Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 10
10 M O R C r N n T 4 Ð 1Ð Miðvik'udagur 28. maí 1958 Otg.: H.i Arvakur, Reykjavílt. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sígurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, simi 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti t. Augtýs'ngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjalc* kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasolu kr. 1.50 eintakið. FRESTAÐ ÞVÍ, SEM FRAM Á AÐ KOMA ISÍÐUSTU viku var eins og alkunnugt er fullkom- ið upplausnarástand inn an ríkisstjórnarinnar. Þar voru stöðugar deilur og blöð stjórnar- flokkanna bárust daglega á bana- spjótum. Flokkarnir báru hver annan, í málgögnum sínum, hin- um herfilegustu sökum um svík og annað þess háttar. Ríkisstjórn- in og flokkar hennar sátu á stöð- ugum fundum, stundum dag og nótt, en þingstörf lágu að mestu eða öllu niðri. Svo langt vai komið, að sjálf ríkisstjórnin taldi sig fallna og fóru ráðherrarnir ekki dult með, að þeir teldu að dagar þeirra í stjórnarstólunum væru taldír. Við og við voru að berast fregnir út um landið um að ríkisstjórnin væri að því k'om- in að segja af sér og meira að segja gáfu sum stjórnarblöðin mjög ákveðið í skyn að þennan og þennan klukkutímann myndi ríkisstjórnin beiðast lausnar. Sú saga er sögð að meðan á þessu stóð var manni nokkrum sagt, að nú væri að því komið, að rikisstjórnin segði af sér. Þá sagði maðurinn: „Ætli hún svíki það ekki eins og allt annað“. Þetta er táknrænt fyrir það vantraust, sem vinstri stjórnin hefur bakað sér og nær langt inn í raðir hennar eigin.flokka. Eins og kunnugt er lauk þess- um deilum með því, að á laugar- dagsnótt var gert samkomulag milli flokkanna, sem gerði stjórn- inni það mögulegt að sitja áfram, hversu lengi sem friðurinn helzt, en ekki er unnt að segja að þetta samkomulag sé fullljóst eftir því sem stjórnarblöðin skýrðu frá þvi á laugardaginn var. Meðan svo stendur, að lands- fólkinu er raunverulega ekki gert fullkomlega ljóst, í hverju þetta samkomulag er fólgið, sém virðist hafa bundið endi á stór- styrjöldina innan stjórnarflokk- anna, sem stóð í síðustu viku, má segja, að ekki sé tímabært til að ræða það. Vel má vera að málin skýrist á næstu dög- um, en búizt er við, að flokk- arnir afgreiði nú bjargráðafrum- varpið sæla í þessari viku og ljúki þingi. Þá hefur það verið látið uppi, að náðst hafi sam- komulag um útfærslu fiskveiði- landhelginnar í 12 mílur og verði reglugerð gefin út um það 30. júní og taki hún gildi 1. septem ber í haust. Að öðru leyti virð- ist vera allt á huldu um það hvað hinir klóku stjórnarherrar hafa komið sér saman um, eftir öll hin hörðu átök. Það upplausnarástand, sem myndaðist innan ríkisstjórnar- innar stafaði ekki fyrst og fremst af ágreiningi um eitt einstakt mál heldur af þeim ógöngum al- mennt, sem ríkisstjórnin er kom- in í vegna þess, að hún hefur ekki reynzt þess megnug að leysa þau vandamál, sem fyrir liggja og hún hefur iofað lausn á. Mikiíl fjöldi flokksmanna innan allra stjórnaríl. er sáróánægður með framkomu stjórnarinnar og loforðasvik hennar og töldu nú að mælirinn væri fullur og lægi nú ekki annað fyrir en að stjórn- in færi frá. Ríkisstjórnin er búin UTAN UR HEÍMI Klofnar Nígería,er hún fær fullt sjálfstæði? Við erum allir Nígeríumenn, þegar til kast- aniia Kemur, svarar foíSdeiibiuoiierxa Nígeríu að tapa trausti sinna eigin flokks- manna og það var vitaskuld und- irrótin að þeim ófriði, sem allur landslýður varð vitni að í síðustu viku. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um hvað það var, sem kom því til leiðar, að friður var saminn á síðustu stundu, þegar ríkisstjórnin virtist ekkert eiga eftir annað en taka saman fögg- ur sínar og stofna til kosninga. Það var vitaskuld ekkert annað en óttinn við nýjar kosningar, sem gerði það að verkum að það samkomulag tókst, sem orðið er. Ríkisstjórnin hefur gert sig að viðundri bæði innanlands og ut- an. —- Stjórnin sá fram á, að ef hún færi nú frá og stofnað yrði til kosninga yrðu vonir henn ar um endurreisn í kosningunum heldur smáar, svo ekki sé sterk- ara að orði kveðið. Oddvitai stjórnarflokkanna sáu sitt ó- vænna, þeir vissu upp ó sig skömmina og vildu enn freista þess um nokkurn tíma, hvort eitt hvað það bæri til sem gerði mögu legt að bæta aðstöðu stjórnarinn- ar og auka líkurnar fyrir því, að hún færi ekki eins hraksmán- arlega út úr nýjum kosningum, eins og vitað var að hún mundi fara, ef þær hefðu skollið yfir nú. Það var örvænting ráðlausra manna, sem var ástæða þess, að það samkomulag tókst sem orðið hefur. En um það ætti enginn að þurfa að efast framar, að hús stjórnarinnar er á sandi byggt. Það sem tekur nú við innan- lands eru fyrst og fremst bjarg- ráðin og það sem í þeim felst, ný verðbólgualda, stórkostlegar verð hækkanir og vandræði, sem af þeim leiða. Þetta kemur vafa- laust betur og betur í Ijós eftir því sem á líður og almenningi verður þá enn ljósara en nú, hvað raunverulega hefur gerzt, I yfirlýsingum stjórnarflokkanna er ekki farið dult með það, að hér sé tjaldað til einnar nætur, ráðstafanirnar séu aðeins bráða- birgðaráðstafanir og í haust verði að taka þráðinn upp á nýjan leÍK, en hvað þá verður veit enginn. Sumarið hefur alltaf verið kall- að bjargræðistími hér á íslandi, en hvort það reynist bjárg- ræðistími fyrir ríkisstjórnina skal ósagt látið, en það leiðir tíminn í ljós. Ríkisstjórnin hefur nú setið að völdum fast að því 2 ár og eru það sízt af öllu nokkur stóryrði þó sagt sé að hér á íslandi hafi aldrei önnur eins óráðsstjórn set- ið. Þó slík stjórn kaupi sér frest getur það aldrei verið annað en stuttur gálgafrestur, því hún get - ur ekki flúið örlög sín, sem hljóta að vera nýjar kosningar, þar sem landsfólkið fær að kveða upp sinn dóm. Það var vitaskuld skilyrðislaus skylda ríkisstjórnarinnar, eins og komið var, að efna til kosninga og leggja landsmálin undir dóm kjósendanna. Ríkisstjórnin þorði það ekki og þar af leiðandi hef ur því verið frestað, sem óhjá- kvæmilega hlýtur þó fram að koma. í ÞÝZKA blaðinu Stuttgarter Zeitung birtist nýlega grein um Nigeríu eftir Peter Pechel. Eftir tvö ár verður Nígería sjálfstætt ríki. Nígeríumenn hafa um ára- bil beðið eftir að sjá þá ósk sína rætast, að ríkið verði fullvalda. Þegar sú ósk nú rætist innan skamms fylgir nokkur böggull skammrifí, þar sem sú hætta vofir yfir, að ríkið klofni vegna þess, hve sundurleitir ættflokkar byggja landið. Þess má geta, að Nígería er eitt af