Morgunblaðið - 23.05.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.1945, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagnr 23. maí 19454 77 Leikíjelag Reykjavíkur: GIFT EÐA ÓGIFT“ Gamanleikur í þrem þátlum eftir J. B. Priestley Leikstjóri: Lárus Pálsson LEIKFJELAG REYKJA.VIK- UR hafði frumsýnin£(u á leik- *iti þessu í Iðnó siðastliðið mið- vikudagskvöld fyrir troðfullu •4#iúsi. Skemtu áhorfendur sjer ágætlega sem vænta mátti, því leikritið er bæði fyndið og fjör- xigt þó ekki verði það talið mik- -*tvægar bókmentir og það standi í'því efni að baki mörg- um leikritum þessa ágæta höf- undar. , Margt ber það við í þessum leik, að vekur rjettmæla geðs- hræringu þeirra, er við sögu koma og sá vandi rís með per- sónum leiksins, sem ekki er á allra færi að leysa. En herra Priestley hefir jafnan reynst úrræðagóður, er í óefni var kornið, óg svo er einnig að þessu siani. Efni leiksins verður auð- vitað ekki rakið hjer, en svo mikið má þó segja, án þess að ganga of nærri heiðarlegri þagn arskyldu, að leikurinn gerist um 1910 í bæ einum í Vestur- Yorkshire, á heimili heiðurs- hjónanna Josepþs bæjarfull- trúa Helliwells og frú Maríu. Eru þar stödd hjá þeim Albert Parker, einnig bæjarfulltrúi og k.ona hans, Annie og Herbert fíoppitt og Clara kona hans. — Pessi þrenn hjón voru gefin eaman í heilagt hjónaband Jiennan sama dag fyrir tuttugu og fimm árum, í sömu kirkju og af sama presti, og því ætla þau nú að halda hátíðlegt silfur brúðkaup silt í sameiningu á heimili Helliwellshjónanna. — Veislufagnaðurinn " fer fram oneð nokkru öðru móti en til var ætlast í upphafi og margt ■þer á góma í umræðum hinna ágætu silfur-brúðhjó.na. .tiem bæði er fróðlegt og athvgl- fcsvert. Einkum er þó lærdóms- 3"ík sú niðurstaða. er þau hafa lcomist að hvort í sínu lagi um anaka sína og hjónabandið yfir 3.eitt — og sitt sjerstaklega — ai þessum tuttugu og fimm ár- *um er þau hafa búið saman. ekki ólíklegt að það hafi 'f/akið margan heiðarlegan leik •f lúsgestinn til ,,frómrar um- |>enkingar“. _ ILárus Pálsson hefir sett leik- fnn á svið og haft leikstjórn á sjiendi og tekist vel sem endra »nær. Þó finst mjer full-afkára- • 3egur blær á leiknum með köfl- •Ajm og þó að myndatökumað- -•jrinn Henry Onuoro\d sje •o/iidarlega leikinn af Brynjólfi •íófeannessyni og oft bráðskemli Segur, þá tel jeg vafasamt að 4frann eigi að vera eirís drukk- ^Ónn (slaga) og Brynjólfur sýn- •ór hann. Höfundurinn hefir fal- 4ið honum öðrum fremur að -íflytja boðskap sinn og leggur Jmnum margt snjallt og vitur- #egt í munn, en það fer allt fyr- air oían garð og' r.eðan hjá leúí- •'iúsgestunum, vegna þess, hve jþvöglumæltur þessi spaki og •ífsreyndi maður er. Frú Soffía Guðlaugsdóttir 4fer með hlutverk Clöru Soppitt, ■€rú Anna Guðmundsdóttir með lilutverk Maríu Hellivvell og tfrú Kegína Þórðardóttir leikur Annie Parker. Allar fara frúrn a> prýðilega með hlutverk sín, «en skemtilegastur er þó leikur frú Soffíu. Hópmynd úr 3. þætti. Eiginmennina leika þeir Har aldur Björnsson (HeHivvell), Gestur Páisson (Parker) og Ævar Kvaran (Soppitt), og leysa hlutverk sín vel af hendi. Einkum tekst Haraldi vel upp, er bráðskemtilegur og lifandi í leik sínum. Ævár Kvaran leik ur þarna eldri mann í fyrsta | þetla alt lítil hlutverk en lag- lega farið með þau. Þó þykir mjer Lárus óþarflega afkára- legur. Hljómsveit undir stjórn Þór- arins Guðmundssonar ljek áð- ur en leikurinn hófst forleik að óperetlunni „Galathé hin fagra“ eftir