Morgunblaðið - 05.09.1957, Síða 9

Morgunblaðið - 05.09.1957, Síða 9
Fimmtudagur 5. sept. 1957 MOnr.rWBT 4 Ð IÐ Fimm manna búfræðinganefnd rannsaki samkeppnisaðstöðu. isíenzks íandbúnabar Frá fundi Félags ísl. búfræðikandidata. <8>- DAGANA 30. og 31. ágúst s.l. hélt Félag íslenzkra búfræðikandi data hinn árlega sumarfund sinn. Að þessu sinni var málefni fund- arins: „Þjóðfélagsþróunin og búskapurinn“, en Gunnar Bjarna son, ráðunautur hafði framsögu í málinu. Miklar og fjörugar um- ræður urðu um þetta mál, enda virðast nú blasa við meiri og erf- iðari úrlausnarefni og vandamál á sviði búskaparins í landinu en nokkru sinni áður. Nauðsynlegt er, að þessi mál verði leyst með öflugu samstarfi milli stofnana og félagskerfa landbúnaðarins og i samstarfi við stofnanir annarra stétta í landinu og við ríkisvald- ið. Séfræðingar landbúnaðarins vilja leggja sitt lið í vandamálum þessum. Gunnar Bjarnason reif- aði þessi mál í útvarpseríndi í bændavikunni á s.l. vetri á þann hátt, að mikla athygli vakti. Nú hafa tímarit og dagblöð einn- ig farið að taka þátt í umræðum um þessi vandamál, og taldi því félag búfræðikandidata rétt að stíga ný skref í málinu. Að umræðum loknum var eftir farandi tillaga samþykkt á fund- inum: „Fundur í Félagi búfræðikandi data, haldinn í Reykjavík 31/8. 1957 ákveður vegna erindis Gunn ars Bjarnasonar um þjóðfélags- þróunina og búskapinn að kjósa fimm manna nefnd úr sínum hópi til að rannsaka eftirfarandi atriði: 1. Hvaða búvörur, sem fram- leiddar eru til útflutnings, skila mestum nettó-arði á vinnuein- ingu? 2. Hver er hin raunverulega aðstaða okkar til að keppa við aðrar þjóðir með landbúnaðaraf- urðir á heimsmarkaðinum? 3. Hver er aðstaða hér til að taka upp meiri fjölbreytni í bú- skap, fjölga búgreinum í landinu og hafa fjölbreyttari framleiðslu á hverju búi? 4. Á hvern hátt breytist fjár- magnsþörf og rekstrarafkomu við stækkun búanna? 5. Hvaða áhrif hefut vax- andi útflutningur á fjár- hagsafkomu landbúnaðarins, og hvaða leiðir eru fær- astar til að aukinn útflutmugur búafurða skerði ekki fjárhagsaf- komu bænda, og hvaða gildi hef- ur þessi útflutningur fyrir gjald- eyrisaðstöðu þjóðarinnar og þjóð- arbúskapinn í heild? Leitað verði til Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bsenda um fjárhagslega og fag- lega aðstoð í sambandi við rann- 6Ókn þessara mála.“ í nefndina voru kosnir eftir- taldir menn: Guðmundur Jóns- son, skólastjóri á Hvanneyri, Pálmi Einarsson, landnámsstjóri, Eyvindur Jónsson, forstöðumað- ur Búreikningsskrifstofunar, Bjarni Arason, ráðunautur og Stefán Aðalsteinsson, búfjárfræð ingur. Hér fara á eftir helztu niður- stöður úr erindi Bunnars Bjarna- sonar. „Þar sem erindi mitt er þegar orðið langt og umræðu- möguleikarnir eru nær ótakmark aðir, ætla ég hér að síðustu að draga saman þau fáu atriði, sem mér finnst vera mest aðkallandi að ræða og leysa, ef við eigum að vera trúir þjónar landbúnað- árins og samvizkusamir starfs- menn bændastéttarinnar. I. Á íslenzkur lanbúnaður að stunda framleiðslu fyrir erlendan markað? í þessu sambandi vil ég leyfa mér að taka hér fyrst upp orðréttan kafla úr 2. hefti Ár- bókar landbúnaðarins 1957 (ný- útkomið): „Þó að mörgum kunni að þykja undarlegt, er aðstaða landbúnað- ar okkar nú um margt lík að- stöðu landbúnaðar Bandaríkj- anna, einkum að því leyti, að vegna verðlagsins búa bæði lönd- in