Morgunblaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBlABíö Fimmtudagur 1. maí 1947 Útg.: H.Í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Rítstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgGarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsaon. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanland*. kr. 12,00 utan-lands. W Í lausasðlu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. 1. MAÍ í DAG ER 1. MAÍ, hátíðisdagur verkamanna um heim allan. Vinnustaðirnir eru auðir. Fólkið, sem vinnur störf sín í verksmiðjum, við höfnina og hverskonar erfiðisvinnu í borgum og bæjum, nýtur hvíldar heima á heimilum sín- um eða leitar út undir bert loft, sem vorið er tekið að milda einnig hjer í þessu norðlæga landi. ★ íslenska þjóðin skilur og metur störf verkamanna sinna. Þessvegna samfagnar hún þeim á hátíðisdegi þeirra. — Vinnan er grundvöllurinn að sköpun þjóðarauðsins. Þess íleiri hendur, sem beint eða óbeint starfa að framleiðsl- unni, þess meiri möguleika hefir þjóðin til þess að veita sjer þau lífsþægindi, sem menningarríki veitir borgurum sínum. Þessarar staðreyndar megum vjer gjarna minn- ast nú og oss er nauðsynlegt að minnast hennar. ★ íslenska þjóðin á mikið verk að vinna. Atvinnulíf henn^ ar er ennþá frumstætt og hún er skamt komin áleiðis í uppbyggingu lands síns þrátt fyrir örhraðar framfarir síðustu áratuga. Þetta starf krefst mikillar vinnu margra handa, enda þótt aukin tækni og vjelamensing hafi ljett mannshöndinni það. ★ Á þessu ríkir ekki fullkominn skilningur meðal ís- lendinga. Það er of margt fólk í dag á íslandi, sem hliðrar sjer hjá að vinna að þeim störfum, sem skapa þjóðarauð- inn, framleiðslunni til lands og sjávar. Yfirbygging þjóð- f jeíagsins er orðin of há og rismikil. Til þess að sannfær- ast um þá staðreynd, þarf ekki annað en kynna sjer hvað það kostar að stjórna þeim 130 þús. manns, sem landið byggja. Aukin mentun er þjóðinni nauðsynleg. En því fer f jarri að eðlilegt sje, að mentunin leysi menn undan þeirri skyldu að vinna, jafnvel að sjálfri framleiðslunni. íslensk æska getur ekki mentað sig til þess eins að setjast að á skrifstofum einkafyrirtækja eða hins opinbera. Þátttaka hennar í hinu starfandi þjóðlífi verður að vera önnur og meiri. Vjer verðum, eins og allar aðrar þjóðir að miða mentun hinnar uppvaxandi kynslóðar við það, að hún taki upp skapandi starf að skólagöngunni lokinni. ★ Flóttinn frá framleiðslustörfunum er þjóðarháski. — Ösin um skrifstofustöðurnar og umbúðastörfin er of mik- ii. Það vantar fleira fólk, sem vill fara á sjó, stunda bú- skap og iðnað. A afkomu og afköstum þessara atvinnu- greina veltur hið nýja landnám íslendinga. Af arði þeirra verður alt að byggjast. Það er hvorki hægt að byggja skóla, vegi, hafnir, brýr o. s. frv., nje veita sjer vaxandi lífsþægindi, án blómlegs atvinnulífs og framleiðslustarf- semi. ★ Þennan dag ber að minnast á fleira. Fyrsti maí er al- mennur hátíðisdagur verkamanna, allra verkamanna, hverjar sem skoðanir þeirra og viðhorf eru til þjóðfjelags- mála. En þessi dagur hefir verið og er misnotaður. Hinir sósíalistisku flokkar á íslandi, eins og víða annarsstaðar liafa gert hann að flokkspólitískum áróðursdegi, notað hann til þess að kynda elda stjettabaráttunnar, sem er meg inboðorð stefnu þeirra. ★ Sjálfstæðismenn byggja stefnu sína á gagnólíkum grundvelli. Þeir stefna að sköpun fulkomnara þjóðfjelags með samstarfi stjettanna, verkamanna og þeirra, sem framleiðslutækin eiga. Og þeir vilja stefna að því að eig- endur framleiðslutækjanna verði sem flestir, og þau