Morgunblaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: ELDHÚSRÆÐA Bjarná SUÐ-VESTANÁTT. — Víða ailhvasst. Skýjað, en úrkomu- laust að mestu. Fimmtudagur 1. maí 1947 Benediktssonar á bls. 2 og ræ3a Ólafs Thors á bls. 7. Ávarp frá samtökum launastjettanna l.maí Frá samtökum launastjettanna, 1. maí-nefnd Fulltrúaráðs verklýðsfjelaganna í Reykjavík, Bandalagi starfsmannaí ríkis og bæja og Iðnnemasambandi Islands, hefir blaðinu borist eftirfarandi ávarp: 1. MAÍ fylkir alþýða allra landa liði til þess að bera fram. óskir sínar og kröfur, karína samtakamátt sinn, kynna bræðra- lagshugsjón sína og friðarvilja. í tuttugasta og fimta sinn heldur íslensk alþýða þenna dag sinn hátíðlegan. Á þessum aldarfjórðungi hafa sarrítök íslenskra launþega vax- ið að mætti og áhrifum, þau hafa verndað hagsmuni launastjett- anna, bætt kjör þeirra á margvíslegan hátt, og beitt sjer fyrir alhliða þjóðfjelagsumbótum. Á þessu tímabili hafa orðið stórfeldar breytingar og fram- farir í íslensku atvinnulífi, en þrátt fyrir það hefir verkalýður- inn orðið -eð þola atvinnuleysi á vissum tímum með þeim afleið- ingum er því fylgja. Á þessu sama tímabili hefir ísl. alþýðu einnig orðið ljóst, að' enginn þarf að búa við atvinnuleysi nje fjárskort, að unt er aðj tryggja atvinnu handa öllum og jafnframt menningarlegt-, fjár- hagslegt og stjórnarfarslegt sjálfstæði ísl. þjóðarinnar. Launastjettirnar hafa ekki skorast undan því að taka á sigk ábyrgð um lausn vandamálanna, nje hliðrað sjer hjá því að hafa forustu um framfaramál þjóðarinnar. Þær vilja enn einbeita- kröftum þjóðarinnar að alhliða nýsköpun í atvinnu og fjár- itagsmálum hennar á þeim grundvelli að trygð sje rjettlát skift- ing þjóðarteknanna. Launastjettirnar munu ákveðið styðja hverja þá ríkisstjórn, sem lætur hagsmuni ísl. alþýðu sitja í fyrirrúmi, leggur byrð- arnar fyrst og fremst á gróðastjettirnar, afnemur óheilbrigðan milliliðagróða, vinnur marksvisst að nýsköpun atvinnulífsins, en hindrar að fjármagnið sje dregið frá framleiðslu og framkvæmd- um, sem skipuleggur utanríkisverslunina, tryggir sem hagkvæm- ust innkaup og sem öruggasta markaði fyrir útflutningsfram- leiðslu þjóðarinnar, í sem flestum löndum. Launþegasamtökin telja brýna nauðsyn bera til að samvinna takist við aðrar vinnandi stjettir til sjávar og sveita gegn vax- andi dýrtíð til þess að koma í veg fyrir fjárhagskreppu, atvinnu- leysi og hrun atvinnulífsins, samvinnu um að skapa blómlegt atvinnulíf í landinu, sem er grundvöllur að sjálfstæði þjóð- arinnar. Reykvísk alþýða, þetta tekst ef þú ert einhuga, ef þú trúir; á landið þitt, mátt þinn og megin. Lifi samtök alþýðunnar. Fyrir bættum kjörum alþýðu til sjós og lands. Fyrir jöfnum samningsrjetti til handa öllum stjettarfjelögum, Fjárhagslegt og atvinnulegt lýðræði. Fjármagnið í framleiðslu og framkvæmdir. Fyrir sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. ísland frjálst. Lifi ísland. Málverkasýning Magnúsai Þórarinssonar MÁLVERKASÝNING Magnúsar Þórarinssonar í Lista- jnannaskálanum verður opin úi þessa viku. Hjer að ofan er