Franz v. Suppé. Að leikslokum voru leikend- ur kallaðir fram með dynjandi lófataki og blómvendir bárust þeim í tugatali. Sigurður Grímsson. Silfur-brúðhjónin sinn og gerir því hlulverki hin beslu skil. Frú Inga Laxness leikur Lottie Gradv, ljettúðuga konu og gamalkunna hinum siðavöndu eiginmönnurft. — Fer frúin ágætlega með hlutverk sitt- Hafði hún þó sáralítinn tíma til æfinga, því að hún tók við hlutverkinu á síðuslu stundu vegna forfalla frú Þóru Borg EinarsSon. Lárus Pálsson leikur Gerald Forbes, kirkjuorganista, lítið hlutverk, en fer vel með það og ungfrú Jóhanna Lárusdóttir leikur Mancy Holmes unnustu hans. Er ungfrúin nýliði á leik- sviðinu en fer einkar laglega með hlulverk sitt. Ungfrú Sigrún Magnúsdóttir leikur Ruby Birtie þjónustu- stúlku og ungfrú Emilía Borg frú Northrop og er leikur þeirra hinn skemtilegasti. Haukur Ósk arsson leikur Fred Dyson blaða mann, Valur Gíslason sjera Clenicnt Mercer og Láru.s Ing- ólfsson borgarstjórann, Eru Fimm Svíþjóðar- bátum úthlutað BÆJARRÁÐ hefir samþyht fiftir tillögu sjávarútvegsnufncX' ar Reykjavíkurbæjar úthlutun á 5 bæjarbátum, sem nú er yerið að smíða í Svíþjóð, til eftirtaldra malina: Sigurðar Eyleifssonar, Eríends og Ing- vars Pálmasona, Ilafsteins Bergþórssonar vegna„Freyju‘ ‘ o. fl., Ágústs Snæbjörnssonar óg Ingvars- Vilhjálmssonar. Bæjarráð samþykti að eftir- farandi skilyrði yrðu sett kaup endum: 1. Kaupendur yfirtaki bát- ana með kostnaðarverði í Sví- ]>.jóð. 2. Greiði nú þegar itil trygg ingar kaupunum krónur sjötíu og fiinm þúsund, 75,000,00 kr. 3. Eigendur bátanría sjeu heimilisfastir í Reykjavík og eigi hjer löghéimili. 4. Bátarnir verðí skráðir í bænum og gerðir út hjcðan. 5. Bátarnir verði gerðir lit frá Reykjavík á vetrarvertíð, janúar til maí, og leggi afla sinn upi> hjer. G. Bátana má ekki selja úr bænum. nerna með samþykki bæjarstjórnar, sein áskilur sjer forkaupsrjett að þeim í slílc- nm tilfellum. Framangreind skilyrði í liðum 3—6 gilda einnig um þá báta aðra, er bærinn genguc í ábyrgð fyrir, og Liður 1—2 eftir því sem við K. , • Walterskeppnin: Valur og Fram gera jafntefli í þriðja sinn 1 GÆRKVELDI ljeku Valur og Fram þriðja leik sinn í •Walterskeppninni og lyktaði honum með jafntefli eins og hinum fvrri eftir tvíframlengd an leik. Sá eini var munurinn að nú gerðu aðilar eitt mark- ið hvort, en báðir fyrri leik- irnir enduðu 0:0. Leikurinn í gær var yfirleitt heldur ljelegur, en þó nokkuð hraður með köflum. Fram gerði sitt mark seinast í fyrri hálfleik, en Valur sitt ekki: fyrr en seinni hálfleikur var nærri búinn. 1 framlenging- unum var ekkert mark skorað. ►— Þetta er orðin allsöguleg kcppni og verður fróðlegt að vita, hvernig henni lyktar. Hjeraðsfundur ungmennasambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu Frá frjettaritara vorum í Slykkishólmi: HJERAÐSFUNDUR ung- mennasambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu var hald- inn í Stykkishólmi sunnudag- inn 6. maí síðastliðinn og hófst kl. 10 árd. Formaður sambandsins, Gunn- ar Guðbjartsson frá Hjarðar- felli, setti fundinn og bauð full- trúa velkomna. Fundarsljóri var kosinn Krislján Jónsson, Snorrastöð- um, og fundarritari Árni Helga son, Stykkishólmi. Á fundinum voru mættir auk stjórnar Sambandsins, 24. full- trúar, frá 8 fjelögum. Hagur sambandsins stendur nú með besta móti. Sambandið á í sjóði um 10 þúsund krónur. Á fundinum var samþykt að leggja fram 6 þúsund krónur úr sambandssjóði til byggingar sundlaugar