Morgunblaðið - 05.09.1957, Síða 2

Morgunblaðið - 05.09.1957, Síða 2
2 MORCUTSTtT ÍÐIÐ Fimmludagur 5. sept. 1957 % SIAKSTEINAR Lúðvílc andmælt Þegar Morgunblaðið skýrði á dögunum frá hinu hörmulega á- standi gjaldeyrismálanna, sió í fyrstu drungalegri þögn á stjórn- arblöðin. Nokkru síðar fóru þau að bera fram ýmiss konar afsak- anir, sem engar gáíu haggað þeirri staðreynd, að á eins árs valdatíma V-stjórnarinnar hefur að þessu leyti sigið sem svarar 300 millj. krónum á ógæfuhlið. Þjóðviljinn reyndi í fyrstu að kenna þetta aukinni neyzlu og vaxandi framkvæmdum. Nú seg- ir hann aftur á móti: „Hitt er svo ómótmælanlegt að aflabrestur á vetrarvertíð og síld- veiðum hefur sett óþægilegt strik í reikninginn“. Ekki kemur þetta heim við það, sem Lúðvík Jósefsson sagði í útvarpið 5. ágúst: „Gjaldeyriserfiðleikar okkar stafa ekki af neinu óvæntu at- viki eða óhöppum“. Ósamræmið sýnir, að stjórnar- herrarnir vita ekki sitt rjúkandi ráð og botna ekker^ í þeim vanda, sem þeir hafa tefcið að sér að leysa. Óbrevtt bróun Uppgjöf stjórnarliðsins lýsir sér ekki aðeins í umræðunum um gjaldeyrisskortinn. Þjóðvilj- inn hefur lengst af haft það að umræðuefni, að allar framfarir í efnahag almennings spryttu af baráttu verkalýðsfélaganna og staðhæft að á valdaárum Sjálf- stæðismanna hafi ríkt hin mesta öfugþróun i þjóðmálunum. En á þriðjudaginn segir í forystugrein Þjóðviljans: „Að vísu er það staðreynd sem ekki verður sniðgengin, að okk- ur hefur tekizt að byggja hér nútímaþjóðfélag á tiltölulega skömmum tima og stórbæta lífs- kjör fólksins í landinu svo að segja eingöngu á grundvelli sjávarútvegs“. Og enn segir: „Fiskiskipin og afköst sjó- mannanna hafa gert islendingum mögulega þá byltingu sem orðið hefur i atvinnuháttum og lífs- kjörum þjóðarinnar á tiltölulega skömmu árabili. Þjóðin ætlast til þess að þessi þróun haldi áfram“. Vafningslaust sagt er það stefna Sjálfstæðismanna, sem þjóðin krefst að fylgt sé. Frásönn Thors Thor Vilhjálmsson skrifaði í Þjóðviljann 25. ágúst grein, sem hann nefnir „Til Amsterdam", þar segir m.a.: „Þegar við nálgumst landamær in fara að kvikna drög að sam- ræðum í klefanum. Ofurlítil og visin kona roskin er í augljósri geðshræringu og þegar lesandi hins létta tímarits lokar heftinu fer hún að segja honum og mér af högum sínum, grípur okkur eins og mannlega bjarghringi í róti tilfinninga sinna og segir að hún sé yfirhjúkrunarkona á spít- ala í bænum X í Austur-Þýzka- landi og þó hún sé yfirhjúkrunar kona taki það sig mánuð að vinna fyrir svona vondum skóm og teygir fæturnar fram á gólfið. En verst er að þurfa að vara sig, þegar maður talar, geía ekki treyst þeim, sem maður talar við, geta ekki sagt hug sinn, það er verst. Enda er fólk alltaf að fara vesturum". Efnahagurinn í löndum komm- únista er bágur og á þó fólkið ekki verst með að þola hann heldur hina andlegu kúgun. Þetta sama kom fram hjá ungverska skáksnillingnum Pal Benkö á dögunum. Rússneska þotan Frh. af bls. 1. ur að vera Englendingur í tal- stöðinni, a. m. k. hefur verið ágætt samband við þá á ensku Hann sagði, að það kæmi sér vel, því að þeir í turninum kynnu ekki nema tvö orð í rúss- nesku, da og njet. Da er víst sjaldan notað í rússnesku, sögðum við, en það þýddi ekkert að vera með slíkar uppáfyndingar á þess- ari stund, flugumferðastjórarn- ir höfðu meira en nóg að gera. — Bogi segir okkur, að vélin sé á undan áætlun, hún muni lenda kl. 13.40. Hún hefur flogið í 33 þús. feta hæð, með 700 lcm hraða á klukkustund. Annar flugum- ferðastjóri kallar: Radarinn segir, að hún sé 48 mílur úti. — Hvað