Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 19
Miðvik'udagur 28. max 1958 MORCVHBLAÐlh 19 — „Bjargrábin" Frh. aí bls. 3. fleira lagt til þjóðarbúsins en það, sem út er flutt. Ég minni líka á, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan skilið þarfir útvegs- ins. Það hefur komið fram í land helgismálinu og í því, sem hann hefur gert til að auka fjárfesting- una í útveginum. Hún var 91 millj. kr. 1955 og 146 millj. kr. 1956. ÖIl sú fjárfesting var gerð fyrir tilstilli fyrrverandi stjórn- ar. Fjárfestingin 1957 mun hafa verið 147 millj. kr. Það er í raun- inni ekki fyrr en á þessu ári, sem full reynsla fæst af stefnu núver- andi stjórnar i þessu sviði, og það er álit þeirra, sem bezt þekkja til, að þá muni koma í ljós mikill samdráttur. Vaxandi iðnaður En það er ekki nóg að efla að- eins útveginn, við þurfum öflug- an landbúnað, meiri siglingar og vaxandi iðnað. Iðnaðurinn hefur þegar reynzt þjóðarbúinu mjög nýt stoð, en enn aukinn iðnaður byggður á orku ísenzkra fossa er nauðsyn. Til þess þarf erlent fjár magn og það þarf að koma því svo fyrir, að lánin verði greidd með framleiðsluvörum hinna nýju iðnvei’a. Stuðningur — eklti ©fsóknir Þeir, sem vilja vinna að því að efla atvinnuvegi okkar, verða að fá til þess stuðning stjórnar- valdanna. Ef einstaklingarnir njóta einskis frelsis er hætta á samdrætti í atvinnulífinu og fá- tækt meðal fólksins. Og verst er, ef þeir, sem vilja framkvæma, eru beinlínis ofsóttir. — Aukin framleiðsla krefst betra fjárhags kerfis en við eigum nú við að búa. Núverandi í'íkisstjórn lofaði miklu í þeim efnum, en efndirnar hafa ekki orðið að sama skapi. Hún hefur hins vegar tekið er.- lend lán úr hófi fram og m.a. notað þau til að greiða ríkissjóði tolla og í venjulegan innflutning. Sl. ár þurfti þjóðin að greiða 50 milljónir kr. í hörðum gjald- eyri í vexti og afborganir lána, og voru tekjur hennar í slíkum gjaldeyri þó aðeins 400—500 millj. kr. Munu greiðslur vaxta og afborgana verða enn meiri á næstu árum. Með frumv., sem hér liggur fyr- ir, er stefnt enn lengra út á ó- heiliabrautina í efnahagsmálum landsins. Það mun tvímælalaust leiða til samdráttar í iðnaði og landbúnaði og ég hygg að það geti einnig orðið útveginum fjöt- ur um fót. Ingólfur Jónsson lauk ræðu sinni kl. 3.30 og var þá gert fué á umtæðunni. Ræða Sigurðar Ágústssonar Fundur hófst að nýju kl. 5. Tók þá til máls Sigurður Ágústsson og lýsti hann viðhorfum sjávar- útvegsins til „bjargráðafrum- varps“ ríkisstjórnarinnar. Kvað hann það vera augljóst, að með þessu frumvarpi væru lagðar hinar þyngstu álögur á tvo aðal- atvinnuvegi þjóðarinnar, sjávar útveg og landbúnað. Hann rakti það, hve gífurlega mikinn kostn aðarauka frumvarpið muni hafa í för með sér fyrir úrvegsmenn og virtist sem ríkisstjónin hefði ekki gert sér grein fyrir þessu. Frá ræðu hans verður sagt síðar í blaðinu. Tillögur Ásgeirs Sigurðssonar Næstur tók til máls Ásgeir Sig urðsson og mælti fyrir breyting- artillögum, sem hann hafði lagt fram um að fellt yrði niður yfir- færslugjald af sjúkrakostnaði og námskostnaði erlendis og að yf- irfærslugjald til farmanna og flugmanna skyldi lækka úr 55% í 30%. Ásgeir taldi, að það væri rang látt að taka yfirfærslugjald af sjúklingum, sem væru tilneyddir að leita sér lækningar erlendis. Benti hann á, að oft væru slíkir sjúklingar illa stæðir fjárhags- lega og yrðu að hleypa sér í skuld ir til að fá hina nauðsynlegu læknishjáip. Þá taldi hann og ranglátt að leggja yfirfærslugjald á náms- kostnað. Stúdentarnir yrðu að leggja í stórfelldan kostnað til að hljóta sérmenntun, sem væri þjóðlífinu nauðsynleg. Efnalega ;ru þeir verst stæðir. Sam- kvæmt frumvarpi ríkisstjórnar- innar væru