Morgunblaðið - 04.03.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.03.1958, Blaðsíða 10
iO MORCUKHLAÐIÐ Þriðjudagur 4. marz 1958 TJ'tg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæindastjón: bigíus Jónsson. Aðairustjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristiiisson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjalci kr. 30.00 á mánuði innanlands. í iausasólu kr. 1.50 eintakið. LÁTA ÞEIR SÉR NÚ SEGJAST? URSLIT kosninganna í Iðju og Trésmiðafélaginu eru mikill sigur fyrir lýð- ræðissinna. Þrátt fyrir miklu meiri þátttöku í kosningunni nú en í fyrra, minnkar fylgi komm- únista í Iðju um 32 atkvæði. Lýð- ræðissinnar fá aftur á móti alla aukninguna og nokkuð af fyrra fylgi kommúnista. I Trésmiðafé- laginu héldu lýðræðissinnar einn- ig meirihlutanum. Þegar úrslitin eru hugleidd, verður að minnast þess, að í fyrra var afstaða Framsóknarmanna önnur er nú. Þeir voru þá tví- stígandi í afstöðu sinni til kosn- inganna í Iðju. Þá sagði Þjóðvilj- inn: . „Fjöldi Framsóknarmanna vann hið bezta og drengilegasta starf í þessum kosningum. Hins vegar dylst það engum og sízt vinstri Framsóknarmönnum í landinu, að enn eru til þau öfl í flokksforustu Framsóknar, sem ekki eru vinstri stefnu heilli en svo að þau fengu því ráðið að Tíminn var hlutlaus(!) í Iðju kosningunum.“ Tvístig Framsóknarmanna náði þá ekki til Trésmiðafélagsins Þeir höfðu þar þá samvinnu við aðra lýðræðíssinna. Nú gekk Framsókn fram fyrir skjöldu í báðum félögunum til stuðnings við kommúnista og í hatrammr; baráttu gegnlýðræðissinnum. Þeir kumpánar töldu sig því hafa full- kominn möguleika til að vinna bæði félögin. 1 Iðju munaði í fyrra ekki nerra 26 atkvæðum og í Trésmiðafélag- inu, sem er mikið minna 24 at- kvæðum. Árangurinn nú varð sá. að í Trésmiðafélaginu minnkaði munurinn úr 24 atkv. í 8, en í Iðju jókst hann úr 26 atkv í 338 atkvæði. Hér kemur enn fram, að þar sem tiltölulega fáir greiða at- kvæði, á Framsókn hægara með að beita hinum þekktu börgðum sínum, en þar sem fjölmennið er. Þeir kumpánar munu og skjótt hafa séð, að þeir voru vonlausir í Iðju og lögðu því ofurkapp á að sigra í Trésmiðafélaginu. Var þar ekkert til sparað, og er sigui lýðræðissinna því eftirminni- legri, enda lýsa Iðjuúrsliun straumhvörfum. ★ Stuðningur Framsóknar við kommúnista var nú með ýmsu móti. í allra augsýn var m. a. gefið út sérstakt kosninga- blað innan Iðju, þar sem Fram- sókn lýsti samfylkmgu sinni við kommúnista. Þá var ekki um það að villast, að ráðamenn Tímans ætluðu nú ekki að láta vera hægt að bregöa sér um, að þeir væru að þessu sinni „hlutlausir“ í kosningun- um eins og í fyrra. Tíminn birti daglega hvatningargreinar um að standa með listum kommúnisi.a og ýmiss konar óhróður, sem ætl- aður var til að sundra fylkingu lýðræðissinna. Kvað svo rammt að þessu, að Helgi Sæmundsson gat ekki orða bundizt í Alþýðu- blaðinu sl. sunnudag, og birti for- ustugrein, sem heitir „Fram- sóknarmenn í nánu samstarfi við alþjóðlega kommúnista í verka- lýðsmálum". 