sem fullkomnust. Samstarf stjettanna um þetta meginatriði er öruggasta tryggingin gegn atvinnuleysi. Fullkomnari avinnutæki, sköpún atvinnuöryggis, stjett með stjett; ér kjörorð Sjálfstæðismanna á hátíðisdegi verkamanna. UR DAGLEGA LIFINU Sómi að skákmönn- um íslands. ÞAÐ ER ÞVÍ MIÐUR ekki á mörgum sviðum, sem íslend- ingar skara framúr á alþjóða- mótum, enda varla við því að búast að fámenn þjóð hafi á að skipa afburðamönnum á móts.við miljónaþjóðirnar. En því meiri athygli vekur það þegar íslenskir íþróttamenn, hvort heldur er í andlegum eða líkamlegum íþróttum, standa sig vel erlendis. — Góð frammistaða íslendings á er- lendum vettvangi, er ekki ein- ungis honum til sóma heldur og landi hans og þjóð. íslenskir skákmenn hafa manna best staðið sig í kepni fyrir ísland á alþjóðamótum. Þeir vöktu á sjer athygli í Suð ur-Ameríku um árið, í Kaup- mannahöfn og nú síðast í Hastings í Bretlandi, er Guð- mundur S. Guðmundsson var einn af efstu mönnum í alþjóða skákkepni. Það hefir verið sómi að skák mönnum okkar hvar sem þeir hafa farið. a Smásálarskapur. ÍSbENSKIR SKÁKMENN eru eftirsóttir til kepni á erlendum skákmótum vegna þess hve þeir hafa staðið sig vel og er jafnan boðin þátttaka þegar eitthvað mikið stendur til í þessum efn- um Qg færustu menn hittast til þess að þreyta með sjer skák. En skákmenn okkar eru eng- ir burgeisar, sem geta leyft sjer lúxusflakk út um lönd fyr- ir eigin reikning og af þeim ástæðum sóttu þeir um 5000 króna styrk til hins háa Al- þingis til þess að geta sótt tvö skákmót erlendis, sem þeim hafði verið boðin þátttaka í. En Alþingi sýndi þann fádæma smásálarskap að neita Skák- sambandinu um þessar krónur. Hugleiðingar um ferðakostnað. ÞAÐ VAR EKKI STÓR upp- hæð, sem farið var fram á fyrir hönd skákmannanna. En það kom þvert nei. Og þessi neitun kemur sömu dagana, sem það er upplýst að Áki nokkur Jak- obsson, fyrverandi atvinnu- málaráðherra íslands hefir not að 3000 krónur af almannafje til að skreppa suður með sjó á rö,flfund. Ekki er vitað til að sá sómamaður hafi gert landi sínu gagn nje þjóð sinni sóma með flakki sínu, en hann not- aði nærri 20.000 krónur úr landssjóðnum til ferðalaga. Það væri ekki nema sann- gjarnt, að Áki þessi væri lát- inn borga íslenskum skák- mönnum fjórða hluta.af ferða- kostnaði. sem hann hefir gert sjer til þess að þeir gætu farið utan í sumar og gert garðinn frægan einu sinni enn. Kenslubifreiðarnar. FORMAÐUR Kenslubifreiða fjelagsins, Daníel Sumarliða- son hefir sent mjer línu útaf orðum, sem fjellu hjer á dög- unum, í sambandi við farar- tæki þeirra fjelaga. Hann heldur því rjettilega fram að nauðsynlegt sje fyrir ökukennara að fara með nem- endur sína í mestu umferðina. Það er alveg rjett, en það skað- að ábyggilega ekki að þeir hafi fyrst lært undirstöðuatriðin í bifreiðaakstri; svo kenslubíl- arnij: sjeu ekki hikstandi og hóstandi hjá þeim í mestu um- ferðinni. Daniel telur að tafir af kenslubílum á götunum stafi mest af því, að þeir einir aki á lögle^um hraða. Má vera. En nemendurnir hafa samt ekkert að gera út í aðalumferð ina fyr en þeir hafa lært und- irstöðuatriði í bifreiðaakstri. Kunna að setja vjelina í gang og stöðva bílinn. En því miður er svo að sjá, að nokkuð vanti á stundum, að það sje í lagi. • Bjöllur í strætisvagna. GÖMUL HUGMYND og góð. sem þó hefir aldrei komist í framkvæmd, er það að hafa bjöllur í almenningsvögnum, sem farþegar geta hringt, þeg- ar beir vilja að vagninn nemi staðar. Eins og er verða far- þegar að hrópa sig hása gegn- um vjelahávaða og samtöl ann- ara ef þeir vilja gefa