því nær eingöngu við innlend- an markað fyrir landbúnaðaraf- urðir sínar. En mjög ólíkt er við þessum vanda snúizt. Bandaríkin setja sinni landbúnaðarfram- leiðslu skorður, jafnvel greiða bændum fyrir það takmarka akur lönd og minnka framleiðsluna (undirstrikað af G.Bj.), en við keppumst við að auka framleiðsl una án þess að vita, hvermg við eigum að fara að því að selja hana því verði, að bændur fái fram- leiðslukostnað sinn greiddan. Við erum á þann hátt að stofna í land- búnaði okkar til slíkrar þenslu, sem getur fyrr en varir valdið miklum erfiðleikum, ef við erum ekki því betur á verði fyrir henni. Þetta væri ekki hættulegt, ef landbúnaður okkar væri svo arð- vænlega rekinn, að við gætum keppt við hverja sem er á erlend- um markaði, því að slíkum land- búnaði eru raunverulega engin takmörk sett. Ef við eigum allc í senn að styrkja bændur til rækt unar á stærstu býlunum, taka smáu býlin til ræktunar, svo að hvert þeirra fái á næstu 4—5 ár- um 10 ha tún og stofna svo enn til margra nýbýla og það án þess að gera Iandbúnað okkar sam- keppnisfæran á erlendum mark- aði, virðist vera stefnt til fram- leiðslu, sem ekkert er með að gera, en þjóðinni í heild tii erfið- isauka, en þó einkum bændastétt- inni“ Hafi ritstjóri Árbókarinnar þökk fyrir þessi sönnu og dfengi- legu orð. Ég tel það gefa mjög skýra og lærdómsríka mynd af ástandinu hjá okkur og framleiðsluhæfni at- vinuveganna að reikna út, hversu mikið þyrfti að fella gengi krón- unnar fyrir hverja framleiðslu- grein, svo að hinn erlendi mark- aður gefi innlent framleiðsluverð. Til samanburðar tek ég sjávarút- veginn með, en kunnugir merm þar hafa gefið mér í skyn, að allar greinar hans myndu ganga ágæt- lega og styrkjalaust með 80—90% gengisfalli. Þetta er ekki byggt á neinum hagfræðilegum útreikn ingum opinberra aðila, heldur er þetta áætlunartala, sem nota má til samanburðar. Þær verðlagstölur, sem ég hér nota, eru flestar teknar úr Árbók landbúnaðarins. Dæmin líta þannig út: 1. Dilkakjöt Framl.verð til bænda kr. 19,05 kg Áætlað útfl.verð ca. — 8,50 — Nauffsynl. gengisfelling ca. 125% 2. Mjólkurafurffir. Hér nota ég samanburð á verðlagi á mjólkur- vörum á íslandi og í Danmörku, sem settur er fram í I. hefti Ár- bókar 1957. Mjög er heppilegt að gera samanburðinn við danska verðið, því að Danir eru einn stærsti aðilinn á heimsmarkað- inum í mjólkurvörum. í íslenzka útsöluverðinu er gert ráð fyrir niðurgreiðslum, svo að tölurnar verði sambærilegar við danska verðið, sem er umreiknað í ís- lenzkum krónum. a. Nýmjólk íslenzkt útsöluverð kr. 4,59 á ltr. Danskt útsöluverð — 1,46 — Nauffsynl. gengisfelling ca. 215% b. Rjómi íslenzkt útsöluverð kr. 31,48 á ltr. Danskt útsöluverð — 8,51 — Naúffsynl. gengisfelling ca. 2707o c. Smjör fslenzkt útsöluverð kr. 65,27 á kg. Danskt útsöluverð — 18,05 — Nauffsynl. gengisfelling ca. 260% ci. Ostur (45%) fslenzkt útsöluverð kr. 39,55 Danskt útsöluverð — 8,74 Nauffsynl. gengisfelling ca. 352% Þetta verður látið nægja til að sýna það svart á hvítu, hvaða gullöld bíður þeirra íslenzku bú- vöruframleiðenda, sem ætla að treysta á hinn erlenda markað. Hvernig eigum við sérfræðing- ar landbúnaðarins svo að svara spurningunni um það, hvort land búnaðurinn eigi að flytja út af- urðir sínar í nokkrum mæli eða leggja á það áherzlu? Ég leyfi ekki sjálfum mér að flýja vand- ann og hlaupa í felur, þótt það væri