Morgunblaðið - 23.05.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.1945, Blaðsíða 6
6 MOEGUNB L AÐIÐ I>riðjudagur 23. maí 1945. JlkmfpsitMftfeife Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. p.t. Jens Benediktsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10-00 utanlands. t lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Ósjálfbjarga þjóð ALDREI hefir það komið eins átakanlega í Ijós og ein- mitt nú, þegar siglingaleiðir eru að opnast á ný, hve hörmu lega við íslendingar erum staddir með skipakost og hve ósjálfbjarga þjóðin verður, ef ekki tekst hið bráðasta að afla skipa, bæði farþega- og vöruf 1 utningaskipa^ Þjóðin finnur það best nú hve stórfelt var skarðið, sem höggvið var í skipastólinn, þegar 'sökt var farþega- skipunum tveim, Goðafossi og Dettifossi. Hingað til hefir þjóðin ekki svo mjög fundið til þessa skipatjóns, vegna þess að stjc'rn Bandaríkjanna hljóp undir bagga, með því að leyfa íslendingum að nota flugvjelar hersins til ferða milli landanna, og með aðstoð leiguskipa hefir verið unt að annast brýnustu vöruflutninga. ★ Ept nú, eftir að Evrópustyrjöldinni er lokið. gerbrejdist viðhorfið og ný verkefni kalla að. Talið er að um eða yfir 200 íslendingar sjeu á Norður- löndum og bíði þess með ‘óþreyju að komast heim. ís- lenska ríkisstjórnin er boðin og búin, að greiða götu þessa fólks. Er helst í ráði að taka strandferðaskip og senda það út, til þess að sækja fólkið. Eimskip hefir ekkert farþegaskip, sem hefir rúm fyrir svo marga farþega. Eim- skip á nú aðeins eitt farþegaskip, Brúaríoss, en hann hefir mjög lítið farþegarými. Fossarnir báðir, Goðafoss og Dettifoss, voru ágæt farþegaskip, en þó engan veginn fullnægjandi. En eftir að bæði þessi skip eru horfin og "Eimskip hefir ekki tekist að fá neitt hentugt skip í þeirra stað, má telja að Eimskip sje algerlega bjargarlaust, að því er snertir flutning farþega. Þetta sýnir best hið hikla afhroð, sem þjóðin beið með missi fossanna tveggja. ★ , . Frá því að Eimskipafjelag Islands var stofnað, hefir það jafnan verið keppikefli forráðamanna fjelagsins, að þjóðin gæti orðíð þess megnug að annast sjálf allar sigl- ingar til landsins og frá. Að þessu marki hefir fjelagið kept alla tíð. Vissulega á það að vera metnaðarmál þjóðarinnar að .þessu marki forráðamanna Eimskips verði náð. Og ekki er ósennilegt, að nú væri komið nálægt markinu, ef jafnan hefði ríkt sá skilningur hjá ráðamönnum þjcð- fjelagsins, á hinu þjóðholla starfi Eimskips. sem var í öndverðu. En því miður — gat þetta ekki orðið. Hefir það mjög dregið úr eðlilegum vexti fjelagsins. Og nú er svo komið, að Eimskipafjelagið er mjög langt frá hinu setta takmarki. Þetta ber þó ekki að skilja þannig, að Eimskipaíjelagið hafi gefist upp. Síður en svo. Enn er fjelagið staðráðið í að ná takmarkinu. Og þá er líka vel farið, að einmitt pú er vaknaður skilningur þjóðarinnar á því, að Eimskip vinnur starf í þágu alþjóðar og að þeir menn vinna ill verk, sem reyna að draga úr vexti og viðgangi fjelagsins. Að undanförnu hefir Eimskip haft öll spjót úti við öflun skipa til landsins. Það hefir reynt að fá skip keypt. Það hefir reynt dð fá skip leigð. Og það hefir reynt að ná samningum um smíði nýrra skipa. Enn hafa þessar tilraunir fjelagsins ekki borið árang- ur, enda við margskonar örðugleika að etja. En Eimskipafjelagið mun ekki gefast upp. Það mun halda áfram að leita fyrir sjer um kaup hentugra skipa, eða fá skip leigð til bráðabirgða. Fjelagið mun einnig gera samning um smíði skipa, strax. og tækifæri gefst og ekki sleppa. neinum möguleikum. Þeir menn, sem sáu ofsjónum yfir gróða Eimskipafje- lagsins 1943, ættu nú að hafa öðlast skilning á því, að sá grcði kemur í góðar þarfir. Nú er ekki spurt, hvað skip kosti, heldur hitt: Er nokkursstaðar skip að fá? Eimskip veit um hina brýnu þörf þjóðarinnar og kaupir skip, hvar sem það er fáanlegt. Þjóðin væptir. þess, að sama gifta fylgi'Eimskipafie- laginu í þessu mikilvæga starfi og það fjekk í voggugjöf í upphafi. ‘ ‘ •< c ÚR DAGLEGA LÍFINU Rödd um safnanir. | G. Ó. SKRIFAR mjer: „Herra Víkar! Viljið þjer birta eftirfar- andi: íslendingar! í sambandi við þá miklu og almennu fjársöfn- un, sem nú stendur yfir og er driíin af miklum og margháttuð- um dugnaði til hjálpar þurfandi frændþjóðum, víl jeg minna yð- ur á, að hjer á voru landi er fjöld inn allur af þurfandi fólki, fólki, sem vantar húsaskjól, fólki, sem orðið hefir húsnæðislaust vegna ófriðarins og ólgu í fjármagninu. Nú vil jeg skjóta því að hinum dugandi fjáraflamönnum, sem safna hjer fje handa frændþjóð- um vorum, hvort þeir vilji nú ekki í beinu framhaldi af þeirri söfnun safna einni miljón eða tveimur í sjóð handa þessu þur.f- andi fólki, ekki til þess að gefa því fjeð, heldur til þess að byggja yfir það hús, selja því svo hús- in og halda svo áfram að byggja, þar til enginn Islendingur þarf að una við ljelegt húsaskjól eða skriða inn í aflóga hermanna- skála, eða annað ennþá verra hreysi. Það væri vel, ef ríkis- stjórnin vildi taka sömu afstöðu í þessu máli, eins og því, sem nú er efst á baugi“. — Þetta var brjef G. Ó. • Lofið þeim að skemta í friði. KUNNINGI hefir skrifað mjer um leik lúðrasveitarinnar á Aust urvelii og er brjef hans á þessa leið: ..Hversvegna fær ekki lúðra sveitin að skemta fólkinu í friði á Austurvelli? Allan tímann, með an mennirnir eru að leika, ekur heil halarófa af bifreiðum um- hverfis völlinn, blásandi og baul- andi, svo ekki heyrist í hljóð- færunum. Bærinn kostar þessar skemtanir að miklu leyti, því sjer hann þá ekki svo um líka, að hægt sje að njóta þeirra í næði? Það á að banna alla hif- reiðatimfe^rð kringum Austurvöll, meðan lúðrasveitin er að leika, og lögregluþjónarnir, sem standa við horn vallarins núna, þegar spilað er, gætu alveg jafnvel stað ið við göturnar, sem liggja að vellinum og stjórnað umferðinni þar. Það er alveg óþolandi að hafa ekki frið fyrir bílaöskri við að hlusta á lúðrasveitina, og svo er lika hitt, að bifreiðarnar, sem aka umhverfis völlinn, þegar ver ið er að spila, eru held jeg ekki í neinu sjerstaklega nauðsynlegu ferðalagi, þær fara venjulega hvern hringinn eftir annan, — fólkinu þykir þægilegra að sýna sig og sjá aðra út um bifreiða- rúðu, en með því að ganga á göt- unni, og svo er það kannske fínna, að láta sjá, að maður hafi efni á meiru en ganga á sínum fótum. En það getur bara ekið einhversstaðar annarsstaðar en umhverfis Austurvöll, þá sjaldan er verið að spila þar“. — Þannig var brjef kunningja, og tek jeg hiklaust undir það með honum, að bifreiðumferð á ekki að líðast við Austurvöll, meðan lúðrasveit ir eru að skemta mannfólkinu. • • Börnin og strætisvagnarnir. FRÁ S. G. hefir mjer borist brjef um hegðun barna í stræt- isvögnum. Er það á þessa lund: „Ótrúlegt þykir mjer, að nauð- syn beri til að setja lögreglu- mann í hvern strætisvagn, til að koma í vegi fyrir ólæti unglinga í vögnunum, eins og einhver stakk uppá nýlega. Aðhald vagn- stjórans og fullorðinna farþega ætti að vera nægilegt. Nefni dæmi þess, sem jeg hefi sjeð og heyrt: í fyrra var jeg í Gunnars brautarvagni, þar sem 2 eða 3 stálpaðar telpur höfðu sjer til skemmtunar að æpa og kalla til vagnstjórans, þegar hann var að fara frá viðkomustöðum, að hann þyrfti að bíða lengur, — það væru margir eftir að fara út um aftari dyrnar, enda þótt enginn hreyfði sig í þá átt. Svo skelltu telpurnar upp úr, þegar þeim tókst að láta vagninn nema stað- ar. En í þriðja skiptið stóð vagn stjórinn á fætur, tók þegjandi í axlir telpnanna og ljet þær út. Jeg sá það síðast til þeirra, að þær stóðu skælandi á götunni. • Farþegar geta hjáipað til. JEG SÁ eftir því eftirá, að jeg hafði ekki þaggað niður í telp- unum undir eins eftir fyrstu til- raun þeirra til að gabba bílstjór- ann. — Stöku sinnum síðar hefi jeg verið í strætisvagni, þar sem drengir voru með einhver ólæti. En þeir hafa hætt þeim jafn- skjótt og jeg fór að tala við þá um eitthvað, sem þeir höfðu á- huga á, — t. d. hver þeirra væri duglegastur í skólanum. •— Einu