Morgunblaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1947, Blaðsíða 2
m&mm MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 1. maí 194/, UM VIÐSKIFTASAMNINGANA Ræða Bjarna Benediktssonar utan- ríkisráðh. við eldhúsdagsumræðurnar Það er sjaldgæft að verða í lifandi lífi aðalsöguhetjan í reyfara, sem er uppspuni frá rótum, eins og jeg var í skáld- sögu Aka Jakobss. hjer áðan og er það sannarlega ánægja fyrir svo óskáldlega persónu sem mig, lítinn og lágkúrulegan, að svona mikið skuli við mig haft, og, mun það vissulega veita mjer ótalda ánægju í daglegu striti, að jeg skuli verka svo eggjandi á ímyndunarafl Áka Jakobssonar, að hann skyndi- legá verður mesti reyfarahöf- undur; sem setið hefur á Al- þingi. Mjer vinst ekki tími til að rekja lið fyrir lið öll ósann- indi háttvirts þingmanns, og skál aðeins vikja að örfáum atriðum. Vanræksla Aka á flugvellinum. Um flugvöllinn vil jeg að- eins segja það, að útlendingar þeir, sem þar starfa, eru að öllu leyti háðir umsjá útlend- ingaeftirlitsins og sækja um dvalarleyfi hjer jafn-harðan. Liggur mikill fjöldi slíkra um- sókna nú fyrir dómsmálaráðu- neytinu og hefi jeg ekki látið afgreiða þær, vegna þess að jeg vil fá yfirlit um fjölda þess ara manna og starfsgreiningu áður en dvalarleyfin verða end anlega veitt. Að svo miklu leyti, sem enn kann á að vanta, að búið sje að koma öllu í rjett horf af ís- lands hálfu á Keflavíkurvell- inum, þá er það fyrst og fremst sök Áka Jakobssonar. Hann vanrækti undirbúning þessa máls í ráðherratíð sinni og gerði núverandi stjórn þar með erfiðara fyrir. Að öðru leyti er það flugmálastjórinn, sem vanrækt hefir að gera stjórn- inni aðvart, ef þarna er eitt- hvað öðru vísi en vera skal. Mega þeir Áki og Ellingsen mín vegna deila um hvors sök- in sje meiri. Það skiftir mig litlu. Heimsókn Marshalls. Þá gerði Áki Jakobsson það að árásarefni á mig, að jeg hefði að næturlagi farið suður á Keflavíkurvöll til að heilsa upp á utanríkisráðherra Banda ríkjanna, Marshall, og taldi það úrslitasönnun um óhæfni mína til að vera utanríkisráð- herra. Minstu máli skiftir, að ráð- herrann kom hjer að kvöldi en ekki um nótt. Sýnir það að- eins, að jafnt er sagt ósatt um smátt sem stórt. Það er góður og gamall ís- lenskur siður að heilsa gestum, sem að garði ber, ekki síst. ef boð hefir komið á undan þeim. Sendiráð Bandaríkjanna til- kynti mjer, að ráðherrans væri von og var það þá jafnt í sam- ræmi við íslenska sem alþjóð- lega hæversku að taka á móti honum, er hann stigi á íslenska grund. Hitt vil jeg að segja, að jeg var ekki í amalegum fjelags- skap að hitta Marshall, því að kvöldinu áður hafði hann ein- mitt setið í dýrðlegum fagnaði með sjálfum Stalin austur í Kreml. Var þar veitt af mikilli rausn og tuttugu minni drukk- in. Veit jeg, að Áki Jakobs- son mundi hafa unað sjer vel í því hófi, enda mundi hann áreiðanlega ekki hafa þurft að kvíða því að vera rukkaður fyr ir það áfengi, sem hann hefði þar tekið út. Eitt dæmi um óstjórn Áka. Vegna ummæla Áka Jakobs- sonar um viðskiftasamningana við Rússa og framkomu mína í þeim, skal jeg rekja það mál nokkuð ítarlega og sýna fram á lið fyrir iið, hversu fullyrð- ingar