viðskiptalönd- um okkar. Á árinu 1956 var t. d. flutt skreið fyrir rúmlega 37 millj. kr. héðan til Nígeriu, en það ár nam heildarskreiðarút- flutningurinn rúmlega 103 millj. kr. Þessar tölur gefa þó ekki alveg rétta hugmynd um það skreiðarmagn, er Nígeríumenn hafa fengið frá íslandi á því ári, þar sem íslenzk skreið mun einnig hafa verið flutt frá öðrum viðskiptalöndum íslands til Nígeriu. Grein Pechel fer hér á eftir. o—O—o ,,Er hætt við því, að Nígería klofni í sundnur, er hún fær fullt sjálfstæði að tveimur árum liðn- um?“ Ég hafði nú loksins vogað mér að bera fram spurninguna og beið eftirvæntingarfullur eft- ir svarinu. Mjög lítið var borið í húsbúnaðinn í herberginu. Það var nærri fátæklegt. Eitt skrif- borð, þrír stólar, skjalaskápur — það var allt og sumt. Einhvers staðar niðuðu rafmagnsviftur, það var þægilega svalt inni. Bak við skrifborðið sat Alhaji Abub- akar Tafawa Balewa, forsætis- ráðherra Nígéríu. Þessi hold- granni, hávaxni maður var klædd ur hvítri skikkju. Augun lágu djúpt í dökku, skarpleitu andlit- inu. Hann hikaði við svarið, strauk vinstri hendinni yfir enn- ið, eins og hann ætlaði að þurrka eitthvað burtu. Þvínæst leit hann beint framan í mig. „Þessi spurn- ing er oft lögð fyrir mig. Hún er ekki borin fram að ástæðu- lausu. Hinir ýmsu trúarflokkar í landinu eru mjög sundurleitir. Þrátt fyrir það svara ég neitandi. í 44 ár hefir ríkið verið ein heild, og það er Englendingum að þakka. Við verðum að reyna að varðveita og styrkja hana. Ekki má gleyma því, að við erum all- ir Nígeríumenn, þegar til kast- anna kemur. Og við erum hreykn ir af því að vera Nígeríumenn“. Sundurleitir ættflokkar Forsætisráðherrann lagði sér- staka áherzlu á síðustu orðin. Hann endurtók þau, þegar ég kvaddi hann. Þetta hljómaði mjög einfaldlega. Við erum allir Nígeríumenn. En í þessum fjór- um orðum felst djörf, pólitísk áróðursaðferð, sem nú hefur hald ið innreið sína í Afríku. Því að Nígería er land mikilla and- stæðna. Á því nær milljón fer- kílómetra svæði búa 32 milljónir manna af sundurleitum kynþátt- um og trúarflokkum. Þeir mæla á ýmsum tungumálum og standa á misjöfnu þróunarstigi atvinnu- lega séð. Ættflokkarnir eru um 250 talsins, en venjulega er þeim skipt niður í fjóra höfuðætt- flokka, Haussa, Jóruba, Iba og Fulani. Nígeríu er skipt niður í þrjá hluta: vestur-, austur- og , norðurhluta. í vesturhlutanum I búa Jórúbar, sem standa framar öðrum ættflokkum atvinnulega og stjórnmálalega, í austurhlut- anum Ibar, sem taldir eru miklir einstaklingshyggjumenn og dug- legir kaupsýslumenn og í norð- urhlutanum búa Haussar og Fulanir, sem eru mjög stoltir, en áhrif Múhameðstrúarinnar valda því, að þeir hafa dregizt aftur úr. „Það verður að jafna metin" Það, sem nú setur mark sitt á innanríkismál ríkisins, er ótti þessara ættflokka við að verða að lúta yfirráðum hins. „Það ríkir ekki jafnvægi meðal bandaríkja Nígeríu, norðurhlutinn er of sterkur“, sagði hinn stjórnkæni, aðlaðandi forsætisráðherra vest- urhlutans, Awolowo, sem fram- ar öllu vill, að ríkið sundrist ekki. „Ef allt landið kemst undir yfirráð norðanmanna eftir kosn- ingarnar til sambandsþings á næsta ári, verður um mikla aft- urför að ræða fyrir íbúa suður- hlutans. Þess vegna erum við fylgjandi því, að