Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 18
18 MORCT’N MAÐÍÐ Miðvikudagur 28. maí 1958 Akranes vann unglingalsðiö 5:2 og öldungar Vals, Víking A ANNAN hvítasunnudag fóru fram afmælisleikir Víkings i knattspyrnu. Léku „öldungar" Vals og Víkings — lið félaganna frá 1940 og sigruðu Valsmenn með 1:0. Síðan íslandsmeistar- ar Akraness gegn úrvalsliði ungl inga og unnu Akurnesingar með 5:2. Margt manna var á íþrótta- vellinum. Leikur „öldunganna" Það var ekki mikill hraði í leik hinna „gömlu góðu1' knattspyrnu rr.anna á nútímamælikvarða, en allmikill miðað við æfingalausa menn. En strax kom í ljós, að þar voru 'ðngir viðvaningar á ferð. Þeir kunnu enn ýmislegt fyrir sér og það eitt hvernig flestir þeirra gættu leikstöðu sinnar er til fyrirmyndar. Vals- menn byrjuðu betur og ákveðnar og upp úr horni á 5. mínútu skor- uðu þeir. Lolli framkvæmdi horn spyrnuna og skaut með jörð. Fór knötturinn gegnum alla mann- þröngina framan Víkingsmarks- ins og til Björgúlfs, vinstri út- herja Vals, sem spyrnti hátt og hnitmiðað að marki Víkings. — Markvörður bjó sig undir að taka knöttinn og óvíst er hvernig það hefði farið, en varnárleikmaður Víkings hugðist skalla frá,. mis- tókst, en breyttu þó stefnu knatt- arins þannig, að markvörður réð ekki við og Valur hafði tekið forystuna. Mjög sóttu Víkingar sig eftir þetta og áttu fallegar sóknarlot- ur og var drýgstur við uppbygg- ingu Haukur Óskarsson, en naut góðrar aðstoðar landsliðsnefndar- formannsins, Gunnlaugs Lárus- sonar. En allri sókn hratt hin fræga Valsvörn. Kom þar að Vik ingum var dæmd vítaspyrna (strangur dómur) og spyrr.ti Haukur. Nú brást honum boga- listin og Hermann varði auðveld- lega laust og illa miðað skot. Var þá fokið í öll skjól fyrir Víking- um. — íslandsmeistararnir 1940 verða enn að teljast sterkari Reykjavíkurmeisturunum sama ár þó að samleikur Reykjavíkur meistaranna þoli vel samanburð við leik íslandsmeistaranna. Má þannig segja að báðir hafi sigrað í þessum leik. Islandsmeistararnir og unglingarnir Leikurinn var tíðindalítill framan af en í það harðasta og gáfu þar unglingarnir ekkert eft- ir. Sóknarlotur skiptust á og var leikurinn jafn og hverri árás Is- landsmeistaranna var hrundið og vakti athygli í byrjun hve vel Rúnari Guðmannssyni, miðverði, tókst að gæta Þórðar Þórðarson- ar. Er nálega stundarfjórðungur var af leik byggði Rúnar upp, knötturinn gekk frá manni til manns og rak Guðm. Óskarsson, innherji, fallegan endahnút á Á borð sem alltaf eru eins Notið FORMICA samsettar plastplötur, hið fullkomna svar við öllum viðarklæðningarvandamálum. Þær eru alltaí eins og nýjar, stroknar hreinar á augabfagði, upplitast aldrei, blettaat, flísast eða springa. Harðar sem gimstein- ar. FORMICA samsettar plastplötur eru þær beztu, sem þér getið keypt, þær endast lífstíð. Hrinda frá sér vatni, fitu, vínanda og jafnvel hita upp í 154°. Gætið þess að hús- gögnin sem þer kaupið séu klædd ekta FORMICA. Jafn hentugt fyrir heimili, skrifstofur, hótel og veitingahús, skóla, verzlanir, sjúkrahús.... FORMICA plastplötur eru á frí- iista. Notið Látið skynsemina ráða FORMICA er aðeins ein af mörgum tegundum af samsettum plastplötum, sem framleiddar eru. Athugið að nafn- ið FORMICA sé á hverri plötu. Forð- ist þarmeð eftirlikingar._________ _________ á húsgögn yðar ^ FORMICA er skrásett vörumerki fyrir samsettar plastplötur, framleiddar af FORMICA verksmiðjum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Umboðsmenn: G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Simi 2-42í>0. — ixrj-taguiu 7. — Reykjavík. E.O.P. mótið í kvöld gott upphlaup, sendi knöttinn í net íslandsmeistaranna. En smám saman komu yfír- burðir Akurnesinga í ljós — ekki fyrir breytta leikaðferð þeirra, heldur hitt að