Morgunblaðið - 04.03.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.03.1958, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 4. marz 1958 MORCUWBLAÐIÐ u BÓKAÞÁTTUR: * islenzk myndlist frá fyrri öldum fslenzk myndlist frá fyrri öldum. Inngangsorð og mynd skýringar eftir Kristján Eld- járn. Myndirnar tóku Hanns Reich og fleiri. Almenna bóka félagið, Reykjavík 1957. LISTAVERKABÆKUR hafa fáar komið út á íslandi, enda hafa skilyrði til slíkrar bókagerðar ekki verið fyrir hendi hér og eru naumast enn. Almenna bókafé- lagið hefur ráðizt í það stórvirki að gefa út slíka bók um íslenzk listaverk fyrri alda, og er hún svo vel úr garði gerð, að hún mælist við það bezta sem gert er með öðrum þjóðum í þessari grein. Bókin er prentuð í Vestur- Þýzkalandi hjá Dr. C. Wolf & Sohn í Múnchen. Hún er í stóru broti og myndirnar flestar heil- síðumyndir. Þær eru 70 talsins, 14 þeirra í litum. Frágangur bók- arinnar er frábærlega góður og formáli Kristjáns Eldjárns grein- argóður svo langt sem hann nær. Kristján hefur einnig gert skýr- ingar við myndirnar, þar sem skýrt er frá sögu og efni hvers listaverks. Listaverkin í bókinni eru raun- ar mörgum kunn úr sölum Þjóð- minjasafnsins, en hér er dregið saman ýmislegt af því bezta og athyglisverðasta í gamalli ís- lenzkri myndlist, þannig að mað- ur fær skýrt yfirlit yfir hana, enda þótt það sé að sjálfsögðu takmarkað. Bókin hlýtur að vekja sérstakan áhuga útlend- inga, enda er nokkuð af upp- laginu með enskum texta og því tilvalið að nota bókina til tæki- færisgjafa ei-lendis. Bók sem þessi hefur margt til síns ágætis, ekki sízt það að hún dregur upp fyrir okkur áþreifan- legri mynd af lífsháttum forfeðr- anna en unnt er að gefa í rituðu máli. Við kynnumst af eigin sjón verkfærum fólksins og ýmsum gripum sem það hafði til skrauts eða gagns. Við sjáum klæðaburð þess á hverjum tíma og ýmsar siðvenjur í sambandi við hátíðleg tækifæri eins og brúðkaup og annað slíkt. Við sjáum einnig hugarheim þess í nýju ljósi, t.d. allra handa kynjaskepnur sem listamennirnir draga upp og eru eflaust teknar úr hugmyndaheimi samtíðarinnar. Þá fáum við einn- ig nokkra hugmynd um, hvaða atriði trúarbragðanna orkuðu sterkast á fólkið, hvaðá atburðir Biblíunnar eru listamönnunum hugleiknastir. Af myndunum í þessari bók má ráða, að sagan um fórn Abrahams og sögnin um heilagan Georg og drekann hafi verið mönnum hugfólgnar, og svo auðvitað atburðirnir í sambandi við krossfestingu og upprisu Krists. Allt eru þetta kannski smávægileg atriði, en þau gera myndina af lífi for- feðranna fyllri og áþreifanlegri. Af hverju eru t.d. þjáningar Krists kærara verkefni lista- mönnum fyrri alda en paradís með allri sinni umbun? Stendur það ekki í sambandi við kjör þjóðarinnar, fátækt hennar og vonleysi? Túlkun listamannsins á þjáningum Krists er jafnframt tjáning á hlutskipti mannsins; hún verður hinum þjáðu huggun af því hinn útvaldi varð líka að bera sinn hluta af þjáning- um heimsins. Hin trúarlega mynd list er ekki síður en „Passíu- sálmarnir" skýr spegilmynd af tilfinningum og viðhorfum sam- tímans. í annan stað bera verkin í þess- ari bók glöggt vitni tjáningar- þörf mannsins, hinni listrænu hneigð sem yfirstígur alla erfið- leika og leitar útrásar í verkum, sem