norðurhlutan- um verði skipt í fleiri fylki, og þannig myndist ný fylki innan bandaríkjanna. Það verður að jafna metin“. Svipaðar skoðanir heyrði ég í austurhluta landsins, sem skipar sér í flokk með suð- Vesturhluti Kamerún, sem áður urhlutanum. En norðanmenn vilja var þýzk nýlenda en nú er und- ’ óbreytt ástand innan bandaríkj- ir vernd s- Þ- tilheyrir raun- , anna. j Við getum komig j veg verulega einnig Nígeríu. öll þessi svæði kjósa hvert sitt þing. Nútímatækni og lögmál Kóransins Þó að hinir einstöku landshlut- ar séu bandaríki með sameigin- legri stjórn, hefir það eng'an veg- inn orðið til þess að skapa full- komna einingu milli þessara ólíku ættflokka. Fulanir í norð- urhluta landsins og Ibar í suð- urhlutanum eiga álíka mikið sam eiginlegt og Þjóðverjar og Mon- gólar. Þeír tilheyra ólíkum kyn- þáttum, tala ólikt mál og dýrka ólíka guði. í suðurhlutanum sækjast menn eftir aukinni tækni en í norðurhlutanum virða menn framar öllu lögmál Kóransins. íbúarnir í suðurhlutanum taka Evrópumenn sér til fyrirmyndar, í norðurhlutanum leita íbúarnir fordæmis hjá Súdönum og Egypt- um. Hvaða ættflokkur nær undirtökunum? Svo miklar andstæður hljóta að valda ósamkomulagi. Til þessa hefir þetta ekki komið að sök vegna yfirráða Englendinga í landinu. En á árinu 1960 munu Nígeríumenn fá öll ráð í sínu ríki. Spurningin er þá: Hvaða Nígeríumenn munu ráða lögum og lofum? Verða það ættflokk- arnir í norðurhluta landsins, sem hafa sterkari aðstöðu að því leyti, að þeir eru fjölmennari — þar búa 17 milljónir manna — en aðeins 13,5 millj. í suðurhlut- anum. Eða verða það hinir atorkusömu og árvöku íbúar suð- urhlutans, sem nú hafa á hendi flest embætti innan stjórnarinn- ar, þar sem íbúarnir í norður- hlutanum eiga mjög fáa mikil- hæfa menn í sínum hópi? fyrir, að íbúar suðurhlutans hafi okkur í vasanum, en eingöngu með þeim hætti, að fylki okkar verði óskipt og fjölmennara en suðurhlutinn", sagði mér ráð- herra nokkur í Kaduna, höfuð- borg norðurhlutans. o—O—o Þetta vantraust og þessi ótti stendur þessu óborna ríki fyrir þrifum. Ef til vill tekst Nígeríu- mönnum að sigrast á þessum erfið leikum. Annars er hætt við, að Nígería verði að glíma við álíka vandamál og önnur nýstofnuð ríki t. d. Indónesía eða Indland, en í Indlandi kom til átaka milli Múhameðstrúarmanna og Búddha trúarmanna m. a. s. áður en Eng- lendningar yfirgáfu landið. Á næstu árum mun koma í ljós, hvernig Nígeríumönnum tekst að ráða fram úr erfiðleikunum. Bandaríki Nígeríu þurfa tíma til að vaxa saman Bandaríki Nígeríu þurfa fram- ar öllu tíma til þess að vaxa sam- an. Óneitanlega er ríkið stofnað án hliðsjónar af mismunandi tungumálum og kynþáttum og fólkið í landinu er því ískyggi- lega sundurleitt. En þróun afrískra ríkja hefir ekki far- ið skipulega fram, heldur hefur hún verið tilviljanakennd. Það þarf að afmá svo margt, sem enn- þá aðskilur hina ýmsu ættflokka, áður en nýtízku-þjóðfélag með starfaskiptingu getur risið upp af samfélagi sundurleitra ætt- flokka, sem til þessa hafa ráðið sér sjálfir. Ef ekki kemur á næsta áratug til blóðugra átaka í Nígeríu, er sennilegt, að sá mismunur á ætt- flokkunum, sem nú skiptir svo miklu máli, verði smám Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.