Morgunblaðið - 23.05.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.1945, Blaðsíða 1
CHURCHILL HEFIR HAFIMAÐ TIL- LÖGUM VERKAMAIMIMAFLOKKSIIMS Fjófir danskir ráðherrar til Borgundarhólms Khöfn. laugardag. FJÓRIR DANSKIR ráðherr- ar, þar á' meðal Christmas Möll , er, kommúnistinn Axel Larsen . hafa farið til- B««gundarhólms, til þess að semja við Rússa og yfirvöldin á staðnum. Samband við Borgundarhólm er að nokkru leyti komin á aftur. — Politiken segir að yfirmaður rússnesku herjanna á eynni, Strebkov ofursti, hafi sagt að hið rússneska lið á Borgundar hólmi sje ekki lið, sem leggi undir sig eyna, heldur fari það an aftur. Telji Rússar Dani til bandamanna. Þjóðverjar vildu skæruhernað, og seinkaði það friðinum á Borgundarhólmi, segir hann ennfremur. Skeyti frá Aftonbladet í Stokkhólmi til Politiken hefir það eftir á- reiðanlegri heimild í London, að Moskva hafi aldrei krafist bækistöðvaá Borgundarhólmi. Bretar fylgjast’ þó af athygli með viðburðunum á Borgundar hólmi. Búist er við að um þá verði rætt í neðri málstofunni. í skeyti frá New York til Svenska Morgenbladet er sagt að talið sje þar, að Rússar sjeu óánægðir með ráðstafanir Mont gomerys varðandi Kílarskurð- inn og Danmörku, en þær or- saki þða að Eystrasalt verði opnað fyrir breskum flota. Er hertaka Borgundarhólms talin rússneskur mótleikur gegn þessu. Búist er við að þessi mál verði öll rædd á væntanlegum fundr Trumans, Churchills og , Stalins. — Páll Jónsson. Effirtifsmenn með stjórn Dönitz London í gærkvöldi. Bandamenn hafa nú sent nefnd íiðsforingja til þess að hafa eftirlit með stjórn Dönitz flotaforingja, sem hefir aðsetur sitt í Flensborg. Foringi nefndar innar er breskur hershöfðingi, en í henni verða auk þess amer ískir óg rússneskir liðsforingj- ar. Fram að þessu hafa banda- menn ekki haft neitt eftirlit í Flensborg. Tilkynningin um skipun nefndar þessarar var gefin út í dag af yfirherstjórn bandamanna á meginlandi Ev- rópu. — Reuter. Sveinn Björnsson sjálfkjörinn forseti HINN 20. Þ. M. var útrunninn frestur um framboð til forscta- kjörs. Kosning fer ekki fram þar eð aðeins einn maður, Sveinn Björnsson, núverandi forseti, var boðinn fram og hafði hann ljeð samþykki sitt til þess að vcra í kjöri- Fullnægt var öllum skilyrðum laga um framboðið og barst dómsmálaráðuneytinu í tæka tíð liámarkstala meðtnælenda úr hverjum landsfjórðungi eða alls 3000 kjósenda, ásamt tilskildum vottorðum yfirkjör- stjórna. Sveinn Björnsson verður þannig sjálfkjörinn fyrsti þjóðkjörni forscti hins íslenska lýðvcldis. Oll gögn varðandi framboðið verða send- Hæstarjetti, sent gefur út kjörbrjef forsetans. Tilkyxming frá ríkisstjórninni. Deilan um Sýrland og Libanon veldur áhyggj- um ívLondon Kosningar í Bretlandi líklega í júlí London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. GHURCHILL forsætisráðherra Breta hefir hafnað til- lögum verkamannaflokksins breska um að hafa stjórnar- samvinnu þar til i október í haust, og að kosningar færu fram þá. Gerði hann þetta með brjefi til Attlee í dag. Er nú alment talið í Bretlandi, að kosningadagurinn verði bráðlega ákveðinn af Churchill og verði hann að líkind- um í júlímánuði í sumar. Brelar minka malarskamtlnn London í gærkvöldi. IDAG tilkynnti matvæla- ráðherrann, Llewellyn ofursti, að sökum mikils matvælaskorts á meginlandi Evrópu, gætu1 Bretar ekki aukið hjá sjer mat I arskamtinn á þessu ári, og yrðu jafnvel að minka hann talsvert