Morgunblaðið - 04.03.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.03.1958, Blaðsíða 18
18 MORGTllSlU ifílfí Þriðjudagur 4. marz 1958 Sparnabur i rlkisrekstrinum Sjálfstæðismenn gagnrýna stjórnarfrumvarp ST JORN ARFRUM V ARPIÐ um' „ráð'stafanir til að draga úr kostnj aði við rekstur ríkisins" hefur nú verið samþykkt í efri deild Al- þingis, og kom það til 1. umr. í neðri deild í gær. Frumvarpinu hefur áður verið lýst í Mbl., svo og umræðunum um það í efri deild. Efni frumvarpsins Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra flutti framsöguræðu og rakti efni frumvarpsins. Aðal- atriði þess er, að ekki má fjölga ríkisstofnunum eða ríkisstarfs- - íþróttir Framh. af bls. 9 WBA rétt tókst að nú jafntefli gegn Man. Utd. Leikar stóðu 2:1 fyrir United, þar til vinstri útherji WBA, Horobinr jafnaði er fjórar mínútur voru eftir af leik. McPearson, vinstri innherji United, skoraði fyrsta mark- ið, en Allen jafnaði fyrir West Brom. Miðherjinn Dawson skoraði annað markið fyrir United. Dawson og Mc- Pearson eru innan við tvítugt. Þetta er þriðji leikur United eftir fiugslys- ið mikla í Múnchen, en félagið hefur engum þeirra tapað. Dawson hefur skorað mark í öllum þessum leikum. Vinstri innherjinn Charlton lék fyrsta leik sinn með félaginu eftir slysið, en hann var með í flugvélinni, sem fórst og meiddist lítils háttar á höfði. Hann lék á vinstri kanti í þessum leik. West Brom. og United leika aftur á miðvikudag. Leikurinn fer fram á Old Traffold, heimaleikvangi United, lík- lega við flóðljós, og má búast við um 70 þúsund áhorfendum. Liverpool skoraði fyrst gegn Black- burn, en heimaliðið skoraði tvívegis og vann leikinn örugglega. Fyrirliði liðsins, Clayton, skoraði fyrra markið, en McLeod það síðara. Fyrir Liverpool skoraði Murdoch. Ronnie Clayton er ungur leikmaður, en er fastur liösmaður í enska lands- liðinu og hefur leikið 17 landsleiki. Fulham átti auðvelt með Bristol Rovers. í hálfleik stóðu leikar 3:0. Mörkin skoruðu fyrir Fulham, Stevens tvö og Hill eitt. Bradford skoraði fyrir Rovers í seinni hálfleik. Úrslit í leikum deildarinnar. I. dcild Birmingham — Arsenal 4:1 Burnley — Everton 0:2 Newcastie — Aston Villa 2:4 Man. C. — Blackpool 4:3 Nottingh. Forest — Leicester 3:1 Preston — Sunderl. 3.0 SheffieJd Wed. — Luton 2:1 II. deild Bristol City — Lincoln 4:0 . Charlton — Barnsley 4:2 Mancester — West Ham. 1:2 Grimsby — Ipswich 0:2 Middlesbrough — Swansea 2.1 Rotherham — Sheffield Utd. 1 :ú Stoke — Notts. County 0:1 Wolves 30 20 6 4 76:36 46 Preston 31 19 5 7 77:40 43 W. Bromwich 30 13 12 5 70:53 38 Luton 32 17 4 11 58.44 38 Manch. U 29 15 7 7 74:48 37. Notth. For 32 15 5 12 64:47 35 Manch. City .... 31 16 3 12 81:81 35 Chelsea 31 13 7 11 68:61 33 Tottenham .... 31 13 7 11 69:67 33 Burnley ....... 31 15 3 13 61.60 33 Blackpool 31 12 6 11 58:52 32 Bolton 31 12 7 12 55:66 31 Everton 31 9 •11 11 46:52 29 Arsenal 30 12 4 15 53:62 28 Birmingham 30 9 8 13 54.74 26 A. Villa 31 10 5 16 53:69 25 Leeds 31 9 6 15 40:52 24 Leicester ........ 32 10 4 18 68:84 24 Newcastle .... 30 9 5 16 49:55 23 Portsmouth .... 30 9 5 16 52:60 23 Sheff. Wed. 31 8 5 18 57.77 21 Sunderland .... 