Morgunblaðið - 05.09.1957, Síða 15

Morgunblaðið - 05.09.1957, Síða 15
Fimrnfndagur 5. sept. 1957 MOKGllNltl 4 ÐIÐ 15 Vega flytur í Breiðfirðingabúð 1 LOK þessa mánaðar veiður veit ingastofan Vega flutt úr núver- andi húsakynnum við Skólavörðu- stíg yfir í Breiðfirðingabúð, hin- um megin við götuna. Friðsteinn Jónsson veitinga- maður, eigandi Vega, hefur tekið Breiðfirðingabúð á leigu og ætlar jafnframt matsölunni að halda dansleiki í „Búðinni". Þó munu danssamkomur og matsalan ekki rekast neitt á, því að Friðsteinn hefur í hyggju að framreiða mat- inn að mestu leyti á efri hæð húss ins, en dansað verður niðri. Hafa húsakynni veri prýdd mikið og er Breiðfirðingabúð nú hin vistlegasta. Orion-kvintettinn mun í vetur leika fyrir dansinum og syngur Elly Vilhjálms með hljómsveitinni. Er Friðsteinn ræddi við frétta- menn í gær og skýrði þeim frá væntanlegum flutningum lcvaðst hann hafa verið nauðbeygður til þess að grípa til þessara ráðstaf- ana vegna þess að hið opinbera gerði matsölunni nú svo erfitt fyrir, að hann hefði ekki séð annað ráð vænna en að reyna nýjar leiðir. Matsalan bæri sig í raun og veru ekki eins og málum væri nú háttað. Ákveðið nð reisa skóla snnnan ifalls ó Snæfellsnesi BORG í Miklaholtshreppi, 1. sept. — í gær boðaði fræðsluráð Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu tn fundar í félagsheimili Miklaholts hrepps að Breiðabliki. Fund þennan sátu auk fræðslu- ráðs, fræðslumálastjóri, náms- stjórinn Þorleifur Bjarnason, hreppsnefndir og skólnefndir úr fimm hreppum sýslunnar hér sunnanfjalls, Breiðavíkurhreppi, Staðarsveit, Miklaholtshreppi, Eyjahreppi og Kolbeinsstaða- hreppi. Þá var einnig boðið til fundarins sömu aðilum af Skóg- arströnd en þaðan mætti enginn. Úr Helgafellssveit mætti oddvit- inn, Haukur Sigurðsson á Arnar- stöðum. Formaður fræðsluráðs, séra Sigurður Ó. Lárusson prófasti;r í Stykkishólmi, setti fundinn og stýrði honum. Viðfangsefni íundarins var að ræða um fyrirhugaða skólabygg • ingu fyrir börn og unglinga. — Samþykkt var á fundinum að hafin yrði bygging á barnaskóla og skólinn yrði það stór, að við hann gæti einnig starfað ungl- ingadeild. Ekki er ákveðið ennþá um staðsetningu fyrir hinn væntan- lega skóla, hér sunnanfjalls, en jarðhitasvæði munu fyrst og fremst verða höfð í huga. Hér sunnanfjalls eru þrír staðir þekktir fyrir jarðhita, Land- brotalaug, Kolviðarneslaug og Lýsuhólslaug. Þá var einnig samþykkt á fund inum að í hverjum hreppi kysi hreppsnefnd einn mann í nefnd þá sem á að hafa forustu í þessu væntanlega skólabyggingarmáli. — Pán. Gémúlka heim- sœkir Tífó BELGBAD, 3. sept. — Fréttarritari Reuters i Belgrad segir, að Gomulka hinn pólski komi í opinbera heimsókn til Belgrads á mánudaginn kemur og verði vafalaust tekið á móti honum með kostum og kynjum. Þó verði sennilega reynt að stilla fagnaðar- látunum í hóf, því að Tító óttast, að Rússar móðgist, ef almennur rögnuður verður úr hófi fram. Gomullca kemur til Belgrads ásamt iiokkrum öðrum pólskum kommúnistaleiðtogum. Undan ofríkinu Fréttaritarinn segir ennfreni- ur, að Pólverjar dragi enga dul á þá virðingu sem þeir bera í brjósti fyrir Gómúlka, enda sé hann eini kommúnistaleiðtoginn fyrir utan Tító sem hefur að ein- hverju leyti getað losað þjóð sína undan rússneska ofríkinu og fsr- ið eigin leið til kommúnisma, eins og það er kallað. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir Tító og Gómúlka hittast eftir að hinn síðarnefndi var leystur úr haldi, en eins og menn muna var hann ákærður fyrir „títóisma“ á sínum tíma. Júgóslavneska fréttastofan Jugopress, sem er í nánum tengsl um við júgóslavneska utanríkis- ráðuneytið, segir, að heimsóknin sé mjög mikilvæg og muni marka nýja stefnu í samskiptum þjoð- anna tveggja. Og fréttastofan heldur áfram: „Að visu ríkir nokkur skoðanamunur milli þess ara tveggja landa, bæði á innan- ríkis- og utanríkismálum, en hann getur ekki komið í veg fyr- ir það, að vináttuböndin milli ríkjanna verði treyst“. Kommúnislar falla LUNDÚNUM, 4. sept. — í dag var kjörin ný stjórn í brezka þýðusambandinu, en í henni skulu sitja 35 menn. Það vakti athygli, að tveir frambjóðendur kommúnista, Arthur Horner, fulltrúi námumanna, og Frank Hazell, fulltrúi rafmagnsmanna, féllu báðir við þessar kosningar. Þykir þetta sýna glöggt hið minnkandi fylgi kommúnista eft- ir atburðina í Ungverjalandi. 50 ára ártíð Gri^gs í GÆR var 50 ára ártíð norska tónskáldsins Edward Grieg og var þess minnzt með hljómleikum um gervallán Noreg einkum þó í heimabæ hans Björgvin. Grieg er lang frægasta tónskáld Norðmanna. Hann fæddist 1843 í Björgvin, stundaði nám en dvald- ist síðan nokkur ár í Kaupmanna- höfn. En eftir að hann ílutti iieim til Noregs og hóf starf sitt þar hneigðist hanr æ meir að túlkun þjóðlegrar norskrar tónlistar. Þegar hann lézt var hann 64 ára. Hann var að leggja af stað í tónleikaför til Lundúna, en veikt ist rétt þegar hann var að stíga á skipsfjöl. Var hann fluttur í sjúkrahús í Björgvin, þar sem lianii andaðist skömmu síðar. Fregnin um an 'lát Griegs barst skjótt út um víða veröld og var fráfall hans alls staðar harmað, en þó mest heima í Noregi. Þá ríkti sannkölluð þjóðarsorg þar í landi, Nýr ræsir sem kemur í veg fyrir vélarbilanir í bátum Þýzk uppfinning, sem ryður sér víða til rúms í GÆR var blaðamönnum boðið í stutta sjóferð með björgunar- bátnum Gísla Johnsen. Tilefnið var að Magnús Jensson h. f. hcf- ir nýlega tekið að flytja inn kveikræsi svo kallaðan, í báta, allí frá trillubátum til 100 tonna báta. Er þetta tæki ný þýzk uppfinning. Ræsir þessi er talinn óbrigðull, Þannig lítur hinn nýi kveik- ræsir út. en um þriðjungur af öllum vél- arbilunum á íslenzkum fiskibát- um er talinn stafa af því að loft eða rafmagn er þrotið á ræsikerf- inu og vélin kemst ekki í gang. Slíkur ræsir hefir nú verið sett- ur í Gísla Johnsen. Þýzk uppfinning Eins og áður segir er ræsirinn ný þýzk uppfinning og hefir hann nú hlotið viðurkenningu hjá German Lloyd flokkunarstofn- uninni og hefir hann verið settur í fjölda báta um alla Evrópu. Nefnist hann „Hansa“ Quick Starter. Ræsirinn er fluttur inn í fjórum stærðum. Kostar sá