Morgunblaðið - 04.03.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.1958, Blaðsíða 1
20 síður 45 árgangur. 53. tbl. — Þriðjudagur 4. marz 1958. Prentsmiðja Morgunblaðsins Stórkostíegt fylgishrun og ósigur kommúnista I Iðju Lýðrœðissinnar voru endurkosnir í Trésmiðaféiaginu Forystulið Framsóknar studdi kommúnista af alefli í FYRRAKVÖLD urðu kosningaúrslit kunn í stjórnrkjöri í „Iðju“ og Trésmiðafélaginu, en lýð ræðissinnar unnu kosn- ingarnar í báðum félög- unum. í þessu sambandi vek- ur sérstaka athygli að lýðræðissinnar unnu í Iðju með 338 atkvæða meirihluta fram yfir kommúnista og er þetta einn allra glæsilegasti sigur, sem unnizt hefur í nokkru verkalýðsfélagi. í fyrra var 26 atlcvæða munur á listunum. Er augljóst að kommúnistar eru hér á hröðu undan- haldi. Kosningin í Iðju Á kjörskrá voru 1467 en at- kvæði. Auðir seðlar voru 44, lýðræðissinna 804 atkvæði en A- listinn, kommúnistar, 466 at- kvæði. Aauðir seðlar voru 44, ógild atkvæði voru 4. I stjórnar- kosningunum í fyrra urðu úrslit þau að B-listi lýðræðissinna hlaut 524 en A-listi kommúnista 498, en þá voru 1184 á kjörskrá. Ilafa lýðræðissinnar aukið fylgi sitt um 280 atkvæði en kommún- istar tapað 32 atkvæðum miðað við kosningar í fyrra. Stjórn félagsins, sem var öll endurkosin, skipa Guðjón Sv. Sigurðsson formaður, Ingi- mundur Erlendsson, varaformað- ur, Þorvaldur Ólafsson, ritari, Ingólfur Jónasson gjaldkeri en meðstjórnendur Jóna Magnús- dóttir, Ingibjörg Arnórsdóttir og Steinn Ingi Jóhannsson. í vara- stjórn eru Björn Jónatansson og Svavar Guðnason. Endurskoð- endur félagsins voru kosnir Eyj- ólfur Davíðsson og Erlendur Jónsson. Varaendurskoðandi Hall dór Christensen. Úrslitin í Trésmiðafélaginu Á körskrá voru 434 en af þeim kusu 413. B-listi lýðræðissinna hlaut 209 atkv. en A-listi komm- únistar og Framsóknarmanna hlaut 201. Þrír seðlar voru aui /:. Við stjórnarkjör í fyrra hlaut B-listi lýðræðissinna 159 atkv. en kommúnistar 135 atkv. Kosningu hlutu Guðni H. Árna son, formaður, Kári I. Ingvarsson varaformaður, Eggert Ólafsson ritari, Þorvaldur Ó. Karlsson vara ritari og Þorleifur Sigurðsson gjaldkeri. Varastjórn skipa: Einar Ágústsson, Sveinn Guðmundsson og Steinar Bjarnason. Endurskoð endur voru kosnir Sigurgeir Al- bertsson og Einar Einarsson. Það skal tckið fram í sam- bandi við kosningar í Tré- smiðafélaginu nú, að við kosningarnar í fyrra voru menn úr öllum lýðræðis- flokkum á B-listanum, en nú gengu Framsóknarmenn i lið með kommúnistum og voru sérstakir fulltrúar Framsóknar á kommún- istalistanum. Gekk forustulið Framsóknar mjög hart fram í bar áttunni fyrir lista kommunista. Fylgishrun kommúnista í Iðju Eins og skýrt hefur verið frá töp uðu kommúnistar stórlega fylgi í Iðju, enda hafa félagsmenn fund ið hve mjög félagsstarfsemin breytti um svip, þegar kommún- istar féllu frá völdum og hafa félagarnir vottað stjórninni traust sitt á ótvíræðan hátt. Hef- ur stjórn lýöræðissinna tekið at- hafnasama stefnu í málefnum iðnverkafólks, það ár, sem hún hefur ráðið í félaginu. Áróður kommúnista út af kjör- skrá í Iðju Þjóðviljinn hafði uppi mikinn áróður um að kjörskrá í Iðju hefði verið „fölsuð“, en enginn ágreiningur var innan kjörstjórn ar um skrána nema'íivaö viðkom nokkrum útlendingum, scm skv. lögum félagsins og Alþýðusam- bandsins hafa full félagsréttindi í Iðju. Á það skal sérstaklega bent að formaður kjörstjórnar var kommúnisti, skipaður af A. S. í. Þáttur Framsóknar Á lista kommúnista í Iðju voru fulltrúar frá Framsókn, eins og átti sér stað í Trésmiðaíéiaginu og forustulið Framsóknar hélt uppi miklum áróðri gegn lýð- ræðissinnum, enda báru skrif Tímans ljósan vott um það. Þrátt fyrir áróður Framsóknarforkólf- anna reyndist listí kommúnista ekki nema rösklega hálfdrætting- ur móti lýðræðissinnum. Þakkir til iðnverkafólks FYRIR hönd stjórnar og trúnaðarmannaráðs Iðju, félags verksmiðj ufólks í Reykjavík, flyt ég öllum þeim er stuðl- uðu að glæsilegum sigri B-listans, kærar þakkir. Það traust, sem þið hafið sýnt okkur, mun verða okkur í áframhaldandi starfi fyrir hagsmuni iðn- mikill styrkur verkafólks. Reykjavík, 3. mars 1958. Guðjón Sv. Sigurðsson. Guðjón Sv. Sigurðsson. Guðni II. Árnason. Benzíngeymarnir féllu í aldinprð ASHTON KEYNES, 3. marz. — 20 feta langur eldsneytisgeymir af bandarískri sprengjuþotu, B- 47 Stratojet, féll