Morgunblaðið - 04.03.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.03.1958, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 4. marz 1958 MORCUNBLAÐIÐ 13 urinn hefur ekki annan boðskap. Áttu von á blaðaskrifum um ;,siðferðið“ í leiknum? Það þarf sérstaka „kverúlanta" til þess. Menn, sem alltaf finna að öllu. Ég sé enga ástæðu til þess að narta í þetta, þótt segja megi, að boðskapurinn sé ekki upp á það strangasta. Þóra Friðriksdóttir leikur hina kostamiklu eiginkonu. Hún lék sitt fyrsta hlutverk í „Fædd í gær“, síðan í „Deiglunni og „Tannhvassri tengdamömmu". Hvernig líkar þér hlutverk- alias, danskan kokk, „som kan lave mad“. Hefðirðu heldur kosið að vera villimaður út leikritið? Nei, afbrigðið með kokkinn ger ir leikritið léttara og skemmti- legra. Telur þú leikritið vera gróft? Það má túlka öil leikrit á gróf- an hátt. Leikarar á svið, er hrópað í hátalara. Kaffistofan tæmist á augabragði, og eftir situr hinn spuruli með sinn hálftæmda kaffi bolla. Það var honum mátulegt fyrir málæðið. Rúrik Haraldsson, Róbert Arnfinnssen og Þora Frið'riksdóttir í „Litla kofanum". Gœgzf um gáttir í Þjóðleikhúsinu Á ÞRIÐJUDAGINN frumsýnir Þjóðleikhúsið franska gaman- leikinn „Litli kofinn“ eftir Andfé Roussin. Leikrit þetta samdi hann árið 1947 og hefur það síðan verið á sviði í París án afláts. Leikrit þetta hefur verið sýnt í flestum stórborgum heims og ekki hefur hrifningin dvínað, þótt hér sé um léttan gamanleik að ræða. Það er haft fyrir satt, að eini maðurinn. sem orðinn sé leiður á leiknum, sé höfundurinn, en hann kvað hafa í fórum sín- um nýtt leikrit, sem hvergi kemst að fyrir „Lilla kofanum". — Nú hefur leikurinn verið kvikmynd- aður á tilbúinni ævintýraeyju í út hverfum Rómaborgar með þeim Ava Gardner', Stewart Granger og i^avid Niven og hefur leik- ritið nú hafið aðra sigurför um heiminn, að þessu sinni á kvik- myndatjaldi. Suður uin liöfin, aö sólg>ínri strönd . . . Skemmtiferðaskip hefur farizt í Suðurhöfum. Þeir einu, sem bjargast, eru tveir vinir, smóking klæddir. og kona annars þeirra, sem komst „á kjöl“ á kontrabassa. Þarna drýpur smjör af hverju strái og allt gengur vel, þar til sá einhleypi, sern verið hefur elsk hugi frúarinnar í sex ár, telur sig tilneyddan að skrifta fyrir vini sinum samband sitt og eig- inkonu hans, með því að sá síð- arneíndi fer hvorki í skrifstofu né á iðnrekendaþing þarna á eyj- unni, og elskhuganum gefst ekk- ert tækifæri til þess að stunda iðju j.na í þágu frúarinnar. Eig- inmaöurinn fellst á, að deita konu sinni með bezta vini sín- um, og skapazt við þetta bráð- skernmtilegar orðræður og furðu legar aðstæður. Nú syrtir í álinn, því að þarna ber .) garði blamann nokkurn, sem umsvifalaust gerir tilkall til kuuunnar. En allt á sín tak- m'örit. að lokum per að iandi bát með þrettán ræðurum. Það boð- ar sjö ára hamingju, segir Súss- anna fagra, fyrrverandi tveggja til þriggja maniia ejginkona. — Tjaiö. •. í för hans í kringum jörðinua. Aðstandendur leiksins ventu þá kvæði sínu í kross, og gerðu villimanninn að dönskum kokk, sem bjargast hefði af skip- inu og sólbrunnið í hitabeítinu. Margrét prinsessa gat því sctt frumsýninguna, og veitt sér þann munað að hlæja hátt og snjallt. Leikurinn þykir skemmtilegri í þessari útgáfu og þess vegna er „villimaðurinn“ einnig danskur hér í Þjóðleikhúsinu. Á æfingu Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á „Litla kofann" hér, en margt getur gerzt frá því, að leikendur lesa saman hlut verkin þar til á lokaæfingu. Æfingin er í fullum gangi. — Leikendur á.sviðinu og leikstjór- inn í salnum gerandi at.hugasemd ir sínar. Skyndilega rýfur mað- ur í vinnugalla þessa frumskóg- arstemningu, og hefur sína henti semi á leiksviðinu, sem Lárus Ingólfsson hefur málað. Hann er með tröllvaxinn ávöxt, sem hann setur á mitt sviðið, hagræðir trjám, og æfingin heldur áfram, eins og ekkert hafi í skorizt. Þarna eru krufin til mergjar á gamansaman hátt fyrirbæri eins og vinátta og einkum þó hjóna- bandið, þótt ætla megi að lögum nr. 39/1921 um stofnun og slit hjúskapar sé ekki bráður háski búinn. Mikið er um orðaleiki og skemmtileg tilsvör. Rætt við leikendur í kaffihléi býður leikstjóri upp á hressingu og þar getst gull- ið tækifæri til þess aö ræöa lit- ils háttar við leikendur. Róbert Arnfinnsson leikur hlut verk eiginmannsins. Hann hefur leikið milli 70 og 80 