bifreiðar- stjóranum til kynna, að þeir vilji fara út. Slíkar bjöllur eru auðveldar í meðförum og geta varla kost- að nein ósköp. — Það er Hafn- firðingur, sem að þessu sinni bendir á, að heppilegt væri til hægðarauka að koma þessari endurbót á í almenningsvögn- um. • Þarf að hverfa samt. KONAN, sem kvartar yfir skúrnum á vegamóturri Hrísa- teigs benti mjer á, að ekki væri það rjett. að tvö dauðaslys hafi orðið á þessu horni, heldur hafi þau slys orðið á horni Laugar- nesvegar og Sundlaugavegar. — Hitt sje rjett með farið, að þarna hafi orðið slys og skúr- inri er hættulegur fyrir um- ferðina og þyrfti að hverfa sem allra fyrst. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Sáitmáli sameinuðu þjóðanna. EINS og skýrt var frá hjer í blaðinu í gær, hefir upplýs- ingaskrifstofa sameinuðu þjóð- anna. efnt til alþjóðasamkepni um litmyndir, sem sýni á tákn- rænan hátt einhvern þátt úr markmiði S. Þ., eins og það er framsett í inngangi á sáttmála sameinuðu þjóðanna. Þar sem telja má líklegt, að almenning fýsi að vita. hvernig inngangsorð sáttmálans eru, birtir Morgunblaðið þau hjer á eftir: og ætlum í þessu skyni að sýna umburðarlyndi og lifa saman í friði, svo sem góð- um nágrönnum sæmir, að sameina mátt vorn íil að varðveita heimsfrið og öryggi, að tryggja það með samþykki grundvallarreglna og skipulags stofnun, að vopnavaldi skuli eigi beita, nema í þágu sam- eiginlegra hagsmuna, og að starfrækja alþjóðaskipu- lag til eflingar fjárhagslegum og fjelagslegum framförum allra þjóða, höfum orðið ásáttar um að sameina krafta vora til að riá þessu markmiði. Því hafa ríkisstjórnir vorar, hver um sig, fyrir milligöngu fulltrúa, er saman eru komnir í borginni San Francisco og lagt hafa fram umboðsskjöl sín, er reynst hafa í góðu og rjettu lagi, komið sjer saman um þennan sáttmála hinna sam- einuðu þjóða og stofna hjermeð alþjóðabandalag, sem bera skal heitið hinar sameinuðn þjóðir. ÚTVARPIÐ Inngangsorð sáttmála S. Þ. Vjer, hinar sameinuðu þjóð- ir, staðráðnar í að bjarga kom- andi kynslóðum undan hörm- ungum ófriðar,, sem tvisvar á ævi vorri hefir leitt ósegjan- legar þjáningar yfir mann- kynið, að staðfesta að nýju trú á grundvallarrjettindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafn- rjetti karla og kvenna og allra þjóða, hvort sem stórar eru eða sms^r f að skapa skilyrði fyrir því, að hægt sje að halda uppi rjettlæti og virðingu fyrir skyldum þeim, er af samning- um leiðir þg öðrum heimildum þjóðarjettar, að stuðla að fjelagslegum framförum og bættum lífskjör- ' um án frelsisskerðingar, UTVARPIÐ I DAG: 17,00 Dagskrá Alþýðusam- bands íslands: a) Ávörp og ræður (Hermann Guðmunds son, forseti sambandsins, Sverrir Kristjánsson, sagn- fræðingur. frú Ríkey Eiríks- dó+tir). b) Upplestur (Lárus Pálsson leikari). c) Samtöl (Gils Guðmundsson, Frið- fi/^pur Guðjónsson, Rósin- krans ívarsson, Ágúst Jós- efsson, Guðlaugur Hansson). 18,3G Barnatími (Þorsteinn Ö. Síephensen o. fl.). 19.30 Tónleikar: Vor- ög sum- . arlög. 20.30 Dagskrá Álþýðusarhband íslands: a) Ræðá (Jón RafnS son framkvæmdarstjóri). b) Leikrit: Þættir úr Sölku Völku eftir Halldór Kiljan Laxness (Leikstjóri: Þor- steinn Ö. Stephensen). ÚTVARPIÐ Á MORGUN: 20.30 Útvarpssagan: „Örlaga- brúin“ eftir Thornton Wil- der. III (Kristmann Guð- mimdsson skáld). 21,00 Strokkvartett útvarps- irss: Kvartett op. 12 í Es-dúr eftir Mendelsohn. 21,15 Erindi: Þegnarnir og lög- regl.an (Þórður Björnsson 22,00. Frjettir. 22,10 Symfóníutónieikar (plö* ur ): Tönverk éftir Brahn. 23,00 Dagskráxiok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.