er klukkan? — Hún er 13.22. — Hún lendir á lengstu brautinni, segir Bogi. — Hvað er hún löng? — Hún er 3050 m. á lengd. Nú var okkur sagt, að flug- vélin væri í 35 mílna fjarlægð og hún mundi lenda með aðstoð radars. Það er venja, þegar flug- mennirnir þekkja lítið til stað- Bugajev flugstjóri hátta og Rússarnir höfðu beðið um radarleiðbeiningar við lend- ingu. Það er öruggara. Flugvél- in flýgur yfir Grindavík og þar tekur radarinn við henni. Þá eru íslendingarnir lausir allra mála og hafa tíma til að skimast um eftir vélinni. Skyggni er á- gætt, 115 kílómetrar, vindhrað- inn er 1833 kílómetrar á klst. — Þarna kemur hún, er hrópað upp, og við sjáum lítinn depil í skýjaþykkni. Hann nálgast með miklum hraða, og þegar við er- um komnir út á brautina til að sjá lendinguna, er potan að renna sér niður á völlinn. Lendingin tekst prýðilega, gnýrinn er þol- anlegur, en mesta athygli vekur það, að vélin hefur ekki notað nema helming brautarinnar þeg- ar hún ér stöðvuð. Það má sjá það strax við lend- ingu, að þetta er merkisgripur, enda hafa þessar vélar vakið mikla athygli alls staðar þar sem þær hafa komið utan Rússlands. 'Vélin er mjög stór, allar línur eru fagrar og má raunar segja, að vélin sé það, sem kallað er: rennileg. — Þegar vélin er lent, ökum við aftur að Flugvallar- hótelinu, þar sem henni hefur verið lagt. Fyrir framan hótelið er múgur og margmenni og alltaf bætast við forvitnir áhorfendur. — Hún er komin. — Já, hún er komin, á undan áætlun. — Hvernig á annað að vera en svona flugvél sé á undan áætlun! Og sumir hlæja. Sumum finnst of mikið veður gert út af þessari ferð Rússanna, því að hér sé um áróðursbragð að ræða, aðrir mót- mæla, segja, að þetta sé einhver fullkomnasta farþegaflugvél, sem nú er í notkun. En hvað sem því líður, þá hafa menn ekki við að taka myndir af gripnum, sumir taka jafnvel myndir af stélinu einu. Þegar Rússarnir koma út, þyrpast blaðamenn og ljósmynd- arar að þeim, en allt kemur fyrir ekki. Rússarnir hrista bara höf- uðið, segjast ekki skilja ensku, einum þeirra tekst þó að segja: You must talk to the head of our delegation. En hvar er „höf- uðið“? Það er leitað út um allar trissur, en „höfuðið“ finnst ekki. Þarna kemur loks einbeittur mað ur með valdsmannlegan svip og með honum er túlkur. Jú, þarna var „höfuðið“ komið í allri sinni dýrð. Og eftir það fær vesalings maðurinn ekki frið. Blaðamenn- irnir ætla hann lifandi að drepa: — Hvenær lögðuð þið af stað frá Lundúnum? — Hvernig var veðr- ið í Moskvu? Eru nokkur pólitísk gerningaveður þar um þessar mundir? Og Rússinn segir okkur að setjast, já og taka það rólega. Ein spurning í einu, segir túlk- urinn, um leið og hann kynnir „höfuðið". Herra Semjenkov, fulltrúi Aeroflot. Er hann valda- mikill? er spurt. Jú, þessa stund- ina að minnsta kosti. Það var starfsmaður í rússneska sendi- ráðinu, sem svaraði þessari dul- arfullu spurningu. Herra Sem- jenkov svarar spurningum okk- ar blaðamannanna greinilega: Við vorum 3 klst. 45 mín. frá Moskvu til Lundúna, en 2 klst. og 40 mín. þaðan til Keflavíkur. Veðrið í Moskvu? Jú, það var ágætt, logn. Sumir halda því fram að þetta sé fullkomnasta farþega- vélin, sem nú er í notkun. Hún hefur reynzt mjög vel. Nei, það er ekkert hættulegt að fara á henni yfir Atlantshafið, þótt hún sé aðeins tveggja hreyfla. Og Semjenkov strýkur svitann af enninu. Nei, það er ekkert hættu- leg't, endurtekur hann. Vélin hef- ur verið reynd til hins ítrasta og aldrei komið fyrir, að annar hreyfillinn bilaði. Hvenær við tókum hana í notkun á hinum Flugfreyjurnar — brostu