Ijósmynd af einu málverkinu á sýningunni. Er það „Vetur á Snæfellsnesi“. frolleg feri íslenskra blaiaana fil Svf|i|óiar Gautaborg 26. apríl. VIÐ íslensku blaðamennirnir sem ferðustum um Svíþjóð í boði sænska utanríkisráðuneytisins komum hingað til Gauta- borgar í gærkvöldi, eftir mjög lærdómsríka ferð um Skán. Frá því við stigum á sænska grund í Málmey kl. 2 e. h. á mið- vikudag þ. 23. apríl, má segja að við höfum verið bornir á hönd- um. Ferðin hefir að því leyti verið nokkuð erfið að við höfum að heita má frá morgni til kvölds verið að skoða merkilega staði og hlusta á frásagnir manna um eitt og annað sem máli skiftir ýmist viðvíkjandi menr.ingarsögu Svía, eða atvinnuvegum þeirra og hinni nýjustu tækni. Síftustu dómar í landhelgisbrota- málinu GUÐBRANDUR ÍSBERG sýslumaður á Blönduósi hef ur nú kveðið upp dóma í máli tveggja síðustu bátanna erj teknir voru í landhelgi hjer á dögunum norður á Húnaflóa Skipstjórar á bátum þessum voru dæmdir í 18 þúsund kr. sekt samtals. Ekki sannaðist það við rarín sókn málsins, að bátarnir hefðu verið að veiðum, en báðir voru þeir með ólöglegan umbúnað veiðarfæra í landhelgi. Skipstjórinn á mb' Nirði EA 767, Brynjólfur Jónsson, var dæmdur í 12 þús. kr. sekt. — Ekki voru afli eða veiðarfæri gerð upptæk með dómnum. Jón Guðjónsson, sem er skip' stjóri á mb Njáll EA 750 var dæmdur í 6000 kr. sekt. Hvorki afli nje' veiðarfæri voru gerð upptæk með dómi sýslumanns. Símaverkfallinu í Mew York lakiS New York í gærkv. FJÖGUR sjálfstæð símastarfs mannafjelög, sem í ,eru 37.000 meðlimir, hættu í dag verk- falli sínu hjá New York Tele- phone Company. Verkfall þetta hefur staðið yfir í 24 daga, en meðlimir símafjelaganna.fá nú fjögurra dollara kauphækkun á viku. Fimm önnur fjelög, sem í eru 19.000 manns, eru enn í verkfalli. — — Reuter. FVRSTI IMAl SAMTÖK launastjett- anna hafa sent blaðinu á- varp til alþýðunnar, sem birtist á öðrum stað í blað inu í dag — 1. maí — á hátíðisdegi verkalýðsins. I þessu ávarpi er farið almennum orðum um hugðarefni launastjett- anna og baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. Er eðlilegt, að 1. maí helgist slíkum sjónarmiðum. Eftir er nú aðeins að vita, hvort kommúnistar ganga enn á það lúalagið við hátíðahöldin í dag, eins og svo oft áður, að misnota hátíðahöld stjetta samtakannna til áróðurs sinni pólitísku flokkslínu. Skyldi engum lýðast slík skemdarstarfsemi og ó- virðing við stjettasamtök þjóðarinnar á hátíðum þeirra. Þessu atriði ætti almenningur að gefa gaum í dag, því að með rjettu mati almennings á þessu efni skapast hátíða- höldum stjettanna sú virð- ing, sem þeim ber. ---- hægt að rekja það sem fyrir okkur hefir borið. Hópur manna frá Publientklúbbnum og ferðafjelagi Svíþjóðar tók á móti okkur og vorum við með þeim alt til kvölds í besta yfir- læti. Við gistum í Málmey um nóttina, skoðuðum bæinn, eink um hinar nýju byggingar, sem þar hafa verið reistar hin síð- ari ár, og bera nýjan svip. En forystumaður á sviði bygging- anna þar er arkitektinn Eric Sigfr. Person. Leikhús þar ný- reist er víðfrægt fyrir nýtísku snið. í