32 6 9 17 38:81 21 II. deild West Ham. .... 32 17 9 6 76:46 43 Charlton 32 19 5 8 80:54 43 Liverpool .~. 32 15 8 9 62:48 38 Blackburn -.. 30 13 11 6 52:39 37 Ipswich 32 13 10 9 55:53 36 Fulham 29 13 9 7 67:42 35 Stoke 32 15 5 12 62:50 35 Sheff. Utd 30 13 8 9 51:40 34 Huddersfield 31 10 14 7 49:47 34 Middlesb 31 13 7 11 58:52 33 Barnsley ........ 31 12 9 10 56:51 33 Leyton - 30 14 4 12 66:57 32 Grimsby 31 14 4 13 73:61 32 Bristol R. ..« 30 13 4 13 62:59 30 Cardiff 30 10 8 12 46:54 28 Derby C 31 10 6 15 51:62 26 Rotherham «.. 31 10 5 16 48:67 25 Notts. C 31 9 5 17 35:59 23 Doncaster 32 7 9 16 40:60 23 Bristol C. _ 31 7 8 16 42:65 22 Swansea 32 7 7 18 49:81 21 Lincoln 31 5 9 17 35:68 19 mönnum eða stofna til annarra verulegra útgjalda nema áður hafi verið leitað álits 3 manna nefndar. í henni skulu eiga sæti: ráðuneytisstjóri fjármálaráðu- neytisins, 1 maður tilnefndur af ríkisstjórninni i heild til 1 árs í senn og maður tilnefndur af fjár- veitinganefnd Alþingis til jafn- langs tíma. Ráðherra er óbundinn af áliti nefndarinnar, en hafi hann það að engu, ber honum að senda fjárveitinganefnd skrif- lega skýrslu. Heimildin í fjárlögum Magnús Jónsson tók næstur til máls og sagði m. a.: Vissulega eru allar tilraunir til að skapa aðhald og draga úr kostnaði við ríkisreksturinn góðra gjaida verð ur. En því miður verður ekki séð, að frumvarpið, sem hér ligg- ur fyrir stefni í þessa átt. í 22. gr. fjárlaga hefur undan- farin ár verið heimild fynr rikis- stjórnina til að „ákveða, að fjölg- un starfsmanna ríkis og ríkis- stofnana skuli vera háð samþykki fjármálaráðherra, þar til sett verða lög um i^ðstafanir til þess að draga úr kostnaði við opin- beran rekstur." Ég veit ekkd, hvort þetta frum- varp á að miða í þá átt, sem um er rætt í niðurlagi heimildar- ákvæðisins. Ef svo er, þarf að gera á því miklar breytingar. Mér kom mjög á óvart, að í greinargerðinni, sem því fylgdi, segir um ákvæði fjárlaganna: „Af og til hefur verið ætlunin að framkvæma þessa heimildargrein en það hefur jafnan farið út um þúfur á þann hátt, að einstök ráðuneyti og stofnanir hafa farið sínu fram, þrátt fyrir þaó, og fjármálaráðuneytið enga aðstöðu haft, til þess að spyrna fótum við m. a. vegna þess, að ráðningar hafa verið fullkomlega gildar, þótt fjármálaráðuneytið hafi eigi um þær fjallað“. Ég býst við, að hér á Alþingi hafi verið gert ráð fyrir, að þessi heimild hafi^venð notuð. Frumvarpið breytir engu Ef fjármálaráðherra hefur ekki getað spyrnt við fótum hingað til, af því að ráðningar hafi verið gildar, þótt hann hafi ekkj verið um þær spurður, hlýtur sú ^purn ing að vakna, hvar í þessu frum- varpi sé ákvæði, sem breytir þessu. Það er beinlínis tekið fram, að 3 manna nefndin eigi aðeins að hafa tillögurétt. Ráðherrar geta virt tillögur hennar að vett- ugi og það hefur harla litla þýð- ingu, þótt þeir eigi eftir á að senda skýrslu til fjárveitinga- nefndar. Skipan nefndarinnar í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að Alþingi tilnefni aðeins 1 mann af .