Morgunblaðið - 04.03.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.03.1958, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. marz 1958 Eftir /1' i/ / / // / / EDGAIl MITTEL HOl.lEH Vllleoul reíhcincli Þýðii-g: I 52 Sverrir HaraMsson ó k U CJ „Flýtið þið ykkur. Grípið þið þrjótinn“, hrópaði Garvey. „Hann er með eitthvað í poka“, sagði írú Harmston skjálfrödd- uð. „Whoops. Ég held nú eftir allt saman, að þetta sé alls ekki Sigmund“, sagði Garvey. „Hann er haltur eins og Logan. Já, þetta er Logan og enginn annar“. Berton og Olivia, með Ellen á hælum sér, hlupu á eftir þess- ari undarlegu mannveru, sem hoppaði stirðbusalega á undan þeim, með poka á bakinu. Þau náðu henni með mjög hægu móti, áður en hún komst inn á milli runnanna, þar sem stígur- inn, sem lá til rústanna, byrjaði. Berton stökk umsvifalaust á hinn torkennilega mann og skellti honum til jarðar og Ellen, sem kom másandi á eftir þeim, kastaði sér yfir þá um leið og þeir féllu. Olivia rak upp undr- unaróp og kallaði heim að hús- inu: — „Þetta er ekki Sigmund, pabbi. Þetta er bara hann Log- an“. Þau sáu bjartan ljósgeisla koma frá höndum hennar og falla á einhverja iðandi hrúgu á jörð- inni. „Hann er með fullan poka af sawari-hnetum", hrópaði hún upp yfir sig og rak svo upp skellihlátur og birtan frá kyndl- inum varpaði daufum, flöktandi bjarma umhverfis þau svo að hægt var að greina dökkan líkama engisprettu, sem leið framhjá þeim hljóðlaust. iöppina hægt inn undir sig, en stóri skrokkurinn seig iskyggi- lega mikið. Olivia og Berton komu inn, lafmóð og Olivia hlæjandi. Bert- on, sem rétt áður hafði verið svo þögull og fátalaður, lét nú móð- an mása. — „Það var Logan, sem fleygði hnetunni hingað inn, pabbi. Hann sagðist bara hafa gert það að gamni sínu. Hann fór inn í skóginn með einum leitai- flokknum og fann þar heilmikið af hnetum. Hann er með fullan poka af þeim. Hann sagði að and- inn hefði komið sér til að kasta tveimur hnetum í húsið og hann hefði ekki getað stöðvað sjálfan sig“. „Hann gerði það bara að gamni sínu“, endurtók Olivia og hólt á- fram að hlæja, enda þótt Gre- gory sæi, að hún gaf föður sin- um auga, öðru hverju, eftirvænt- ingarfull og kvíðin. „Þetta eru bara áhrif staðar- ins“, sagði Berton. „Já, já, flýtti Olivia sér að segja. — „Bara áhrif staðarins. Þú veizt hvað þau geta orðið sterk, pabbi“. Látið nýtt blátt Gillette blað í viðeigandi Gillette rakvél og ánægjan er yðar 10 blöð kr.: 17.00. Það er aðeins eitt, sem gefur hressandi vellíðan eftir rakst - urinn ...... það er Blátt Gillette Það fór hrollur um Garvey. „Ja, nú er ég svo aldeilis hissa“, hrópaði frú Harmston. „Hvað er það, sem Logan getur ekki fundið upp á að gera? Hann hefði getað stórslasað eitthvert okkar með þessari hnetu, sem hann kastaði inn í stofuna". „Hvar skyldi Olivia hafa feng- ið þennan kyndil?