Morgunblaðið - 05.09.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.1957, Blaðsíða 6
 MORGIJNBL AÐIÐ Fimmtudagur 5. sept. 1957 KOSNING PROXMIRES VAR MIKIÐ VANTRAUST Á EISENHOWER ÚRSLITIN í kjöri nýs öldunga- deildarþingmanns í Wisconsin, í stað McCarthys hafa komið mönnum mjög á óvart. Ríki þetta hefur um aldarfjórðungsbil verið þekkt fyrir að kjósa aðeins Republikana til öldungadeildar Bandaríkjanna. En að þessu sinm gerðist það allt í einu, að fram- bjóðandi Demokrata William Proxmire vann glæsilegan sigur yfir frambjóðanda Republikana. Walter Kohler. Munurinn var William Proxmire hvorki meiri né minni en um 125 þús. atkv. Proxmire hlaut 440 þús. atkv. en Kohler aðeins 315 þús. Við þessar fréttir er sem for- ustumenn Republikana í Banda- ríkjunum hafi vaknað upp við vondan draum. Um fátt er nú meira talað þar í landi en að Republikana-flokkurinn og Eis- enhower forseti hafi misst tiJ- trúnað þjóðarinnar. Og útlitið er ekki vænlegt fyrir Republikana í þingkosningum, sem fram eiga að fara á næsta ári. Eins og skýrt var frá í smá- grein í Mbl. 27. ágúst daginn, sem kosningarnar fóru fram þóttu allar líkur benda til þess að Kohler myndi vinna kosning- arnar. Var það t. d. nefnt að tvisvar hafði hann sigrað and- stæðing sinn í ríkisstjórakosn- ingum. Þá hafði það komið fram við tilraunakjör, að 70% greiddu Republikönum atkvæð!. Þar við má bæta, að Proxmire var ekki innfæddur Wisconsin- búi, heldur hafði hann flutt þang að frá Illinois fyrir 10 árum. — Ekki var það heldur talið hon- um til framdráttar í kosningum, að á fyrri árum hafði hann starf- að fyrir fjármálafyrirtæki Morg- ans í Wall Street. Engu að síður varð sigur hans glæsilegur. Á það hefur verið bent, að klofningur í Republikanaflokkn- um hafi átt sína sök á hvernig fór í Wisconsin. Við prófkosn- ingar hafði frjálslyndur og víð- sýnn stjórnmálamaður verið val- inn, sem væntanlegur eftirmað-' ur McCarthys. Þessu undu hinir gömlu fylgismenn McCarthys af- ar illa og sátu sem fastast heima ' á kosningadaginn. Það hefur haft sín áhrif, sem sést m. a. af þvi, að í flestum þeim kjördæmum sem McCarthy áður hafði meirihluta í, þar urðu Demo- kratar nú hlutskarpari. En Kohl- er frambjóðandi Republikana hafði að þessu sinni aðeins meiri- hlutá í örfáum kjördæmum, þar sem Demokratar voru áður fyrr yfirsterkari. Svo algerlega hafa spilin snúizt við. Klofningurinn í Republikana- flokknum milli hinna frjálslyndu fylgismanna Eisenhowers ann- ars vegar og íhaldssama arms- ins hins vegar hefur aldrei fyrr komið svo skýrt í ljós. Er þessi klofningur í sjálfu sér orðinn mjög hættulegur Republikana- flokknum, enda fer hann stöðugt vaxandi. En jafnvel það er ekki næg skýring. Fylgistap Republikana var meira en svo, að flokks- sundrungin ein fái skýrt það og fjöldi kjósenda Republikana söðlaði alveg um og studdi nú Proxmire. Og nú spyrja menn hvers vegna þessi hugarfarsbreyting hafi orðið hjá kjósendunum. — Ekki getur það stafað af neinum persónulegum óvinsældum Kohl- ers frambjóðanda Republikana, því að það er almennt viður- kennt jafnt af stuðningsmönnum sem pólitískum andstæðingum að hann hafi verið einhver bezti og heiðarlegasti ríkisstjóri, sem Wisconsin-ríki hafi nokkru sinni haft. Það er álit margra, að við- horfin í innanríkismálunum al- mennt hafi hér verið að verki. Kosningabaráttan milli Kohlers og Proxmire varð eins konar málflutningur með og móti stjórn Eisenhowers. Kohler hélt því mjog á lofti í baráttunni, að hann nyti fulls stuðnings frá Eisenhower. Hann ætlaði að taka sér stöðu í hinum