vörn unglinganna opnaðist oft mjög, einkum vinstra megin. Þórður Þórðarson jafnaði um miðjan hálfleik með lausu skoti eftir þverspil Akur- nesinga innan vítateigs ungling- anna. Var Elías, bakvörður, illa á verði. Nokkur síðar náðu Akurnes- ingar forystu. Skoraði Helgi Björgvinsson af stuttu færi eftir pressu að marki unglinganna. Unglingarnir byrjuðu sæmilega er út kom. Átti þá Ellert skot yfir og Skúli skot í.stöng. En er sjálfsmarkið kom úr fyrirsend- ingu Ríkharðs sem lenti í Rún- ari og þaðan í netið dró mátt úr þeim og ruglingurinn og fálmið tók liðið aftur tökum. Þórður og Ríkharður náðu heppnaðri til- raun með hratt miðjuupphlaup og skoraði Ríkharður. Ýmis mis- notuð tækifæri áttu Akurnesing- ar einnig. Um miðjan hálfleik skoruðu unglingarnir sitt annað mark. — Gaf Skúli vel fyrir utan af kanti og Þórólfur Beck hljóp vel inn og skoraði. — Akurnesingarnir höfðu síðasta orðið í leiknum Sendi Ríkharður knöttinn fram til Þórðar sem með harðfylgi komst í gegn og skoraði. Mjög virðast Akurnesingar hafa æft síðan í leiknum við Fram á sumardaginn fyrsta. Er úthald þeirra og kraftur allur annar og meiri. Leikaðferð þeirra dugði vel gegn unglingunum sem aldrei gátu þétt vörn sína. £n leikaðferðin er hin sama og áður hjá Akurnesingum, allt byggt á miðjunni og helzt- á Ríkharði og Þórði. Þeir eru fljótir og snöggir og harðskeyttir, einkum Þórður, en gaman væri að sjá þessa okk- ar snörpustu leikmenn reyna fleiri afbrigði sóknar. Þeir unnu enn einu sinni mikinn sigur hvað markatölu snertir, en þurfa enn að taka skorpu við að æfa eitt- hvað nýtt, því að miðjuupphlaup- in stöðva varnir góðra liða. Unglingaliðið sýndi á köflum lagleg tilþrif, stundum of fínt samspil, svo að tilgangurinn með því gleymdist. En miklir gallar komu fram í leik liðsins, einkum það er liðið í heild fór í varnar- stöðu, hopaði undan og beið — eiginlega gleymdi að sækja á. Hreyfanleika skorti og mjög til- finnanlega hjá framherjum. Bezt- an leik sýndu Guðmundur Óskars son, innh., og er hann kominn í röð okkar snjöllustu framherja og skot hans fara mjög batnandi. Athygli vakti og leikur Grétars Sigurðssonar í útherjastöðunni. — A. St. E. Ó. P. MÓTIÐ í frjálsum íþrótt um fer að þessu sinni fram á Melavellinum í Reykjavík í kvöld. Eins og kunnugt er, þá er mótið haldið til heiðurs formanni K.R., Erlendi Ó. Péturssyni, en hann verður 65 ára í lok þessa mánaðar og er þetta í 16. sinn sem E.Ó.P. mót er haldið. Búast má við tvísýnni og harðri keppni í flestum þeim greinum sem keppt verður í. Meðal kepp- enda eru allir okkar helztu íþrótta garpar m.a. Gunnar Huseby, Vil- hjálmur Einarsson, Hilmar Þor- björnsson, Svavar Markússon, Val björn Þorláksson og Pétur Rögn- valdsson, svo einhverjir séu nefnd ir. Þær greinar sem keppt verður í eru þessar: 110 m grindahlaup. 100 m hlaup (fyrir þá sem hlupu lakar en á 11,5 sek. á sl. ári)." 200 m, 400 m og 800 m hlaup. 1000 m boðhlaup. Sleggju-, kúlu- og kringlukast. Hástökk og langstökk. Fyrir sveina: 60 m hlaup og hástökk. Fyrir drengi: 800 m hlaup. Ef að líkum lætur verður í sumar mikil gróska í frjálsíþrótt- um hér á landi, enda sýndu frjáls íþróttamenn okkar það á fyrsta móti vorsins að þeir hafa aldrei verið í jafngóðri þjálfun, fyrir keppnistímabil og nú, enda mikið í húfi þar sem búið er að ákveða landskeppni við Dani á komandi sumri og þátttöku íslenzkra frjáls- íþróttamanna í Evrópumeistara- mótinu í Stokkhólmi, sem fram fer í ágústmánuði n.k. Það má því búast við að mikil afrek verði unnin á mótinu í kvöld, en það hefst kl. 8. Kristjón Jóhonnsson íslnnds- meistnri í víðnvnngshlnupi Víðavangshlaup Meistaramóts ísl. var að þessu sinni háð hér á Akureyri. Keppendur voru 7. Sigurvegari varð hinn landskunni hlaupagarpur Kristján Jóhanns- son