1 greininni segir: „Menn ráku upp stór augu, ei þeir lásu Tímann sl. föstudag og sáu þar greinarkorn á fremstu síðu um, að A-listinn í Iðju væri „Listi vinstri manna“, en í sæti formanns á listanum er Björn Bjarnason, maðurinn, sem hér á landi er aðalumboðsmaður hins alþjóðlega kommúnisma". Helgi Sæmundsson er einn þeirra, sem lengst hefur viljað ganga í að afsaka og fegra fram- ferði forkólfa Framsóknar. Nú virðist jafnvel honum nóg boðið. ★ Atferli Framsóknarforkólfanra er glöggt dæmi þess, hvermg menn láta leiða sig stig af stigi niður á við. Fyrir 2 árum gerðu Alþýðu- flokkurinn og Framsókn banda- lag sín á milli ,sem m. a. átti að verða til þess að tryggja yfirráð Alþýðuflokksins í verkalýðsfé- lögunum, eða a. m. k. að skuld- binda Framsókn til hollustu við Alþýðuflokkinn í þeim efnúrn Jafnframt var því hátíðlega lýst yfir, að ekkert sam?tarf við kommúnista kæmi til greina, allra sízt í stjórn ríkisins. Þau hátíðlegu loforð voru róf- in við fyrsta tækifæri. Alþýðu- flokksmenn létu fleka sig til að samþykkja þau svik í von um stundarhag. Innan skamms varð afleiðing- in sú, að Alþýðuflokkurinn tók að sér vernd fyrir kommúnista í hættulegust hríð, sem yfir þá hefur dunið. Ef lýðræðissinnar hefðu haft manndóm til að ein- angra kommúnista, þegar atburð- irnir í Ungverjalandi gerðust, er enginn efi á, að þá hefði verið hægt að brjóta þá á bak aftur og eyða hinum óeðlilegu áhrif- um þeirra í verkalýðsmálunum. 1 stað þess var skemmdarvörg- unum veitt skjól innan veggja Stjórnarráðs íslands. ★ En Hermann Jónasson og félag- ar hans létu ekki þar við sitja. Kommúnistar tilkynntu honum, að ef yfirráðum þeirra í hinurr. stærstu verkalýðsfélögum og heildarsamtökunum yrði hnelckt, þá væri stjórnarsamstarfið þar með úr sögunni. Með þessu sá Hermann valdadrauma sína að engu orðna, ef ekki væri að gert. Kommúnistar kunna lagið á Ilermanni og vitnuðu til þess, sem sterkast er í eðli hans. Afleiðing- in varð sú, að Framsókn ákvað þvert 'ofan í fyrri orð og eiða, að efla kommúnista til áframhald- andi valda í verkalýðsfélögun- um. Einn foringi kommúnista hefur sagt frá þvl, að Hermann hafi á miðstjórnarfundi spurt hver „þyrði“ að mæla því bot. að öðru vísi væri að farið. Þar með voru svardagarnir við Al- þýðuflokkinn úr sögunni. En una lýðræðissinnar í stjórn- arliðinu því lengur, að eitt aðal- markmið ríkisstjórnarinnar skuli vera að efla áhrif hins alþjóðlega kommúnisma á Islandi? Úrslitin í þessum tveimur verkalýðsfélögum, sem einna mest óvissa ríkti um, mega sann- arlega verða stjórnarflokkunum holl áminning um að niðast ekki of lengi á þolinmæði íslenzku þjóðarinnar. UTAN UR HEIMI Dönskum lœkni hefur tekizf að gera roftur ónœmar fyrir krabbameini DÖNSK blöð skýrðu á dögunum frá athyglisverðri tilraun danskra sérfræðinga á sviði krabbameinsrannsókna. Er hér um að ræða tilraunir með rottur — og hefur dr. med. Helge J. Lund tekizt að gera 50 þeirra ónæmar fyrir krabbameini að því er hann telur. En aðferð hans í stutttu máli sú, að hann sprautaði lifandi krabbameins- frumum í botnlanga rotanna. — Samkvæmt niðurstöðum dr. Lund nægði ein inngjöf til þess að drepa rottur eigi síðar en á 8. degi, ef henni var sprautað í kviöarholið. En eftir að krabba- meinsfrumunum hafði verið sprautað í botnlangann urðu rotturnar ónæmar fyrir frek- ari inngjöf — og létu ekki á sjá, enaa þótt þeim væri gefin sprauta í kviðarholið. I brezka tímaritinu „British Journal of Cancer“ er skýrt all- ýtarlega frá þessum tilraunum — og í viðtali við „Information", segir dr. Lund m. a. svo frá: — Ég fann aðferðina af hreinni tiiviljun. Um nokkurra ára skeið hef ég unnið að kraVibameins- rannsóknum — og haft rottur til tilraunanna. — Ég sprautaði liíandi krabbameinsfrumum í líkama þeirra, og hefur þet'ta jafn an leitt af sér dauða rottannaekai síðar en eftir 8 daga. Svo var það dag einn, að starfs stúlka á rannsóknarstofunni bað um að fá að gera eina slíka tilraun — og leyfði ég það. Þegar slíkt leyfi er gefið, er það viðtekin regla, að viðkomandi gerir tilraunin einn — án