Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 1
20 síður 45. árgangur 117. tbl. — Miðvikudagur 28. maí 1958 Prentsmiðja Morgunblaðsins Líklegt að stjórn Pflimlin fari frá wöidum PARÍS, 27. maí. — Pflimlin forsætisráðherra Frakklands. sagði í kvöld, að franska stjórnin mundi ekki segja at sér nema að undangenginni vantraustsyfirlýsingu þings- ins. Ráðherrann sagði enn- fremur í kvöld, að þegar þing- ið greiddi atkvæði um breyt ingar á stjórnarskránni mund? það raunar greiða atkvæði um framtíð Frakklands og örlög lýðveldisins. í dag gaf de Gaulle út yfirlýs- ingu þess efnis, að hann væri nú að undirbúa stjórnarmyndun sína. Hann skoraði á alla Frakka að sýna stillingu og virðingu, því að nú væri mikið í húfi, að ekki yrði rasað um ráð fram. Þá lýsti hann yfir stuðningi sínum við hershöfðingjana í Alsír. — Þessi yfirlýsing hefur haft mikil áhrif á gang mála í Frakklandi og segja fréttamenn, að hún hafi stappað stálinu í andstæðinga hershöf ðingj ans. Mikil ókyrrð er nú í Túnis vegna dvalar franskra herdeileta þar í landi. Steinn Steinarr látinn Feisal settur inn í embætti AMMAN, 27. maí. — f dag var Feisal konungur settur inn í embætti sem yfirmaður sam- bandsríkis Jórdaníu og íraks. Fór athöfnin fram í Amman, þar sem fyrsta þing hins nýstofnaða ríkis kom saman. — f ræðu sinná sagðt; konungur, að utanríkisstefna landsins mundi byggjast á þeim grundvallaratriðum að ná sam- komulagi í Palestínudeilunni, tengja Arabaríkin saman og hjálpa uppreisnarmönnum í Alsír til að fá sjálfstæði landi sinu til handa. Þá hermdu fregnir í kvöld, að de Gaulle væri væntanlegur til Parísar. Ekki er vitað um erindi hans nú, en búizt er við, að för hans standi í sambandi við fyrr- nefnd ummæli Pflimlins. Vitað er, að Pflimlin átti leynifund með de Gaulle í nótt og á hann að hafa beðið hershöfðingjann að reyna að stilla til friðar. Hers- höfðinginn á að hafa neitað að verða við þeim tilmælum nema Coty Frakklandsforseti fæli hon urn að mynda stjórn. Bidault lét í það skína í ræðu, sem hann flutti í franska þinginu í kvöld, að stjórnin hefði ekki hreint mjöl í pokanum. Pflimlin hefði gefið de Gaulle ádrátt um að styðja hann til valda, en svikið það. I stað þess hefði hann við- haft fyrrnefnd ummæli eftir að hershöfðinginn hafði gefið ut yfirlýsingu sína. Miðflokkarnir, kommúnistar og jafnaðarmenn hafa sett á fót sér- staka nefnd sem á að vinna gegn valdatöku hershöfðingjans. — Nefndin. boðaði í kvöld til úti- fundar í París á morgun. Öll stærstu verkalýðsfélögin hafa hvatt meðlimi sína til að taka þátt í fundinum. Hershöfðingjarnir í Alsír sögðu í kvöld, að það kæmi þeim ekki á óvart, að de Gaulle ætlaði að mynda stjórn. Við vissum það alltaf, sögðu þeir. Mikil ánægja ríkir í Alsír yfir fyrrnefndri yfir- lýsingu de Gaulles, sem hann gaf út í dag. • í bréfi til Krúsjeffs hefur Eisenhower stungið upp á því, að tæknisérfræðingar Rússa, Breta, Bandaríkjamanna og Frakka komi saman innan þriggja vikna til þess að hefja undir- búningsviðræður um hugsanlegt samkomulag stórveldanna um stöðvun allra tilrauna með kjarn- orkuvopn og nákvæmt eftirlit eftir að slikt samkomulag verði ekki rofið af neinum aðilanna. Á Korsíku •fc Deild úr franska hernum gerði ásamt eyjarskeggjum á Korsíku uppreisn gegn frönsku stjórnarvöldunum um helgina og tók alla yfirstjórn í sínar hendui og stofnsetti