Morgunblaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagui' 1. maí 1947 ■ -■ m m m.m ,a m - ■ ■■■■■ í Á HEIMILI ANNARAR íí■ & erhart 47. dagur Hann sagði: „Alt er í lagi. Sakadómarinn kom á lögreglu- stöðina um sama leyti og jeg. Hann sagðist ætla að koma hingað sem snöggvast til eftir- lits, en málinu er að fullu lok- ið. Þeir áttu ekki annað erindi við mig en spyrja mig um byss una“. Hann leit til Myru og mælti enn: „Webb vissi eitt'- hvað um hana, svo að þú hafðir þar rjett fyrir þjer. Hann fann kúluna, sem þú faldir. Willie hefir sennilega grafið hana upp, því að Webb fann hana ofan jarðar. Hann segist hafa rekið fótinn í hana og vitað undir eins að einhver mundi hafa grafið hana þarna. Og hann komst svo að þeirri rökrjettu niðurstöðu að einhver mundi hafa haft byssuna undir hönd- um“. Hann þagnaði og leit í kring um sig. „Það er kalt hjer. Hvers vegna lífgið þið ekki upp eldinn?“ Og svo gekk hann að arninum og ætlaði að bæta á eldinn. Alice sagði ósköp rólega: „Byssan er hjer. Myra hafði hana“. Fo'n sagði: „I guðs bænum Myra------- En Richard hafði ekki heyrt hvaS. þau sögðu. Hann hafði heldur ekki tekið eldtöngina. Það var eins og hann hefði skyndilega orðið að steingjörf- ing. Hann stóð grafkyr og ein- blíndi niður fyrir fætur sjer. Það var alger þögn í stofunni. Svo rjetti hann úr sjer og sner- ist gegn þeim. x Hann var gjörbreyttur mað- ur. Það var eins og hann hefði elst um mörg ár. Hann leit á Alice og mælti: „Hvað hefirðu gert nú?“ Svo gekk hann rakleitt að henni náfölur og ægilegur á svip. „Hvað hefirðu gert?“ þrum- aði hann. „Segðu mjer það undir eins“. Hún hnipraði sig saman í stólnum og hræðslusvipur kom á hana. Jeg hefi ekkert gert“, sagði hún. „Vertu ekki með neina lygi. Hvenær braustu Kupido? Gerð irðu það áður------“. Honum svelgdist hálfgert á af ákafanum. „Gerðirðu það áður en Mildred dó eða á eftir?“ „Nei, nei, eftir það — jeg gerðj henni ekkert — jeg snerti hana e'kki-----“. „Alice. segðu mjer satt. Jeg þekki þig þegar þú ert í þess- um ham“. Hún svaraði engu. Hann sneri sjer að Sam. Hann var en náfölur og það var skelfing og viðbjóður í svip hans. „Hefir hún unnið nokkrum mein, Sam? Hún er vís til alls þegar hún er í þessum ham — þá er hún djöfulóð. Segðu mjer: drap hún Mildred? Segðu mjer satt“. Sam sagði ekkert, en hann slcpti Myru og hönd hans fjell máttlaus niður. Myra horfði á hann og hann horfði á Alice eins og hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Myru undraði það ekki. Hún vissi að hann mundi þegar sjá sektarsvipinn á Alice, því að nú gat hún ekki lengur leynt þessu. Hún var æðisgengin á að sjá. Richard tók líka eftir þessu og sagði: „I herrans nafni Alice----------“. Sam sagði ósköp lágt: „Mig hefir altaf undrað þetta að Jack skyldi drepinn með fimm skotum, þegar eitt hefði nægt. Mig furðaði á því æði sem sýni lega hafði gripið morðingjann og jeg hefi oft velt því fyrir mjer hver gæti hafa farið í slík an trylling“. Hann þagnaði nokkra stund og síðan sagði hann hátíðlega eins og hann væri að kveða upp dóm: „Þú myrtir Manders. Þú skáust hann. Þá hefirðu litið út eins og þú lítur út núna“. Það var enginn efi á því að nú hafði hann uppgötvað sannleikann. Alice stóð á fætur. Hún rið- aði og skalf og æpti. „Mjer þykir vænt um að jeg drap hann. Mjer þykir vænt um að jeg skyldi drepa hana„. Svo snaraðist hún eins og hvirfil- bylur að Richard: „Þú hefir gert mjer þetta. Þú opnaðir augu hans. Jeg skal drepa þig“. í vitfirringsæði rjeðist hún á hann. Hann greip hana og hjelt henni fastri. Sam kom og ætl- aði að hjálpa honum. Þá sleit hún sig af Richard og rjeðist á Sam og ldóraði hann í framan. „Haltu höndunum á henni“, hrópaði Richard. „Reyndu að ná taki á höndunum á henni“. Einhver hafði komið inn í fordvrið og staðnæmst við dyrn ar á lesstofunni. Myra