frjálslynda armi Republikana, sem stendur ákveðið með forsetanum. Megin- efni kosningabaráttu Proxmires var hins vegar að gagnrýna stjórn og stefnu Eisenhowers. Sú gagnrýni féll í góðan jarðveg, meðal bændanna í Wisconsin, sem telja sig hafa borið æ skarð- ari hlut frá borði eftir því sem stjórn Eisenhowers hefur setið lengur að völdum. Wisconsin ar fyrst og fremst mjólkurfram- leiðsluhérað og það hefur verið auðvelt að benda á það, að smjörverðið sem ríkisstjórnin tryggir bændum hefur fallið úr 69 cent fyrir pundið í 58 eent og aðrar landbúnaðarafurðir svipað. Það virðist líka vera vaxandi óánægja með stjórn Eisenhow- ers á ýmsum fleiri sviðum. Hún þykir hafa brugðizt loforðum sín- um um lækkun skatta og vegna ósamlyndis Eisenhowers og ¥ TNDANFARIÐ hafa þeir sem ^ verið hafa að byggja verið venju fremur þykkjuþungir á svip og áhyggjufullir. Sementsleysið STÆÐAN er sú að sements- laust hefir verið í landinu vik um og mánuðum saman. Það er allt annað en gaman fyrir menn sem lagt hafa út í það mikla erfiðisverk að koma sér upp þaki yfir höfuðið að standa allt í einu uppi með hálfbyggt hús, vegna þess eins að ekki er tjl semant til þess að ljúka húsinu. Og svo getur hæglega staðið á að stöðvunin valdi beinlínis skemmdum á hús- inu, því erfitt er stundum að hætta í miðju kafi. Ástæðan til þessa mikla sementsleysis var i upphafi sú að ekki fékkst leyfi hjá stjórnarvöldunum til þess að leigja skip til flutninganna. Var þó vitað miklu fyrr að til þurrðar innar myndi koma, og margir menn því komast í þrot. Þótti mörgum þetta undarlegir stjórn- hættir. Yfirleitt virðist lítið sam- hengi í þeirri framkvæmd að leyfa mönnum að byggja hús. en sjá þeim ekki þegar á hólminn er komið fyrir nægilegu sementi til þess að ljúka verkinu. Og víst myndi það hafa þótt saga til næsta bæjar í einhverju öðru landinu að allt landið hefði orðið sementslaust svo vikum skipti, fyrir handvömm opinberra aðila, og hætt er við að þeim aðila hefði verið heldur en ekki hitað í hamsi. En það er eins og allt sé hægt á íslandi, jafnvel það að bandaríska þingsins gerir sú skoðun nú orðið mjög vart við sig, að stjórnin sé losaraleg og oft ráðvillt jafnvel í hinum mestu málum. Eisenhower hefur einnig misst tök sín á almenningi fyrir það, að samkvæmt bandarískum lögum má hann ekki bjóða sig fram í forsetakosningum í þriðja sinn. Allt stefnir þetta í sömu átt að rýra álit Eisenhowers og stjórnar hans. Sú hreyfing er víðar en í Wisconsin, hún virðist vera úti um öll Bandaríkin. Þegar Eisenhower forseti sjálf- ur var spurður, hvernig honum Athugasemd Páls Sigurðssonar frá Fornahvammi í ÞJÓÐVILJANUM þann 7. og 10. ágúst sl. var þess getið, að ég hefði sett upp hestagirðingu umhverfis skála Ferðafélags fs- lands að Hveravöllum og Hvítár- nesi. Hefði ég girt fyrir vatnsból sæluhússins í Hvítárnesi, og væri hér um að ræða grófan sóðaskap er ætti rót sína að rekja til leti minnar og virðingarleysis fyrir samborgurum mínum. Þegar ég ákvað að gefa mönn- um kost á því að ferðast á hest- um milli Norðurlands og Suður- lands um Kjöl, þá var mér ljóst hversu nauðsynlegt það væri, að hafa eitthvert aðhald fyrir hest- ana þar sem dvalið yrði nátt- langt. Við skálann að Hveravöllum var því sett upp lítil hestarétt um 150—200 metra frá skálan- um, sem var notuð meðan verið var að spretta af og leggja á hest- ana, en þeir síðan geymdir í girð- ingu, sem er um 500 metra frá skálanum, og átti því umhverfi skálans að Hveravöllum eklji að vera nein hætta búin af þessum aðgerðum. Við Hvítárnesskálann var einn- ig