Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 28. maí 1958 MORCl’MtLAÐlÐ 9 Oddur Benediktsson bóndi frá Tungu — minning ALLIR DAGAR eiga sér kvöld. hjónin til ársins 1929, en það ár Vinirnir hverfa einn af öðrum bak við tjaldið mikla, þangað, sem ei verður skyggnzt. En end- urminningarnar vara og áhrif góðs drengs halda áfram, og veita sífellt frjómagni að rótum bjartari og batnandi heims. Oddur Benediktsson verður jarðaður frá Gaulverjarbæjar- kirkju í dag. Hann er fæddur að Tumastöðum í Fljótshlíð 12. ágúst 1881. Sonur hjónanna Benedikts Oddssonar frá Sámsstöðum í sama byggðarlagi og konu hans Sigríðar Bjarnadóttur frá Ey í Vestur-Landeyjum. Hann var næstelzta barn foreldra sinna, en þeim varð fjögurra barna auð- ið, þriggja sona og einnar dóttur, en þau eru nú öll látin. Oddur ólst upp hjá foreldrum sínum að Tumastöðum. Hann stundaði hin venjulegu störf, sem heyrðu samtíð hans til, svo sem vor- og sumarannir í sveitinni og sjóróðrar á vetrum bæði á Suð- urnesjum og í Vestmannaeyjum. Hann giftist eftirlifandi konu sinni, Herborgu Guðmundsdóttur frá Grímsstöðum í Vestur-Land- eyjum 19. október 1905. Þau eign- uðust 5 börn. Elzta barn þeirra, Marta, dó í æsku. Á lífi eru þau Axel, skrifstofumaður í Reykja- vík, Marta, ekkja, er býr með son um sínum í Reykjavík (hún hlaut nafn hinnar horfnu systur sinn- ar), Benedikt, bóndi í Tungu og Guðmundur, bílstjóri. seldu þau eignarjörð sína og fluttu til Reykjavíkur. Keyptu þar hús við Grettisgötu og bjuggu þar fram til 1934. í Reykjavík festu þau ekki yndi. Þeim féll betur búsýsla gróðurs og moldar en hin einhliða störf verkamanns ins á mölinni. Þau kveðja því höfuðborgina 1934 og flytja nú að Tungu í Gaulverjabæjarhreppi, Árnessýslu. Þá jörð hafa þau þá keypt. Og nú hefja þau sveita- búskapinn á ný. Yrkja jörðina, bæta húsakynni, og efla bústofn- inn. Þeim farnast vel eins og áð- ur. Þau eru samhent, áhugasöm og nærgætin, og fyrirhyggja er með í verki. Moldin og skepn- urnar endurgjalda ætíð að verð- leikum allt, sem þeim er með alúð í té látið. Þess nutu þau hjónin, Oddur og Herborg. Þau undu vel hag sínum í Tungu. Synirnir, Benedikt og Guð- mundur, tóku þátt í búskapnum með þeim. Og þegar tímar líða og kraftar foreldranna taka að þverra, drógu þau sig smám sam- an í hlé, en synirnir tóku við. Nú býr myndarbúi, Benedikt í Tungu, og hjá honum hafa gömlu hjónin dvalið hin síðari ár, og þar andaðist Oddur 19. þessa mánaðar. Með Oddi er genginn einn af þeim, sem á vissan hátt settu svip á sitt næsta umhverfi. Hon- um var létt um ferskeytluna og lét oft fjúka litla stöku í sinn hóp. Þær eru margar vísurnar eftir hann og væri gott safn, ef haldið hefði verið til haga. Einn- ig orti Qddur oft eftirmæli o. fl. Hann var einn af hinum glöðu, glettnu, græskulausu fjörmönn- um og vakti hlátur og létta kæti, þar sem hann fór. Mörg síðustu ár ævinnar gekk Oddur ekki heill til skógar og varð að ganga við staf og síðast við tvo. Var auðvelt að sjá, að hann þjáðist oft í fótum, en ekki var hann að kvarta og ekki lét hann það verka á gott skap né framkomu við aðra menn. Hann var ætíð hinn sami hvað það snerti, glaður og reifur. Oddur var traustur maður, hreinn í skoð unum og einlægur vinur vina sinna, sem aldrei brást. Það var gott að dvelja í návist* hans og leita þar halds og trausts. Það hefi ég sjálfur reynt og systkini I mín. | Farðu vel, vinur og fóstri, Guð ] launi þér alla góða hluti, bæði það, sem þú hefur gert fyrir mig og mína og aðra. Hákon Kristgeirsson. Húsnæði Sá sem hefur áhuga á alifulgarækt og gæti lagt fram einhverja fjárupphæð í alifulgabú sem í ráði er að stofn- setja í næst nágrenni bæjarirts húsnæði fyrir hendi. Sími á