aðstoð- ar yfirmanna. Ég varð mjög undrandi, þegar rotturnar þrjár, sem hún sprautaði, voru allar við beztu heilsu að 8 dögum liðnum frá aðgerðinni. Hálfur mánuður leið, þrjár vikur — og rotturnar lifðu. Þá gaf ég þeim sjálfur sprautu með sama magni, en þær lifðu. Nú fór ég að hugsa málið al- varlega — hvað hafði átt sér stað? Hvernig höfðu þær verið sprautaðar? Sennilegt þótti mér, að stúlkan hefði stungið nálinni áþað krabbameinsfrumuna það sprautunni of djúpt í rotturnar, þar eð stúlkan var þessu ekki vön Ef nálinni hefði verið stungið of djúpt, hefði hún getað farið alla leið inn í þarjmana, eða jafnvel inn í botnlangann, því að í rott- um er hann mjög stór — á stærð við magasekkinn. Síðan reyndi ég að sprauta krabbameinsfrumum í botnlang- ann á rottunum. Til þess að vera algerlega viss um að sprauta á rétta staðinn, deyfði ég rott- urnar, skar þær upp — og beitti mikilli nákvæmni við verkið. All- ar rotturnar lifðu aðgerðina og þær létu ekkert á sjá eftir 8 daga — né síðar. Eftir nokkurn tíma gaf ég þeim öllum sprautu í kvið arholið en þeim varð ekki meint af og lifðu góðu lífi. Ég varð því sannfærður um það, að mér hefði á þennan hátt tekizt að gera þær ónæmar. Síðari rannsóknir leiddu það í ljós, að í líkama rottunnar hafði myndazt móteitur gegn krabba- meinsfrumunum, þegar þeim var sprautað á fyrrgreindan hátt Þetta móteitur er mjög sterkt, skjótt, að ekki gefst tími til þess að færa blöndunina undir smá- sjá áður en fruman er dauð. Ég tel þó ekki, segir dr. Lund, að hægt verði að nota móteitrið sem serum. Fyrst og fremst gæt- um við ekki framleitt eins mikið og til þess þyrfti. Fyrst um sinn verður tilraununum haldið áfram á sama hátt og ónæmið fengið með því að sprauta lifandi frum- um í líkama dýranna — og láta þau sjálf mynda móteitur. Það er of snemmt að ræða um notagildi þessarar aðferðar hvað mönnum viðkemur, segir dr. Lund. Fyrst og fremst ber að at- huga það, að botnlangi rottunn- ar er annars eðlis en botnlangi mannsins. Frekari tilraunir skera auðvitað úr um þetta. Fyrst um sinni munu tilraunir mínar samt aðallega beinast að því að ein- angra það efni í krabbameins- frumunni, sem veldur myndun móteitursins. Ef mér tekst að finna það og einangra, verður ef til vill hægt að nota það eitt sér til inngjafar — til myndunar móteitursins — þ.e.a.s. í rottum. svo sterkt, að það nægir til þess að drepa krabbameinsfrumu, enda þótt það sé blandað 1:5000. Ef það er blandað 1:25, drepur Dr Lund er mjög ánægður með árangurinn og telur að hann sé betri en árangur annarra sér- fræðinga, sem starfað hafa á þessu sviði. Arabískur á eyðieyju LUNDÚNUM — Arabískum Róbinson Krúsó hefur verið bjarg að frá eyðieyju nokkurri í mynni Persaflóa, þar sem hann hefur verið í 33 ár. 1925 féll A1 Haj Nassir Bin Ali Bin Omran fyrir borð á perlu- veiðaskútu og héldu allir, að hann hefði drukknað. Nú hefur hann fundizt á lítilli eyðieyju eins og fyrr getur, en þar hefur hann lifað á grasi, þangi og fiski, sem hann veiddi með neti, sem hann gerði sjálfur úr grasi. — Björgunarmaður arabíska Hébinsou ■ 33 úr Róbinsons segir, að hann hafi verið nakinn, þegar hann fann hann og komið sér fyrir sjónir eins og hver annar villimaður. A1 Haj segir, að hann hafi séð mörg skip sigla framhjá eyjunni á þeim tíma, sem hann dvaldist þar, en mér tókst aldrei að vekja athygli skipshafnanna á mér, bætti hann við. — Þess má loks geta, að hann á tvo syni á lífi og urðu fagnaðarfundir, þegar þeir hittu föður sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.