Morgunblaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 8
í j'. MiOjRQUIÍBL A.ÐIÐ ; r íF^mpit.udqgurj), mpí 1947 C ..tiVj/.jj ■; ggnr I I - ■■ ■ ■ Framli. af blfe. 2 rætt hafði við hr. Semenov hjer á landi óskaði. eftir að fá að tala við hr. Semenov, þá var honum tjáð, að hr. Semenov væri veikur svo að ekki væri hægt að fá að tala við hann. Stóð við það þegar síðast frjett- ist. Skýrslan, sem hvarf. En það er fleira, sem horfið hefir úr þessari sögu en hr. Sem enov, því að í atvinnumálaráðu neytinu finst ekki skýrsla samn inganefndarinnar hjer um við- töl hennar við hr. Semenov, hvort sem hv. fv. atvinnumála- ráðh. hefir viljað skjóta þessari opinberu embættisskýslu undir stól, eða hann hefir mislagt hana þar. Á þessum trausta grundvelli voru reistar fullyrðingar hæstv. fyrv. atvinnumálaráðh. um, að Rússar mundu vilja kaupa mest allar afurðir okkar á þessu ári. Málið tekið rjettum tökum. Það var fyrst eftir að núver- andi ríkisstjórn tók við, sem í alvöru voru teknar upp samn- ingaumræður við Sovjetríkin, enda höfðu rjett rússnesk stjórn arvöld skýrt frá í desember, að þau væru því samþykk, að íslensk samninganefnd kæmi til Moskva annað hvort í janúar eða í febrúar. Hitt kæmi ekki til mála, að rússnesk nefnd færi til Reykj avíkur. Þegar samninganefndin fór austur til Moskva höfðu menn enn ekki til hlýtar áttað sig á, að orð hæstv. fyrv. atvnnumála ráðh. um sölumöguleika austur í Rússlandi, voru fleipur eitt bygt á viðræðum við mann, sem ekkert umboð hafði til verslun- arsamninga, heldur hafði ein- göngu verið sendur hingað til að sjá um afskipun á fiski. Vegna þess, að menn gerðu 1 sjer þetta ekki nógu ljóst, voru þeir bjartsýnni en efni stóðu til. Samningaumleitanirnar austur í Moskva standa ennþá yfir og vegna þess að það er ósamrým- anlegt hagsmunum Islands að gera -þær á þessu stigi að um- ræðuefni í einstökum atriðum, læt jeg Áka Jakobsson eða aðra ekki ögra mjer til þess. En það mun ekki standa á mjer að gefa skýrslu um það mál alt, jafnskjótt sem efni standa til. Hitt má segja, að þeir samningar hafa gengið mjög erfiðlega. Rógburður kommúnista. Háttvirtir Socialistar hafa verið að læða því út meðal al- mennings, að ein af ástæðunum til þess sje sú, að ekki hafi verið nóg mark tekið á hr. Sem enov hjer á landi. Jeg hefi nú skýrt frá því, hvert mark Sovjetyfirvöldin sjálf tóku á samningaumleit- Ræða utanríkisráðherra unum hans og sýnir það, að hæstv. atvinnumálaráðh. Áki Jakobsson, hefir einmitt gert sig að óvenjulegu fífli og orð- ið íslensku þjóðinni til skamm- ar og skaða með því, að gera sjer ekki grein fyrir rjettu eðli málsins. Áhugi fyrir viðskiftum við Sovjetríkin. Þá sagði háttvirtur Brynj- ólfur Bjarnason í gær, að það' væri ekki vænlegt til samninga við Sovjetríkin ,að hafa mann í sæti utanríkisráðherra slíkan sem mig. Hið sama er í enn sterkara mæli notað í áróðri manna á milli og Áki Jakobs- son árjettaði það mjög í ræðu sinni. Sannleikurinn er þvert á móti sá, að jeg hefi frá fyrstu tíð haft mikinn hug á skiftum við Sovjetríkin. Jeg lagði mig fram sumarið 1943, að sem mest yrði greitt fyrir því að beint stjórn- málasamband yrði tekið upp á milli Islands og Rússlands, sbr. fundargerðir utanríkismála- nefndar frá því í júlí það ár. Jeg hefi ætíð talið það miklu skifta, að undir viðskifti íslend inga rynnu sem flestar stoðir. Háttv. Socialistaflokkur vill eingöngu hafa skifti við löndin í Austur-Evrópu. Jeg játa, að slíkt tel jeg ekki hyggilegt. Jeg tel rjett að dreifa viðskiftunum sem mest, sæta þeim bestu kjör um, sem fáanleg eru á hverj- um tíma en gæta þess þó, að á- vinna sjer traust og varanlega markaði. Mjer er þessvegna mjög ljóst, að það hefir mikla þýðingu fyrir ísland, að hafa gott verslunarsamband við Sov jetríkin. í þessu sambandi skiftir