“ taulaði Mabel. „Hún fékk hann lánaðan hjá Eric í Book Squad“, sagði Gre- gory. „Mabel, stúlka mín“, sagði séra Harmston. — „Mér þætti vænt um það, ef þú vildir setjast í sætið þitt aftur og halda áfram að borða. Hið sama gildir líka um þig, Garvey“. Þau Mabel og Garvey settust aftur við borðið og Gregory fór að dæmi þeirra. Frú Harmston gaf manni sín- um kvíðafullt auga, um leið og hún settist líka. Andlit hans var algerlega svipbrigðalaust, en Gregory þóttist sjá einhvern ó- heillavænlegan glampa í augun- um. Þau heyrðu raddir þeirra Log- ans og Oliviu og Bertons úti í rjóðrinu. Olivia og Berton virt- ust vera að skamma Logan. Ellen gaf frá sér ástríðufullt ásta-hljóð, sem að sjálfsögðu var beint til Bertons. Einu sinni eða tvisvar rak Logan upp hlátur, hljóð sem bárust titrandi í gegnum loft- ið, mannleg og dýrsleg í senn. Gregory horfði á klukkuturninn, í gegnum gluggann. Litla hvelf- ingin glampaði grænhvít í tungis birtunni. Aðrar raddir blönduð- ust röddum þeirra Oliviu, Bert- ons og Logans, og frú Harmston byrjaði að segja eitthvað við mann sinn, en virtist svo hugsa sig betur um og þagnaði. Látbragð Mabels báru merki mikils óróleika. Hún horfði á Gregory og hann endurgalt tillit hennar, en leit svo undan. Það var því líkast sem ósýnilegt þrumuský liði um stofuna. Gre- gory fann gust frá fljótinu, rak- an og ramman í næturloftinu og þegar hann af tilviljun leit upp á vegginn andspænis sér, sá hann að loðna köngullóin var komin upp til loftsms, næstum beint uppi yfir borðinu. Hún „Þriðji leitarflokkurinn er kom inn aftur, pabbi“, sagði Berton. „Harry í Music Squad bað mig að segja þér, að þeir hefðu ekki fundið neitt. Þeir leituðu á öllum þeim stöðum, sem þú hafðir til- tekið, en Sigmund sást hvergi. Harry segist halda, að hann hafi farið upp með fljótinu. Hann segir að einn corialinn (lítill ára- bátur) sé horfinn". „Lét Harry þig fá þessi skila boð til mín, sem embættislega skýrslu, drengur minn?“ „Já, pabbi. Hann vildi helzt koma sjálfur hingað upp, en ég sagði honum, að við værum að borða miðdegisverðinn. Hann sagðist mundu koma hingað seinna, til að fá bók lánaða og þá gæti hann veitt þér allar þær upplýsingar, sem þú þarfnaðist". „Þakka þér fyrir, drengur minn“. „Sagði hann þér nokkuð um það, hvernig Kathleen liði í hand leggnum, Berton?“ spurði frú Harmston. „Já, henni líður miklu betur. Skurðurinn er næstum alveg gróinn". „Pabbi". „Já, Mabel?" Gregory leit á Mabel. Hún sat teinrétt í sætinu. Hún var orðin mjög föl í framan. „Ég þarf að gera játningu, pabbi“. Gregory stirðnaði. „Jæja .einmitt það“, sagði I presturinn. Olivia, sem var í þann veginn að taka sér sæti, hikað með aðra höndina á stólbakinu og starði á systur sína. | Berton var byrjaður að segja eitthvað, en þagnaði. „Ég bíð, Mabel“, sagði séra Harmston, eftir stundarþögn. — „Hvaða játning er það, sem þú þarft að gera?“ Frú Harmston leit snöggt til Gregorys og tillitið var áhyggju- fullt, næstum óttaslegið. „Sigmund brauzt inn í húsið hérna á fimmtudagskvöldið, þeg ar hljómleikarnir voru haldnir í kirkjunni". Rödd Mabels var ró- leg og alveg laus við óstyrk. — „Gregory greip hann í herberg- inu mínu, en ég sagði honum að hætti að skríða og kreppti eina sleppa honum aftur lausúm Markús er á leið til byggða með Króka-Ref, þegar hestinum skrikaði fótur og þeir féllu fram af klettunurr og við leyfðum honum að fara. Auðvitað hefði