þremur í fyrrgreinda nefnd. Fyrst Alþingi á á annað borð að koma hér nærri, verður að telja þetta fyrirkomulag fráleitt. Al- þingi hefur fjárveitingavaldið, og hið eina eðlilega væri, að það hefði meirihluta í nefndinni. Skv. frumvarpinu kemur ekki til annars en í nefndinni verði að- eins stuðningsmenn þeirrar ríkis- stjórnar, sem situr á hverjum tíma. Ráðuneytisstjórinn í fjár- málaráðuneytinu þyrfti e. t. v. ekki að vera það, en erfitt verður fyrir hann að beita sér gegn ráð- stöfunum, sem fjármálaráðherr- ann sjálfur vill knýja fram. Ráðsmaður ríkisins Þegar Jóhann Þ. Jósefsson var fjármálaráðherra, lagði hann fram frumvarp um ráðsmann ríkisins. Fleiri hafa hreyft þeirri hugmynd. Núverandi fjármála- ráðherra hefur hins vegar snúizt gegn henni. Ég mun ekki taka af- stöðu til þess máls hér, en vil benda á, að í Bandaríkjunum er kosinn ríkisráðsmaður til tiltek- ins tíma, og er síðan óheimilt að endurkjósa hann. Þessu er varpað fram til athugunar, þar sem það kemur í veg fyrir ann- marka, sem að sumra áliti skiptir máli, að óheppilegt sé, að ráðs- maður ríkisins sé embættismað- ur, sem gegni embætti sínu lengi. Sukk í ríkisrekstrinum Jón Pálmason: Hvað eftir ann- að hafa komið fram tillögur um aukið aðhald í sambandi við fjár- stjórn ríkisins. Jóhann Þ. Jósefs- son lagði á sínum tíma til, að skipaður yrði sérstakur ráðsmað ur, Gísli Jónsson lagði til, að fjárveitinganefnd yrðu sköpuð betri skilyrði til að fylgjast með fjárstjórninni, þó að Alþingi sæti ekki á rökstólum. Það frumv., sem hér liggur fyr- ir, sýnir að fjármálaráðherra er þess var, að borgararnir vilja láta spyrna fótum við hinu hóf- lausa sukki í ríkisrekstrinum. Virðist frumvarpið stefna að því, að fjármálaráðherra fái 3 stuðn- ingsmenn sína til að taka hluta af ábyrgðinni á sínar herðar. Ég mun ekki á þessu stigi fjöl- yrða um fjárstjórn íslenzka ríkis- ins. Til þess gefst væntanlega tækifæri innan skamms, en ég hef að undanförnu safnað ýmsum upplýsingum um þann hátt, sem hafður er á þessum málum er- lendis. Ég álít, að þingið þurfi að taka ákvörðun um, hvort fjárveit ingavaldið á í raun og veru að vera í þess höndum eða í höndum framkvæmdavaldsins, eins og nú er orðið í raun. Greiddir eru milljónatugir úr ríkissjóði án heimildar í fjárlögum, og engin aðstaða er síðan til að gera neinar ráðstafanir, þegar við, sem erum yfirskoðunarmenn landsreikning anna, fáum þá í hendur löngu síðar. Framkvæmdavaldið ber ábyrgðina Eysteinn Jónsson: Síðasti ræðu maður ætti að sýna með sundur- liðun í hverju sukkið í ríkis- rekstrinum er fólgið. Til þess hefur hann tækifæri sem yfir- skoðunarmaður. Magnús Jónsson benti á, að hin fyrirhugaða 3 manna nefnd hefði aðeins tillögurétt. Það er álita- mál, hvert vald hennar skuli vera, en ég taldi ekki, að unnt væri að taka hið endanlega vald af viðkomandi ráðherra. I frumvarpinu er gert ráð fyr- ir, að skylt sé að leita álits nefnd arinnar og senda greinargerð, ef ekki er eftir því farið. Starfs- mannafjölgun, sem ekki væri bor in undir nefndina, væri ógild. Ég hika ekki við að fullyrða, að þetta muni skapa mikið aðhald í ríkis- rekstrinum. Þá tel ég eðlilegt, að fram- kvæmdavaldið ráði skipun meiri hluta nefndarinnar, þar sem það er hinn ábyrgi aðili um stjórnar- framkvæmdirnar. Sama hugsun