engu, þó jeg hafi aðrar stjórn- málaskoðanir en ráðandi menn Rússlandi. Ef Sovjetríkin ættu aðeins að hafa skifti við þær þjóðir, er hafa sömu skoð- anir í öllum efnum og sjálf þau, mundu þau vera mjög einangr- uð. Slíkt hefir þeim auðvitað aldrei komið til hugar, enda fer því fjarri að jeg trúi á hrak- spár kommúnista um yfirvof- andi heimsstríð eða óbrúanlegt djúp milli hinna lýðfrjálsu vest urvelda og Sovjetríkjanna. Jeg er sannfærður um að með nægri þolinmæði á báða bóga tekst ^að finna þar varanlegan grund völl samvinnu. Ekki síst þess vegna tel jeg sjálfsagt, að ís- lendingar hafi verslunarsam- band við Sovjetríkin sem önn- ur lönd. legir eða háttsettir menn í þjóð fjelaginu verið sendir ajistur þangað. Sannleikurinn eríá,‘-að Björn Ólafsson hefir átt sæti í samninganefndum bæði við Breta og Bandaríkjamenn, ein- mitt um þá samninga, sem grundv. lögðu að stríðsviðskift- um þessara þjóða við okkur og hafa því hina mestu þýðingu. Síðan hefir hann verið fjármála ráðherra Islands um tveggja ára skeið og er einn helsti mað- ur sinnar stjettar hjer á landi. Var því vart unt að finna virðu legri fulltrúa úr þeim hóp til slíkrar sendifarar. Fer því og fjarri, að rjettir aðilar rússnesk ir hafi látið uppi nokkra gremju yfir sendimensku þessa ágæta fulltrúa. Þvert á móti hefir einn nefndarmanna sagt mjer, að austur þar hafi Björn verið með höndlaður sem virðulegasti maður hinna útsendu fulltrúa, einmitt vegna fyrri embættis- stöðu sinnar hjer á landi. Lýsið. að ástæðan til ’þess að treglegar hefir- gengið með samnin^g^ð ina austur í Moskvk en' í%itg- landi, er einmitt sú, að Rússar hafa í heild boðið erfiðari kjör en Englendingar hafa sjeð sjer fært. Það er eina -— og aleina — ástæðan fyrir því, að þeir samn ingar hafa gengið treglegar en hinir. Þessi staðreynd, sem er óvjefengjanleg, sannar svo full komlega og unt er, að alt gamb- ur Áka Jakobssonar er stað- lausir stafir. Orsakir erfiðleikanna. Á hinu megum við ekki furða okkur Islendingar, þó að erfið- lega gangi um sölu á þeim af- urðum okkar, sem við heimtum hærra verð fyrir en fáanlegt er hjá öðrum þjóðum. Bæði Rúss- ar og Englendingar hafa átt í þeim raunum meðan á stríðinu stóð og eiga nú í slíkum fjár- hagslegum erfiðleikum vegna uppbyggingarinnar eftir stríð- ið, að ekki er von, að þeir gefi Þá breiðir háttvirtur Social- '■ okkur umfram verð fyrir vöru istaflokkur það út, að unnt okkar nje kaupi annað af okk- i Val í samninganefndina. Þá hafa háttv. Socialistar einnig fundið að því, að Björn Ólafsson var sendur í samninganefndinni austur til Moskva. Jafnframt finna þeir að því, að ekki hafi nógu virðu- hefði verið að ná hagkvæmari samningum við Sovjetríkin, ef þeim hefði verið boðið meira lýsismagn en gert var. Um það er því til að svara, að rússnesk yfirvöld hafa í samningunum austur í Moskva aldrei farið fram á hærri hundraðshluta af lýsismagni okkar en þeim var boðinn. Ásakanir þessar eru því gersamlega gripnar úr lausu lofti. Vitnisburður nefndarinnar. Fyrir liggur vitnisburður nefndarinnar, sem verið hefir að samningum austur í Moskva og hafði þá dvalið þar um nær tveggja mánaða skeið um ástæð una fyrir því af hverju samn- ingar gangi treglega. I skeyti nefndarinnar dags. 13. apríl s.l. segir hún: „Öll nefndin sam- mála tregða ná samningum sumpart mismunur verðhug- myndum aðilja sumpart ótti Rússa erfiðleika hagnýta ís- lenskar vörur. Þetta síðara á einkum við ísfisk saltfisk, auk varnings sem Rússar þegar neita að kaupa“. Þennan vitnisburð gefur m. a. nefndarmaðurinn hr. Ársæll Sigurðsson fyrv. formaður So- cialistafjelags Reykjavíkur, og verð jeg að ætla, að hann hafi á þessu öruggari þekkingu en rógtungur flokksbræðra hans hjer. Sócialistar segja nú, að í þann veginn sje verið að gera mjög óhagstæða samninga við Breta. Þeirri samningsgerð er eigi lokið enn og skal jeg þess végna ekki gera hana að um- ræðuefni að svo stöddu frekar en hina. Jeg vil aðeins skýra frá því, I ii§ ¥©riir i lim glæsilega happdrætti Hreyfils |v-v í/ 'v '•• '* • ••'' ■"•. 