hans eru haldlausar. Jeg mun ekki gera það af skáld- legu hugarflugi eins og Áki Jakobsson talaði áðan, heldur halda mjer við staðreyndirnar einar eftir því, sem þær óvje- fenganlegar birtast í skjölum þeim, er í Stjórnarráðinu liggja. En af þeim má marka framkomu Áka Jakobssonar í einu og öllu. Hún hefir öll ver- ið á hinn sama veg og kemur fram í skiftum hans af við- skiftasamningunum við Rússa. Upphaf afskipunarmanna. * Það er upphaf þessa máls, að á s. 1. hausti komu hingað 6 fulltrúar úr utanríkisviðskipta- ráðuneyti Sovjetríkjanna, að því er segir í brjefi Sovjetsendi ráðsins hjer dags. 19. septem- ber 1946, og er þá tilkynnt, að þeir hafi komið til Islands um sinn í sambandi við afskipun á íslenskum fiskútflutningsvör- um til Sovjetríkjanna. Hæstv. fyrrv. atvinnumála- ráðherra, Áki Jakobsson, hefir auðsjáanlega haldið, að úr því að menn þessir voru frá hinu stjettlausa ríki Sovjetsambands ins, stæði á sama, hvort um væri að ræða menn, sem sendir væru til að sjá um útskipun á þegar keyptum fiski, eða út- senda samninganefnd til milli- ríkjaviðskipta og hóf þegar í stað samningaumleitanir um frekari verslunarviðskipti við þessa afskipunarfulltrúa og rit- aði þeim brjef, dags. 21. sept., þar sem teknar eru upp við- ræður um kaup Sovjetríkjanna á ísuðum fiski. Nokkrum dög- um síðar ítrekaði utanríkisráðu neytið þessi tilmæli til Sovjet- sendiráðsins hjer og spurðist fyr ir um, hvort þessi viðskipta- nefnd mundi vilja kaupa fleiri íslenskar vörur en þegar áður hefði verið samið um. Sovjet- sendiráðið svaraði þessu um hæl með brjefi dags. 3. október, og tilkynnti, að tilboð íslend- inga mundi verða sent áleiðis til hlutaðeigandi stjórnarvalda í Sovjetríkjunum. Síðan bætir Sovjetsendiráðið orðrjett við í íslenskri þýðingu: „Sendiráðið telur rjett að nota þetta tæki- færi til að nefna, að Sovjetfull- trúarnir, sem eru' nefndir í brjefi yðar, komu til íslands til að taka á móti íslenskum fisk- framleiðsluvörum í samræmi við viðskiptasamninginn11. Rjett stjórnarvöld rússnesk gátu eigi látið skýi-ar uppi en þetta, að afskipunármenn þess- ir væru hjer eingöngu í þeim tilgangi, en alls ekki komnir til að gera nýja verslunarsamn- inga. Þrátt fyrir þessa ábend- ingu Sovjetsendiráðsins og þrátt fyrir það, að hæstvirtum ráðherra barst ekki svar við brjefi því, er hann hafði sjálf- ur skrifað nefndinni 21; sept., var hæstvirtur ráðherra Áki Jakobsson ekki að baki dottinn um þessar samningaumleitanir sínar. Hann átti áframhaldandi viðræður við formann þessar- ar nefndar, mann að nafni hr. Semenov. Jafnframt útvegaði hann sjer skýrslur hjá Lands- sambandi útvegsmanna og Sölu miðstöð hraðfrystihúsanna um það verð, sem þessar stofnanir teldu líklegt, að fá þyrfti fyrir framleiðslu útvegsmanna á þessu ári. Áki afhcndir trúnaðarplögg. Þessar skýrslur voru honum sendar með brjefi dags. 16. og 17. október s. 1. og strax sama dag, eða hinn 17. október, send- ir hæstvirtur ráðherra þessar skýrslur áleiðis til herra Semen ovs. En þeim mun varhugaverð- ara var að nota skýrslur þessar þannig, þar sem þær voru auð- vitað samdar til leiðbeiningar fyrir íslenska samningsaðila við erlend stjómarvöld