í dag niður í ald- ingarð hér í bæ — og sprakk. Var hann losaður af flugvélinni á flugi Prófessor hlout 16 óro fongelsi BELGRAD, 3. marz — Fyrrver- andi guðfræðiprófessor í Belgrad hefur verið dæmdur til 16 ára fangelsissetu — fundinn sekur um að liafa haft í hyggju að steypa stjórn landsins. Páíi móðgaður LONDON, 3. mars. — Páfinn hef- ur ákveðið að fresta hátíðahöid- um, sem áttu að fara fram í næstu viku í tilefni krýningaraf- mælis hans. Ástæðan er sú, að biskup einn á ítalíu hefur verið dæmdur til að greiða skilorðs- bundna sekt, skaðabætur og máls kostnað — fundinn sekur um að bera út gróusögur um ung hjón, sem létu vígja sig borgaralegri vígslu, en höfnuðu vigslu kirkj- unnar. Telur páfastóllinn dóm þennan móðgandi við kaþólsku kirkjuna. Trúlofast þau ? STOKKHÓLMI 3. marz. — Rob- in Dougias Home ltemur til Stokkhóhns að því að fuliyrt er. Ekki hefir verið gefin út nein op inber tilkynning frá konungshöll- inni um komu hans, en fullyrt er, að hann muni dveijast hér í eina viku. Mikil eftirvænting er rikj- andi hér, því að fastlega er búizt við að til tíðinda dragi hvað sam bandi þeirra Margrétar prinsessu viðkemur. Rússar vilja ákveða ríklsleiðtogafund- inn áður en utanríkisráðh. koma saman Verður utanríkisráðhiundur í apríl ? WASHINGTON, 3. marz — Mensjikov, sendiherra Ráðstjórn- arinnar í Washington átti í dag fund með þeim Eisenhower og Nixon tekur v/ð ef... WASHINGTON, 3. mars. — Tilkynnt var í Washington í kvöld, að Nixon varaforseti skuli taka við störfum Eisén- howers, ef hann verði ófær úl þess að gegna störfum á kjör- tímabilinu. Mun Nixon hljóta öll völd og skyldur forsetans. Tilkynningin var undirrituð af þeim báðum — Eisenhow- er og Nixon. Hdrmulegt slys ISTANBUL, 3. marz. — A laug- ardaginn varð hörmulegt slys við strönd Tyrklands. Ferja ein full- skipuð farþegum lenti í ofsaveðri á Marmarahafi, hvolfdi og sökk. Mörg hundruö manns voru inn- anborös, en örfáum tókst að Vegna slæmra móttökuskilyrða skeyta í gær hafa blaðinu ekki borizt frekari fregnir af því hve mörgum var bjargað. Vitað er, að 480 farmiðar v»ru seldir með ferj unni, Dulles. Stóð fundurinn í rúma hálfa klukkustund. Að fundin- um loknum lét rússneski sendi- lierrann í ljós ánægju sína — og sagði blaöamönnum, að fundur- inn hefði reynzt mjög gagnleg- ur, en hann neitaði algerlega að láta uppi hvert umræðuefni fund- arins hefði verið. Mensjikov bætti því við, að Eisenhower væri hreinskilinn og stefnufastur — en það er einmitt það, sem okk- ur Rússana skortir — sagði hann. Stjórnmálafréttaritarar brjóta nú mjög heilann um hver niður- staða fundarins hafi orðið — og hve mikil líkindi séu að þessum fundi loknum til þess að sam- komulag náist um umræðugrund- völl hugsanlegs ríkisleiðtoga- fundar. Frá Hvíta húsinu hefur verið gefin út tilkynning um það, að beðið sé frekari upplýsinga um efni bréfs Rússa til Frakka. Þá hefur verið skýrt frá því í Paris, að fastaráð Atlantshafs- bandalagsins konii saman á morg- un samkv. tilmælum bandaríska fulltrúans. Umræðuefni fundar- ins mun verða síðasta orðsend- ing Ráðstjórnarinnar — þar sem liún kveðst fús til þess að ganga að því að utanríkisráöherrarnir komi saman til þess að undirbúa ríkisleiðtogafundinn. í Moskvu hefur bréf Ráðstjórn- arinnar til frönsku stjórnarinnar verið birt. Það var Gromyko ut- anríkisráðherra, sem bréfið rit- aði — en athygli hefur vakið, að bréfið skuli einungis sent frönsku stjórninni. í bréfinu segir m. a., að Ráð- stjórnin geti fallizt á að utan- ríkisráðherrafundur komi saman til þess að ræða væntanlegan ríkisleiðtogafund. Utanríkisráð- herrunum beri þó ekki að ráða umræðuefnum ríkisleiðtogafund- arins algerlega, ákvarðanir, sem Framh. á bls. 19. Rætt um lamllielgismál al- í GENF 3. niarz. — Á fundi þjóða-sjóréttarráðsefnunnar Genf í dag var rætt um land- helgismálin. Fulltrúi Saudi-Ara- bíu varði miklum tíma til þess að gera grein fyrir afstöðu lands síns gagnvart Israel — og krafð- is. hann þess, að Akabaflói yrði viðurkenndur arabískt yfirráða- svæði. Franski fulltrúinr. sagði, að enginn fastur mælikvarði hefði enr fundizt á það hve land- grusn næði langt út til hafs. Hingað til hefði það talizt mats- atriði. (Skeytasamband við útlönd var mjög slæmt í gær — og er greini legra frétta að vænta síðav).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.