Morgunblaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 5
• Fiiimitucli}gur; ,1- maí 1947 l >MtO:R!G U Tí B) L'A-iÐ I Ð ? 5 Rilstjórn: Landssambandsstjórn sjálfstœðisverkamanna og sjómanna. FYRSTIMAÍ - ópólitískur hútáðis- dugur verknmunna iiifmiiimit DAGURINN 1. maí á sjer nokkuð sjerstæða merkingu í hug- um íslenskrar alþýðu sökum þess, að þessi dagur hefir verið yiðurkendur og löghelgaður sem sjerstakur frídagur verkalýðs- ins og hefir hann um nokkur undanfarin ár verið haldinn hjer á landi hátíðlegur sem slíkur og er ekki nema allt gott um það að segja og reyndar eðlilegt og sjálfsagt að verkamenn hafi sinn Ejerstaka frídag, sem eingögnu er helgaður þeirra samtökum. Það mun og tíðkast víðs-f" yegar um heim, að verka- menn haldi þennan dag hátið- legan með því að taka sjer al- gert frí frá störfum. Þá er það að sjálfsögðu algjört hugð arefni verkamanna að þessi hátíðisdagur þeirra megi yerða þeim sjálfum og þeirra aðstandendum til sem mestrar gleði og sóma. En til þess að svo megi verða, má enginn ptjórnmálaflokkur leyfa sjer að nota þennan dag sem sjer- stakan pólitískan áróðursdag til framdráítar sínum flokki, því það hlýtur óhjákvæmilega að eyðileggja þann tilgang, sem þessum degi er ætlað að jnna af hendi, sem er sá, að dagurinn sje skemmti- og frí- dagur verkafólksins og helgað !ur hugðarefnum og hagsmuna málum stjettarinnar. i.róðursdagur eins flokks Þar sem innan verkalýðs- amtakanna eru menn af öll- ím stjórnmálaflokkum, verð- ir það að teljast sjálfsagt og' íðlilegt að þeir, sem skipu- eggja hátíðahöld þessa dags, ýni þá sjálfsögðu smekkvísi >g kurteisi við verkamenn að osa þá við allt pólitískt arg og uas á þessum hátíðisdegi icirra. En slíku láni hefur is- 'ensk verkalýðsstjett ekki ótt ið fagna. Frá þvi iyrst, er far- ð var að halda 1. mai hátíð- egan, hefur hann meira og ninna verið notaður sem sjer- ;takur áróðursdagur þess lokks, sem ráðið hefur mestu im stjórn Alþýðusambandsins. \ þeim tima, sem stjórn Al- lýðusamhandsins var í hönd- ,im Alþýðuflokksins var 1. nai helgaður Alþýðuflokkn- un, en eins og kunnugt er, ’jeðust sjálfstæðisverkamenn ill hart á þetta fyrirkomulag )g misnotkun á deginum, og jcrðu kommúnistar, sem þá roru tiltölulega fámennir slikt íið sama, og það með rjettu. 5vik kommúnista En svt hefst nýtt tímabil í ;ögu verkalýðshreyfinga rinn- u. Kommúnistar ná illu heilli ^firtökunum i stjórn verka- ýðssamtákanna, og meðan ;líkt var að gjörast voru ekki ;pöruð hin gullnu loförð. — Verkamönum voru gcfin glæst fyrirhcit um lýðræðislegt fyr- irkomulag í verkalýðsfjelögun um, öll pólitík skyldi rekin á dyr og verkalýðsfjelögunum eingöngu stjórnað með hags- muni verkamanna fyrir aug- um. Um efndirnar fór, eins og við mátti búast, frá slíkum mönum. Sjálfstæðisverkamenn gerðu sjer að vísu aldrei háar vonir um lýðræðishjal kommúnista, til þess höfðu þeir fengið allt of góð kynni bæði af starfs- háttum þeirra svo og af þeim mönnum, sem hafðir voru á oddinum. Þó töldu sjálfstæðis- verkamenn rjett að láta kommúnista sýna heilindi sín í garð verkamanna, og höfð- ust því ekkert að, því sjálf- stæðisverkamenn voru þess al- búnir að gjöra allt, sem i þeirra valdi stæði, til þess