mörg kunna að vera létt- væg á vogarskálum heimslistar- innar, en eru samt sönn og ein- læg tjáning frumlegrar sköpun- argáfu. Að dómi leikmannsins eru margar þessar myndir hreinustu gersemar, einfaldar, sjálfstæðar, persónulegar innan rammans sem Kristján Eldjárn hin kirkjulega hefð hefur sett þeim. Það var raunar löngu alkunn staðreynd að kirkjan hefur verið vígi og aflgjafi íslenzkrar menn- ingar um aldaraðir, já sannköll- uð bjargvættur hennar, en þessi bók áréttar hvernig kirkjan hlúði að myndlistinni, sá mönnum fyr- ir verkefnum og jafnvel inn- blæstri og gerði þeim kleift að stunda listiðju sína skaparanum og sjálfum sér til vegsemdar. Það er eins með myndlistina og bókmenntirnar: af því sem varðveitzt hefur má gera sér Ijósa grein fyrir því hvílíkir fjársjóðir listaverka hafa glatazt á liðnum öldum af ýmsum orsökum, ekki sízt þeirri að ekki var til efni- viður sem þyldi tímans tönn. Bókin gefur alhliða vitneskju um, hvað menn tóku sér helzt fyrir hendur. Hér eru myndir af skrautlegum gripum úr tré, beini og málmum: skápum, kistlum, öskjum, rúmfjölum, söðlum, brauðmótum, nælum, kaleikum, patímum og ýmsu öðru. Allt er þetta skreytt hinum fegursta myndskurði. Þá getur að líta alla vega útsaum og vefnað: altaris- klæði, hökla, handlin, söðulá- klæði, rúmábreiður, rekkjurefla o. s. frv. Þetta er að sjálfsögðu fyrst og fremst alþýðlegur list- iðnaður, en einstaka verk sker sig úr og er sannkallað listaverk eins og t.d. altarisklæðið með krossfestingunni, sem sagt var að sæstúlkan hefði saumað (mynd 45), eða hin frábærlega litfagra mynd úr altarisklæðinu frá Reykjum í Tungusveit (mynd 43), sem um myndgerð og tækni minnir dálítið á vinnubrögð sumra nútímamálara. Litaval og bygging þessarar myndar ber vitni ríkri listgáfu, og litprentun- in í bókinni er á sinn hátt líka listaverk, ef nota má svo stórt orð um prentverk. Það voru samt trélíkneskjurnar sem vöktu mesta aðdáun mína og þá einkum Kristsmyndin af róðu- krossinum frá Ufsum í Svarfað- ardal (mynd 7 og 9). Mannlík- andið á mynd 1, helgimyndin á mynd 8, Kristsmyndin á mynd 10 og Maríumyndin á mynd 12 eru líka góð dæmi um frumlega myndgerð. Bronslíkanið (mynd 58), sem sumir telja Þórslíkan, er líka merkileg líkneskja og hefur vakið athygli fræðimanna. Það er eftirtektarvert að þessi líkneskja virðist hafa svipaðar stellingar og líkneskjan á mynd 1, hvort sem um sama „mótiv“ er að ræða eða ekki. Málverk, í nútímamerkingu orðsins, eru ekki í þessari bók, en málaðar myndir eru þar nokkrar. Myndin af Matteusi guðspjallamanni af prédikunar- stólnum í Bræðratungu (mynd Kristslíkneskjan frá Ufsum í Svarfaðardal. 54) er meistaraverk, bygging hennar og litameðferð svo örugg að manni finnst næstum að einn hinna fornu itölsku meistara hljóti að hafa villzt til íslands, Giotto, Fra Angelico eða Pesellino Myndin af Gabríel erkiengli, mál uð á eikarhurð, er einnig sér- kennilega formfögur (mynd 54). Altaristafla Hallgríms Jónssonar bíldskera frá Ufsum í Svarfað- ardal (mynd 68) er skemmtileg í frumstæðileik sínum og barns- legri einfeldni, gott dæmi um upprunalega alþýðulist. Síðan úr „Stjórn“ (mynd 20) er sýnishorn íslenzkra handrita- lýsinga, skemmtilega hugkvæm og frumleg skreyting. Á þess- um vettvangi hafa íslendingar