Morgunblaðið - 23.05.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.05.1945, Blaðsíða 10
1 ) \ 30 M 0 RfiUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. maí 1945. \ 8AIVIA SÓLARHRIIMG Eftir Louis Bromfield 47. dagur Einhvern veginn kannaðist hann við þessi orð — og hon- um varð rórra, en um leið fanst honum hann vera skelfing bjánalegur. Hann hafði verið undir það búinn að Ester væri í andarslitrunum. En hún virt- ist vera í fullu fjöri — fagnaði honum meira að Sfegja með Hann reyndi að segja eitthvað. gamalkunnum skömmum. — Hann hafði verið fastráðinn í því að falla á knje fyrir fram- an hana og biðja um fyrirgefn- ingu. En hann sá nú, að með því myndi hann aðeins gera sig hlægilegan — einkum og sjer í lagi, þegar frú Rothstein, móð- ir Izzy, var viðstödd, og virtist taka þessu öllu með spaklegri ró. Hann muldraði: ,,Hvernig gat jeg vitað, að þettá myndi bera að höndum í nótt? Hvernig gat jeg vitað það?“ Ester tók aftur að ganga um gólf. Pat fór úr frakkanum og hengdi hann fram á gang. -—• Ester hafði sjaldan verið eins falleg og núna, og hann hafði aldrei elskað hana eins mikið. „Finnur þú mikið til?“ spurði hann, þegar hann var kominn aftur inn. „Já — það kemur og fer —“. Frú Rothstein leit upp frá vinnu sinni, svipur hennar var sigri hrósandi. Konurnar áttu það sameiginlegt, að þær fæddu börn í þraut, og voru því, að vissu leyti, karlmönnunum fremri. „Enginn karlmaður myndi lifa af það, sem hún á nú fyrir höndum“. Pat sá, að þetta var ein þeirra staðhæfinga, sem karlmenn geta engu svarað, og þagði því. Frú Rotstein varp öndinni: ,,Já, ef þið karlmennirnír hefð- uð einhverja hugmynd um, hvernig þetta væri alt saman, mynduð þið ekki vera eins ljett úðugir í ástum ykkar“. Pat fjekk sjer sæti. Hann var vandræðalegur á svipinn. Hann var sjer átakanlega meðvitandi um eigið fá'nýti. Ester hjelt áfram að ganga: um gólf. Annað veifið nam hún staðar, greip utan um rúmgafl- inn og stundi þungan, en hjelt síðan af stað á nýjan leik. Frú Rothstein tók aftur til við hannyrðir sínar. „Hvað sagði Izzy um lækninn?“ „Hann sagðist mundu ná í hann. Jeg ætti ef til vill að fara og reka á eftir þeim?“ * „Það liggur ekkert á. Izzy nær áreiðanlega í hann. — Það er óhætt að treysta honum Izzy mínum. — Þú verður kyrr hjer. Má vera, að þú getir gert eitt- hvað til gagns. Það er engin á- stæða til þess að óttast, meðan amma gamla er hjer nærri. Hún heíý' hjálpað konum í barns- nauð alla sína ævi. Hún kann handtökin“. I þessu kom amman framan úr eldhúsinu. Hún var gömul og lotin í herðum — gekk nærri því hálfbogin. Augu hennar voru lítil og dökk, þrungin lífi, þótt hún væri nær hundrað ára gömul. Hún var fáklædd, hafði vafið um sig svörtu sjali, utan yfir náttkjólinn. Hárkollan var skökk á höfðinu, en án hennar hefði engin mannleg vera sjeð hana, nema maðurinn hennar sálugi — svo að þunnar, hvít- ar hártjásurnar hjengu niður í augun. — Hún ljet sem hún sæi Pat ekki. ' „Þú ættir að tylla þjer nið- ur, amma mín“, sagði frú Roth- stein. „Þú mátt ekki hleypa þjer í neinn æsing“. Svo sneri hún sjer að hinum og sagði hátt, eins og gamla konan - væri hvergi nærri: „Þetta fær svo mikið á hana. Það eru mörg ár síðan hún hefir verið við fæð- ingu — ekki síðan konan hans Manna átti tvíburana". Gamla konan staulaðist til Ester, lagði höndina á maga hennar og tuldraði eitthvað í barm sjer. Pat horfði á hana og braut heilann um það, hvort þetta væru einhverjar töfraþul- ’ur, sem hún væri að hafa yfir. — Honum fanst þetta ganga illa. Honum hafði aldrei komið í hug, að barnsfæðing stæði svo lengi yfir. Hann reis á fætur, fór fram í eldhús og náði sjer í vatns- glas. Þegar hann kom inn aftur, var amma gamla farin að segja sögu. Hún talaði lítt skiljanlegt hrognamál, sambland af he- bresku og brenglaðri ensku. Pat horfði án afláts á Ester, sem hjelt áfram að ganga um gólf — hlýddi