að 1. maí, hátiðisdagur verkalýðs ins, gæti farið fram með sem mestum glæsibrag, svo hann mætti verða verkamönnum til sem mestrar gleði og sóma, og að hann gæti jafnframt losað' verkamenn við hið pólitíska dægurþras, sem meira en nóg var af hina daga ársins. ís’cnski fáninn í staö þess rauða Svo rann upp hinn 1. maí hátíðisdagur, sem haldinn var undir stjórn kommúnista, og gaf hann þá þegar fyrirheit um það, hver mundi verða stefna þeirra í framtíðinni, og hvers skyldi vænta af þeim i •þesum málum. Dagurinn var fyrst og fremmst hápólitískur áróðursdagur fyrir Kommún- istaflolvkinn, og svo hefur ver- ið, sem vænta mátíi um þau 1. maí hátíðahöld, sem fram hafa farið siðan rauði fáninn rússneski hefur verið látinn sitja í öndvegi þennan dag. Hann hefur vérið langsam- lega mest áberandi i hópgöng- unni. fslenska þjóðfánanum hefur verið vikið til hliðar. Þó fiefði vist íslenskum verka- mönnum, nema kommúnist- um, verið kærara að ganga undir islenska fánanum. Þá hafa erlendir byltinga- ’söngvar vérið komntúnistum sætarjá rpunni til söngs þenn- an dag,- og hafa þeir mest ver- ið uotaðir, cú-islensldr ættjarð arsöngvar hafa aftur á móti kommúnistum síðar þótt söng- hæfir. f dagskrá Ríkisútvarpsins, sem helguð hefur verið degin- um, hefur verið teflt fram að- alleiðtogum Kommúnista- flokksins, sem hafa þrumað yfir háttvirtum hlustendum hápólitískar æsinga- og áróð- ursræður á rikjandi þjóðskipu- lagi, og inn á milli ræðanna hefur verið smeygt bvltinga- söngvum, líklega til þess að kynna lilustendum þá ættjarð arsöngva, sem koma skyldu, ef kommúnistar ættu eftir að ! ráða rikjum á fslandi. Sökum þesara óhæfilegu og óviðeigandi misnotkun komm- iinista á 1. mai, hefur sá hóp- ur verkamanna alltaf stækkað meira og meir, sem dregið hef ur sig í hlje frá þátttöku í há- tíðahöldunum, og er það vissu lega von, að svo sje. Hátíðisdagur frjálsborinnar íslenskrar aíþýðu Sjálfstæðisverkamenn vilja beita sjer fyrir því, að gjöra 1. maí að ópólitískum hátíðis- degi, sem miði að því, að lyfta hugsun verkafólksins frá önn- um og striti vinnudagsins. Að liðnum þessum hátiðisdegi bíður verkamannsins hin fjöldamörgu óle.ystu verkefni, sem krefjast skjótrar úrlausn- ar, og á því, að þau sjeu vel og samviskusamlega af hendi leyst, veltur öll velferð þess þjóðfjelags, sem við eigum við að búa. Við Sjálfstæðisverka- menn óskum þess, og \’ið eig- um kröfu á því, að sú ósk okk- ar sje tekin til greina, að þessi hátíðisdagur verkamanna sje fyrst og fremst hátíðisdagur, en ekki notaður sem pólitísk- ur flokksdagur til framdráttar : Kommúnistaflokknum eða nokkrum öðrum stjórnmála- flokki. En það virðist, að núver- andi stjórnendur verkalýðs- | samtakanna líti þar öðrum augum á, því þeir hafa lagt allt kapp á það siðan þeir tóku við stjórn samtakanna, að gjöra þau fyrst og fremst að hagsmunasamtökum Kommún istaflokksins, og hafa ekkert látið ógert til þess, að ná þvi marki. En takist sú ætlun þeirra að fullu, er þess skamt að bíða, að íslenskum verka- lýðssamtökum mistakðist það, sem mestu skiptir, að 1. maí sje sannur hátíðisdagur frjáls- í borinnar íslenskrar alþýðu. 