Morgunblaðið - 05.09.1957, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.09.1957, Qupperneq 1
 Franskir bændur undir- búa allsherjarverkfall XU—104 á Keflavíkurflugvelli. Fyrsta rússneska farþega- þotan vakti mikla athygli ÞAÐ RÍKTI eftirvænting i gær á Keflavíkurflugvelli. A.lls staðar þar sem maður kom, var spurt: — Hvenær skyldi hún koma? Flestir svöruðu og sögðust ekki vita, aðrir þóttust vita, að henni hefði seinkað. Hennar væri aftur á móti von upp úr há- deginu. En hver var þessi „hún“, sem dró að sér athygli manna á Keflavíkurflugvelli, bæði íslendinga og Banda- ríkjamanna? — Jú, það var rússneska farþegaþotan af gerðinni TU—104, sem var á leið til New York með 40 starfsmenn rússnesku sendi • nefndarinnar á næsta Alls- herjarþingi. Þegar fréttamaður Mbl. kom suður á flugvöll í gærmorgun, var honum sagt, að flugvélin hefði verið lengur í Lundúnum en ætlað var í upphafi og mundi sennilega ekki koma fyrr en upp úr eitt, síðan var komutíminn ákveðinn 13.55. Bandarískur orustuflugmaður sat í biðsalnum og skýrði félögum sínum frá því, að rússneska vélin mundi ekki vera lengur en iy2 tíma frá Lundúnum til Keflavíkur, en blaðamaðurinn, sem var orðinn margs vís um flug þetta, gat leiðrétt hann: ferðin mundi taka þrjár klukkustundir. Upplýsing- ar þessar fékk hann á skrifstofu íslenzku flugumsjónarinnar. Þegar komutími vélarinnar nálgaðist, mátti sjá, að óvenju- mikið var um að vera á Kefla- víkurflugvelli. Starfsmenn flug- þjónustunnar þurftu í mörgu að snúast, engin mistök máttu eiga sér stað, fyllsta öryggis varð að gæta. Að vísu' er öryggis alltaf gætt á Keflavíkurflugvelli til hins ýtrasta, en í þetta skipti var um óvenjulegt flug að ræða, ekki einu sinni víst, hvort flugmað- urinn væri nógu vel heima í ensku eða alþjóðlegu flugmáli. Um allt varð að hugsa. Skömmu fyrir klukkan hálf tvö litum við inn í flugturninn og fengum að fylgjast með því, sem fram fór á milli flugum- ferðastjóranna og rússneskú flugmannanna. Bogi Þorsteins- son yfirflugumferðarstjóri var á vakt með starfsmönnum sínum og það var augljóst, að þeir höfðu nóg að gera. — Þeir eru yfir Vestmannaeyjum núna, sagði Bogi, þegar við heilsuðumst, og svo bætti hann við: — Það hlýt- Framh. á bls. I Ljósm. Mbl.: G. Rúnar. Áslandið í Sýrlandi skapar hættu fyrir allar frjálsar þjóðir WASHINGTON, 4. sept. (Reut- er) — Ástandið í Sýrlandi er mjög alvarlegt, ekki aðeins fyrir þjóðirnar í nálægum Austurlönd- um, heldur fyrir allan hinn frjálsa heim. Þannig mælti Loy Henderson aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, er hann lenti í Washington heimkominn eftir för sína til nálægra Aust- urlanda, en þangað fór hann sem sérstakur fulltrúi Bandaríkja- stjórnar. PARÍS, 4. sept. — Dagurinn í dag varð dimmur fyrir stjórn Bourgés-Maunoury. Hefur and- spyrnan nú eflzt mjög gegn efna hagsmálaúrræðum Gaiilard fjár málaráðherra. Er nú útlit fyrir að jafnskjótt og þing kemur saman missi stjórnin meirihlutavald sitt og verði þegar að fara frá. Raunasaga stjórnarinnar hófst í dag, þegar Bændasamband Frakklands samþykkti tillögu um að allir meðlimir þess skyldu berjast fyrir hækkun landbúnaðarafurða. Var og sam þykkt að skipuleggja allsherjar- verkfall bænda um allt Frakk- land og stöðva afhendingu af- urða til að mótmæla efnahags- málastefnu stjórnarinnar. Verð- ur skorað á fulltrúa bænda á þingi að greiða atkvæði gegn stjórninni. Næst samþykkti miðstjórn íhaldsflokksins, sem hefur 103 þingmenn algera andstöðu við efnahagsmálaaðgerðir stjórnar- innar. Lýsir flokkurinn því yfir að hann styðji fullkomlega kröf- ur bænda um hækkað verð á landbúnaðarafurðum. Þá afturkallaði verzlunarráð Frakklands fyrri yfirlýsingu for- manns ráðsins um stuðning við Gaillard fjármálaráðherra. Seg- ir ráðið að formaðurinn hafi gef- ið sina yfirlýsingu í heimildar- leysi. Samtímis er ráðizt harð- iega að stjórninni fyrir það að hún hafi skert svo verzlunarágóð ann, að hagnaður verði enginn og minni en það hjá fjölda fyrir- tækja. Svo ráku kommúnistar lestina. En miðstjórn þeirra samþykkti vítur á stjórnina fyrir að skerða lífskjörin. Krefjast kommúnistar þess, að þing verði hið bráðasta ltallað saman. Þessir atburðir gera það að verkum, að það er ekki aðeins ó- víst að Gaillard fái þingmeiri- hluta með efnahagsmálatillögum sínum, heldur benda fremur allar líkur til þess að stjórn Bourgés- Maunoury hafi meirihluta þings- ins á móti sér og verði vantraust samþykkt á hana jafnskjótt og þing kemur saman. Fyrirætlað