lífskjör þeirra skert stórkostlega. Að lokum ræddi Ásgeir um yf- irfærslugjald farmanna og flug- manna. Benti hann á það, að svo væri fyrir mælt í lögum, að far- menn skyldu fá hluta launa sinna í erlendum gjaldeyri. Þeir ættu þvi fullan rétt á þeim greiðslum. Með frumvarpi ríkisstjórnarinn- ar væri verið að ganga á rétt þeirra. Ásgeir kvaðst hér bera fram tillögu um að farmenn og flugmenn þyrftu að greiða 30% yfirfærslugjald í stað 55%. Það væri það lengsta sem farmenn vildu ganga. Þeir teldu sig að vísu eiga fullan rétt á gjaldeyr- inum án yfirfærslugjalds, en vildu ganga til móts við ríkis- valdið, þar sem þeir skildu m.a. að skortur væri á útlendum gjald eyri. Með ræðu Ásgeirs lauk 2. um- ræðu um „bjargráðafrumvarpið“ í Neðri deild. Tilkynnti varafor- seti, Áki Jakobsson, að atkvæða- greiðsla færi fram kl. 9 og að því loknu hæfist 3. umræða. KI. 9 fór fram atkvæðagreiðsla. Fyrst var borin upp hin rök- studda dagskrá Einars Olgeirs- sonar. Hún var felid með 17 atkv. gegn 3 (auk Einars greiddu henni atkvæði Áki Jakobsson og Karl Guðjónsson). Samþykktar voru tillögur frá Emii Jónssyni og Skúla Guðmundssyni um ýmsar smábreytingar á frumv., en breyt ingatillögur Sjálfstæðismanna voru felldar. Síðan var frumv. vísað tii 3. umr. Sú umræða hófst skömmu síð- ar og lauk henni í gærkvöldi, en atkvæðagreiðslu var frestað. sjávarafurðir skv. 1. nr. 66/1957 verði innheimt með 65% álagi og um skiptingu þe»s í þrjá staði. Gylfi Þ. Gíslason, er andmælti fyrrgreindri tillögu Sveins Guð- mundssonar og Áka Jakobsson- ar. Gunnar Jóhannsson, sem dró til baka fyrir sitt leyti tillögu, er hann hafði flutt með Áka Jakobs- syni um 70% bætur á Norður- og Austurlandssíld. — Utan úr heimi Frn at bls 10 saman lítilvægur. Því að skyn- samir stjórnmálamenn hugsa fram í tímann, og þetta á ekki sizt við um unga fólkið, sem smám saman er að taka í sínar hendur mikilvægustu embættin í stjórn landsins. í þeirra eyrum er það ekkert orðagjálfur að segja: „Við erum allir Nígeriu- menn“. Það er undir unga fólk- inu komið, hvort Nígeríumenn geta leyst það risavaxna verk- efni, sem bíður þeirra. Nígería er eitt auðugasta iandið í Afríku og jafnframt eitt stærsta og voldugasta ríkið í álfunni. Vegna þessa hlýtur það að koma í hlut Nígeríumanna að- vera forustuþjóð í „svörtu" Afríku. Þær þjóðir, sem enn lúta yfir- ráðum Evrópumanna í Afríku, dá mjög Ghana, sem nú er orðið sjálfstætt ríki. En það mun hafa enn meiri áhrif, er 32 milljónir Nígeríumanna feta í fótspor Ghana — ef Nígeríumönnum tekst að varðveita einingu ríkis síns og skapa í landi sinu heil- steypta þjóð. — Libanon Frh. af bls. 1 að hreinsa til í ýmsum þeim hér- uðum, þar sem uppreisnarmenn höfðu hreiðrað um sig. Við 3. umr. tóku þessir til máls: Sveinn Guðmundsson, er lýsti tillögu, sem hann flytur ásamt Áka Jakobssyni um und- anþágur frá söluskatti. Skulu undanþágurnar giida um efni- vörur, sem iðnaðarmenn og iðn- fyrirtæki selja í sambandi við iðn sína svo og um vinnu og þjónustu, sem þessir aðilar láta í té. Sigurður Ágústsson, sem lýsti tillögum sínum um bætur vegna fullverkunar á fiski eftir 14. maí og um greiðslu vá- tryggingariðgjalda fiskibáta til 31. des. n. k. Pétur Ottesen, sem flytur tillögu um að erlendir rikisborgarar, sem hér vinna við landbúnað fái yfirfærð laun án yfirfærslugjalds til 1. nóvember. Skúli Guðmundsson, er lýsti 2 breytingatillögum, er hann flyt- ur með Emil Jónssyni að beiðni rikisstjórnarinnar. önnur er um að útflutningsbætur á afurðir úr sumarveiddri Norður- og Aust- urlandssíld verði 55% í stað 50%, hin um að útflutningsgjald á Úrslitakostir Þá herma Reutersfregnir frá Beirut, að Solh hafi sent upp- reisnarmönnum úrslitaskosti: Ef þeir hafi ekki hætt óeirðum inn- an tveggja sólarhringa, muni stjórnin lýsa yfir neyðarástandi í landinu og hefja skipulagðar hernaðaraðgerðir gegn þeim. Þá hefur stjórnin í hyggju að setja á stofn þjóðvörð í landinu. Yrði hann samansettur af óbreyttum borgurum sem eru hliðhollir stjórninni. Þjóðverðinum yrði þá ætlað það hlutverk að gæta opin- berra bygginga. Hann yrði vopn- aður á meðan hann væri við skyldustörf. Svefnlausi brúð- guminn SAUÐÁRKRÓKI, 27. maí. — Leikfélag Blönduóss kom hingað í gær og sýndi sjónleikinn Svefn- lausa brúðgumann fyrir fulluhúsi á tveimur sýningum. Undirtektir leikhúsgesta voru góðar. — Jón. Hjartanlega þakka ég öllum ættingjum og vinum er sýndu mér vináttu, sendu mér heillaskeyti og gjafir á 70 ára afmæli mínu 16. þ.m. Halldóra Pálsdóttir, Mávahlíð 37, Reykjavík. Við þökku af hug og hjarta allan þann ógleymanlega kærleika og vinarhug okkur auðsýndan á guilbrúðkaups- degi okkar 17. maí, með heimsóknum, skeytum, blómum og gjöfum. Við biðjum góðan guð að blessa og gleðja alla okkar vini og kunningja f jær og nær. Guðrán Stefánsdóttir, Ásgeir Jónsson. Hjartanlega þakka ég börnum mínum tengdabörnum barnabörnum frænku minni vinum og kunningjum, sem glöddu mig með gjöfum, blómum, skeytum og hlýjum handtökum á 60 ára afmæli mínu, 25. þ.m. Guð blessi ykkur öll. Steinunn Magnúsdóttir, Flókagötu 15, Rvk. Tímbur til sölu 10—20 „standardar“ af nýju mótatimbri til sölu. Lysthafendur leggi nöfn sín og heimilisfang inn til Morgunblaðsins fyrir 30. þ.m. merkt: „Mótatimbur — 3988“. Maðurinn minn GESTUR MAGNÚSSON Hvérfisgötu 121, andaðist í Landsspítalanum 25. þessa mánaðar. Útförin ákveðin síðar. Sigríður Ingvarsdóttir. Qm—MmmmmmmmmmmmmmmmmKmmmKamBmammammBmmsmtmm* ■ MMMwnnnMMm Faðir okkar BJÖRN GUÐMUNDSSON frá Efstu-Grund verður jarðsunginn frá F'ossvogskirkju fimmtudaginn 29. þ.m. kl. 1.30 e.h. Börn hins látna. Jarðarför frú ELISABETAR SIGURÐARDÓTTUR frá Stóra-Hrauni fer fram, frá Dómkirkjunni í dag kl. 2 e.h. Húskveðja frá heimili hinnar látnu, Smáragötu 3, hefst kl. 1 e.h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Börn og tengdabörn. Jarðai'för ODDS BENEDIKTSSONAR frá Tumastöðum, sem andaðist 19. þ.m. fer fram frá Gaul- verjabæjarkirkju miðvikudagirm 28. maí kl. 2 e.h. Bílferð verður frá B. S. í. kl. 12. Herborg Guðmundsdóttir og börn. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmam^mmmmammmmmmmmmmmmmmmmBmmmmmmmmm Útför LOFTS JAKOBSSONAR fer fram frá heimili hans Neðra-Seli á Landi laugardaginn 31. maí og hefst kl. 1 e.h. Jarðsett verður að Árbæ. Börnin. Ég þakka innilega mér auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konu minnar KRISTJÖNU JAKOBSDÓTTUR Sigurður Jónsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við frá- fall og jarðarför móður okkar MARÍU SVEINSDÓTTUR Börnin. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við frá- fall og jarðarför KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR Börn, tengdabörn og barnabörn. Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu samúð sína og hjálpsemi við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa GUÐJÖNS ÞORKELSSONAR vélstjóra. Sína Andrésdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Andrés Guðjónsson, Halldór Guðjónsson, Ellen Guðjónsson, Sigríður Björnsdóttir, og sonarsynir. Innilegar þakkir fyrir samúð og hluttekningu við frá- fall og útför GUÐMUNDAR ÓLAFSSONAK, fyrrverandi kennara á Laugarvatni. Sérstakar þakkir nemendum og kennurum héraðsskólans að Laugarvatni fyrir virðingu þá, sem þeir hafa sýnt minningu hins látna með stofnun sjóðs, sem beri nafn hans. Gæfa og blessun fylgi ykkur öllum. Ólöf Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.