og alls ekki til þess löguð á þessu stigi að koma þeim í hendur, svo sem á daginn kom, því að þeg- ar lögin um ábyrgðarverð á fiski voru síðar sett, þá reynd- ist verð það, sem íslenska stjórnin varð að taka ábyrgð á, miklum mun hærra heldur en verðhugmyndir þær, sem ráð- herrann setti fram við herra Semenov í októbermánuði. Má nærri geta, á hvern veg slík vinnubrögð voru til þess löguð að greiða fyrir síðari samningum við' Sovjetríkin, þegar miklu hærra verðs varð að kiæfjast. Þ. e. a. s. ef þessi plögg frá hæstvirtum ráðherra hafa nokkru sinni komist til rjettra aðila, svo sem ætla verð- ur, þó að þeir að öðru virtust lítt hirða um skifti hr. Semen- ovs af þessu máli. Fvrst er glappaskotið gert. — Síðan skipuð nefnd. Fyrst eftir að. hæstvirtur at- vinnumálaráðherra Áki Jakobs son hafði lagt þennan vænlega grundvöll fyrir samningsgerð við Sovjetríkin, skipaði hann hinn 23. október þriggja manna nefnd til þess að ræða við herra Semenov, og aðra fulltrúa ríkis stjórnar Sovjetríkjanna, um sölu á íslenskum sjávarafurð- um. (í nefnd þessa voru skip- aðir Ársæll Sigurðsson, for- maður, Ólafur Jónsson og Einar Sigurðsson). Daginn eftir átti nefndin fund með herra Semenov og spurði hann þá hvaða vörur Sovjetríkin hefðu áhuga á að kaupa af íslending- um á næsta ári og hvaða magn af hverri vörutegund. Herra Semenov kvað þau hafa áhuga á mörgum útflutningsvörum íslendinga, en þó einkum þeim, er að neðan greinir, og í þeirri röð, sem þær eru hjer taldar: 1. lagi síldarlýsi, 2. lagi saltsíld, 3. lagi þorskalýsi, 4. lagi hraðfrystum fiski, 5. lagi ísuðum fiski, 6. lagi saltfiski, 7. lagi söltuðum hrognum. Minnsta magn, sem Sovjet- ríkin teldu sig geta sætt sig við af síldarlýsi og saltsíld væru % af framleiðslunni en helst vildu þau fá keypta þessa framleiðslu alla. Ef samningar tækjust um það, mundu þau jafnframt vilja taka það, sem vjer þyrftum að selja af öðr- um vörum. Herra Semenov tilkynnir, að hann hafi ekki umboð. Herra Semenov sagðist vilja undirstrika það, að hann hefði ekki umboð til samninga, held- ur hefði honum aðeins verið falið að leita tilboða, sem hann mundi síma til Moskva. Þar mundi svo verða tekin afstaða til þeirra og þá væntanlega út- nefnd samninganefnd með fullu umboði. Hr. Semenov kvað Sovjetríkin hafa hug á því, að viðræðum væri hraðað og ósk- aði að fá sem fyrst að vita hug- myndir Islendinga um magn og verð hinna þriggja tegunda, sem fyrst eru taldar hjer að framan. Mánudaginn 28. október var svo haldinn fundur í utanríkis- ráðuneytinu að tilhlutun for- sætis- og utanríkisráðherra Ólafs Thors, sem stýrði fund- inum. Þar voru mættir, auk for- sætisráðherra og fulltrúa í utanríkisráðuneytinu, níu menn frá ýmsum greinum sjávaraf- urðaframleiðslunnar, þar á meðal 2 nefndarmanna, þeir Einar Sigurðsson og Ólafur Jóns son. Auk þessara voru mættir tveir menn frá innflutnings- versluninni. I lok þessa fundar lýsti forsætisráðherra yfir því, sem niðurstöðu fundarins, að fulltrúar íslenskra framleið- enda væru fúsir til þess að hefja nú þegar viðræður og samningaumleitanir við full- trúa ríkisstjórnar eða verslun- arstofnana Sovjetríkjanna um viðskipti milli landanna. Hins- vegar