stærsti 3.700 krónur en kr. 1.400 sá minnsti. Loftræsikerfi sem notað hefir verið á íslenzkum fiskibátum kostar hins vegar 20—30 þús. krónur svo hér er um geysimikinn sparnað fyrir báta- eigendur að ræða. Umboðsmaður segir að ræsir þessi sé með öllu hættulaus, og ræsing eigi ekki að bregðast sé vélin í lagi og í gangsetningarstiilingu. Góð lausn Ræsir þessi er lausn á því vandamáli, sem stundum rís er gangsetja þarf vélina, en loft eða rafmagn er þrotið eða af ein- hverjum ástæðum ekki fyrir hendi. Eins er ræsirinn tilvalinn til þess að ræsa smærri diesel- vélar, sem annars eru ræstar með handafli, sem oft veitist örðugt, sérstaklega í köldu tíðarfari. Ræsirinn er því afar mikilsvert öryggistæki, sem að sjálfsögðu má nota að staðaldri og eingöngu til gangsetningar á dieselvélum með allt að 250 mm. strokkvídd. Semídieselvélar þarf að hita eins og þær væru ræstar með lofti. Bygging ræsisins ber vott um mikið hugvit. Hann hefir enga i slitfleti og þarf því lítið eða' Fíladelfía Almenn samkoma kl. 8,30. Ræðu menn: Hertha Magnússon og Þor- ' steinn Einarsson. — Allir vel- komnir. | I. O. <5. T. Sl. Andvar. nr. 265 I Fundur í kvöld lcl. 8,30. — Æ.t. ekkert viðhald. Hann er afar ein- faldur í notkun og fer ræsingin þannig fram að þegar búið er að koma ræsinum fyrir á einum strokk vélarinnar (strokkfjöldi skiptir ekki máli), þar sem hann getur verið að staðaldri, er sér- stakur kveikur mátulega langur settur í hann og síðan kveikt í honum með eldspítu og vélin fer í gang á augabragði. Það gerist á þann hátt að þegar kveikurinn brennur myndast gastegund í sprengihólfi vélarinnar. Gasteg- und þessi þenst út með miklum krafti og þrýstir bullunni niður um leið og hún hitar upp strokk- inn. Sigfús Elíasson færði Finnlands- forseta kvæði ER forseti Finnlands cg forseta- frú komu hingað til lands í opin- bera heimsókn fyrrihluta ágúst- mánaðar, færði Sigfús Elíasson þeim kvæði, sem nú er komið út í vandaðri útgáfu, prentað sem handrit. Dulræna útgáfan gefúr kvæðið út. Það var sent forset- anum í skinnmöppu, en kvæðið er i 14 köflum. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 8. — Sími 11043. BEZT AO AVGLfSA t MORGU1SBL4BIIW Hjartanlega þakka ég öllum, sem heimsóttu mig á sjö- tugsafmæli mínu og færðu mér gjafir og sýndu margvís- legan vináttuvott. Sérstaklega þakka ég starfsfélögum mínum og stjórn samvinnufélagsins Hreyfils. Reykjavík, 3. september 1957. Olafur Einarsson. LokaB í dag frá klukkan 12—4, vegna jarðarfarar. Verzlunin Brekka VerzEunin Mova Hjartkær sonur okkar HÖRÐUR lézt að sjúkrahúsinu Sólvangi 3. september. Selma Gunnarsdóttir, Karl Hólm. Faðir minn JÓN HRÓBJARTSSON vélstjóri Óðinsgötu 15, verður jarðsunginn föstudaginn 6. sept. kl. 2 e.h. frá Fríkirkjunni. Hróbjarlur Jónsson. Innilegustu þakkir til allra fjær og nær fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför eiginmanns míns JÓNS GÍSLA JÓNASSONAR frá Helgafelli. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd vandamanna Margrét Andrésdóttir, Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.