sinni aðeins varð jeg að skamma forsprakkann dálítið í hljóði áð- ur en lygndi. — Ef fullorðnir far þegar temdu sjer að þagga nið- ur öll ólæti unglinga eða barna í strætisvögnum, jafnskjótt og þau væru í uppsiglingu, og vagn stjórinn ljeti út þegjandi og um- svifalaust þá unglinga, sem ekki Ijetu sjer segjast, myndu öll þessi ólæti hverfa á fáum vik- um, ef ekki á fáum dögum. Það er ekki lengi að berast meðal unglinga, ef almenningur sýnir í verki, að hann vill engin ólæti hafa í strætisvögnunum“. — Jeg þakka S. G. þetta brjef, það sem hann stingur upp á, er vel frarn- kvæmanlegt, bara ef sjerhver fullorðinn telur það skyldu sina að sporna við þessum leiðu lát- um í vögnunum. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI Ýmsir leyndardómar slyrjaldarinnar í NÝÚTKOMNU hefti af Time er talað um ýms mál, sem leynd hafi verið yfir vegna styrjaldar- innar, en nú muni þá og þegar fást skýring á. Meðal annars þessi: Hver er hin sanna og rjetta saga um vináttusáttmála Þjóð- verja og Rússa sumarið 1939. Og um ákvörðun Hitlers að ráðast á Rússland? Og var þýska her- foringjaráðið andvígt rússnesku styrjöldinni? Hversvegna bygðu Þjóðverjar ekki fleiri kafbáta árin 1941 og 42, þegar baráttan um Atlants- hafið stóð sem hæst? Hversvegna gerði þýski loft- herinn þrálátar loftárásir á London, í stað þess að ráðast á borgirnar á vesturströnd Eng- lands? Því þar fóru fram hinir lífsnadðsynlegustu aðflutningar til landsins. Er það satt, sem sagt hefir ver ið, að þýskir vísindamenn hafi búið til olíu á efnafræðilegan hátt svo ódýrt, að hún varð ö- dýrari en olía úr olíulindum? Sje svo, þá hlýtur þetta að hafa geysimikil áhrif í framtíðinni. Hvaða ný vopn voru í tilrauna- stöðvum Þjóðverja, er þeir gáf- úst upp, sem nothæf geta orðið síðar meir? Hvernig fóru Þjóðverjar að því að halda stjórn og reglu í borgum þeim, sem urðu fyrir mestum loftárásum, lengur en Bretum af reynslu þeirra gat dottið í hug að sííkt væri hægt? Hvernig gátu Þjóðverjar kom- ist af án ýmsra efnivara, er þá vantaði? Hve mikið var mannfall Þjóð- verja í styrjöldinni? Urðu þeir fyrr uppiskroppa með nýliða en hergögn? Er ekkert eftir af andstæðing- um nazista, sem áður voru í Þýskalandi? Hve mikið særðist Hitler við banatilræðið 20. júlí 1944? Og hve víðtækt var samsærið gegn honum? Hverjum breytingum tók Þjóð- arsál Þjóðverja þau 12 ár, er nazistar rjeðu? ★ ENGINN hefir fengið eins fjölbreyttar andlátsfregnir eins og Hitler, segir í sama blaði. Hamborgarútvarpið sagði: „Hitler fjell í Ríkiskansellíinu í Berlín, þar sem hann var við herstjórn gegn Rússum“. Folke Bernadotte greifi, hinn sænski, sagði, og hafði það eftir Himmler þ. 24. apríl: „Hitler hefir fengið heilablæð- ingu, er hlýtur að hafa dregið hann til bana“. Dr. Hans Fritsche, fulltrúi Göbbels, er tekinn var til fanga, sagði: „Hitler hefir framið ' sjálfs- morð“. Útvarpið í Tokio sagði: „Hitler fórst í sprengingu, sem varð, þegar hann var að ganga niður tröppurnar í Kancelliinu í Berlín“. ParíSarpressan sagði: „Nazistaforingjar settu sprengju í neðanjarðarvirki Hitlers í Tier- garten, og þar tættist hann í sundur. Þetta gerðist 21. april. Þeh- höfðu lent í rifrildi við hann út af herstjórninni“. London Daily Express sagði: „Hitler er á leið til Japan í kafbát“. Stríðsfrjettaritari U. P., Ed- ward W. Beattie, er verið hefir 8 mánuði í fangabúðum í Þýska- landi, sagði: „Almenningur í Þýskalandi trúði því, að Hitler hefði drep- ist í sprengingum 20. júlí s.l.“. Rússneskir dátar rótuðu mikið í rústum Kancellísins í Berlín. til að leita að líki Hitlers, og fundu ekki. Dr. Fritsche sagði þeim, að líkið hefði verið falið svo, að það fyndist aldrei. En Rússar vildu halda leitinni áfram. Pravda sagði, að sama væri, hvort hann væri kominn norður og niður eða til einhverra felustaða hjá vinum sínum. Jafnt væri hann úr sögunni. Eh Rússar kváðust ekki linna látum fyrr en þeir vissu, hvar hann váeri eða hver hefðu orðið endalok hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.