ÍR, og hljóp hann vegalengd- ina, 3100 m á 10,03 mín. Annar varð Jón Gíslason UMSE á 10,34,0 mín. 3. Guðmundur Þorsteinsson KA á 10,40,2 mín. Er þetta í fy- sta skipti, sem hann keppir í þol- hlaupi, og má segja. að vel sé af stað farjð. Fjórði varð Guðmund- ur Haligrímsson UIA á 10,56,0 mín. Veður var hið bezta, er kapp- leikirnir fóru fram, og áhorfenci- ur margir. KA lék neð styrktjj Cetraun íþróttasíðunnar 3 sendu rétta lausn HÉR á Íþróttasíðunni var efnt til getraunar um það hvort Val- ur eða Víkingur myndi sigra í leik „öldunganna“ á mánudags- kvöldið og þá með hve mörgum mörkum. Gerðu margir sér það til skemmtunar að taka þátt í henni og freista þess að vinna til verðlaunanna sem eru 2 miðar á landsleik íslands og írlands í ágústmánuði n. k. Alls bárust fyrir tilskilinn tíma 84 lausnir gildar, en all- margar ógildar þar sem aðeins var tekið fram hvort félagið myndi sigra en ekki getið um fjölda marka. Margar lausnir bárust eftir að frestur var út- runninn, en skila varð á föstu- dagskvöld vegna þess að það var síðasti vinnudagur á blöðum fyr- ir leikinn. Var það mjög óheppi- legt að skila hálfri viku fyrir leik. Lausnir bárust víða að — lengst frá ísafirði. Þrír sendu rétta lausn 1:0 fyrir Val. Er dregið var um hver hljóta skyldi verðlaunin kom upp nafn- ið Halldór Aðalsteinsson, Berg- þórugötu 57. Sœnskum styrrk úthlutað MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefir lagt til, að frú Æsa Karls- dóttir Árdal, fil. kand., hljóti styrk þann, er sænsk stjórnar- völd veita íslendingi til háskóla- náms í Svíþjóð á vetri komanda, til framhaldsnáms við Socialinsti- tutet við Stokkhólmsháskóla. liði í nokkrum af þessum kapp- leikum, en allt kom fyrir ekki. Gestirnir reyndust leiknari íþróttamönnunum hér. Var hin mesta ánægja og mikið gagn af þessari fjölmennu íþróttaheim- sókn. Að lokum hélt KA kepp- endum og starfsmönnum kveðiu- hóf í Alþýðuhúsinu. — vig. Sameiginleg ferð Farfugla og Æsku- Ivðsráðs FARFUGLAR og Æskulýðsráð Reykjavíkur efna til tveggja sam eiginlegra ferða næstkomandi sunnudag. 1. Ljósmyndatökuferð í Valaból og nágrenni. Ekið verður að Kald árseli og gengið þaðan um na- grennið. Á þessu svæði eru marg- ir sérkennilegir og fagrir staðir, m. a. Undirhlíðar, Helgafell, Gull kistugjá, Búrfell, Pólverjahellir og Valaból. í Valabóli bjóða Far- fuglar hópnum upp á heitt kakaó. Félagar úr Félagi áhugaljósmynd ara veita tilsögn við töku ljós- mynda. Hér er einstakt tækifæri fyrir unglinga, sem eiga ljós- myndavélar, að fá tilsögn í með ferð þeirra jafnframt því sem þeim gefst kostur á að skoða fagra staði, undir leiðsögu kunn- ugra manna. Kostnaður við ferð- ina er kr. 15.00. 2. Hin ferðin er upp í Hval- fjörð. Ekið verður upp í Botns- dal, og gengið að Glym, einum hæsta fossi á landinu og á Hval- fell. Þaðan er óvenjufagurt út- sýni. Þátttaka í ferðirnar tilkynnist í skrifstofuna að Lindargötu 50 i kvöld kl. 8,30—-10., sími 15937. — Farmiðar sækist á föstudagskvöld á sama tíma. Það skal tekið fram að öllum er heimil þátttaka. Steypist af skellinöðru AKRANESI, 27. maí. — Sl. föstu dag varð Guðmundur E. Vest- mann, 15 ára að aldri, fyrir því slysi að fara úr axlarlið, er hann þeyttist á skellinöðru sinni fram af allháum bakka. Svo háttar til við heimili hans að Vesturgötu 97, að 40—50 m eru frá húsinu fram á bakkann. Guðmundur var að setja skellinöðruna í gang, en gerði ekki ráð fyrir, að það gengi eins fljótt og raun varð á, því skyndilega fór vélin í gang og hjólið þaut af stað með ofsa- hraða. Fékk Guðm. ekki við neitt ráðið, pg fór skellinaðran fram af bakk anum niður í kletta. Hæð bakk- ans er þarna um 1 % m. Guðmund ur steyptist af hjólinu og fór úr liði á vinstri öxl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.