staðnum. Tilboð leggist á afgreiðslu blaðsins fyrir föstu- dagskvöld merkt: „Ábyggilégur — 3974“. IBIJÐ 5 herbergja íbúð til leigu nú þegar í Skaftahlíð. Uppl. í dag í síma 19328 (eftir kl. 6 sími 14507). Þau ungu hjónin, Oddur og Herborg, tóku við búskap á Tumastöðum þegar eftir gifting- una. Þeim búnaðist þar dável, enda atorka og dugnaður þeirra beggja til allra verka mikill og vinnuafköst oft með ólíkindum. Því var sérstaklega viðbrugðið, hversu mikill sláttumaður Odd- ur var, og verkhagur að hverju verki, sem hann gekk. Hann var ætíð glaðvær við vinnu og naut þess, að sjá góðu verki skila á- fram. Að Tumastöðum bjuggu þau Aðolfundar Húseigendaíélags Reykjavikar verður haldinn í húsi Verzlunarmannafélagsins Vonar- stræti 4 í kvöld miðvikudaginn 28. maí kl. 8,30 síðdegis. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsstjórnln. Fyrir- liggjandi í ÖLLUM STJtKÐUM Erá 0.75 gl—16 gl. Allar stærðir til afgreiðslu strax í dag Farið að dæmi fjöldans — Veljib REXOIL 10 LÍU VE RZ LU N !g) ÍSLANDS H/4 f Símar: 24220 24236 Iðna&arhúsnceði með búðarplássi (götuhæð) ca. 100 ferm. er til leigu. Á Frakkastíg 14 nú þegar. Til sýnis í dag og næstu daga eftir kl. 18:00.. Upplýsingar gefnar í síma 1-3727 og hjá: Lögmenn Geir Hallgrímsson, Eyjólfur Konráð Jónsson. Simar 1-1164 & 2-2801. /Jbúð til leigu íbúðarhæðin á Frakkastíg 14, 4 herbergi eldhús og WC er til leigu frá 1. júlí n.k. Ibúðin verður til sýnis í dag og á morgun frá kl. 5—8 e.h. Fyrirframgreiðsla. Tilboðum óskast skilað á staðnum. Auglýsing um skoðun bifreiða í lög- sagnarumdæmi Reykjavíkur Samkvæmt bifreiðalögum tilkynnist hér með, að síðari hluti aðalskoðunar bifreiða fer fram 28. maí til 16. júlí, n.k. a<J báðum dögum meðtöldum, svo sem hér segir: Miðvikudaginn 28. maí R-4801 til R-4950 Fimmtudaginn 29. — R-4951 — R-5100 Föstudaginn 30. — R-5101 — R-5250 Mánudaginn 2. júní R-5251 — R-5400 Þriðjudaginn 3. — R-5401 — R-5500 Miðvikudaginn 4. — R-5501 — R-5650 Fimmtudaginn 5. — R-5651 — R-5800 Föstudaginn 6. — R-5801 — R-5950 Mánudaginn 9. — R-5951 — R-6100 Þriðjudaginn 10. — R-6101 — R-6250 Miðvikudaginn 11. — R-6251 — R-6400 Fimmtudaginn 12. — R-6401 — R-6550 Föstudaginn 13. — R-6551 — R-6700 Mánudaginn 16. — R-6701 — R-6950 Miðvikudaginn 18. — R-6951 — R-7000 Fimmtudaginn 19. — R-7001 — R-7150 Föstudaginn 20. — R-7151 — R-7300 Mánudaginn 23. — R-7301 — R-7450 Þriðjudaginn 24. — R-7451 — R-7600 Miðvikudaginn 25. — R-7601 — R-7750 Fimmtudaginn 26. — R-7751 — R-7900 Föstudaginn 27. — R-7901 — R-8050 Mánudaginn 30. — R-8051 — R-8200 Þriðjudaginn 1. júlí R-8201 — R-8350 Miðvikudaginn 2. — R-8351 — R-8500 Fimmtudaginn 3. — R-8501 — R-8650 Föstudaginn 4. — 'R-8651 — R-8800 Mánudaginn 7. — R-8801 — R-8950 Þriðjudaginn 8. — R-8951 — R-9100 Miðvikudaginn 9. — R-9100 — R-9250 Fimmtudaginn 10. — R-9251 — R-9400 Föstudaginn 11. — R-9401 — R-9550 Mánudaginn 14. — R-9551 — R-9700 Þriðjudaginn 15. — R-9701 — R-9850 Miðvikudaginn 16. — R-9851 — R-9915 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins Borgartúni 7, og verður skoðun fram- kvæmd þar daglega, kl. 9—12 og kl. 13—16,30, nema föstu daga til kl. 18,30. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram full gild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vá- tryggingariðgjald ökumanna fyrir árið 1957 séu greidd, og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ékki fram- kvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum sainkvæmt bifreiðalögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tek- in úr umferð, livar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 23. maí 1958. SIGURJÖN SIGURÐSSON. I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.