að sumu leyti. Samt myndi fólk ið fá nóg til þess að halda heilsu. Þær matartegundir, sem skamt ur verður minkaður á, eru þess ar: Feitmeti, svínakjöt og syk- ur. Einnig kex og mjólk, aðal- lega í sumar. Eitthvað verður einnig minkaður ostskamturinn en búist er við að meira verði hægt að fá af fiski, en verið hef ir að undanförnu. Þá mun einn ig flytjast til landsins meira af ávöxtum víðsvegar að, en und anfarin ár. Hrísgrjón fást engin enn. Af öðrum nauðsynjum verð- ur minkaður skamtur á sápu um 1/8. — Minkaður verður all-verulega skamtur á mat til stríðsfanga í landinu, en hann hefir verið vel rífiegur. Alvar- legast er talið minkunin á íeit- metisskamtinum. — Reuter. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun blaðsins frá Reuter. VARAFORSÆTISRÁÐHERRA Sýrlands flutti ræðu á þingi í dag. þar sem hann sagði að áframhaldandi liðsflutningar Frakka til Sýrlands og Libanon væru bein ögrun við yfirlýst sjálfstæði þessara ríkja. Kvað' hann Frakka hafa beðið Sýr- lendinga um flugvelli og hafnir, en því var neitað. Óeirðir hafa enn orðið í Damaskus og Aleppo, en í London vekur deila þessi miklar áhyggjur. I Libanon hefir einnig kom- hersveitir blökkumanna frá ið til uppþola og manndrápa,' Senegal. Verkfall v«r þar í en þangað hafa Frakkar flutt I Framh. á 2. síSu Von Bock fallinn London: Fyrir noltkru síðan fundu amei’ískar hei’sveitir lík þýska marskálksins von Bock, í Suður-Þýskalandi. Virðist svo sem marskálkurinn hafi fallið, er flugvjelar gerðu árás á bif- reiðalest, sem hann var í. Von Bock sljórnaði, svo sem kunn- ugt er, sókn víða í Rússlandi, einnig í Póllandi og Frakklandi. Stjómmálaslit við Japana. Khöfn, í dag. DANIR, sem telja sig til bandamanna, hafa nú slitið stjórnmálasambandi við Japana en viðurkent Chungkingstjórn- ina. — Páll Jónsson. Mál þetta hófst á þá lund, að Churchill sendi jafnaðar- mannaflokknum breska, sem nú silur á þingi í Blackpool og frjálslynda flokknum beiðni um það, að stjórnarsamvinna þessara flokka hjeidist áfram uns styrjöldinni við Japan er lokið. Var þetta boi’ið undir atkvæði ó þingi jafnaðarmanna flokksins og felt með öllum at- kvæðum gegn tveim. Frjáls- lyndi flokkurinn hefir ekki svarað enn. Attlee varafoi’sætisráðherra skrifaði nu Churchill fyrir hönd verkamannaflokksins og bauð stjórnarsamvinnu þar til í októ bermánuði, en þá vill verka- mannaflokkurinn helst að kosn ingar fari fram. Hefir Chur- chill nú neitað að verða við þessari ósk. Brjef forsætisráðherra. í svarbrjefi sínu segir Chur- chill, að það hryggi sig mjög. hvernig undirtektirnar hafi ver ið við uppástungu hans um á- frrmhaldandi samvinnu, en sam vinna til hausts komi að engu gagni, því þá geri kosningaá"- Framh. á 2. síftu Alexander til Triesle London í gærkveldi: FREGNIR frá Rómaborg í dag skýra fi’á því, að Alexander marskálkur sje nú annað hvort á leiðinni til Trieste, eða kom- inn þangað. Ekki eru fregnir þessar staðfestar, en vitað er, að ástandið í borginni er ó- breytt. Hafa margar orðsend- ingar farið á milli stjóma Breta og Bandaríkjamanna annarsveg ar og jugoslavnesku stjórnar- innar hinsvegar. — Ekki hafa þær borið árangur ennþá, nema að þvi leyti, að Jugoslavar ei’u nú farnir að flytja her sinn úr þeim hlutum Austurríkis, sem þeir hertóku. Hafa Bretar lán- að þeim nokkuð af farartækj- um til þéssara flutninga. Mat- vælaástandið er talið all-illt í Trieste. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.