Morgunblaðið - 23.05.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.1945, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. maí 1945, Anna Þuríður Kristjánsdóttir MÖRGUM hættir við að ijterða málsvant við mikil tíð- ihdi. En það þykir víst ekki því Ík frjett að ung kona, sem lif- ð hefir kyrrlátu lífi og enginn styrr staðið um falli í valinn eftir langvarandi, kvalafulla sjúkdómslegu. En mikil frjett er það og sár. Mannheimur er fátækari eftir. Einn kvistur þjóð íifsmeiðarins hefir slitnað upp með rótum. LandiS hefir mist eina perluna sína, því ein af þeim var konan unga, sem jarðsungin er í dag. Anna Þuríður Kristjánsdótt- ir var fædd í Reykjavík, þ. 3. júlí 1915 og dvaldi þar öll sín ár. Hún var af góðu bergi'brot- in. Faðir hennar Kristján, dá- inn fyrir rúmum tveimur ár- um, Hjartarson frá Auðsholts- hjáleigu í Ölfusi, Sigurðssonar, er þar bjó, Steindórssonar í Auðsholti og konu hans Arn- þrúðar Nikulásdóttur, silfur- smiðs sama staðar, en móðir Arnþrúðar var Anna Einars- dóttír Isleifssonar lögrjettu- manns á Suður-Reykjum. •— Kona Sigurðar í Auðsholtshjá- leigu var Guðrún Gísladóttir frá Reykjakoti Guðnasonar, hins merkasta manns. — Kona Hjartar var Anna Kristjáns- dóttir frá Sölvholtshjáleigu. •— Móðir Önnu sálugu var Sígríð- ur Björnsdóttur frá Bakkar- holtsparti, af góðum bændaætt um. Anna sál. ólst upp í föður- húsum þangað til hún giftist fi. 11. desember 1937 eftirlif- andi manni sínum Gísla Jóns- syni. Þau eignuðust einn dreng sem Ijest af hörmulegum slvs- förum á fjórða aldurs ári. — Eftir að hin ungu hjón höfðu stofnað sitt eigið heimili, varð það hlutskifti móðurinnar, að byggja það upp, en það mun henni hafa fallið vel og hjarta gæska hennar og smekkvísi fengið að njóta sín á heimilinu. En fyrr en varði dró ský fyrir sólu, þegar fram undan virtist bjartur og heiður ævidagur. — Hvíti dauðinn barði að dyrum og tók sjer ból í brjósti hinn- ar ungu húsfreyju. Á tímabili virtist, sem hún ætlaði að vfir- vinna hinn illa vágest, en þeg- ar sigurinn var unninn að því, sem sjeð varð, hóf óvinurinn nýja atlögu, sem endaði með l\linningarorð dauða hinnar ungu konu hinn 13. þ. m. Þetta er ekki ný saga, en þó er hún altaf að verða ný. Það eru altaf ný og hörmuleg tíð- indi þegar árgróðurinn fellur. Þegar þeir falla í valinn, sem vænlegir eru til mikilla dáða, einmitt á þeim tíma þegar lífs- starfið er að hefjast. Og Anna var ein af þeim, sem mikils og góðs mátti vænta af. Hún var góð. Hún átti svo mikla hjarta- hlýju, að hún mátti ekkert aumt sjá og altaf viðlátin að færa alt til betri vegar. Það eru slík gæði hjartans, sem gefa fyrirheit um dáðríkt lífs- starf. Af viðkynningu minni við hana get jeg ekki annað hugsað, en að allir sem kyntust henni hafi borið hlýjan hug til hennar. Það er ef til vill ofmælt að allir þeir, sem kyntust henni hafi orðið betri menn, en ekki kæmi mjer það á óvart þótt hún hafi skilið eftir góð fræ í hverri sál. Það er til svo hrjóst rugur jarðvegur að sólin megni ekki að kveikja í honum gróð- ur. Og ef til vill eru svo harð- svíraðir mannshugir til, að sól göfugrar sálar megni ekki neins um þá, en fáir munu þeir vera og helst vil jeg trúa að þeir sjeu engir. Jeg held, að alls- staðar hafi orðið bjartara og betra þar, sem Anna fór. Þótt syrti að með heilsumissi og hinu sviplega fráfalli litla drengsins hennar, sem mun hafa haft mikil bugandi áhrif á hana, átti hún innri sól, sem lýsti henni ýfir djúp vonleys- is og þjáninga síðasta áfang-’ ann í höfnina, þar sem hún hefir nú lent, þar sem allir lenda að lokum einn í dag og annar á morgun. Það er ekki hægt að segja margt, þegar menn eru hrifnir frá nýbyrjuðu dagsverki. En það er ekki af því að tilefnið vanti. Manni verður málsvant, orðfall. Hugsanirnar komast ekki í búning málsins fremur en líf hins liðna náði að kom- ast í búning farsælla dáða. — Það verður eftir einhver óm- ur af því, sem aldrei var sagt. Eins og minning um dag, sem rann með blíðu, sól og björtum fyrirheitum, en þokuþrungin ó- veðursský breyttu um hádegi í engan dag. Eins og minning um ljúflingsljóð, brot úr ljúflings- ljóði, upphafið, sem maður fjekk að heyra, fyrirheitið um það, sem aldrei rætist. Og þótt dauðaþokan hafi nú breytt