast að leyndardómum þeim, er þar voru geymdir. Þetta var forvitni, sem fólki geðjaðist illa að og það hafði oft komið fyrir, að menn höfðu fyrtst við af þessari hnýsni hans. En hjema, á sínu eigin heim ili, gat hann fullnægt þessari undarlegu ástríðu sinni. Hann tók að virða andlit Melbourn fyrir sjer, er nú sat og hlýddi á ruglingslega frásögn Jim Towner. Það var ekki laust við fyrirlitningarsvip á andlitinu, en annars Ijóstraði það engu upp um það, sem inni fyrir bjó. Þetta var einkennilegt and- lit — í senn andlit meinlæta- manns og munaðarseggs. Enn- ið, hátt og gáfulegt, hvelfdist yfir lítið eitt íbjúgt nef. Hann hafði svart yfirvaraskegg — munnurinn var stór, varirnar þykkar og lostafullar. Kjálk- arnir voru sterklegir og hakan festuleg. Eyru hans, stór og vel löguð, voru altof lágt á’ höfð- inu, og gerðu andlitssvipinn grimmilegan og frumstæðan. Dökkblá augun voru greindar- leg og í þeim brann eldur því nær dýrslegrar lífsorku. Fyrir neðan augun og við munnvik- in voru hrukkur, sem gáfu til kynna, að hann myndi þegar hafa slitið barnsskónum. Hann var hávaxinn, karl- mannlegur og kraftalegur og samsvaraði sjer vel. Það var bersýnilegt, að þesSi maður hafði einhverntíma borið þung ar byrðar, unnið erfiðisvinnu. Vöðvarnir, stæltir og sterk- legir, sáust greinilega í gegnum glæsileg samkvæmisföt hans. Hektor gamli hjelt áfram að athuga andlitið með mikilli at- hygli, um leið og hann hugsaði um, hvaða viljaþrek — harm- leikir og ástríður hefðu mótað það, og hve undarlegt það væri, að mennirnir mótuðu sín eigin andlit. Andlitin væru spegilmynd af lífi mannanna, og þettá andlit speglaði erfitt, og erilsamt líf — væri ekki laust við, að vérá dálítið þreytulegt. Hann hugsaði með sjer: Þetta er andlit máttugs manns, sem er í senn kaldur og ástríðufull ur -— og meginstyrkur hans er skapstilling, skarpskyggni og miskunarlaust viljaþrek. Og hann skildi alt í einu, hvers vegna Fanney hafði hegðað sjer eins og fífl, meðan þau voru að snæða kvöldverðinn. Hann skildi, að þessi maður var hættulegur konum, og þá sjer í lagi konum eins og Fann eyju, sem hafði hlotið strangt og siðsamt uppeldi — verið in upp með það fyrir augum, að giftast góðum manni eins og Jim Towner. — Hvað vissi Jim Towner um blygðunarleysi kvenna í ástum? Astaratlot hans voru án efa köld og ást- ríðulaus. Hann skildi alt í einu hvers vegna konurnar gjörbreyttust, þeg^r Melbourn var einhvers- staðar nálægt. Hann vissi, hversvegna þær roðnuðu og augu þeirra ljómuðu, hvers- vegna þær fallegu urðu ennþá fallegri og þær gáfuðu geisluðu blátt áfram af glæstri andagift. Og Fanney var í öngum sín- um í kvöld, vegna þess að hún var hrædd um,' að hann væri í þann veginn að snúa við sjer bakinu. Hann var elskhugi hennar — en hún var hrædd um hann fyrir frú Wintring- ham. Hún hafði og ástæðu til þess, því að frú Wintringham var yngri og fallegri en hún, og bauð auk þess af sjer mjög góð an þokka. Framkoma hennar var prúð og stillileg og stakk mjög í stúf við fumið og fátið, sem altaf var á Fanneyju. í raun rjettri var það dálítið undarlegt, því að Fanney hafði verið alin upp eins og hefðar- kona, en menn vissu ekkert um ætt og uppruna frú Wintring- ham. — Hektor gamli fann ein- hverja nautn í því að brjóta heilann um þetta. Hann velti því fyrir sjer, hvort Jim Towner hefði grun um, að kona sín væri sjer ótrú og hvort það væri drykkjuskapur hans er hafði rekið hana í armana á Melbourn, eða hvort það hefði verið vitneskjan um hegðun hennar, er hefði komið Jim til þess að drekka. Það var gaman, að bera and- lit þeirra Jim Towner og Mel- bourn saman. Hektor hafði þekkt Jim frá því hann var smápatti. Hann hafði altaf verið lukkunnar pamfíll, að því er virtist. Foreldrar hans höfðu verið auðug, hann hafði fengið gott uppeldi og góða menntun. Hann hafði verið einn af glæsilegustu og vinsæl- ustu mönnunum í háskólanum, þegar Fanney kynntist honum, og prýðilegt mannsefni. En nú, eftir aðeins fimmtán ár, var hann gjörbreyttur. Hann var orðinn feitur og slappur og and litssvipurinn lýsti þrekleysi. — Hann var að verða gamall. En Melbourn, sem sennilega hafði alist upp við kröpp kjör, hafði stefnt í þveröfuga átt. í andliti hans voru skarpir og festulegir drættir. Gamli mað- urinn hugsaði með sjer, að það væri ekkert undarlegt, þótt Fanney hefði fremur laðast að honum, því að konur væru miklu frumstæðari en karl- menn, og djúpt í eðli þeirra bærðist vilt þrá eftir rudda, eins