kom fram í sambandi við skipan ráðsmanns ríkisins, sem alltaf hefur verið gert ráð fyrir, að væri embættismaður skipaður fyrir at beina ráðherra. Á stjórnin að hafa eftirlit með sjálfri sér.? Magnús Jónsson: Ég fæ ekki séð, að það sé nein goðgá að veita hinni fyrirhuguðu nefnd algjört synjunarvald. Hendur ráðherra eru á þessu sviði bundnar með margs konar lagasetningu, svo að hið endanlega vald er alls ekki í þeirra höndum í öllum tilvikum nú. Af sömu ástæðu verður að hafa röksemd ráðherrans fyrir því, að framkvæmdavaldið en ekki Al- þingi eigi að ráða mestu um skip- un nefndarinnar. Henduc fram- kvæmdavaldsins eru þegar bundn ar á ýmsan hátt með lögum og virðist eðlilegt, að frekara eftir- lit með framkvæmdavaldinu væri í höndum þingsins, svo að það geti fylgzt méð, að fyrirmælum þess sé hlýtt. Hins vegar hefur Jóhnsen — mmnmg ÞANN 21 febr. sl. lézt að heimili sínu hér í bænum frú Dóra John sen. Útför hennar fór fram frá Dómkirkjunni í gær. Frú Dóra fæddist 4. okt. 1892 og voru foreldrar hennar sæmd- arhjónin Þórður Guðmundsson, sem kenndur var við Hól og kona hans Sigríður Biering Hansdótt- ir ættuð frá Húsavík. Með frú Dóru.er horfin okkur mikil gæða- og mannkostakona. Ég sem þessar línur rita átti því láni að fagna að þekkja hana frá því hún var ung stúlka og allt til dauðadags. Frú Dóra var mjög söngelsk og lék prýðilega á hjóðfæri, þrátt fyrir það, að hún naut mjög tak- markaðrar tilsagnar í þeirri list. Hefði hún átt þess kost að helga sig hljómlistinni, er ég ekki í vafa um, að hún hefði komizt langt á þeirri braut. En sá eiginleiki sem ég sér- staklega vil benda á í fari frú Dóru var glaðværð hennar og góð vild til allra sem hún þekkti, hún átti svo létta lund og var svo að- laðandi, að það var sama hvort það voru ungir eða aldnir sem í návist hennar voru, öllum gat hún komið í gott skap með hinni Skemmtilegu og aðlaðandi fiam- komu sinni. Frú Dójy. giftist þ. 12. október 1922 Lárusi Johnsen koupm. frá Vestmannaeyjum, hinum ágæt- asta manni 4g fluttist hún með honum þangað, en eftir aðeins átta ára _ambúð varð hún fyrir þeirri þungu sorg að missa hann frá tveimur ungum börnum þeirra, Lárusi og Sif, sem nú eru bæði gift og búsett hér í bæ. Eftir andlát manns síns flutti Dóra aftur til Reykjavíkur með börn sín og átti hér heima síðan. Uppeldi barna sinna annaðist hún af alúð og kostgæfni, enda naut hún þess starfs síns ríkulega alla tíð eftir að þau voru uppkomin og ekki sízt nú síðast í veikindum sínum, því um hana var hugsað og að henni hlúð sem bezt mátti verða bæði af börnum hennar og tengdabörnum. Eins og 'fyrr getur þekkti ég Dóru frá unga aldri. Ég kom oft á hið glaðværa heimili hennar og rnóður hennar hér í Reykjavík, einnig naut ég tvívegis ánægju- legra stunda á heimili þeirra hjóna í Vestmannaeyjum og eftir að hún fluttist aftur hingað til Reykjavíkur eru komur mínar á heimili nennar ótaldar. Þar var ávallt gott að koma. Mína innilegustu hluttekningu votta ég öllum ástvinum hennar og þá sérstaklega þeim sem mest hafa misst, börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum. Vinur. það litla þýðingu, að fram- kvæmdavaldið fái vald til