11 iii i ii m ii iti ...................... - nm AVARP UM LEIÐ og sjálfstæðisverkamenn og sjómenn hefja útgáfu á sjerstakri sambandssíðu í Morgun- : blaðinu, sem eingöngu er helguð málefnum sjálf- stæðisverkamanna og sjómanna, óskar stjórn sam- bandsins efitir samvinnu allra sjálfstæðismanna og þá sjerstaklega verkamanna og sjómanna, svo að hægt verði að gjöra þessa sambandssíðu, sem best ur garði, til þess að hún geti sem best gegnt því hlutverki, sem henni er ætlað að inna af hendi, en það er helst hægt með því, að sem flestir sendi siðunni, til birtingar, greinar um þau áhugamál, sem efst eru á baugi hjá þéim á hverjum tíma. Með því að raddirnar verði sem flestar og komi sem viðast að hlítur einnig að fást betra yfirlit '■ um málin og þá afstöðu, sem sjálfstæðisverka- menn og sjómenn kunna að taka til þeirra. Stjórn Landssambands Sjálfstæðisverkamanna og sjómanna hefur nú í nokkurn tíma verið Ijós sú nauðs}rn að þessum samtökum væri helgað rúm : í aðalmálgagni Sjálfstæðisflokksins, Morgunblað- inu, sem er viðlesnasta blað landsins, og er hugs- að að síðan komi út einu sinni í mánuði hverjum. Tilgangurinn með þessari nýbreytni er sá, að kynna landsmönnum starf og stefnumál Sjálf- stæðisverkamanna og sjómanna, sem er meðal annars, að beita sjer fyrir lýðræðisfyrirkomulagi innan vei’kalýðssamtakanna, en eins og nú horfir málum, vantar mikið á að svo sje, og munum vjer leitast við að bæta þar úr eftir því sem föng eru á. Árið 1941 hóf stjórn Landssambands sjálfstæð- isverkamanna og sjómanna, undir forystu Her- manns Guðmundssonar, núverandi forseta Alþýðu sambands Islands, sem þá var stjórnarformaður Landssambandsins, útgáfu blaðs, er nefnt var „Lýðfrelsið“, og kom það út einu sinni i mánuði í eitt ár og náði talsverðri útbreiðslu. „Lýðfrelsið“ flutti einungis greinar um verklýðsmál og ræddi þau frá sjónarmiði sjálfstæðisverkamapna og hafði það mjög mikla þýðingu fyrir samtök sjálfstæðis- verkamanna og sjómanna. Þessari sambandssíðu er nú ætlað að gegna sama hlutverki og „I.ýðfrelsinu11. Stjórn Sambands sjálfstæðisverkamanna og sjómanna telur að sam- tökin hafi beðið við það mikinn hnekki, að horfið var frá því ráði, að halda áfram útgáfu á blaðinu „Lýrðfrelsi“ og hyggst nú að reyna að bæta úr því eftir því sem hægt er. Telur hún að sambandssíða í jafnfjöllesnu blaði sem Morgunblaðinu, ætti að bæta að verulegu leyti úr þeirri þörf samtakanna, að koma stefnu og áhugamálum sínum fyrir sem flestra sjónir. Þá væntum við þess að samherjar okkar um allt land sýni sambandssíðunni sama skilning og vel- vilja, eins og þeir sýndu „Lýðfrelsinu“ á sínum tíma, en það geta þeir best gert með því að senda greinar um áhugamál sin, og verði slikt gjört er vissa fengin fyrir þvi, að síðan nær þeim tilgangi, sem henni er ætlaður og leiðin til sigurs að settu marki greiöari. Axel Guðmumlsson, Meyvant SigurSsson, ísleifur Guðmundsson, Þorvarður Þorvarðarson, Ölafur R. Bjöfiisson. | Bankastræti 7. Simi 6063 i i s er miðstöð bifreiðakaupa. = i IMiMllllMIUIIIIM. «UMI*l{ll|lllllllinMIUI«^ll|IIIMMIII tl|IIIIIIIIIIIIIIIIIMIUIIIIIIIIIIIII|IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIMI|IIMIM MMIIMMIMIMIIMMMMIMMII' 111 ^IUIII IIIII1111IIIIII

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.