var að franska þjóðþingið kæmi saman hinn 17. þessa mánaðar, en margt bendir til þess að Bourgés Maunoury verði tilneyddur að flýta sam- komudeginum. Okyrrð í Suðurríkjunum þegar svertingjabörn fá aðgang að skólum BIRMINGHAM í Alabama 4. sept. — Kynþáttaóeirðir hafa orðið víða í Suðurríkjunum i sambandi við það að skólaár byrjaði í gær og er nú reynt að „Ný stöðvun framundan í atvinnu- og efnahagslífinu Hallareksfur hjá ríkis- sjáði og útflutningssjó&i Timinn lýsir öngfaveiti sem við blasir MÁLGAGN forsætisráðherra vinstri stjórnarinnar, Tíminn, lýsir því yfir í gær, að algert öngþveiti blasi nú við í atvinnu- og efna- hagsmálum þjóðarinnar. Megi vænta greiðsiuhaila hjá ríkinu og hinum nýstofnaða útflutningssjóði. Ný stöðvun sé framundan i atvinnumálum ef ekki verði gripið tii nýrra og róttækra ráðstafana. Alia þessa erfiðleika kennir blaðið aflabresti á vetrarvertíð og síldarvertíð fyrir Norðurlandi. Aliur almenningur i landinu veit hins vegar að orsökin er ekki síður algert úrræðaleysi vinstri síjórn- arinnar gagnvart ölium vanda, er að þjóðinni hefur steðjað. „Gjaldeyrisskortur heldur einnig hvernig tryggja eigi þessum aðilýum hallalausan rekstur í framtíðinni. Verði þetta ekki gert bíður ný stöðvun fram- undan í atvinnu- og efnahagslíf- inu“. og „veru- iegur halli hjá útfiutningssjóði“ Tíminn kemst m.a. þanmg að orði um þessi mál í forystugrein sinni í gær: „Afleiðingar aflabrestsins á vetrarvertíðinni og síldveiðunum segja að sjálfsögðu til sín á marg- an hátt. Ein örlagaríkasta afleið- ingin er að sjálfsögðu sú, að gjald eyrisafkoman verður mun lakari en ástæða var til að gera ráð fyrir í uphafi ársins. Þetta dregur úr innflutningi og má því telja vist, að tekjur ríkisjóðs og útflutnings- sjóðs verði allmiklu mi.mi en gert var ráð fyrir. Vel getui því farið svo að nokkur halli verði hjá ríkissjóði og verulegui halli á útflutningssjóði“. „Ný stöðvun framnndaii" Tíminn segir Siðan að þetta muni skapa ný vandamál, sem stjórn og þing verði að horfast í augu við á næsta hausti. Kemst blaðið síðan að orði á þessa leið: „Þá kemur ekki aðeins til at- lsugunar, hvernig eigi að jafna þann halla, er kann að verða hjá ríkissjóði og útfiutningssjóði, „Nægiiega róttækar ráðstafanir“ Loks segir Tíminn að þessir erfiðleikar séu vel viðráðaniegir ef þeim sé mætt með festu og framsýni. „Markmiðið, sem þarf að hafa hugfast'* segir blaðið, „er að láta ekki framleiðsluna stöðvast og láta ekki skapast atvinnuleysi. Að þessu mun hins vegar koma, ef nægilega róttækar ráðstafanir verða ekki gerðar í tíma“. Dregið úr yfirlætinu E.t.v. rekur menn nimni til þess, að um þetta leyti i fyrra þóttist vinstri stjórnin kunna ráð við ölium vanda. Hún lofaði „nýjum leiðum og úrræðum". Allt það var svikið. Hún óð að eins lengra út í fen styrkjasteínu og skattráns en nokkur önnur ríkisstjörn hefur áður gert. Og nú er aflabresíinum kennt um allt saman. En úr yfirlætinu hef- ur aðeins dregið í bili. nu uppi framfylgja sem mest þeim dómi hæstarettar að hvit og svört börn séu saman í skólunum. Hvitir menn frömdu hræðilegt ódæðisverk s.l. nótt í Birming- ham og er þess getíð að svertingi einn hafi verið mjög illa leikinn þar af hvítum árásarmönnum. ___ Er svo skýrt frá málinu að svert- ingi þessi hafi aðfaranótt þriðju- dags verið að koma frá svartri vinstulku sinni, þegar hópur hvítra óróaseggja kom auga á hann. Þeir tóku hann brott með sér á afvikinn stað, börðu hann, misþyrmdu honum á annan hátt og geltu hann svo að lokum, með vasahnífum. Svertinginn komst lífs af mjög iRa haldinn og liggur hann nú í sjúkrahúsi í borginni. Þar fékk lögreglan fyrst að vita um at- burðinn og leitar hún árásai'mennina. Alvarlegasta mótstaðan varð hins vegar í smábænum Little Rock í Arkansas, en bær þessi er áður þekktur fyrir svertingja- ofsóknir. Þar safnaðist heima- varnarlið hvítra manna kringum miðskóla borgarinnar og hindr- aði að negraunglingar kæmust inn í skólahúsið. Blökkumannastúlka reyndi fyrst að komast inn í skól- ann, en vörðurinn hindraði það með ofbeldi. Samtals voru 10 dökkir unglingar hindraðir í að komast í skólann. Kvöldið áður hafði rektor skólans lýst því yfir í ræðu að skólinn væri opinn öll- um án tillits til litarháttar. í öðrum bæ í Arkansas, Van Buren, sem áður var alræmdur fyrir svertingjaofsóknir, var allt hins vegar rólegt, þótt 23 svart- ir unglingar gengju inn í mið- skólann og blönduðust saman við hvíta jafnaldra sína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.