vafalaust þægilegast fyrir mig, en sjálfsagt er svar mitt ennþá of lítið hugsað, en það er á þessa leið: Við eigum ekki i nánustu framtíð að keppa að út- flutningi búsafurða, heldur eig- um við nær eingöngu að nota innlenda markaðinn og haga iand búnaðarpólitíkinni þannig, að fólkið í sveitunum, sem lítinn áhuga hefur á búskap, komizt í aðrar atvinnugreinar, og um fram allt eigum við að hverfa frá þeirri stefnu að fjölga býlum í byggð og leggja af mörkum miljónir árlega af almannafé til að auka ræktun og styrkja bygg- ingar hjá mönnum, sem stunda framkvæmdirnar af hálfum hug og með hangandi hendi. Ég get ekki að því gert, að mér finnst hin s.k. 10-hektar-stefna fáránleg, eins og nú standa sakir, en ég væri þakklátur þeim, sem gæti sannfært mig um, að sú stefna sé þjóðholl og viturleg. II. Þegar þessar niðurstöffur eru fengnar vaknar önnur spurning, sem jafnframt verffur aff svara, en hún er þessi: Hvora leiðina til að takmarka búvöruframleiðsluna á að velja, aff stuðla aff fækkun býla og bænda eða að takmarka framleiffslu hvers býlis? Ég er tvímælalaust þeirrar skoðunar að gefa eigi hinum góðu athafnamönnum bændastéttarinn ar sem mest olnbogarúm og möga leika til útþenslu, svo að vax- andi sórbýlj geti haldið áfram að stækka og eflast fjárhagslega, og þá munu með tímanum mynd ast framleiðslumikil ættarhverfi með mörgum heimilum, þar sem nú er aðeins eitt heimili með stórum barnahóp, búhug og bjart- sýni. Slíkt væri æskileg þróun. Hitt sjónarmiðið, að taka upp einhvers konar kvóta og kreppu- kerfi og skammta bændum fram leiðsluleyíin eftir ótal umsóknar leiðum væri að mínum dómi óbærilegt ástand fyrir alla heil brigða menn og eins konar skipu- lagning fátækar og smæðar, sem mundi á fáum árum leiða til hins ömurlegastá landflótta og land- auðnar. Þegar þessum spurningum heí- ur verið svarað og stefnan hefur verið mörkuð, þá liggur næst fyr- ir að rannsaka mismunandi rekstr arform og bústærðir og finna, hvernig mannaflið, tæknin og framleiðsluverðmætin verða bezt hagnýtt. Og að lokum vil ég segja og brýna fyrir okkur, að við verðum að taka djarflega og af emurð á þessum vandamálum. Við verð um að finna lausnir þeirra, þar sem jafnt verður tekið tillit til hagsmuna bændastéttarinnar og hagsmuna allrar þjóðarinnar. Við skulum einnig gera okkur full- komlega grein fyrir því, að ef R. L. Raikes fyrir framan Akureyrarkirkju. í sumarleyfi frá Súdan til ftkurcyrar ÞAÐ er ekki á hverjum degi, sem við Akureyringar fáum gest í sumarfrí sunnan frá Súdan. Ég var svo lánsamur að rekast á einn slíkan nú á dögunum. í rauninni var það vestur í Húna- vatnssýslu, sem fundum okkar bar fyrst saman, þá var hann á leiðinni norður, en ég suður, svo það varð að bíða betri tíma að við gætum talazt við. Svo var það að ég hitti R. L. Raikes hér á götum Akur- eyrarbæjar og átti hann þá að eins eftir að dveljast hér í einn og hálfan tíma áður en hann flygi suður til Reykjavíkur og þaðan út aftur. Og af þessum tíma gat ég rænt hann tæpri hálfri stundu. Kynntist íslendingi í Pakistan. Með Mr. Raikes var Eirik Ey- lands vélfræðingur. Þeir höfðu unnið saman fyrir tveimur árum austur í Pakistan og þar stofnað ti) vináttu sinnar. Báðir unnu þeir hjá FAO, það er að segja Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Mr. Raikes er sérfræðingur í öllu er að vatns lögnum og vatnsrannsóknum lýt- ur. Hann fæst nú