sett upp lítil hestarétt til sömu afnota og að Hveravöllum, en eins og þeir vita, sem til þekkja, stöðva allar byggingar vegna se- mentsskorts, á bezta byggingar- tíma ársins sumrinu, og reyndar þeim eina árstíma sem unnt er að steypa upp hús hér á landi. En nú munu allmörg sements- skip loks vera væntanleg til lands ins og er það ekki vonum fyrr. En hætt er við að tíminn sem menn geta enn unnið við steypu- vinnu úti verði skammur vegna þess að komið er fram á haust- mánuði og frost í vændum. Og hefir þá illa farið góð tíð. Höfðingi fallinn í valinn RÉTTIR hafa borizt um það að garpurinn mikli, landkönnuð urinn og heimskautafarinn Peter Freuchen sé látinn í Bandaríkjun um, þar sem hann hefir verið bú- settur síðustu árin. Peter Freuc- hen var mikill og góður maður og mörgum kunnur hér á landi. Hann heimsótti fsland i vor og flutti þá nokkra fyrirlestra hér um Grænland og ferðir sínar þar. Fjölmenni mikið sótti þessa fyrir- lestra Freuchens, og var ágætur rómur gerður að þeim enda Freuc hen afbragðs fyrirlesari. Hann var íslandsvinur mikill og hingað til lands kom hann fyrst unglingur skömmu eftir aldamótin er hann lagði upp í sína fyrstu Grænlandsferð. Síðar á ævinni ferðaðist hann manna mest um Grænland, lærði mál Eskimóa reiprennandi og kvænt- ist grænlenzkri konu. Fékk Freuc hen mikla og verðskuldaða frægð af þessum ferðum sínum og óhætt er að segja að hann hafi verið manna fróðastur um þessi litist á blikuna eftir Wisconsin- kosningarnar, svaraði hann: — Að sjálfsögðu hef ég orðið fyrir miklum vonbrigðum. Það er til- gangslaust að fela það. Við höf- um verið leiknir grátt. Hinn nýi öldungadeildarþing- maður William Proxmire er 41 árs gamall. Honum barst mikill fjöldi heillaóska og sagði Sam Rayburn foringi Demokrata á þingi m. a.: — Það lítur út fyrir að orðin sé bylting í hugarfari bandarískra kjósenda. Þeir hafa loks séð í gegnum blekkingarvef Republikana. þá gengur að jafnaði mikill fjöldi hrossa. í Hvítárnesinu sumar- langt. Var því nauðsynlegt að hafa einhverja aðstöðu til þess að stöðva hesta okkar á meðan ver- ið var að víkja stóðinu af þeim slóðum, þar sem ætlunin var að hafa hesta okkar yfir nóttina, og Osló 1. sept. E I N N frægasti vísindamaður Noregs og víðkunnasti úti í heimi, Harald U. Sverdrup andaðist 21. ágúst. Hann helgaði ævistarf sitt rannsóknum á hafstraumum og veðurfræði, og svo mikill afreks- maður var hann í þeim vís- indagreinum, að starf hans verð- ur vandfyllt. Heimsfrægur varð þessi mikli starfsmaður og íhygli vísmdamað ur fyrir ferð sína á skipinu „Maud“ um Norður-íshafið árin 1917—1925. Roald Amundsen var einn þeirra sem átti frumkvæðið að þeim leiðangri og var á skip- inu sjálfur fyrst í stað. Var það trú hans að skipið mundi reka með ísnum frá Asíusrönd nálægt heimskautinu. En brátt sá hann að sú ferð mundi ganga seint og skildi við skipið og fór að undirbúa flugferð til norður- svæði á norðurhveli jarðar og einnig munu Grænlendingar hafa átt beztan hauk í horni þar saaa Freuchen var. Hann var alla ævi framsýnn og frjálslyndur og átti ekki í öllu samleið með íhalds- samri Grænlandsstjórn Dana. Hér á íslandi vakti Peter Freuc hen mikla athygli í vor er hann lýsti yfir þeirri skoðun sinm að íslendingar ættu að fá handritin frá Danmörku, þau væru þeirra eign. Blöð í Danmörku skriiuðu allmikið um þessa skoðun Freuc- hens, og voru ekki öll þar sam- mála honum. Víst er að þessi at- burður átti sinn ríka þátt í því að skýra handritamálið fyrir Dön um og þar var okkur drengilega lagt lið. Góður drengur og hugumstór er