hlutverk í Þjóðleikhúsinu og er skemmst að minnast leiksigurs hans í leikriti Millers „Horft af brúnni". Hvað finnst þér um „Litla kof- ann? Það er erfitt að segja um menn ingargildi leiksins, þegar maður er nýbúinn að leika í „Horft af brúnni“, en kofinn er fyrst og fremst stundargaman. Sem slík- ur er hann frábær. Og siðferðið? Ja, ef menn ætluðu að haga lífi sínu eftir þeirri prédikun, er hætt við að víða yrði pottur brot- inn. En þetta er aðeins græsku- laust gaman, ef það vekur hlát- ur, þá er tilganginum náð. Leik- Ágætt, en það er erfitt, þar sem aðeins fjórar persónur koma við sögu. Það er hægur vandi, að viðhalda spennunni, þegar her- flokkar þjóta um sviðið, en i fá- mennum leikritum leggst allur vandinn á herðar fárra leikenda. Ertu hneyksluð á boðskapnum? Nei, þetta ætti engan að hneyksla, éf vel er á haldið. Ég vona hið bezta, leikritið er af- bragð og blaðaskrif mundu.að- eins auglýsa leikinn fyrir okkur. Rúrik Haraldsson leikur elsk- hugann. Hann er óllum minnis- stæður í hlutverki Proctors úr „Deiglunni", Dewey úr „Fædd í gær“ og fjölda annarra hlut- verka, sem hann hefur leikið í, í Þóðleikhúsinu og nú síðast hlut verk Bergþórs Björnssonar i framhaldsleikriti útvarpsins. Hvað finnst þér um leikritið? Ágætt, gómsætt, leikandi létt og skemmtilegt. Það er gott að vinna úr því, það ber með sér, að höfundur er þaulkunnugur öllu, er leikhús varðar. Og hlutverkið? Persónan, sem ég leik. er áreið anlega hjartabiluð. Boðskapunnn? Þetta er ótrúleg sega og mein- laus, þess vegna skiptir siðferðið raunar engu máli. Ef eitthvað bjátar á í hjónabandinu, er ekk- ert að gera annað en drífa sig í leikhúsið og sjá „Litla kofann '. Fjórða persóna leiksins er Jó- hann Pálsson. Hann lék sitt fyrsta hlutverk í Snædrottning- unni. en leikur nú villimanninn, onm>" ritskoðun Þegar leiknno var sýnt í Lond on, -m heldur babb í bátinn. — Hinn frægi leikstjóri, Peter Brooic, hugðist dreifa athygli hins konunglega eftirlits með skrautlegum leiktjöldum og ýmsu amstri leikenda á sviðinu, en allt kom fyrir ekki. Eftirlitinu þótti frágangssök, að hvít kona færi ein saman með lituðum manni inn í litla kofann, en þetta er eina athugasemdin, sem fit- skoöuu hefir gert við leikinn Hollenzkar Kuldaúlpur drengja- og teljna, 2ja- teknar upp í dag. VJW1 -7 ára Austurstræti 12. Kvenbomsur flatbotnaðar og fyrir hæl, nýkomnar. Skóverzlun Péturs iWréssonar Laugavegi 17. FramkvæmsSabankinn vill ráða vélritunarstulku nú þegar. — Uppl. í banKanum, Hverfisgötu 6. Að tjaldabaki Hér eru allir á þönum. Leik- sviðsstjóri Þorgrímur Einarsson, ljósameistari Hallgrímur Bach- mann, leiktjaldamálari Lárus Ingólfsson og fjölcli aðstoðar- manna. Færi gefst á Lárusi mitt i önnum starfsins. Þótti þér þetta ekki skemmti- legt viðfangsefni? Mjög skemmtilegt. Þetta gofur mikil tækifæri við leiktjc.lda- gerðina. Kom ekki til álita, að hafa kontrabassann, lífgjafa frúarinn- ar, á sviðinu? Varla, annars þakka ég hug- myndina. Kontrabassar eru dýr leikföng, segir Lárus, og er þot- inn að bragði. Leikstjórinn Leikstjóri er Benedikt Árna- son, og er þetta fyrsta leikrit, sem hann stjórnar í Þóðleikhús- inu. Hann hefur aður stjórnað menntaskólaleikum síðastliðin þrjú ár við mikinn orðstír. Þykir þér þetta ekki skemmti- legt verkefni, Benedikt? Afar skemmtilegt, og gefur mikil tækifæri til þess að sam- ræma málaralist, músikk, tal, leik — yfirleitt allar listgreinir. Erfitt? Leikritið virðist í fyrstu ein- falt, en svo er ekki. Það liggur á viðkvæmu „plani“, ef það er yf- irdrifið, þá verður það klúrt, en -getur annars oi'ðið létt og góð „kómedia“. Leikritið byggist á ímyndunarafli og leikgleði. — J. R. Baftækjaviðgerðir Heklu Viðskiptavinir okkar eru beðnir að athuga að Raítækjavinnustofa okkar verður á Laugavegi 170, efri hæð, bakdyrainngangur. Viðgerðir og viðgerðabeiðnir afgreiddar daglega kl. 3—6, nema laugardaga. — Sími 17295. Hekla hf. V.usturstræti 14. Kuldaskór barna og unglinga, reimaðir og óreimaðir. Fóðraðir með gæru. Smásending nýkomin. Skóverziun Péturs Andréssonar Frainuesvegi 2. Laugavegi 17. Framreiðslustúlka óskast í veitingastofuna Adlon, Laugavegi 11. Uppl. milli kl. 5—7 í Adlon, Aðalstræti 8. Sími 16737. Efu&lauga og þvottahúsv'élar óskast keyptar, nýjar eða notaðar. Upplýsingar í síma 18008 í dag kl. 12—14 og 18—20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.