Morgunblaðið - 04.03.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.03.1958, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 4. marz 1958 MORCVNBLÁÐIÐ 19 IComniúnisfar vilja erm ekki skila hinum rændu bandarískir flugmenn og tveir v- þýzkir verzlunarerindrekar. Talsmaður v-þýzku stjórnar- innar hefur látið svo um mælt, að N-Kóreumenn þurfi ekki að búast við fulltrúum V-Þjóðverja til þessara viðræðna. Taldi full- trúinn, að SÞ bæri að hlutast til um að farþegar flugvélarinnar yrðu látnir lausir, N-Kóreumenn hefðu rænt þeim. Sukarno íær herskip frá Ífalíu JAKARTA, 3. marz. — Skýrt var frá því í Jakarta í Uag, að indó- neski sjóherinn fengi á næstunni fjögur herskip frá Ítalíu. Munu herskip þessi taka þátt í gæzl- unni við Sumötru og N-Celebes, en strangt hafnbann hefur verið sett á þær hafnarborgir, sem upp- reisnarmenn hafa aðgang að. — Hefur gæzlan undanfarna daga verið mjög víðtæk — og hefur indóneski sjóherism tekið tíu kaupför, sem grunuð hafa verið um að flytja varning til uppreisn armanna. Tove Kjarval látin LÁTIN er í Kaupmarmahöfn skáldkonan Tove Kjarval. Hún fæddist í Kaupmannahöfn árið 1890, þar sem faðir hennar, Chr. Merild, var tónlistarmaður í Iífvarðarsveitum konungs. Hún giftist Jóhannesi Kjarval list- málara árið 1915 og fluttust þau heim til íslands 1922. Dvaldist Tove hér um nokkurra ára skeið, en síðar slitu þau hjón samvist- um og bjó hún síðan í Danmörku og fékkst við ritstörf. Börn þeira Jóhannesar eru tvö, Ása, sem býr í Danmörlcu, og Sveinn, húsgagsaarkitekt í Reykjavík. Fyrsta verk Tove Kjarval, sem birtist á prenti, var smásaga í Berlingatíðindum. Árið 1918 kom út skáldsagan „Af jörðu ert þú kominn", sem valcti mikla athygli fyrir Ijóðrænan stíl. Síðari skáld sögur hennar þóttu einnig bera vitni um mannþekkingu og mjúk- an og sérkennilegan búning. Meðal þeirra eru: Móðir (1918), Útlagi (1920), Litla Madonna (1928) og Marta og María (1932). Hún var ritstjóri viku- blaðsins Ude og Hjemme 1933— 1937. Fyrir nokrum dögum kom út í Kaupmannahöfn síðasta skáldsaga hennar. Gaifskell felur sennilegf að Þjoðverjar verði að samþ. Ocier-Neisse iinuna LiONDON, 3. mars. — Vopnahlés- nefndin í Kóreu hefur enn ekki náð samkomulagi um afhendingu farþegaflugvélarinnar frá S-Kór- eu, sem lenti á dögunum innan landamæra N-Kóreu. Stjórn N- Kóreu hefur algerlega neitað að afhenda flugvélina, farþega og farangur fyrr en viðræður um málið hefðu verið teknar upp við stjórn S-Kóreu, sem hins vegar vill ekki ræða við N-Kóreumenn — og neitar að viðurkenna stjórn þeirra. Nú hafa kommúnistar borið fram málamiðlunartillögu þess efnis, að fulltrúar N-Kórustjórn- ar, Bandaríkjanna og V-Þýzka- lands ræði málið — en hlutverk SÞ verði að sjá um að útlending- arnir komi til N-Kóreu til funda- haldanna. Með flugvélinni voru sem kunnugt er 30 Kóreumenn, tveir Bazar Kvenféiags Hallgrímskirfcju ÞAÐ er alkunna, að bygging Hallgrímskirk j u hefur gengið hægt. Eitt er þó víst, að Hall- grímskirkja er þegar komin að nokkru leyti, og þar fer fram kirkjulegt starf. Aldrei verður hvikað frá þeirri stefnu, að á Skólavörðuhæðinni gömlu skuli rísa kirkja, sem verði höfuðborg- inni sæmandi, og nothæf, ekki aðeins til messugjörða, heldur og til kirkjulegra söngva af öðru tagi, til flutnings kórverka — búin listaverkum. Sem betur fer, eru þeir marg- ir, sem ekki hafa látið töfina draga úr