við Kolviðarnes í Eyjarhreppi, en þar er nú á- kveðið að reisa sundlaug fyrir sýsluna á sumri komanda og hefir þegar verið aflað lölu- verðs fjár til framkvæmda. — Einnig skoraði fundurinn á sýslunefnd Snæfellsness- og Hnappadalssýslu að veita til sundlaugarbyggingar í ár kr. 10.000.00. Ákveðið var að halda hjer- aðsmót á Skildi í Helgafells- sveit á sumri komanda, og kosin nefnd til að annast undir- búning allan. Þá var samþykkt að sambandið rjeði íþrótta- kennara til fjelaganna og skyldi hann jafnframt hafa á hendi undirbúning í íþrótta- keppni í sambandi við hjeraðs- mótið. Ýms fleiri mál voru rædd, m. a. um stofnun lýð- skóla á sambandssvæðinu, og ríkli einhugur um að ungmenna sambandið hjeldi málinu vak- andi og beitti áhrifum sínum til framdráttar þessu menning- armáli, við stjórnarvöld lands- ins. í stjórn voru kosnir: Form. Gunnar Guðbjartsson, Hjarðar- felli. Gjaldkeri Krislján Jóns- son, Snorrastöðum. Rilari Ólaf- ur Einarsson, Stykkishólmi. Reykvíkingafjelagið fimm ára REYKVÍKINGAFJELAGIÐ átti 5 ára afmæli 10. maí s. 1. og hefir ákveðið að halda upp á afmælið með samsæti að Hó- tel Borg n. k. laugardag. Varaforseti Hjörtur Hansson setur samkomuna. Sjera Bjarni Jónsson forseti fjelagsins talar fyrir minni f jelagsins og Reykja víkur. Minni Jónasar Hallgríms sönar skálds: Vilhjálmur Þ. Gíslason. Minni íslands: Er- lendur Pjetursson. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á lúðra öðru hvoru meðan á samsætinu stendur. Þá syngja hinir frægu Reykvíkingar Pjetur A. Jóns- son og Guðmundur Jónsson. Syngja þeir sitt í hvóru lagi og að lokum syngja þeir báðir saman (dúett). Þá mun flokk- ur úr Fóstbræðrum syngja nokkur lög. Skemtunin endar á dansi. Boðsgeslir fjelagsins verða m. a.: Forsætisráðherra og frú, borgarstjóri og frú, fyrv. borgarstjóri, blaðamenn o. m. fl. Verður þetta án efa virðuleg og skemtileg afmælishátíð hjá Reykvíkingafjelaginu. Churchill Framh. af bls. 1. greiningurinn stjórnina miklu óhæfari til samstarfs, en hún hafi verið, og geti hún ekki orðið farsæl, eftir að kosninga- hitinn sje kominn í þjóðína. Segir ráðherrann síðan. að auð sjeð sje, að ekki sje til grund- völlur lil samvinnu sæmandi Bretum og beri því að hafa kosningar sem fyrst. Stefna verkamanna- flokksins. Á þingi verkarnannaflokksins í dag voru rædd kosningastefnu mál hans, og heldur hann fram ríkisrekstri og ríkiseftirlili í ýmsum greinum, t. d. á kola- framleiðslunni. Margir flutlu ræður og töldu kosningasigur vísan. Frjálslyndi flokkurinú mun boða til fulltrúafundar á næstunni, til þess að ræða mál- in. Þetta alt vekur ákaflega mikla athygli í Bretlandi. — Sýrland Framhald af 1. síðu mótmælaskyni í sólarhring, Bæði Sýrland og Libanon hefir skotið málum sínum til stjórna Breta, Bandaríkjamanna og Rússa, en þessi stórveldi höfðu viðurkent fullveldi landanna. Þá hefir málið og verið lagt. fyrir bandalag Arabaþjóða og hafa Irakmenn krafist þess að aðilarnir í því kæmu saman á fund. Arabar í Gyðingalandi höfðu í fyrradag allsherjarverkfall í samúðarskyni við Sýrlendinga og Lobanonmenn, en báðar eiga þessar þjóðir, svo sem kunnugt er, fulltrúa á San Francisco ráðslefnunni. Frakkar telja sig þurfa að auka lið sitt í þessum löndum vegna fyrirhugaðrar styrjaldar við Japana í Indo- kína. — Nokkurt breskt herlið er í Sýrlandi og fer það ekki þaðan fyrr en deilan er leyst, en samningar hafa lengi verið reyndir án árangurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.