aðeins með öðru eyranu á gömlu konuna. Hann skildi hvort eða var lítið af því, sem hún sagði. Sagan var um barnsfæðingu, og gerðist fyrir löngu síðan, í bænum Rosenkranzt, sem frú Rothstein sagði, að væri í Pól- landi. Það var óveðursnótt — eins og þessi nótt — og nokkrir rúss neskir hermenn ætluðu að hafa á brott með sjer gyðingastúlku — dóttur Rosenberg bæna- stjóra. Það höfðu orðið rysk- ingar, og tekist hafði að bjarga gyðingastúlkunni úr klóm her- mannanna, sem lögðu á flótta. En innan stundar komu þeir aftur, og höfðu þá safnað liði. Þeir tóku að kveikja í gyðinga- hverfinu og skjóta á gyðingana — karla, konur og lítil börn. I húsinu, sem amman bjó í, — hún var þá kornung stúlka, i skaut frú Rothstein inn í — var stór og mikill kjallari, og! presturinn kom með hóp af konum og börnum, sem hann faldi þar. Þegar þau höfðu komið sjer vel fyrir, lokaði hann hleranum í loftinu, fergði hann og fór sína leið. Alla nóttina hjeldu morðin og ■ ránin áfram — en konurnar og börnin kúrðu lafhrædd í kjall- | aranum. — Þegar líða tók að j óttu, fór elsta dóttir bænastjór- j ans, sem var að því komin að eiga barn, að fá hríðir, og amma ■ var sú eina, sem var heima í barnsfæðingum, og varð því að • taka að sjer að hjálpa henni. Fæðingin var erfið — barnið kom ekki í heiminn fyrr en um miðjan næsta dag. En amma gamla vissi, hvað hún söng, og bæði móðir og barn lifðu. — En enginn kom og opnaði kjallar- I ann, fyrr en seint um kvöldið, 1 og þá var móðirin dáin. — Þeg- ar konurnar komu upp úr kjall- aranum, sáu þær, að Rússarnir höfðu brent samkunduhús þeirra, og megnið af hinum húsunum i hverfinu, myrt feð- ur þeirra, eiginmenn, unnusta og bræður. — Þegar hjer var komið sögu var gamla konan komin í svo mikla geðrhræringu, að ógjörn- ingur var fyrir hana að halda áfram, svo að frú Rothstein varð að ljúka sögunni. „Það var faðir mannsins míns, sem fæddist á þessari ógnarnóttu. Hann kvæntist Sadiu, dóttur ömmu gömlu, sem fæddist tveim vikum síð- ar en hann“. Gamla konan var nú tekin að hrína hástöfum og Pat sá, að Ester leið verr en nokkru sinni, hríðirnar urðu stöðugt tíðari. Hann var kominn á fremsta hlunn að biðja kerling- una halda sjer saman. Hann varð að gera eitthvað, til þess að linna þjáningar Ester, en áður en honum hugkvæmdist nokkuð, heyrði hann ógurlegan skruðning fyrir utan • húsið, Hann lagði við hlustirnar. Það gat ekki verið bifreið læknis- ins, sem ljet svona hátt í. — En andartaki síðar var dyrun- um hrundið upp og inn kom læknirinn, með Izzy á hælun- Gamla konan hætti að hrína og læknirinn — kumpánlegur karl — sagði: „Góða kvöldið. — Hjer virðist alt vera í besta lagi“. Pat þrýsti hönd hans, án þess að segja nokkuð.og leit á Izzy. — Izzy glotti og sagði: „Bif- reið læknisins komst ekki leið- ar sinnar fyrir snjóþyngslum, svo að jeg fjekk lánaðan stóra flutningavagninn". Frú Rothstein ljómaði af móðurlegri hreykni og sagði: „Jahá — hann Izzy minn lætur nú ekki að sjer hæða. Hann er duglegur — og verður áreiðan- lega mikill maður einhvern- tíma“. 3. — Klukkan níu, morguninn eftir, voru dyrnar að húsi Pat Healy opnaðar, og frú Roth- stein kom út. Hún lyfti pilsun- um og tiplaði af stað. Hún þurfti að gefa Izzy morgunverðinn, áður en hann fór til vinnunn- ar. Amma hafði orðið eftir, ætlaði að vera hjá Ester, þar til hjúkrunarkonan kæmi, en Rosie Dugan, systir Pat, hafði lofað að borga fyrir hana. Litlu síðar kom læknirinn út, með litlu, svörtu töskuna. Hann sneri sjer að Pat, sem stóð nötr- andi í dyragættinn. „Nú er hún úr allri hættu. Hún þarf aðeins ró og næði. Jeg skal reka á eft- ir hjúkrunarkonunni“. Sigurgeir Sigurjórisson hœstaréttorlögmaður. Skrifstofutími 10-12 og 1— 6> ;æ Aðalstrœti 6 Simi 1043 Æfintýr æsku minnar Cftir JJ. C. ^LL eráen 65. minni háttar rithöfundunum, sem var ríkur maður og barst mjög á, bauð mjer að borða hjá sjer einn