óskuðu þeir ekki að nefna verð eða magn fyrr en samningar hæfust við menn með umboði, en hann fyrir sitt leyti óskaði, að það gæti orðið sem fyrst, helst innan viku eða svo. Best teldi hann, ef samn- ingar gætu farið fram hjer á landi, en þó væri það ekki nein krafa. Bað hann þá nefndar- menn, sem mættir voru á fund- inum, að tilkynna hr. Semenov þessa niðurstöðu fundarins. Herra Semenov fer og kemur ekki aftur. Daginn eftir tilkynntu nefnd armenn hr. Semenov þessa nið- urstöðu og ummæli forsætis- ráðherra. Hr. Semenov spurði, hvort hann mætti síma þessi ummæli forsætisráðherra til Moskva og bera hann fyrir þeim, og svöruðu nefndarmenn því játandi. Hann kvaðst þá mundi gera það. Bjóst hann við að það mundi taka nokkra daga að fá svar að austan, en hann mundi láta nefndina vita þeg- ar er svar kæmi. Fleiri fundi hafði nefndin ekki með herra Semenov. Néíndin skrifaði hæstvirtum fyrrv. atvinnumálaráðherra brjef dags. 13. nóvember, þar sem hún tilkynnir, að hr. Sem- enov sje nú farinn til Englands og muni ekki koma aftur fvrr en eftir hjer um bil hálfan mán uð. Segir nefndin að lokum, eftir að hún hefir rakið gang málsins: „Nú er nefndinni kunnugt um, að útgerðarmenn og frysti- húsaeigendur eru orðnir óþolin- móðir að bíða eftir lausn þess- ara mála, og má segja að það sje að vonum þar sem nú ýtir hver tíminn öðrum er vertíð stendur fyrir dyrum. Eigi að’ bíða eftir komu hr. Semenovs frá Bretlandi, — en hann kvaðst mundu koma hingað þaðan, — dragast allar viðræð- ur a. m. k. um tveggja vikna skeið, eins og áður er sagt. Nefndin hefir því komið sjer saman um, að beina því til yðar, herra atvinnumálaráðherra, hvort ríkisstjórnin mundi ekkl telja rjett, að leita eftir því með milligöngu utanríkisþjónust- unnar, að þessum málum verði hraðað svo sem unnt er“. Eftir þetta hefir ekki heyrst frá hr. Semenov svo vitað sje. Hann svaraði nefndinni aldrei þeim skilaboðum og tilboðum, er hann hafði fengið í hendur og hann ljet aldrei sjá sig fram ar hjer á landi. Áður en herra Semenov fór af landi brott, hef- ir hæstv. fyrrv. atvinnumála- ráðherra Áki Jakobsson, þó skýrt frá því, að hann hafi átt samtal við sig hinn 9. nóvem- ber og sagt, að þá væri svar frá Moskva komið og máliö væri í athugun. Síðan hefir sem sagt ekkert spurst til hr. Semenovs. Afstaða yfirvaldanna í Moskva Ekki gerði fyrv. atvinnumálá ráðh. Áki Jakobsson gangskör að því eins og nefndin bað um, að óska þess að utanríkisráðu- neytið tæki mál þetta upp. En ráðuneytið gerði það engu að síður að eigin hvötum í des. og þegar sendifulltrúi íslands í Moskva samkv. tilmælum ut- anríkisráðuneytisins grenslaðist þá eftir því, hvað meðferð þess ara tilboða íslendinga liði, skýrði rjettur aðili honum þar svo frá, að viðræðurnar milli Semenovs og atvinnumálaráðu- neytisins hefði að sínu áliti at$ eins verið lausleg viðtöl til a<5 kanna jarðveginn, enda væri Semenov ekki fulltrúi Sovjet- stjórnarinnar heldur aðeins starfsmaður hjá vcrslunarstofn uninni Exportkleb. Og þegar íslenska samninganefndin aust- ur í Moskva eða Ársæll Sig- urðsson fulltrúi í henni, serrt Framh. á bls. 8 j i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.