Morgunblaðið - 04.03.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.03.1958, Blaðsíða 6
6 MORCTJNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. marz 1958 Núverandi stjórn Málarafélags Reykjavíkur, aftari röð, talið frá vinstri: Halldór Gíslason ritari stjórnar, Grímur Guðmunds- son gjaldkeri, Matthías Ólafsson ritari félags. Fremri röð: Hjálmar Jónsson varaform. og Lárus Bjarnfreðsson formaður. Mólarafélog Reykjavíkur 30 ára MÁLARAFÉLAG Reykjavíkur var stofnað 4. marz 1928 í Iðn- skólahúsinu í Reykjavík. Stofn- endur félagsins voru 16 að tölu. Fyrsta stjórn félagsins var skip uð eftirtöldum mönnum: Albert Erlingsson formaður, Ágúst Hakonsen féhirðir, Hörður Jóhannesson ritari. Varamenn: Óskar Jóhannsson, Georg Vil- hjálmsson og Þorbjörn Þórðar- son. Bráðlega tókust samningar við V Málarameistarafélagið, sem stofn ’að var um líkt leyti og var kaup málarasveina þá ákveðið kr: 1.60 á klukkustund. 1935 fékk félagið í fyrsta sinn jnann í prófnefnd og er Kristján Guðlaugsson fulltrúi félagsins í nefndimji. Félagið fékk einn mann í Iðn- ráði, það sæti skipar Þorsteinn B. Jónsson. Árið 1937 stóð félagið að stofn- un Sveinasambands bygginga- manna ásamt öðrum iðnsveina- félögum í byggingaiðnaði. Til- gangurinn með þeirri sambands- stofnun var að treysta samtökin og vernda vinnuréttindi félag- anna. Árið 1947 gekk félagið í Alþýðu samband lslands og stóð við hlið annarra verkalýðsfélaga í verk- fallsátökunum miklu 1952 og 1955. Félagið hefur háð þrjú önn- ur verkföll. Félagið hefur komið sér upp nokkrum sjóðum. Eru það Vinnu- deilusjóður, Ekkna- og minning- arsjóður, Fræðslu- og menningar- sjóður og Sjúkrastyrktarsjóður. Árið 1954 samdi Málarafélagið við málarameistara um að tekin skyldi upp ávkæðisvinna fyrir málarastéttina. í verðskrárnefnd Málarafélagsins eiga sæti: Krist ján Guðlaugsson, sem hefur unn ið þar geysimikið starf fyrir fé- lagið og stéttina í heild, í nefnd- inni eru einnig Halldór Gislason og Karl Filbert Jóhannsson. Eftirtaldir menn hafa verið for- menn félagsins á sl. 30 árum: Al- bert Erlingsson, Kjartan Stefáns son, Jón Ágústsson, Björn Björns son, Jón B. Jónsson, Ásbjörn Ó. Jónsson, Sæmundur Sigurðsson, Magnús B. Hannesson, Gunnar Leó Þorsteinsson, Guðjón Krist- insson, Hannes Kr. Hannesson, Þorsteinn B. Jónsson, Kristján ! Guðlaugsson, og Lárus Bjarn- freðsson. Félagið minnist afmælisins með hófi í Silfurtunglinu föstudag- inn 7. þ.m. — í félaginu eru nú 136 manns. Nýr bátur í hörðum árekstri HORNAFIRÐI, 28. febr. — Það mikla óhapp vildi til á mánu- dagskvöldið að harður árekstur varð milli tveggja báta og stór- skemmdist annar þeirra. Slys varð ekki á skipsmönnum. Árekstur þessi varð í rennunni, sem liggur út frá bryggjunni hér. Vélskipið Gissur hvíti, sem er nýr glæsilegur fiskibátur, var að leggja af stað í róður. — Fór hann með hægri ferð út renn- una. Vélskipið Pálmar frá Seyðis- firði var að koma inn í mynni rennunnar þegar áreksturinn varð, en við hann urðu gífift-leg- ar skemmdir á Gissuri hvíta, er stefni Seyðisfjarðarbátsins kom á hann. Gissur hvíti var þó sjó- fær eftir áreksturinn og strax um nóttina var honum siglt til Nes- kaupstaðar þar sem bráðabirgða- viðgerð fer fram. Er gert rað' fyrir, að hún taki um það bil vikutíma. — Gunnar. Björn Ófeigsson form. Fél. vefnaðarvörukaupmanna AÐALFUNDUR Félags vefnaðar- vörukaupmanna var haldinn 27. febrúar. Björn Ófeigsson var kjör inn formaður og Haildór R. Gunn arsson, Leifur Múller, Sveinbjörn Árnason og Þorsteinn Þorsteins- son meðstjórnendur. I varastjórn voru kosin Sóley Þorsteinsdóttir og Edvard Frímannsson. Aðal- fulltrúi í stjórn Sambands smá- söluverzlana var kosinn Björn Ófeigsson og Ólafur Jóhannesson til vara. si*rif*ar úr daglega lífinu Um veðrabrigði o. fl. ÞAÐ má með sanni segja, að s skammri stund skipast veður í lofti hér í henni Reykjavík. Aumingja Velvakandi skrifaði smápistil á föstudaginn