fann þetta ósjálfrátt, en hún gat ekki litið við, hún gat ekki haft aug- un af því, sem var að gerast. Alt í einu var eins og æðið rynni af Alice. Hún stóð graf- kyrr og ljet Sam halda sjer. Hún hóf upp höfuðið og horfði beint framan í hann. Og hún mælti með sinni skæru og hljómfögru rödd: „Sam, þú ert vinur minn“. Sam slepti tökum og hörfaði undan. Riphard sagði: „Varaðu þig __ __U Alice mælti enn í örvilnun og það var grátstafur í rödd- inni: „Þau eru bæði á móti mjer. Sam, eiginmaður minn og Myra. Þau vilja losna við mig. Þau hafa gert samsæri gegn mjer. Ó, Sam, Sam -----“. Richard greip um handleggi hennar, en hún vatt sig af hon- um í einni svipan. Hún hljóp til Sam og lagði hendurnar um hálsinn á honum. „Ó, Sam, þú hefir altaf elskað mig. Hefirðu ekki altaf elskað mig, Sam? Jeg hefi lesið það í augum þín- um, heyrt það á hljómnum í rödd þinni. Hjálpaðu mjer nú. Hjálpaðu mjer“. Hann sleit sig hranalega úr faðmlögum hennar og mælti kuldalega: „Jeg elska þig ekki. Enginn getur elskað þig, eins og þú ert inn við beinið“. UNGLINGA Vantar okkur til að bera Morgunblaðið til kaupanda. Hverfisgöfu Karlagafan Lindargafan Bráðræðishoif Skólavörðusfígur Grenimelur Við sendum blöðin heim til barnanna. Talið strax við afgreiðsluna, sími 1600. Verslunaratvinna Nokkrir menn óskast til afgreiðslu í kjötbúð. Til mála 4 geta komið þeir, sem að eins vilja vera yfir sumarið. — Umsókn, þar sem tilgreind er fyrri atvinna, merkt: — § M „888“, sendist afgreiðslunni fyrir 5. næsta mánaðar. É Æfintýrið um Móða llanga Eftir BEAU BLACKHAM. 21. En eitthvað fannst honum þó vanta þarna, og þegar hann leit í kringum sig, sá hann að hringekjan var ekki í gangi. Börn stóðu í kringum hana og störðu á trjehest- ana ósköp döpur í bragði, og Mangi sá á þeim, að þau áttu enga ósk heitari en að hringekjan yrði sett a£ stað. Því altaf er hringekjan uppáhald barnanna á svona skemmtistöðum. — Hvers vegna ætli hringekjan sje ekki í gangi, hugsaði Móði Mangi. Ekki getur það verið vegna hestanna tveggja, sem Finnigan gleymdi — ekki getur það hafa stöðvað hringekjuna. Hvað ætli sje annars að .... í sama andartaki kom lestarvörðurinn með Finnigan. — Þakka yður fyrir, herra vörður, sagði Finnigan, fyrir að færa mjer hestana. Þetta var ákaflega vel gert af yður, verð jeg að segja, og jeg er yður mjög þakklátur. En jeg er hræddur um, að þetta hafi lítið að segja. Hring- ekjan getur ekki gengið, sjáið þjer til, vegna þess að vjelin í henni er í ólagi. Finnigan tók úr vasa sínum stóran rauðan vasaklút með hvítum deplum og þerraði svitann af enninu. Finnigan dró upp vasaklútinn sinn. „Hindenburg“ sem brenni. Á heimsstyrjaldarárunum fyrri var reist mikið líkneski af Hindenburg úr trje í Berlín. Síðan var borgarbúum gefinn kostur á að reka í það nagla fyrir vissar upphæðir, sem síð- ar rynnu til hemaðarkostnað- arins. Voru naglarnir úr járni, silfri eða gulli, alt eftir því, hvað mikið var greitt fyrir þá. Alls voru IV2 miljón naglar reknir í líkneskið. — Nú hafa Berlínarbúar klofið líkneski þetta niður og notað það sem brenni. Vafasamur varningur. Nýlega komst upp um nokk- uð einkennilegan þjófnað. For- stöðukona pels-verksmiðju einnar dróg á tveimur árum til sín skinn, silki og annan varn- ing, sem„ þurfti til iðnaðarins, sem nam um 20.000 krónum. Þennan höfuðstól notaði hún síðan til þess að koma upp sinni eigin pels-verslun. BEST AÐ AUGLÝSA t MORGUNPT JVÐINTJ Vil kaupa fokhelt hús Uppl. sendist í póstliólf 185. ®*®<$>,®<S><®<$><®<®"®^>^^®<®<®3>^<®«®*®3x$,<®<®,<®<®‘®<5><®<®x®><$><®><®<®*®>3>S*®>3>®*®><®«®-$^><®>i Bðkhaldari Samviskusamur karlmaður, helst vanur bókhaldi, getur fengið atvinnu hjá gó.ðu verslunarfirma hjer í bænum. — Upplýsingar merkt: ,,Bókhaldari“, sendist Afgreiðslu Morgunblaðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.