daginn. Hann sagði mjer þá, að út yrði gefið rit, sem Nýársgjöfin nefndist, og að hann hefði verið beðinn um skrifa í það. Jeg sagði, að um það hefði jeg líka verið beðinn, og hefði lofað útgefandanum kvæði. ,,Nú, það á þá hver skussinn að skrifa í þetta rit”, varð honum að orði, allreiðilega, og bætti við: ,,Ja, þá held jeg að jeg fari ekki að skrifa neitt handa þeim”. Það skiftir nú ekki miklu máli, þótt maðurinn segði svona nokkuð, og varla þess vert að minnast á það, en þetta fjekk ákaflega á mig, og var nóð til þess að gera mig þunglyndán í marga daga. Kennari minn bjó í Christianshavn, og jeg fót þangað tvisvar á dag og hugsaði þá ekki um annað en námið, en á leiðinni heim fannst mjer jeg frjálsari, hugsaði hvorki um lexíur nje lærdöm, en allskonar skáldlegar myndir flúgu um hugann, en engri þeirra kom jeg á pappírinn, fjögur eða fimm skemmtikvæði allt árið var það, sem jeg afkastaði á því sviði, það var rjett til þess að gefa til- finningunum útrás, eins og Bastholm sagði í brjefi til mín, því kvæðin ollu mjer minni erfiðleikum, þrátt fvrir allt, eftir að þau voru komin á pappírinn, heldur meðan þau voru að brjótast um í huganum. í september 1828 varð jeg stúdent, Öhlensláger var einmitt rektor háskólans þetta ár og rjetti mjer hendina og bauð mig velkominn sem háskólaborgara. það fannst mjer ákaflega þýðingarmikil athöfn. Jeg var þá þegar orð- inn 23 ára, en ákaflega barnalegur enn í allri framkomu og máli. Lítil saga frá þessum tímum getur máske gefið hugmynd um það. Rjett fyrir prófið sá jeg við miðdegis- verðarborðið hjá H. C. Örsted, ungan mann, sem var hljóð- ur og feiminn, jeg hafði ekki sjeð hann áður, hjelt hann vera ofan úr sveit. Jeg spurði hann blátt áfram: „Ætlið þjer í próf í vor?” — „Já”, sagði hann og brosti ofurlítið. „Það ætla jeg”. — „Og jeg líka”, sagði jeg og fór svo að halda langar hrókaræður um þenna mikilvæga atburð, Þegar fór að draga að stríðs- lokum í Evrópu langaði Hitler til að komast á snoðir um það, hvaða álit almenningur hefði á honum og stjórn hans. Hann dulbjó sig því og lagði leið sína niður í bjórkjallara í Berlín. — Hvaða álit hafið þjer á Hitler? spurði hann veitinga- manninn. — Uss! sagði veitingamaður- inn og lagði fingur á munn sjer. Við megum ekki tala hátt um þetta hjerna. Komdu með mjer hjerna niður í kjallarann, lagsmaður. Síðan leiddi veitingamaður- inn Hitler með sjer út um bak- dyrnar, niður þröngan stiga og niður í kjallara. Þegar þangað var komið, lokaði hann vand- lega á eftir sjer hurðinni og hvíslaði: — Jeg hefi mjög mik- ið álit á honum. ★ í blaði í Bandaríkjunum birt- ist eftirfarandi saga: „Það var einu sinni hermað- ur, sem var sendur í herþjón- ustu á Islandi. Hann hafði við orð, áður en hann fór, að hann skyldi ekki koma aftur, fyrr en hann væri búinn að fá að kyssa íslenska stúlku og skjóta ís- björn. Nokkru eítir komuna til íslands varð að leggja hann inn á spítala í Reykjavík, en þar sagði hann við fjelaga sinn: — Sennilega hefði jeg farið betur út úr því, að skjóta stúlk- una og fá að kyssa ísbjörninn. ★ Gamall Vínarbúi vakti ný- lega á sjer athygli með því að staðnæmast daglega fyrir fram- an dagblaðasölu og líta yfir frjettir á fyrstu síðum blað- anna, en aldrei keypti hann blað. Að lokum stóðst blaða- salinn ekki mátið og spurði gamla manninn, hvernig stæði á því, að hann læsi altaf forsíð- una, en keypti aldrei blað. — Jeg ætlaði bara að sjá, hver væri dáinn. — En dánartilkynningarnar eru ekki á forsíðunni, þær eru á 10. siðu, upplýsti blaðasalinn. — Sú, sem jeg er að bíða eft- ir, verður áreiðanlega á forsíð- unni, sagði sá gamli. ★ Viðskiftavinurinn: — Jeg keypti hjer egg í gær, og þegar jeg ætlaði að fara að borða það, kom í ljós, að það var ungað. Afgreiðslumaðurinn: — Það verður þá kr. 1.25 í viðbót við það sem þjer borguðuð í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.