Lundi. Daginn eftir vorum við í Lundi, skoðuðum háskólann og fleiri stofnanir, þjóðminjasafn ákaflega merkilegt o. fl. En fór um síðan í heimsókn til Svalöf. Þar hafa verið reknar víðtæk- ustu og merkilegustu jurtakyn bætur á Norðurlöndum. For- stjóri ræktunarstöðvarinnar, Ákermann prófessor, hjelt fyr- irlestur fyrir okkur, þar sem hann skýrði frá framþróun stofnunarinnar og starfi. En síðan voru okkur sýndir marg- ir merkilegir hlutir. Dásamleg hagnýt vísindi eru þar rekin. Á fimtudagskvöld ókum við til Helsingjaborgar. Fulltrúar frá bæjarstjórninni tóku þar á móti okkur til kvöldverðar. Helsingborg skoðuð. Þar vorum við langa stund fyrri hluta dags. Blaðamenn á staðnum buðu okkur til há- degisverðar. En síðan fórum við með íulltrúum frá bæjar- stjórn og blöðum í skoðunar- ferð um borgina og hið fagra umhverfi hennar. Að henni lok inni lögðum við af stað til Gautaborgar og komum hingað kl. 10 á föstudagskvöld. Hjeðan fórum við til Karl- stad á sunnudagskvöld. Utanríkisráðuneytíð í bauð. Eins og lesendunum mun vera kunnugt er það hið sænska utanríkismálaráðuneyti sem hefir boðið okkur blaðamönn- unum í ferð þessa. Frá hendi þeirra sem undirbúið hafa ferð ina hefir verið lögð áhersla á, að við gætum fengið sem mest kynni af atvinnu- og menn- ingarlífi Svía. Það vantar ekki að mikið ber fyrir auga og eyra í þessari' ferð sem bæði er fróðleg og skemmtileg. En ferða áætlunin er nokkuð ströng, til þess að geta haft fullt gagn af því öllu. Sænskir blaðamenn. í borgum þeim, sem við höf- um verið, hafa blaðamenn haft tal af okkur, til þess að spyrja um eitt og annað að heiman. En sumum þeirra hefir fundist við vera heldur þungir í taum- inn, og við vilja lítið' segja í stuttu máli. Því reynsla er fyr- ir, að eitt og annað getur skol- ast til, þegar ókunnugir spyrja í fijótheitum. SundfjelagiðÆgir tuttugu ára í DAG ERU tuttugu ár lið in síðan Sundfjelagið Ægir var stofnað hjer í Reykjavík. Það var gert 1. maí 1927. Síðan hefir fjelagið unnið mikið og ötult starf í þágu sundíþróttarinnar og ætíð ver ið þar í fylkingarbrjósti. Fyrsti formaður fjelagsins og formaður þess í nær 15 ár var Eiríkur Magnússon, bók- bindari, en núverandi formað ur þess er Þórður Guðmunds son. Aðalkennari fjelagsins til 1941 var Jón Pálsson, en síðan hefir Jón D. Jónsson verið það. Ægir minnist afmælis síns í Tjarnarcafé í kvöld og gef ur auk þess út myndarlegt afmælisrit. Afmælissundmót hefir fjelagið þegar haldið. Danskur forstjéri gefur veglega fjár upphæð J. C. MÖLLER, forstjóri t Kaupmannahöfn og nokkur dönsk firmu hafa nýlega gefið kr. 13.557, sem ætlast er til að notaðar verði í þágu þeirra, sem tjón líða af Heklugosinu, Fjárhæð þessi hefur verið inn- borguð til sendiráðsins í Kaup- mannahöfn og mun ríkisstjórn in úthluta henni þannig að hún komi þeim, sem fyrir ijóni hafa orðið, að sem bestum notum. LONDON: — Prestur nokk- ur ur í Killarney, Southern Queensland, ljest á kirkjutx'öpp um sínum nokkrum mínútum eftir að hann hafði prjedikað um lífið eftir dauðann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.