sér kjarkinn. — Þeir hafa unnið málefnum kirkjunn- ar af trúmennsku, leynt og ljóst. — Þar á meðal má nefna það starf, er unnið hefur verið af kvenfélagi kirkjunnar, sem á undanförnum árum hefur safnað stórfé til kirkjunnar, lagt henni til skrúða, hljóðfæri og annað, sem Hallgrímskirkja framtíðar- innar hefur þörf á, og einnig gefið miklar upphæðir í sjálfan byggingarsjóðinn. — Einn liður í starfi félagsins er hinn árlegi bazar, er í þetta sinn verður hald inn í Góðtemplarahúsinu á morg- un. — Kvenfélagskonur sýna mikla velvild til málefnisins með því að leggja fram gjafir og vinnu, og þá ber ekki síður að þakka ýmsu utanfélagsfólki, er veitir þeim aðstoð. — En síðast en ekki sízt ber að viðurkenna hlutdeild þeirra, sem koma á bazarinn og kaupa hluti þá, er þar eru fram bornir. — Kærar þakkir til allra. Jakob Jónsson. — Ráðherrafundur Frti. af bls. 1. teknar verið á fundi utanríkis- ráðherranna verði takmarkaðar. Telur Gromyko, að heppilegt verði að halda utanríkisráðherra- fiundinn í Genf í apríl — og jafn- framt telur hann að ríkisleið- togafundinn verði að álcveða áð- ur en utanríkisráðherrarnir koma saman. Þá segir Gromyko, að æski- legt væri að ríkisleiðtogafundur- inn tæki öll þau mál til með- ferðar, sem vonir stæðu til að sam komulag næðist um. í því sam- bandi nefnir hann bann við til- raunum með kjarnorkusprengj- ur, vopnlaust belti í Evrópu, en hafnaði tillögu Pineau, þess efnis að umræður um slikt belti yrðu bundnar umræðum um samein- ingu Þýzkalands. Það, sem Eisenhower hefur lagt til að rætt yrði aðallega er frjáls- ar kosningar í leppríkjum Rússa í A-Evrópu, friðlýsing geimsins og takmörkun neitunarvaldsins í LONDON, 3. mars. — Fulltrúar allra Átlantshafsbandalagsríkj- anna voru viðstaddir fund um af- vopnunarmálin í London í dag. Gaitskell, formæiandi brezka Verkamannaflokksins, lét svo um mælt við þetta tækifæri, að pólska till. um vopnlaust belti í Mið-Evrópu væri allsendis ó- fullnægjandi. Kvað Gaitskell nauðsynlegt, að í slíkum samn- ingum yrði gert ráð fyrir brott- flutningi allra herja frá A- og V- Þýzkalandi, Póllandi, Tékkósió- vakíu og Ungverjalandi. Alþjóð- legri eftirlitsnefnd yrði síðan fal- ið að sjá um að allir samningar þessu viðvíkjandi yrðu haldnir. Vífcingadrofining hér á ferð UNDANFARIN ár hafa þeir Norðmenn, sem búsettir eru í Ameríku valið unga stúlku af riorskum ættum til þess að vera fulltrúa þeirra við setningu skíðamótsins að Holmenkollen, en að því loltnu hefur stúlkunni jafnan verið boðið í ferðalög um ýmsar byggðir Noregs. Stúlkan, sem kölluð er „Drottning víking- anna“ er valin úr hópi þeirra ungu stúlkna, sem eitthvað hafa unnið sér til ágætis í því, sem kvenlegar dyggðir má nefna, hannyrðir, lærdómsafrek eða ann að það, sem unga stúlku má einkum prýða. Að þessu sinni varð 19 ára gömul stúlka, Nancy Kirsten Iversen, fyrir valinu. Hún kom hingað s. 1. sunnudags- morgun með flugvél Loftleiða. Hér beið hennar Carl Söyland ritstjóri blaðsins Nordisk Tid- ende, en það er stærsta blað Norðmanna vestan hafs. Hann mun fylgjast með ferðum ung- frú Iversen í Noregi og rita um þær í blað sitt. Ungfrú Iversen fór í ökuferð um Reykjavík með- an dvalist var hér. Ilún er þriðja „Drottning víkinganna", sem fer austur yfir hafið í boði Loftleiða. Þá lagði Gaitskell til að viðkom- andi ríki undirrituðu gagnkvæm- an öryggissáttmála til þess að landamæri austurs og vesturs yrðu tryggð. Umræður yrðu tekn- ar upp um sameiningu Þýzka- lands — og gæti svo farið, að Þjóðverjar yrðu að viðurkenna Oder-Neisse-línuna sem austur- landamæri Þýzkalands. Fulltrúi brezku stjórnarinnar við umræðurnar sagði, að Bret- ar yrðu að gæta sín vel í þessum sökum. Þeir mættu ekki sam- þykkja neinn þann sáttmála, sem hefði í för með sér hættu á því að Þýzkaland fjarlægðist lýðræð- isríkin. 