velferðarnefnd — sama eðlis og þær, sem stofnaðar hafa verið í Alsír að undirlagi franska hersins þar. Þessi upp- reisn er talin mun alvarlegri en sú í Alsír, því að á Korsíku, fæð- ingarstað Napoleons — þar sem nú búa 244,000 manns — hefur aldrei verið um neina þjóðernis- baráttu gegn frönskum yfirvöld- um að ræða. Það voru fallhlífaliðar, stað- settir á Korsíku, ásamt íbúum höfuðborgarinnar, Ajaccio, sem með áhlaupi tóku stjórnaraðsetr- ið í sínar hendur. Borgarstjórinn í Ajaccio hefur verið eindreginn Gaulleisti — og þingmaður eyjar- innar, sem kom skömmu fyrir uppreisnina fró Aslír eftir nokk- urra daga dvöl þar, er einnig á bandi de Gaulle og herstjórnar- innar í Alsír. ooo-fcooo Seint í gærkvöldi var talið. að stjórn Pflimlins mundi falla eftir að íhaldsflokkarnir þrír hafa sagt sig úr stjórn- inni. STEINN STEINARR skáld lézt að kvöldi hvítasunnudags í Landa- kotsspítalanum. Hann hefur ekki gengið heill til skógar nokkra undanfarna mánuði og var þungt haldinn síðustu daga. Steinn Steinarr var eitt af höfuðskáldum þjóðarinnar og mikill hrautryðjandi í ljóðagerð. Má hiklaust fullyrða, að hann hafi haft cinna mest áhrif á skáldskap yngstu kynslóðarinnar, enda var hann virtur og dáður af henni. Steinn Steinarr gaf út fyrstu ljóðabók sína 1934. Hún hét Rauður loginn brann. Vakti húr. mikla athygli og var þegar sýnt, að þar sem Steinn fór var mikið skáld á ferð. Næstu ljóðabók sína nefndi hann Ljóð og kom hún út 1937. Þremur árum síðar gaf hann út Spor í sandi og 1942 Starfsmaður til bana í JERÚSALEM, 27. maí — Yfir- maður vopnahlésnefndar S. Þ. hér í borg, Kanadamaðurinn George Flint, var í gær skotinn til bana í hlíðum Scopusfjallsins. Jórdanar hafa ákært ísraelsmenn fyrir morðið og ísraelsmenn Jórdana. Hussein konungur sendi yfirmanni herliðs S. Þ. á þessum slóðum, Svíanum Carl Van Horne samúðarskeyti í dag vegna þessa atburðar. Flint var í embættiserindum á fjallinu, þegar hann var skotinn til bana. A þessum slóðum hefur oft slegið í harða brýnu undan- farið milli ísraelsmanna og Jórdana og á meðan Flint lá særður í hlíðinni og beið björg- Stjórn Líhanons hyggst ekki breyta stjórnur- skránni BEIRUT, 27. ruai. — Forsætisráðherra Líbanons, Sami E1 Solh, sagði í útvarpsræðu í kvöld, að forseti landsms, Chamoun, hefði aldrei beðið um að fá að sitja út eitt kjörtímabil í viðbót. Það hefði verið stjórnarandstaðan, sem hefði breytt út orðróm um þetta tii eð hún gæti efnt til óeirða í landinu. Forsætisráðherrann sagði enn- íremur, að stjórnin hefði ekki ætiað né mundi gera tilraun til að fá stjórnarskránni breytt, svo að forsetinn gæti setið áfram. For- sætisráðherrann sakaði stjórnarandstöðuna um að hafa beitt ofbeldi og efnt til óeirða allt frá því að Súezstríðið hófst. 18 dagar taka enda á næstunni. Þó er kom- í dag eru 18 dagar síðan óeirð- in á meiri kyrrð í landinu síðan irnar í Líbanon hófust og eru þess herflokkar stjórnarinnar byrjuðu ekki nein merki, að þær muni Framli á bls 19 S.