og Melbourn var. •■iiiiiiiiiiuimiiiiiiiiiiiimiiiiiiuiimiiniiiiniiiiiiiiiiim 4 djúpir 1 Stólar 1 ■ c EE | nýsmíðaðir til sölu með s | sjerstöku tækifærisverði. = 1 2 eru fóðraðir með brúnu g I Angora flosklæði, 2 með s 1 ryðrauðu áklæði. Dívan- = 1 teppi getur fylgt. Grettisgötu 69 kjallara E 1 kl. 3—7 og 7—9 í síma s 3830. I I E lllllillllllHnidllltlllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUB f Kerrupoki I S frá oss veitir barninu yðar = öryggi. MAGNI h.f. | 5 CS = s niiiiiiiuiiiiiiuiiiiiiiiiiiiuiiiiuuiiuniiiiiiiiiíiiuiiiiiiíu Bæjarins besta kjötfars frá KJÖT & BJÚGU. Æfintýr æsku minnar £ftir JJ. C. erien 30. ekki með öllum mjalla, eins og hún hefir oft síðar sagt mjer og flýtti sjer að losa sig við mig. Nú fór jeg til leikhússtjórans, Holstein Kammerherra, til þess að sækja um stöðu; hann leit á mig og sagði, að jeg væri of ungur til þess að fara að leika og auk þess altof magur. „O, ef jeg bara fæ hundrað ríkisdali í kaup, þá trúi jeg ekki öðru en jeg fitni fljótt“, sagði jeg. Leik- hússtjórinn vísaði mjer þá á dyr alvarlegur í bragði og sagði að hann rjeði ekki annað en kurteist fólk. Innilega sorgmæddur stóð jeg fyrir dyrum úti, átti ekki eina einustu manneskju að, sem gæti huggað mig og ráðið mjer hollráðum. Jeg hugsaði þá, að best væri mjer að deyja, og svo fór jeg að hugsa um Guð, og allt transts barns til góðs föður kom fram í þeirri hugsun. — Jeg fór að gráta og sagði við sjálfan mig „fyrst þegar alt gengur sem ömurlegast, þá sendir hann hjálp, það hefi jeg lesið, og ekkert verður úr neinum, nema að hann hafi reynt eitthvað andstætt“. Jeg fór nú og keypti mjer að- göngumiða að söngleiknum Paul og Virginia. Skilnaður elskendanna í leiknum fjekk svo á mig, að jeg fór að há- gráta, en tvær frúr, sem sátu við hlið mjer, hugguðu mig sem best þær gátu; sögðu að þetta væri bara leikur og hefði enga þýðingu, önnur gaf mjer stóra brauðsneið með bjúga á. Við sátum nú þarna saman, og mjer fannst all- ir vera góðir, jeg hafði ótakmarkað traust á öllum mönn- um, og sagði þeim eins og var, konunum, að það væri ekki vegna leikritsins, sem jeg hefði verið að gráta, held- ur vegna þess, að leikhúsið væri mjer Virginia og nú þegar jeg þyrfti að skiljast við það fyrir fullt og allt, þá syrgði jeg það eins mikið og Paul hana í leiknum. Kon- urnar litu á mig, virtust ekki skilja mig, en gáfu mjer meira brauð, kökur og ávexti. Næsta morgun borgaði jeg skuld mína í gistihúsinu og átti jeg þá einn einasta ríkisdal eftir og varð því annað- hvort að gera, að koma mjer strax heim aftur, eða reyna að fara að læra einhverja iðn í Kaupmannahöfn, fannst mjer hið síðarnefnda viturlegra, því ef jeg færi heim til Odense yrði jeg líka að fara að læra iðn þar, og jeg vissi um, að fólk myndi hlægja að mjer þar, ef jeg kæmi straks heim aftur, engu bættari en er jeg fór. Því varð jeg að vera kyrr í Kaupmannahöfn. Nú var mjer öldungis sama Skipsdrengurinn stóð í brúnni hjá skipstjóranum stormanótt eina. Skipstjórjnn þurfti að skreppa niður og sagði við drenginn: „Hjerna, drengur minn, taktu við stýrinu á með- an jeg er í burtu, og ef þú stefnir á þessa stjörnu þarna mun alt vera í lagi“. Drengurinn tók við stýrinu, en fór brátt af rjettri leið, svo honum virtist stjarnan vera komin rjett aftur fyrir skipið. Hann kallaði því til skipstjór- ans: „Bentu mjer á aðra stjörnu, sem jeg get stýrt eftir. Jeg hefi þegar siglt framhjá þessari“. ar, ráðist þið nú á matinn eins og hann væri óvinurinn. J Þegar staðið var upp frá |borðum tók hann eftir því, að ^einn liðsforinginn hafði stung- ið á sig tveimur bjórflöskum. „Hvað eruð þjer að gera, liðs foringi?“ hrópaði hershöfðing- inn. „Framkvæma skipanir. Þeg- ar við vinnum orustu, tökum við fanga“. — Hvað á jeg að gera til þess að maðurinn minn verði heima eina nótt? — Fara út. ★ „Jói, sá var blankur í gær, hann kvaðst myndi deyja af þakklæti og hrifningu, ef jeg lánaði honum tí-kall“. „Nú, gerðirðu það?“ „Nei, jeg kaus heldur að bjarga lífi hans“. ★ Yfirhershöfðinginn hjelt nokkrum liðsforingjum veislu. Um leið og setst var áð borð- um, sagði hann: — Jæja, pilt- ★ — Jæja, sonur sæll, sagði fað .irinn við son sinn eftir fyrsta daginn hans í vinnunni, mundu • að þú getur aldrei gert of mik lið fyrir góðan húsbónda. — Jeg ætla heldur ekki að gera það, sagði sonurinn. ★ — Sannur vinur er sá, sem veit allt um okkur, en geðjast .samt vel að okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.