8 dóu úr þorsta SIDNEY, 3. marz. — 1 40 daga og 40 nætur hefur ekki fallið regndropi úr lofti í mið-Ástralíu. Hitinn hefur að jafnaði verið yf- ir 40 stig á selsíus — og ástandið þar af leiðandi mjög bágborið. 8 hafa látið lífið — hafa dá- ið úr þorsta, flestir urðu vit- skertir áður en þeir dóu, en einn kaus að fremja sjálfsmorð Félogslíi Flugbjörgunarsveitin Æfing í kvöld kl. 8,30 í Vals- heimilinu. Knattspyrmufélagið Fram Skemmtifundur fyrir 3., 4. og 5. flokk verður í félagsheimilinu á fimmtudag kl. 8. — Rætt um sumarstarfið — Reynir Karlsson segir frá Þýzkalandi og þýzkri knattspyrnu. — Bingo o. fl. — Stjónin. Skíðaferð í Skíðaskálann í kvöld kl. 7,30 frá B.S.R. Ljós og lyfta í gangi. Skíðafélögin í Reykjavík. Í.F.R.N. Minnir framhaldsskólana á að senda þátttökutilkynningar í KÖrfuknattleiksmótið nú þegar og eigi síðar en fyrir 5. þ.m. — Nefndin. Þakka hjartanlega öllum þeim, sem sýndu mér vinsemd á sjötugsafmælinu 25. febr. síðastl., með skeytum, gjöfum og héimsókn. Viktoría Bjarnadóttir. LOKAÐ til hádegis í dag ELECIRIC Túngötu 6 Hjartanlegar þakkir færi ég fyrir auðsýnda hjálp og vin- semd í minn garð í veikindum mínum, rafvirkjameistara Halldóri Ólafssyni og frú, einnig frú Ingibjörgu Jóhanns- dóttir og frú Svönu Halldórs. Hamingja fylgi ykkur allar leiðir. Jósafína Jésepsdóttir. Fósturfaðir minn BJARNI HÁVARÐSSON frá ísafirði lézt 25. þ. m. á Landspítalanum. Jarðsett verður á Isafirði. Fyrir hönd aðstandenda Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Isafirði. SIGURÐUR JAKOBSSON, fyrrum bóndi, Varmalæk, er andaðist í sjúkrahúsi Akra- ness 28. febrúar verður jarðsunginn fimmtudaginn 6. þ. m. — Athöfnin hefst í Bæjarkirkju kl. 2 e. h. Vandamenn. Einkasonur minn, fóstursonur og bróðir KRISTINN VILHJÁLMSSON, andaðist í Landakotsspítala 1. marz. Ástríður Bjarnadóttir, Jóhann Snæfeld, Guðlaug Jónsdóttir, Vilhjálmur Þórarinsson, og systkini hins látna. Múlacamp 12. Faðir okkar TRYGGVI VALDEMARSSON vistmaður að elliheimilinu Skjaldarvik andaðist í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri þ. 25. febr. s.l. Jarðarförin fer fram í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 6. marz n.k. kl. 2. Fyrir hönd okkar systkinanna. Vilborg Tryggvadóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför GUÐRÍÐAR HELGADÓTTUR frá Kvennabrekku. Börn, tengdabörn og stjúpsynir. Innilegar þakkir fyrir samúð við andlát og útför KRISTlNAR GlSLADÓTTUR Sólveig Einarsdóttir, börn og tengdabörn. Maðurinn minn GÍSLI SNORRASON Torfastöðum, Grafningi, andaðist að heimili sínu sunnudag- inn 2. marz. Árný ValgerSur Einarsdóttir. Móðir mín ELÍNBORG JÓNSDÓTTIR lézt að heimili sínu Grenimel 31. 3. marz. ' Fyrir hönd aðstandenda. Jónina Friðriksdóttir. Þökkum af alhug aðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför ÓLAFS DANÍELSSONAR Ingibjörg Þorsteinsdóttir Þorsteinn Ólafsson. öryggisráðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.