við vatnsrann- sóknir á vegum FAO suður í Súdan. Leitar hann vatns, skipu- leggur áveitur og ýmiss konar vatnskerfi. Aðalaðsetursstaður hans er Darfur. Þar segir hann vera ákaflega fagurt, einkum á vetrum, litskrúð mikið, himin- inn dimmblár og fjöllin, sem eld stólpar af skini sólarinnar. Trjá- gróður er víða mikill, en auðnir á milli. Á veturna er hitinn þol- anlegur, en á sumrin er hann gíf- urlegur, var núna í júlí 40—43 gráður á Celsíus. Vildi vera í þolanlegum hita. Ástæða til þess, að mr. Raikes ferðaðist hingað til Isiands, var einfaldlega sú, að hann vildi verja sumarleyfi sínu þar sem hitinn væri þolanlegur. Hann átti að velja um Róm og ísland. Hann kvaðst hafa valið síðari staðinn, vegna þess, að hér átti hann góðkunningja, sem hann langaði til að hitta, og hingað hefði hann aldrei komið áður. Hann kom því við í heimalandi sínu, Englandi, og sótti þangað dóttur sína og son, sem bæði dveljast þar í skóla, en voru nú í sumarleyfi og fóru þau hingað með honum. Veiddi í Hörgá. Mr. Raikes iét mikið af fegurð landsins og hér kvað hann sér hafa liðið mjög vel og þótt gam- an vera þá tíu daga, er hann hafði hér til umráða. Hann ferð- aðist talsvert og naut fegurðar- innar við Mývatn og veiddi í Hörgá. Hann lét mjög vel af ís- lenzkum mat og matargerð. Slíkt væri stórum betra en suður í Súdan. Þar væri að vísu gott hrá- efni í matinn, en hann væri illa til búinn, Súdanbúar væru ekki góðir matreiðslumenn, hins veg- ar fyndist Evrópumönnum of heitt til þess að standa yfir sjóð- andi grautarpottum. Þessi gestur okkar frá Súdan fór hér í 24 gráðu heita sundlaug og íannst það voðalega kalt. Hins vegar var lofthitinn þá 14 gráður og sól skein í heiði. Þá fannst honum gott að korna upp úr og velta sér í sólinm. Ég varð nú að kveðja þennan skemmtilega Englending. Hann ætlaði að fara að borða sína síð- ustu góðu máltíð hér á Akur- eyri að sinni. Eftir stutta stund myndi hann fljúga suður til Reykjavíkur og þaðan til Rómar og eftir viku yrði hann í Súdan á ný. Og eins og allir Englendingar kvaddi hann með þeim orðum að hann óskaði eftir að sjá mig mjög fljótt. Mér hefir stundum fundizt þessi kveðja fjarstæðu- kennd, en hvað getur ekki skeð þegar menn bregða sér í 10 daga sumarleyfi frá Súdan til Akur- eyrar. —vig. bændastéttin og starfsmenn henn ar leysa ekki þessi vandamál á þann hátt, að meiri hluti þjóðar- innar sætti sig við, þá kemur að því að sá „meiri hlutí ' tekur málin úr höndum okkar“ Stjórn félagsins Núverandi stjórn Félags ís- lenzkra búfræðikandidata slripa þessir menn: Árni Jónsson til- raunastjóri, Akureyri, formaður, Árni Pétursson kennari á Hóium og Egill Bjarnason ráðunautur, Sauðárkróki. í félaginu eru nær allir sérmenntaðir menn í þágu landbúnaðarins, svo sem ráðu- nautar Búnaðarfélags fslands, Héraðsráðunautar við bænda- skólana tilraunastjórar og íleiri. Frotinn fiskur til U/iþjáðar Neyzla a tölulega n; víða annaiL neyzla þar (um 6 % íslendinga,, sér þess tii 5 ára komir. Norðmem kapp á að v. en íslending þar fótfestu. ur fiskur í um vafið . innst. .osnum fiski er til- í Svíþjóð ems .og staðar. Þó er árleg ain 3000 lestir á ári freðfiskframleiðslu ,.n kunnugir geta : ð hún verði innan upp í 15.000 lestir. hafa lagt mikið ma þennan markað, &r hafa einmg náð Þarna er aðeins seld i og y2 kg. umbúð- „ellófan, utast sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.