fallinn í valinn með Peter Freuchen og margir munu syrgja hann, vinir hans allir og ekki síð- ur þær þúsundir sem hann færði með sér í bókum sínum inn í heim skautslöndin unaðslegu. var því girt með einum vírstreng í boga frá Tjarnánni og austur fyrir skálann og næstum því að Tjarnánni aftur. Nú hafa fleiri en ég farið með hesta um Hvítárnes í sumar, og einhverjir þeirra hafa girt með- fram Tjarnánni og í enda þess vírstrengs, sem ég setti þar upp, og síðan notað þetta hólf sem nátthaga fyrir hesta sína. Eins og ég tók fram, þá not- aði ég þetta aðhald aðeins meðan verið var að víkja stóðinu frá, en lét annars vaka yfir hestunum niður í Hvítárnesinu langt frá skála Ferðafélagsins, og mér kom aldrei til hugar að girða meðfram ánni fyrir vatsból skálans, né heldur að nota þetta fyrir nátt- haga. í þessum tveimur ferðum mín- um um Kjalveg í sumar tóku þátt á milli 20 og 30 manns, og vona ég að þeir vilji, ef með þarf votta, að hér sé rétt með farið, en ummæli blaðsins um leti mína og sóðaskap leyfi ég mér að leggja undir dóm þeirra, sem til mín þekkja. skautsins. En Sverdrup var með skipinu allan tímann og stjórnaði vísindalegum athugunum, sem gerðar voru í ferðinni og sá síðar um útgáfu stórmerks vísindarits um þessa átta ára för í norðurísn- um. Hann var orðinn doktor áður en hann lagði í ferðina, en að henni lokinni varð hann prófessor í veðurfræði í Bergen, eftir læri- föður sinn, Wilh. Bjerknes, hinn fræga höfund „Bjerknes-kerfis- ins“, sem skapaði tímamót í sögu veðurfræðinnar. Áður hafði hann starfað að rannsóknum jarðseg- ulmagns á vísindastofnun í Was- hington. Veðurfræðiprófessor í Bergen var hann aðeins í 5 ár, til 1931. Hann undi illa kyrrsetu og réð sig nú í „Nautilus-leiðangur- inn“ svonefnda, sem stjórnandi vísindalegra athugana þar. Og 1936—48 var hann stjórnandi Scripps institution of Oceanograp hy“ í California og prófessor í hagfræði við Californiuháskóla. Voru Norðmenn farnir að óttast, að þeir hefðu misst þennan ágæta vísindamann fyrir fullt og allt. En svo fór þó ekki. Árið 1948 bauðst honum forstaða stofnunar- innar „Norsk Polarinstitutt“ í Oslo og árið eftir var hann skip- aður prófessor í jarðeðlisfræði við háskólann þar og bæði þau embætti hafði hann til dauða- dags. Hann var rektor Oslóarhá- skóla er hann dó, og hefur dr. Alf Sommerfelt prófessor verið skipaður rektor fyrir það sem eftir var af kjörtíma Sverdrups. Hann hafði umfangsmikil störf með höndum eftir að hann kom heim. Skiþulagði t.d. rannsóknar leiðangra til suðurskautslanda og fór vísindaferðir til Svalbarða og Grænlands. En hann var einn þeirra iðju- manna, sem alltaf hafa tíma til alls, og þess vegna gat hann sinnt fleiru en vísindastörfunum ein- um. Mannúðarmál voru honurn hjartfólgin, og þegar Norðmenn réðust í að efna til hjálparstarf- semi í Travancore í Indlandi, var Sverdrup falin forstaða hennar og skipulagning. Hann fór til Ind lands og er heim kom fór hann ekki leynt með, að lengi mundi verða að bíða eftir viðunandi ár- angri af þeirri starfserni. — Sver- drup varð tæplega 69 ára. Hjarta- lömun varð honum að aldut tila. SK. SK. TÚNIS, 2. sept. — Einn landa- mæravörður og sex hermenn frá Túnis voru drepnir í dag af frönskum hermönnum, sem fóru yfir landamæri Túnis, samkv. upplýsingum Túnis-stjórnar. — Frakkar halda því hins vegar fram, að uppreisnarmenn frá Alsír hafi flúið yfir landamærin og hermennirnir frá Túnis varið þá. sbrif'ar úr daglega lifinu Hestagirðingar og sæluhús Merkur Norðmaður látinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.