um forar- slettur. Þá voru vilpur um allar götur, bílstjórarnir urðu að gæta að sér til að komast hjá þvi að óhreinka vegfarendur og Vel- vakandi var farinn að telja sjálf- um sér trú um, að vorið væri komið. Þessi ritsmíð birtist svo á laugardaginn, og þá var vorið stungið af, veðurguðirnir höfðu breitt snjóteppi yfir götur og garða og ónotalegir byljir gengu yfir. Þegar þetta er skrifað, er snjórinn orðinn enn meiri og sýn- ir ekki á sér neitt fararsnið. I þessu sambandi er vert að minnast ábendingar, sem glöggur maður kom á framfæri við Vel- vakanda fyrir skömmu. Hann sagði, að oft kæmi það fyrir, að snjó, sem ýtt er af akbrautun- um á götum höfuðstaðarins, væri mokað upp á gangstéttir. Þetta er auðvitað til mikils traf- ala fyrir þá, sem þurfa að notast við hesta postulanna til að kom- ast á milli húsa. Og ekki eru þær öfundsverðar mæðurnar eða barnfóstrurnar, sem ösla mjöllina með barnavagna á undan sér. Bærinn á þeytara, sem blæs snjónum upp á bíla, en ekki verð- ur komizt yfir að hreinsa allar götur með þessu tæki. Og svo er þess að minnast, að snjór og hálka valda því, að ökumenn verða að gæta sín. Og nú er það ekki bara vegna vesal- inganna, sem eftir gangstéttunum stika, heldur vegna bílstjóranna sjálfra. Árekstrar, bílskemmdir og slys á fólki eru daglegir at- burðir, þegar hált er á götunum Og ekki virðist sizt vanþörf á að minna unga og svellkalda bíl- stjóra á þessa staðreynd. Nú dugar ekki að ýta bensíninu nið- ur til að finna, hvað það er gam- an að láta kröftuga vélina þeyta bílnum áfram — og treysta svo á bremsurnar. Þær geta sem sé verið til ills eins í hálku. Munið það! Fagrar bækur YRIR rúmum Vz mánuði tók til starfa í Reykjavík stofnun, er nefnist Prentskólinn. Það er fyrsti fasti, verklegi skólinn fyr- ir iðnnema, sem komið hefur ver- ið á fót hér á landi, og munu allir prentnemar í borginni vera þar við nám um nokkurra mánaða skeið hér eftir, þó að verklega kennslan fari eftir sem áður aðal- lega fram í prentsmiðjunum. — Skóli þessi á í framtiðinni að vera hluti af stærri skóla, Bók- iðnaskólanum, þar sem kenna á nemum í bókbandi, prentmynda- gerð og offsetprentun — auk prentnema. Þetta er rifjað upp nú í tilefni þess, að fyrir nokkrum dögum átti Bókiðnafélagið danska 70 ára afmæli. — Þetta félag var stofnað að frumkvæði Hendrik- sens nokkurs, en hann var lista- maður, sem aðallega fékkst við að gera tréstungur. Einhverju sinni rétt fyrir jólin var hann á gangi um götur Kaupmanna- hafnar. Dvaldist honum þá nokk- uð framan við glúgga bókaverzl- ananna, eins og oft vill verða um góða menn. Og sem hann rölti þarna um strætin fylltist hann slíkum fítonsanda, að hann gat ekki á sér setið, hljóp heim og ritaði grein: „Frágangur bók- anna okkar“. Þar skammar hann danska bókagerðarmenn þeirra tíma af miklum móði og segir þá brjóta gegn „öllum heilbrigð- um reglum prentlistarinnar og fegurðarkröfum.“ Ýmsum þótti sem hér væru orð í tíma töluð, og nokkru síðar var Bókiðnafé- lagið stofnað. Félagið hefur gefið út ýmis rit um bókiðnirnar og sérstakt blað um sama efni. Það stofnaði lika danska bókiðna- skólann, þó að hann starfi nú ekki lengur á þess vegum. Starfsemi félagsins nú er m. a. fólgin í því að velja fegurstu bæk ur ársins. Snjallar greinargerðir fylgja úrskurðunum um val bók- anna. Framan af árum urðu eink- um fyrir valinu bækur, sem gefn- ar voru út í litlum upplögum handa mönnum, sem sérstaklega höfðu áhuga á frágangi bóka. Nú er farið að veita verðlaunin þeim, sem ganga frá bókum handa al- menningi, og hefur gildi verðlaun anna aukizt við það. Þá hefur fé- lagið beitt sér sérstaklega fyrir því, að betur sé gengið frá skóla- bókum en áður var, og hefur það starf borið góðan árangur. Starf danska Bókiðnafélagsins minnir okkur á, að hér á landi er margt ógert á þessu sviði, þó að framfarir hafi orðið í íslenzkri bókagerð á síðustu árum. Hörð átök í