ekki ýmsu flugleiðum? Það var 15. september 1956. Við spyrjum, hvort Rússar hafi í hyggju að hefja áætlunarflug til Bandaríkj- anna. Svarið er einfallt: Ekkert um það rætt. En við vonumst til þess að geta flogið á þessari leið. Það er þó komið undir þeim lönd- um, sem við þurfum að koma við í, ekki sizt íslandi. Við þurf- um lendingaleyfi. Og svo þurf- um við eldsneyti. Keflavíkur- flugvöllur? Jú, hann er prýðileg- ur, og ef við tökum upp reglu- bundið flug á þessari leið, þá komum við hér við. Keflavíkur- flugvöllur er mjög mikilvægur. Og við höfum mikinn áhuga á því að taka upp áætlunarflug á þessari flugleið. En það er ekki Buosar ainuga iiciuuuð, aout en þuó er sctt á veuua Lítil stúlka í stórri flugvél. á valdi okkar einna. Við erum alltaf reiðubúnir, já, aldrei stendur á okkur, en .... Svo þurrkar herra Semjenko aftur svitann af enninu og segir, að nóg sé komið. Blaðamennirnir eru á annarri skoðun. Þeir vilja sjá flugvélina að innan og taka myndir af flugfreyjunum: What about a russian smile? segir G. Rúnar. En allt kemur fyrir ekki. Um þetta er þrefað fram og aftur um stund, en nokkrir blaðamennirnir rséða á meðan við flugstjórann. Hann heitir því merkilega nafni Bugajev, aðlað- andi maður. Hlédrægni hans stingur mjög í stúf við fram- hleypni Semjenkovs. Hann segir lítið. Kannski bezt. Þó er hann þeirrar skoðunar, að Tu-104 séu góðar vélar. Hafa reynzt vel. Hann þekkir þær út og inn, hef- ur stjórnað þeim lengi. Fór m. a. til Indónesíu. Kannski með Voro- shilov, þegar hann heimsótti Sukarno, hugsum við, en segjum lítið. Þetta heyrir sennilega und- ir öryggismál ríkisins. Við snú- um okkur heldur að flugvélinni: Jú, hún tekur 70 farþega, áhöfn- in er sjö menn. Já, og svo flug- freyjur. Það var og, flugfreyjurn- ar! Og nú fær Semjenkov ekki frið fyrr en við höfum fengið leyfi til að fara um borð. Það er lagt af stað út að flugvélinni. Einn — tveir, einn — tveir .... og björninn er unninn. Flugfreyj- urnar brosa og farþegarnir sem fá ekki að fara í land, stara á okkur eins og naut á nývirki, túlkarnir spyrja, hvernig okkur lítist á. Vel. En hvort líst ykkur betur á flugvél- vélina eða flugfreyjurnar? Þögn, dálítið óþægileg þögn meira að segja. Svo dregur Semjenkov lítið box upp úr vasa sínum og gefur viðstöddum merki Aero- flots. Það var hátíðleg stund, vant aði ekkert nema þjóðsöng ríkj- anna. Flugfreyjurnar brosa dá- lítið feimnislega og við spyrjum þær, hvort þær tali ensku: Njet. Athugasemd ÚT af grein Helga Hjörvar um skólamál Skeiðamanna í fyrra- dag hefir Sigurður Ólason hrl., sem er umboðsmaður annars málsaðila við málaferlin, beðið Mbl. fyrir eftirfarandi leiðrétt- ingu: Þar sem komið hefir í ljós, að ýmsir hafa skilið frásögn Helga Hjörvar um tiltekna starfsemi í skólahúsi, sbr. fyrirsögnina „Slát urhús og saeðingarstöðvar“ á þá leið, að átt væri við skóla- og samkomuhúsið á Skeiðum, þá þykir rétt að taka það skýrt fram, að um algeran misskilning er að ræða. Sé fótur fyrir þessari frásögn greinarinna: mun átt við aðra en Skeiðamenn, svo sem réttarbækur reyndar sýna. S. Ól. Tregur aíli í vStykkishólmi STYKKISHÓLMI, 4. sept,—Einn bátur kom til Stykkishólms í dag með 60 tunnur síldar. Síldin var góð og feit og fór hún í frystingu. í gær var veiðin 9—80 tunnur. Trillubátaafli hefir verið heldur rýr, en í dag komu tveir bátar inn með 4 stórlúður. —Árni. Góður afli Sand- gerðisbáta SANDGERÐI, 4. sept. — í dag komu fimm bátar hingað inn með samtals 420 tunnur síldar. Hæst- ur var Mummi II. með 180 tunn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.