að hafa eftirlit með sjálfu sér. Loks er það misskilningur, að gert hafi verið ráð fyrir því, að ráðsmaður ríkisins yrði háður framkvæmdavaldinu. Hann átti að vísu að vera skipaður með atbeina ráðherra eins og t. d. hæstaréttardómarar, en ríkis- stjórninni átti hann ekki að vera háður fremur en þeir. Athugasemdir hafa verið gerðar Jón Pálmason: Fjármálaráð- herra talaði hér áðan eins og ég og mínir samstarfsmenn við skoð un ríkisreikninganna hefðum ekki gert neinar a'thugasemdir. Það hefur vissulega verið gert, en það dregur bitið úr vopnunum, að endurskoðendur fái reikning- ana seint til athugunar og greiðsl urnar verða þá ekki aftur teknar. Þó að Eysteinn Jónsson eigi ekki einn sök á öllu því, se'm aflaga hefur farið á þessu sviði, er það hann, sem ábyrgðina ber á fjárstjórninni. Hann hefði átt að setja hnefann í borðið í stað þess að standa á þeim 8 árum, sem hann hefur nú verið fjár- málaráðherra samfleytt, að því, að ríkisgjöldin færu að meðaltali meira en 100 millj. kr. fram úr áætlun á ári. Eysteinn Jónsson: Það verður að teljast merkisatburður, að síð asti ræðumaður skuli þó segja, að ekki sé allt, sem úr lagi fer, mér að kenna. Sannleikurinn er auðvitað sá, að það lætur ekki nærri, að neinn einn ráðherra geti borið ábyrgð á rikisstarf- rækslunni. Jón Pálmason: Segja má, að litlu verði Vöggur feginn. Ég tel mig ekki hrósa Eysteini Jónssyni mikið, þó að ég segi, að einhverjir aðrir beri líka ábyrgð á því, sem aflaga fer. En þess er að minnast, að ekkert fé er greitt úr ríkis- sjóði nema ráðuneyti hans skrifi upp á ávísánirnar, og þess vegna ber hann ábyrgðina. Eysteinn Jónsson: Þetta stenzt ekki, því að einstakir ráðherrar geta á eigin spýtur gefið út reglu gerðir, ef stoð er fyrir þeim í lögum, sem hafa í för með sér milljónaútgjöld. Þar er orðið um lögboðin gjöld að ræða og ekkert annað að gera en inna greiðslurn ar af hendi. ★ Frumvarpinu var að umræðu lokinni vísað til 2. umr. og fjár- hagsnefndar. iðnlánasjóðs A FUNDI neðri deildar Alþingis í gær fór fram 1. umræða um frumvörp þau um eflingu iönlána sjóðs, sem flutt eru af þeim Magnúsi Jónssyni og Jólianni Hafstein. Þeir leggja til, að sjóð- urinn fái helming þeirra tekna, sem ríkið hefur af innlendum tollvörutegundum. Yrði hlutur hans 5—6 millj. kr. á ári, sem verja ætti til stofnlána fyrir iðju og iðnað. Magnús íylgdi frum- vörpunum úr hlaði með ræðu. Þeim var lýst nánar í Mbl. á laugardag. RítliAfnmW blóta EINS og getið hefur verið í frétt- um gengst Rithöfundafélag ís- lands fyrir miðsvetrarblóti að Hlégarði í Mosfellssveit nk. fimmtudag. Þátttaka er heimil öllum félögum í Bandalagi isl. listamanna. Aðgöngumiðar verða seldir á morgun í bókabúð Kron og Eymundsen og þeir sem vilja geta skrifað sig þar fyrir fari til og frá Hlégarði. Ferðir verða kl. 7 frá Bifreiðastöð íslands en sam- koman hefst kl. 7.30. -----------------□ LONDON, 3. marz — Brezka stjórnin vísaði á bug í dag mála- leitan eins þingmanns verka- mannaflokksins þess efnis, að stjórnin beitti sér fyrir því að stjórn kínverskra kommúnista lilyti sæti á þingi S. Þ. □-----------------□

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.