'f? j& f’JL -Á' 7 \ Enn er tækiíæri til aðKáuna mioaf ur en þeir hafa þörf á. Veit jeg ekki hvort íslenskum hagsmun um væri til framtíðar borgið með því að lifa þannig á bón- björgum annara. Sannleikurinn er sá, að ef af- koma okkar verður sæmileg í ár, þá er það eingöngu vegna þess, hversu síldarlýsið nú er eftirsótt vegna feitmetisskorts í heiminum. Það er vegna þeirr ar eftirspurnar sem við getum komið annari vöru okkar út, sumri a.m.k., enda þótt við verð um að heimta hærra verð en aðr ir gera. Slíkar söluaðferðir geta gengið eitt ár eða tvö. Til frambúðar eru þær ekki. Ef ný kauphækkunaralda og verðbólguvöxtur hefst, er stefnt í beina ófæru. Þeir, sem fyrir því standa eru vísvitandi að grafa undan lífsmagni ‘ at- vinuveganna. Að stofna til kreppu og atvinnuleysis. - Ræða Ólafs Tfprs ffötHJf Framh. af blá. 7 íuaö?, buy/fnorí jl-oörí 1 . ,fyrry.crandi ríkisstjómar^ og óskaði að það samstarf hjeldi áfram. í því ljósi koma stjórnarskift- in sem orðin eru undarlega fyr- r sjónir. Saga stjórnarskiftanna er kunn og skal jeg ekki rekja hana hjer að öðru leyti en því, að minna á, að út af ágreiningi er reis innan stjórnarinnar báð- ust ráðherrar Sósíalista laúsnar strax og Alþingi hafði sam'- þykkt hinn svokallaða flugvall- arsamning, og ákvað jeg þá að beiðast lausnar fyrir stjórnina alla hinn 10. okt. s. 1. Ágrein- ingur sá er þannig reis milli mín og Sósíalista var þó eigi magnaðri en svo, að allt haust- ið og fram í janúarmánuð s. 1. vorum við öðru hvoru að ræða um endurreisn fyrrv. stjórnar. Það mistókst þó sem kunnugt er. Ástæðan var fyrst og fremst sú, að Sósíalistar settu mjer viss skilyrði sem jeg taldi mjer ekki sæmandi að ganga að. Þegar jeg snemma í janúar tilkynnti herra forseta íslands að jeg hefði ákveðið að hætta tilraunum til stjórnarmyndun- ar, fól hann formanni Alþýðu- flokksins að reyna að mynda stjórn. Eftir 4 vikna ötult starf tókst honum það. Tel jeg mig mega fullyrða, að allur þing- flokkur Sjálfstæðismanna var mjög fús til samstarfs við Al- þýðuflokkinn. Hitt skal svo ját- að, að margir okkar voru afar tregir til samstarfs við Fram- sóknarflokkinn, og var jeg meðal þeirra. Samt sem áður ákváðum við að gera það, og bar jeg sjálfur upp tillögu um það, bæði í þingflokki og flokks ráði Sjálfstæðisflokksins. Jeg var því, og er, stuðningsmaður núverandi hæstv. ríkisstjórnar, og mun veita henni þann stuðn- ing til allra nytsamra starfa sem mjer er frekast auðið. ÍSTS Charlotta S. Albertsdóttir Minningarorð Á MORGUN verður hún bor- in til moldar þessi glæsilega og fag"ra kona, sem á unga aldri, heima á Páfastöðum, vakti að- dáun og umtal um gervallan Skagafjörð og víðar norðan- lands. Fram undir tvítugsaldur ólst hún þar upp meðal systkina » sinna, hjá foreldrunum, Albert bónda á PáfaStöðum Kristjáns- syni og konu hans, Guðrúnu Ólafsdóttur. Albert hefir verið annálað glæsimenni í bænda- stjett, lifir enn og ber aldurinn vel. Móðir Charlottu er aftur á móti látin fyrir allmörgum ár- um. Charlotta fæddist 30. desem- ber 1893, koma hingað til Reykjavíkur um tvítugsaldur og vann hjer um skeið við versl u-n fcðurbróður síns, Jóns heit- ins líallgríhissonar, <:T unni henni scm dóttur sinnl og buf hana oghag hetinar fyrir brjósti á. meðan hann li|ði. Hún hefði sómt sjer vel í hvaða tignarstöðu sem um hefði verið að ræða, vegna írábærrar prúðmensku, kurteisi og glæsi- leika í allri framkomu sinni. Eri'þö ChárlottuA'æri mjög annt 'uífi heiðuT'Sinn 4 hvívetria og vildi ekki vamm sitt vita, var Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.