Þ. skotinn Jerúsalem unarmanna var látlaus vélbyssu- skothríð. Af þeim sökum tók það björgunarmennina 6V2 klst. að komast á slysstaðinn, en þá var það um seinan. Hershöfðingjan- um hafði blætt út. Á meðan beið kona hans í ofvæni ásamt tveim- ur dætrum þeirra. — Flint kom á vegum S. Þ. til Jerúsalem 1952. Áður hafði hann verið í Kóreu. einn mesti ljóðsnillingur þessar- ar aldar á Islandi. Hans verður nánar minnzt hér í blaðinu síðar. Öryggisráðið ræðir um Líbanon NEW YORK, 27. maí — Öryggis- ráðið ákvað á fundi í kvöld að hefja umræður um ástandið í Líbanon. Ákvörðun þessi var tekin án þess að til umræðna kæmi. Eins og kunnugt er, hefur stjórn Líbanons farið þess á leit við ráðið, að það fjalli um hið alvarlega ástand í landinu og íhlutun Egypta og Sýrlendinga í innanríkismál þess. Malik utan- ríkisráðherra er kominn til New York til að tala máii lands síns fyrir ráðinu. Ákveðið var, að umræðurnar skyldiu hef jast n. k. þriðudag, svo að fuiltrúar Arabíska sambands- lýðveldisins gætu athugað ákær- una nánar. Sobolev, fulltrúi Rússa, sagði, að hann mundi ekki standa gegn því, að málið yrði rætt í ráðinu, en það væri alls ekki hið sama og Rússar viður- kenndu, að ákæra Líbanonstjórn- ar ætti rétt á sér. Steinn Steinarr Ferð án fyrirheits. Síðar gaf hann út kunnustu bók sína, Tímann og vatnið (1954) og 1956 kom út síð- asta bók frá hans hendi, Ferð án fyrirheits, og er hún heildarsafn verka hans. Steinn Steinarr er ættaður úr Dölum, en kom ungur til Reykja- víkur. Hann var kvæntur Ast- hildi Björnsdóttur og lifir hún mann sinn. Steinn hefði orðið fimmtugur í október næstkom- andi. Með Steini Steinarr er horfinn fungumálaslríð á Ceylon COLOMBÓ, 27. maí, — í dag lýsti Ceylonsstjórn yfir því, að útgöngubann ríkti á eynni fyrst um sinn. Ástæðan er sú, að kom- ið hefur til átaka milli Tamila og Sinhrla. Er hér um að ræða tungumáladeilu, og hófust óeirð- irnar þegar því var lýst yfir, að mál Tamila skyldi jafnrétt máli máli Sinhrla. Um 50 menn hafa verið drepnir í málastríði þessu. Rússar vilja griðasáttmála við NATO-ríkin Orðsendingar Jbess efnis afhentar Moskvu i gær 1 MOSKVU, 27. maí — Varautan- ríkisráðh. Sovétríkjanna, Patoli- tsjev, afhenti í dag sendiherra Frakka í Moskvu tillögur um griðasáttmála milli NATO-ríkj- anna og Varsjárbandalagsríkj- anna. Á ráðstefnu hinna síðar- nefndu, sem nýlega er iokið í • Almennt er talið, að kafbát- urinn, sem argentísk flota- deild láskaði eða sökkti undan strönd Argentínu í fyrri viku, hafi verið rússneskur. • Skorizt hefur í odda með frönskum hermönnum í Tún- is — og þar lendum hersveitum. Um helgina kom til vopnavið- skipta á nokkrum stöðum. Moskvu, var samþykkt að stinga upp á því, að aðildarríki þessara bandalaga gerðu með sér griða- sáttmála. í fregnum frá Moskvu segir, að slík orðsending verði í dag afhent ölium sendiherrum aðildarrikja Atlantshafsbanda- Iagsins. í tilkynningu, sem gefin var út í Moskvu í gær og fjallar um fund Varsjárbandaiagsríkjanna, er fyrst minnzt á þessa tillögu um griðasáttmála. Krúsjeff rœðir um Alsír MOSKVU, 27. maí — f ræðu sem Krúsjeff hefur haldið og kunn- gerð var í dag segir hann, að það sé von sín, að Alsírmálið verði leyst á viðunandi hátt, tekið sé í senn tillit til krafna Alsírbúa og jafnframt séu höfð í huga hin sögulegu tengsl Frakklands við Alsír. Krúsjeff hélt þessa ræðu í Moskvu s. 1. laugardag á- sam- komu sem haldin var til heið- urs þeim fulltrúum sem þátt tóku í ráðstefnu Varsjárbandalags ríkjanna. . Stjórnmálamenn í París segja, að athyglisvert sé, hve mikill munur er á þessum ummælum Krúsjeffs og yfirlýsingu þeirri, sem gefin var út eftir heimsókn Nassers til Sovétríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.