ég att að kæra hann, en ég vorkenndi hónum. vegna þess, að þetta var fjórða afbrotið hans“ „Guð minn góður“, sagði frú Harmston svo lágt, að það lieyrð ist varla. Olivia sperrti brýrnar. — „Þú ert sem sagt að játa, að þú hafir brugðizt skyldum þínum“. sagði hún óvenjulega hvellum rómi. — „Þú hefur brotið eina af okkar aðalreglum“. „Þú ert svikari við lögbók okk ar“, hrópaði Berton og fórnaði höndum. „Berton og Olivia", sagði séra Harmston stillilega. — „Gerið þið svo vel, að hafa hljótt um ykkur. Mabel, ég þykist vita að þetta sé satt. Þú komst að Sig- mund, þegar hann hafði brotizt hér inn í húsið, á fimmtudags- kvöldið, og slepptir honum laus- um og sveikzt svo um að gefa mér skýrslu um atburðinn. Hef ég skilið þig rétt?“ „Já, pabbi“. „Gott og vel, stúlka mín“, sagði faðir hennar. Hann leit á Oliviu. — „Olivia, viltu gera svo vel og fá þér sæti og halda áfram að borða. Berton, sama gildir urn þig“. Gregory, sem fann að hann var orðinn alveg þurr í kverkun- um, ræskti sig nokkrum sinnum. „Má ég segja nokkur orð?“ „Já, Gregory“, sagði séra Harm ston og brosti alúðlega. „Ég álít það skyldu mína. að taka það fram, að Mabel v'ar alveg fastákveðin í því að gefa skýrslu um atburðinn. Það var ég, sem taldi hana frá því“. „Jæja, svo að þú gerðir það?“ sagði Séra Harmston brosandi. — „Ágætt, drengur minn. Ég þakka þér fyrir upplýsingarnar. En þær breyta hins vegar alls engu í málinu“. „Það hefði ég þó haldið“, sagði Gregory kuldalega. „Skoðanir þínar ?kipta engu máli“, sagði Olivia. — „Þú kem- ur hingað úr heimi siðleysingja". „Siðleysingja og aumustu til— finningamanna“, samsinnti Bert- on og kinkaði kolli. „Berton og Olivia", sagði frú Harmston, þung á brúnina. — „Skipaði pabbi ykkar ekki svo fyrir, að þið þegðuð? Gregory, drengur minn, taktu ekkert til- SSlUtvarpiö Þrlðjudagur 4. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Útvarpssaga barnanna: „Hanna Dóra“ eftir Stefán Jóns- son. 18.55 Framburðarkennsla í dönsku. 19.10 Þingfréttir. Tónleik ar. 20.30 Daglegt mál (Árni Böðv- arsson cand mag.) 20.35 Erindi: Alþjóðapóstþingið (Magnús Joch umsson póstmeistari). 21.00 Tón- leikar: Þættir úr „Sálumessu" í c-moll eftir Cherubini. 21.30 Út- varpssagan: Sólon íslandus“, eft ir Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi. -22.20 „Þriðjudagsþáttur- inn. 23.20 Dagskrárlok. MiSvikudagur 5. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna: Tón- leikar af plötum. 18,30 Tai og tónar: Þáttur fyrir unga hlustend ur (Ingólfur Guðbrandsson náms stjóri). 18,55 Framburðarkennsla í ensku. 19.10 Þingfréttir. — Tónleikar. — 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur forn- rita: Hóvarðar saga ísfirðings; II (Guðni Jónsson prófessor). — b) Sönglög við kvæði eftir Hannes Hafstein (plötur). — c) Gunnar Benediktsson rithöfund- ur flytur erindi: Yngvildur Þor- gilsdóttir. d) Rímnaþáttur í um_ sjá Valdimars Lárussonar og Kjartans Hjálmarssonar. Passíu- sálmur (27). 22,20 íþróttir (Sig- urður Sigurðsson). 22,40 Dægur- lög: Alma Cogan syngur með hlómsveit Björns R. Einarssonar. 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.