sýnilega verið frábærir meistar- ar. Eg átti þess kost fyrir nokkr- Rimlaflór í fjósi. um árum að skoða hin miklu handritasöfn á Aþos-fjalli í Norð ur-Grikklandi, hinu þúsund ára gamla munkriki sem á einhver skrautlegust handrit kristninn- ar, og ekki fæ ég séð að ís- lendingar hafi staðið hinum fornu grísku munkum að baki í hand- ritalýsingum, ef dæma má af þessu sýnishorni. Margt annað fróðlegt og fallegt er að skoða í hinni ágætu bók Almenna bókafélagsins. Það kom mér t.d. skemmtilega á óvart að Bólu-Hjálmar hefði verið leikinn tréskeri (mynd 34). Ein- hvern veginn fannst manni að hann hefði ekki haft skap eða þolinmæði til slíkrar nostursiðju, en hér er sem sagt sýnishorn af tréskurði hans. Myndirnar í bókinni- eru flest- ar teknar af• listaverkum í eigu Þjóðminjasafns fslands, en nokkr ar eru af verkum sem nú eru í erlendum söfnum, t.d. Þjóð- minjasafni Dana (myndir 44 og 66). Þessi umsögn er leikmanns- þankar um mjög sérhæft efni, og má vera að listfræðingar og aðrir sérfróðir menn hafi eitt- hvað við ummæli mín að athuga. En það er nú einu sinni svo, að hver verður að búa að sínum smekk. Hitt getur áftur á móti ekki orkað tvímælis, að bók Al- menna bókafélagsins er merkur viðburður í íslenzkri bókaút- gáfu og listkynningu. Hún er líka óbrotgjarn minnisvarði um þá nafnlausu meistara (með ör- fáum undantekningum) sem lögðu grundvöllinn að íslenzkri myndlist nútímans. Sigurður A. Magnússon. Marío Lanza með „taiiiiíMim a Ný gerÖ af gríndafjósum Á bæ einum í Upplöndum hefur verið byggt fjós með nýjum hætti sem vekur athygli. Fjósið er ekki hjarðfjós, kýrnar eru bundnar á bása, en samt er ætlazt til að kostir rimlagólfs og vinnusparn- aður nýtist. Básar eru stuttir (stuttbásar), en þar sem báspall þrýtur að eðlilegum hætti, tekur við rimlaflór jafnhár básnum. — Vonandi sést þetta á inyndinni, sem fylgir, þó að hún sé ekki greinileg. í reynslufjósinu eru flórrimlarnir 3x3 þuml. efni og bil á milli í'imla næst básn- um er 4 sm, 5 sm í miðjum flór og 6 sm fjærst básnum. Reynsl- an sýnir að mestur hluti mykj- unnar fellur sjálfkrafa og spark- ast niður í kjallara, en flórmokst- ur er aðeins að strjúka með sóp eða sköfu langs eftir rimlunum 2—3 á dag, þegar á fjósverkum stendur. Þessi nýjung þykir mér þess verð, að fylgjast með reynslunni. Auðvitað verður kjallari að vera vel lokaður svo að trekkur og kuldi komi ekki upp um flórinn. Á myndinni sést að kýrin sem liggur, hefur lagzt óeðlilega langt aftur úr básnum, hin kýr- in, sem stendur í bás sínum sýnir eðlilega lengd bássins. 23. 2. ’58. Á. G. E. HINN heimsfrægi bandaríski ten órsöngvari Alfredo Arnold Co- cozza, sem er þó frægari undir nafninu Mario Lanza, ætlaði : hljómleikaför um Þýzkaland. Hóf hann för sína með því aS afna til hljómleika hinn 28. janúar 1958, í hinni nýju fögru hljómlistarhöll (Liederhalle) í Stuttgart. Með söng sínum tókst Lanza ekki að töfra hina þýzku áheyr- endur, sem slegizt höfðu um að- göngumiða á hljómleikana. Hljómlistargagnrýnendur dag blaöa borgarinnar felldu allir mjög slæma dóma á söng hans. Eftir þessar ófarir í landi tón- listarinnar ákvað Mario Lanza að hætta við frekari tilraunir aS minnsta kosti í bili. Og bar hann nnpínu. —ÓH.Ó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.