lífsdegi hennar Önnu í nótt, í óort ljóð, lifir endur- minningin um bjartan ævi- morgun, hið yndislega upphaf á lífsljóði hennar, í minnum ástvinar hennar allra, aldraðr- ar móður, eiginmanns og sytsra eins og allra vina hennar og kunningja. Anna Var vorsins barn, sól- arsinni. Jeg get ekki hugsað mjer hana í sambandi við dimmu og dauða. Mjer finnst eins og vorið og síhækkandi sól hafi hrifið hana með sjer til ennþá hærri sólar og bjartara vors, og svo mun fleiri fara. S. E. Guðm. Ágúsbson skákmeisfari EINVIGINU um skákmeist- aratitil Reykjavíkur milli Magn úsar G. Jónssonar og Guðm. Ágústssonar lauk í fyrrakvöld með sigri Guðmundar. Tefldar voru 5 skákir, en sá, sem fyrr vann 3 heilar skákir, jafntefli ekki talin), bar sigur út býtum. Vann Guðm. 1., 4. og 5. skák, en 2. og 3. urðu jafn- tefli, hlaut Guðm. því titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 1945 — Björn Björnsson Pramh. af bls. 7. skutu með vjelbyssum hvern þarin, sem reyndi að flýja. Hin- ir ærðu fangar gátu einu sinni slökt eldinn, en Þjóðverjar kveiktu hann aftur með því að skjóta íkveikjukúlum á bensín- bleyttan hálminn. Mennirnir þyrptust að dyrunum og voru skotnir niður í hrönnum. Þeir voru gæfusamari en hinir, sem urðu eftir inni og sviðnuðu og brunnu hægt tilbana. Annar hinna eftirlifandi, sem jeg talaði við, hafði korriist undan með því að kalla á þýsku „skjótið ekki“, og hlaupa gegn- um eldlínuna. Hinn hafði orð- ið eftir í byggingunni, liggjandi á gólfinu nálægt rifu í veggn- um, sem hann andaði í gegnum. Daginn eftir, sagði hann, komu Þjóðverjarnir inn og skutu hvern þann, sem hreyfði sig eða sýndi nokkurt lifsmark. Hann lá hreyfingarlaus undir haug af sviðnum Hkömum í tvær nætur og einn dag. Þá komu Ameríkanarnir; þeir komu nógu snemma til að koma í veg fyrir, að Þjóðverjum tæk ist að grafa öll sönnunargögn um þennan hroðalega glæp. Meira en 500 lík, sem dysjuð hafa verið í skyndingu, hafa nú verið grafin upp. Eitthvað um 50 þýskir borg- arar voru neyddir til að koma og skoða þessar aðgerðir hers- ins. Alla hrylti við. Margir há- grjetu. Einn sagði: „Jeg skamm ast mín fyrir að vera Þjóð- verji“. En hrygð þeirra afmá- ir ekki glæpinn. Þessir menn, að minsta kosti, ættu að geta skilið það logandi hatur, sem öll veröldin ber til siðleysingja, sem geta framkvæmt svo hrylli legt níðingsverk. t MGLIMGUR Jeg hefi verið beðinn að iitvega röskan dreng, 10— | 14 ára,,á gott sveitaheimili yestur í Dölum. Hann þarf $ | helst að vera eitthvað vanur sveitastörfum. Þeir, sem kynnu að vilja athuga þetta nánar, tali við mig í dag kl. 6—7. JÓN SIGTRÝGGSSON, Garðastræti 36. § <*> ^^$*^<^<§>^<$><^<^<$><$><$><$><$><§>'§><$><$><$H$*§><$>‘^<$><$*^<§*$K$><§><$><§><$><$><$X$><§><£<§><$><$><§>/$><$><§><ÍÁ^ HUSEIGENDUR i Er byrjaður aftur á húsamálningu. Tek að mjer alls ;§ J> lconar húsamálningu. Georg Arnórsson málarameistari, Barónsstíg 14. FYRIRLIGG J ANDI: Umbúðarpappír, Sulphite í rúllum 20, 40 og 57 cm. Kraftpappír í rúllum 90 cm. Smjörpappír í rísum. Pappírspokar, allar stærðir. Eggert Kristjánsson & Co., hl *■■■■■■ m* ■■■■■ ■«■«■■■■ «ii«jönriprjpi«ji«««>öWTOAIUUOi« ■ ■ ■■wirr«« ■ X'9 5W Effir Robert Siorm /MR. öONUP.i.w? BOTH KNOW THAT THE COUNTRV & ROLUNö IN /bONEV,.. WAR-TIME MU5HROOM MIUJONAlREö ARE AT EVERY HAND ^ THERES N0THIN6 NEW UNDER THE 6UN- 3UT Td UKE TO SUööE^T A NEW WAV TO díkim C /Iki /11 n—roiAAtz I GRANTED THAT VOUR ^ j SCHEME WOULD CUCK, VOU ‘ HAVE AUDACITV TO THlNK THAT X WOULD BE A PARTV TO IT! Y i approacheo voy,eeoause .vn PuANS KEOUIRE INTELLI0ENT HEuP/ PERHAPð I BH0ULD 5EEK____ COME DACK TOMOREOW miGHT ! 1—2 Grímumaðurinn: Hr. Gonuf, við vitum, að gnægð peninga eru I landinu. Núna á strístímanum en jeg vil benda á nýja aðferð við gamlan glæp. 3—4) Klukkustund síðar. Eyrnalangur: — Jeg hem Grímumaður: — Jeg kom til þín af því, að jóg < irfti á aðstoð að halda, en ef til vijl er rjettara hefir miljónamæringunum skotið upp eins, og gor- geri alveg ráð fyrir, að ráðagerð þín heppnist, en að jeg Teiti hjálpar annarstaðar. Eyrnalangur. kúlum. Það er ekki til neitt nýtt undir sólinni þú ert óskammfeilinn að halda, að jeg taki þátt í Komdu aftur annað kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.