bæjar- stjórnarkosninganum í Dánmörka Borgaraflokkarnir hafa víða samvinnu gegn jafnaðarmönnum í DAG fara bæjarstjórnarkosning ar fram í Danmörku. Leiðtogar allra stjórnmólaflokkanna hvetja kjósendur til að líta ekki aðeins á bæjarmál heldur líka á lands- mál, þegar þeir greiða atkvæði. Þetta eru fyrstu kosningarnar í Danmörku eftir að samsteypu- stjórn H. C. Hansens, var mynd- uð í maí í fyrra. Úrslit bæjar- stjói-narkosninganna gefa • vafa- laust bendingu um það, hvernig kjósendunum geðjast að þessari emkennilegu ríkisstjórn. Það kom sem kunnugt er, flatt upp á alla, þegar H. C. Hansen myndaði stjórn með þátttöku þriggja flokka, nefnilega jafnað- armanna, Róttæka flokksins og Réttarsambandsins, eftir að hann hafði tapað þjóðþingskosningun- um og beðizt lausnar. Sérstak- lega furðuðu menn sig á því, að leiðtogar Réttarsambandsins skyldu setjast á stjórnarbekk með jafnaðarmönnum, sem þeir móti hafa tveir stjórnarflokk- anna nefnilega Róttæki flokkur- inn og Réttarsambandið, gert kosningabandalag við stjórnar- andstöðuna (íhaldsmenn og vinstrimenn) í mörgum bæjum. Jafnaðarmenn segja, að fyrst og fremst sé barizt á móti þeim við þessar bæjarstjórnarkosning- ar. Þetta er að miklu leyti rétt. Það skiptir vitanlega miklu máli, hvort fylgi jafnaðarmanna, stærsta flokksins í landinu, eykst eða minnkar. En því verð ur líka veitt mikil eftirtekt, hvernig kjósendur Réttarsam- bandsins taka þátttöku leiðtoga sinna í ríkisstjórn, sem er skip- uð jafnaðarmönnum. Sumir spá, að Starcke, ráðherra án stjórnar deildar, sé líka að verða ráð- herra án fylgis. En margt bendir til þess, að breytingarnar á flokkaskiptingunni í landinu reynist ekki stórvægilegur. í allmörgum bæjum er þó svo Starcke: Ráðherra án fylgis hafa alltaf barizt heiftarlega á móti. Dönsku blöðin hafa oft skemmt sér að því, að H. C. Hansen, sagði fyrir þingkosningarnar í fyrra, að Starcke væri „kedelig karl“. H. C. Hansen minntist nýlega á þetta á ræðu og sagðist standa við það, sem hann hefði sagt, af því að það væri rétt mælt. For- sætisráðherrann lætur annars ekkert tækifæri ónotað til að segja mönnum, að samvinnan í rikisstjórninni sé góð. Það er þó augljóst, að stjórn- arflokkarnir eru ósammála um ýmis þýðingarmikil mál. En H. C. Hansen reynir í lengstu lög að komast hjá að taka opin- berlega afstöðu til ágreinings- málanna. Við því er þó ekki bú- izt, að samvinnan milli stjórnar- flokkanna fari út um þúfur í náinni framtíð. En ef til vill fer svo, að úrslit bæjarstjórnarkosn inganna ráði miklu um það, hve lengi samvinnan getur haldizt. Þegar litið er á fullyrðingar forsætisráðherrans um góða sam vinnu í ríkisstjórninni, þá mætti vænta þess, að stjórnarflokkarn- ir stæðu sameinaðir við bæjar- stjórnarkosningarnar. Þessu er þó ekki þannig farið. Þvert á ástatt, að tiltölulega lítil breyt- ing á skiptingu atkvæða getur gert að verkum, að meirihlutinn komist í aðrar hendur. í 21 af 84 kaupstöðum þurfa jafnaðarmenn ekki að tapa nema einu bæjar- stjórnarsæti til þess að borgara- flokkarnir fái meirihluta. Og í 18 kaupstöðum fá jafnaðarmenn meirihluta, ef borgaraflokkarnir tapa einu sæti. í Kaupmannahöfn verða jafn- aðarmenn þó án efa áfram fjöl- mennastir í borgarstjórninni. Þeir hafa þar nú 32 af 55 sætum. Þeir tala núna fyrir kosning- arnar mikið um, að þeir hafi verið í meirihluta í borgar- stjórn höfuðborgarinnar síðast- liðin 40 ár að einu kjörtímabili undanteknu. „Politiken“, aðal- blað Róttæka flokksins, bendir jafnaðarmönnum á, að þeir ættu ekki að hæla sér af þessu. Þeir hafi stjórnað höfuðborginni svo illa, að fjöldi fólks flytji til út- borganna vegna hinna háu út- svara í Kaupmannahöfn. Við bæj arstj órnarkosningarnar fyrir fjórum árum fengu jafnað- armenn meirihluta í 54 kaup- stöðum, íhaldsmenn í 15, vinstvi- menn í 7, Róttæki flokkurinn í 14 og sameiginlegir borgaralistar í 6. Páll Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.